Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 28

Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 Sr. Sigurður Kristjáns- son — Minning Við fráfall séra Sigurðar Krist- jánssonar, fyrrum prófasts á ísa- firði, leita kærar minningar á hugann. Þetta drenglundaða karlmenni var svo mikill sérfræð- ingur í mannlegum samskiptum, að margir samferðarmenn hlutu að laðast að honum. Ég held, að þar hafi einkum tvennt komið til. I fyrsta lagi kurteisi, sem aldrei brást. Hann gerði stúlkubörn á Isafirði að hefðardömum með því að taka ofan fyrir þeim. Og hann hafði lag á því að leyfa viðmæl- anda sínum að finnast hann leiða samræðurnar, þótt oft væri því í raun einmitt á þveröfugan veg varið. í annan stað varð ekki hjá því komist, að hinar praktísku gáfur prófastsins vektu aðdáun þeirra, sem kynntust honum. Þetta skyn á hið hagnýta náði jafnt til andlegra viöfangsefna og veraldlegra. Svona hæfileiki lýsir sér í því, að koma ævinlega beint að kjarna máls, þó með þeim galdri, að enginn þurfi að verða skelfingu lostinn. „Fáir prestar hafa átt farsælli og prúðmannlegri samskipti við ríkisvaldið", var haft eftir eftir- litsmanni prestssetra. Mönnum leið vel í návist séra Sigurðar. Og mér fannst alltaf það kynni að vera lykill að persónu- leika þessa kæra vinar míns og yfirmanns, að hann lauk búfræði- prófi áður en hann fór í Háskól- ann. Bóndinn hefur útsýn, sem er heilsusamlega jarðbundin; hann vinnur eftir þeirri kenningu, að tíminn sé partur af náttúrunni, og því skuli grösin og lömbin fá að dafna í næði, í stað þess að vera pínd fram i flýti. Náttúran hefur sína eigin hrynjandi og þarf að hafa sinn tíma, en maðurinn skal agast í þolinmæði og læra að biða. í Reykhólasveit eru smjörblettir handa sauðfé, ilmsterk og bragð- mikil grös. Mér þótti prófasturinn sameina harðfylgi hins þolinmóða fjármanns og glaðværa rósemi kúabóndans, sem er bundinn af mjöltum tvisvar sinnum á dag allan ársins hring. Séra Sigurður var góður hirðir. Hann var svo samviskusamur, að hann var í raun alltaf viðbúinn hverju kalli. rialfan fjórða áratug þjónaði hann stóru og annasömu presta- kalli af slíkri nákvæmni, að vildi svo ólíklega til, að hann væri staddur afbæ, og einhver í söfnuð- inum óskaði þjónustu, þá steig hann óðara upp í kraftmikla bifreið sína og ók sem leið lá vestur, heim. „Háttvísasti maður á Islandi," sagði vígslubiskupinn í Skálholts- biskupsdæmi, séra Sigurður Páls- son, um nafna sinn og starfsbróð- ur. „Og hjartahreinn," bætti Berg- ur Pálsson við, fulltrúi í kirkju- málaráðuneytinu. Séra Sigurður var ákaflega rót- tækur, þegar hann var ungur, eins og æskumenn þurfa helst að vera, og ég er ekki viss um, að hann hafi gerst neitt íhaldssamari með aldr- inum. Hann fæddist hinn 8. janúar 1907 á Skerðingsstöðum í Reyk- hólasveit og voru foreldrar hans hjónin Kristján bóndi og hrepp- stjóri þar Jónsson, bónda á Hjöll- um í Gufudalssveit Finnssonar, og kona hans, Agnes Jónsdóttir, bónda í Hafnarhólmi við Stein- grímsfjörð Magnússonar. Á Skerðingsstöðum búa nú bræður hans tveir, Halldór og Finnur, myndarbúi, en þriðji bróð- irinn, Elías, birgðastjóri Pósts og síma í Reykjavik, er nýlátinn. Vel man ég tvo fallega haustdaga, þegar við prófasturinn ókum að vestan suður til Reykjavíkur og komum þá við á Skerðingsstöðum. Þar eiga við orð Davíðsálmsins, þar sem segir „hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman," og slík voru tengsl prófastsins við æskustöðvarnar, að hann hugleiddi það í alvöru að fara fram á setningu sem sókn- arprestur á Reykhólum, þegar, hann, fyrir aldurs sakir, lét af embætti fyrir vestan. Af því varð þó ekki af heilsufarsástæðum. Séra Sigurður lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1927. Nokkrum árum síðar las hann undir stúdentspróf á Akur- eyri og lauk því 1937, en kandídat varð hann frá Háskóla íslands 1941. Veturinn 1948—49 var hann á Englandi við framhaldsnám, þar sem hann kynnti sér einkum kristilegt æskulýðsstarf. í Valþjófsstaðaprestakalli starfaði hann sem prédikari sumarlangt 1940, en hinn 15. júní 1941 var hann vígður til prests af herra Sigurgeiri Sigurðssyni, biskupi, og hafði fáum dögum áður verið settur sóknarprestur í Hálsprestakalli í Þingeyjarpróf- astsdæmi. Þar átti ekki fyrir honum að liggja að ílengjast, því að í ágúst 1942 var hann kosinn og skipaður sóknarprestur Isfirðinga, þar sem hann starfaði síðan. Sóknarbörnum séra Sigurðar á ísafirði þótti því vænna um hann, sem þau nutu hans lengur. Hann var prófastur frá 1956 og þar til hann lét af embætti, er hann stóð á sjötugu, fyrst í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi, en síðan í ísafjarðarprófastsdæmi hinu nýja, eftir að skipan próf- astsdæma var breytt með lögum 1970. Á langri og giftudrjúgri starfs- ævi þurfti hann að takast á hendur mikla aukaþjónustu í stóru héraði. Þvíumlík þjónusta getur að vísu orðið viðkomandi presti nokkurt búsílag, en hætt við að hitt vilji gleymast, hve gríðar- lagan toll hún heimtar af heimil- islífi hans, einkum í formi mikilla fjarvista. Var viðbrugðið dugnaði séra Sigurðar í erfiðum ferðalög- um vítt og breitt um snjóþunga sýslu, svo og nákvæmu skipulagi í sambandi við margháttað helgi- hald, einkum á hátíðum, þegar stundum má kalla, að messað sé samtímis í mörgum stöðum. Að loknu embætti er svo eftir að spyrja fermingarbörn, skíra í heimahúsi ellegar gifta, tala í milli hjóna eða hver veit hvað? Þrisvar hafði hann á hendi þjón- ustu í Bolungarvikurprestakalli, en auk þess í Vatnsfjarðar- og Ögurprestaköllum, á Suðureyri við Súgandafjörð og í Súðavík. Síðast nefnda sóknin var lögð til ísafjarðar með lögum 1970 og upp frá þvi voru þrjár kirkjur í prestakalli hans: ísafjarðarkirkja, Hnífsdalskapella og Súðavíkur- kirkja. Almættisverk var unnið í hinni síðast töldu undir embætti hjá prófsti árið 1963. í miðri hátíðar- guðsþjónustu varð það stóra und- ur, að kona, er verið hafði blind lengi, öðlaðist sjónina á ný; augu hennar lukust upp. Séra Sigurður Kristjánsson var ákaflega verkhagur maður og ég held, að hann hafi ekki verið verkkvíðinn. Hann var leiftur fljótur að átta sig á kjarna hvers máls. Og hann hafði þá reglu, að búa ekki til vandamál úr auka- atriðum. „Við skírum Úifur, en við skír- um ekki Hundur eða Refur“, sagði hann við mig einu sinni, þegar við sátum í stofu. Honum voru að vonum falin mörg trúnaðarstörf innan héraðs og utan. Hann var kirkjuþings- maður í mörg ár, í yfirkjörstjórn Vestfjarðaumdæmis, formaður Prestafélags Vestfjarða í fulla tvo áratugi, formaður Sambands vest- firskra kirkjukóra og í sáttanefnd, skólanefnd og fræðsluráði ísa- fjarðarkaupstaðar um árabil. Hann ritstýrði lengi og af mynd- arskap Lindinni, tímariti Prest- afélags Vestfjarða og sat á sinum tíma í ritnefnd Kirkjuritsins. í Kirkjuritið skrifaði hann fróðleg viðtöl við ágætismenn á borð við Pál hreppstjóra Pálsson í Þúfum, Bjarna Sigurðsson, hreppstjóra í Vigur, séra Jón Ólafsson, prófast í Holti og fleiri. í 33. árgang Kirkjuritsins, 5. hefti (maí 1967), ritar prófastur grein, er hann nefnir „Breytt viðhorf". Þar segir hann svo á einum stað: „Ég er nærri viss um, að Grunnavíkin hefði ekki farið í eyði, ef þar hefði komið prestur á borð við sr. Jónmund Halldórsson, sem var sannur leiðtogi byggðar sinnar með óbilandi kjark og trú á réttmæti byggðar, jafnvel við hið ysta haf, því þótt lífsbaráttan sé þar hörð, agar byggðin þar svo börn sín og lagar, að þar er fólki að mæta, sem vaxið hefur að manngildi, dáð og drengskap við óblíð kjör og harða lífsbaráttu, ólíkt því mörgu, sem borgarlífið elur...“ Grein sinni lýkur prófastur á þessum orðum: „Vissulega ber kirkjunni að vera á verði og staðna ekki í háttum sínum, því henni ber ekki að vera sem fornaldargripur eða dragbítur í þjóðlífinu, heldur sem lifandi og starfandi stofnun, leiðbeinandi, örfandi og hvetjandi og opin fyrir öllu því, sem mannlegt samfélag varðar, með löngun til þess að bæta úr misfellum og leiða menn til Guðs með mildi sinni, og því skal starf hennar einkennast af þeim fórnaranda og kærleiks- mætti, sem kann að umbera, fyrirgefa og áminna með hóg- værðaranda...“ Mér er það stöðugt þakkarefni að hafa eignast séra Sigurð, þetta hógværa karlmenni, að yfirmanni og vini, þegar ég vígðist til Bol- ungarvíkurprestakalls fyrir bráð- um átta árum. Hann tók mér og fjölskyldu minni mjög hlýlega og reyndist mér hollráður í hvívetna. Ógleymanlegar eru mér samveru- stundirnar með honum og séra Stefáni heitnum Eggertssyni, prófasti á Þingeyri, öðrum ágætis- manninum frá. Þessi tveir menn voru eins ólíkir og hægt er að hugsa sér, fljótt á litið, en þegar betur var að gáð, komu í ljós sameiginlegir fletir á persónuleika þeirra, eins og t.d. það, að báðir lifðu þeir eftir reglunni í Brekku- kotsannái: „Vertu kjur heima hjá þér, svo þú finnist, ef kallað verður á þig.“ Þeir voru líkt og útsetning eftir meistarann Johann Sebastian Bach: raddirnar virðast óskyldar og fara jafnvel hvor í sína áttina, en þegar þær eru sungnar saman, verður úr hinn ágætasti samhljómur. Það er erf- itt að þurfa að sjá á bak slíkum öðlingum. Vel man ég héraðsfundina og prestafélagsfundina með þessum góðu vinum. Það voru fallegir septemberdagar með vestfirskar fjallseggjar mjallhvítar efst, eins og Skaparinn hefði dregið snjólín- una með reglustiku. Himininn var oft heiður, en þá verða litir með þeim eindæmum, að vér sjáum ekki hliðstæðu slíks í þessu lífi. Stundum héldum við þessa fundi í Flókalundi við Vatnsfjörð, þar sem súpur verða betri en í öðrum stöðum. Ellegar við fund- uðum á Hrafnseyri við Arnar- fjörð; bærinn felur sig fyrir mjórri strandlengjunni, þar sem vegur- inn liggur, uns allt í einu þú ert staddur í grænu túni. Séra Sigurður Kristjánsson var sama prúðmennið í kirkju sem utan. Prestsverk öll vann hann af látleysi og smekkvísi. Líkræður flutti hann margar frábærilega góðar, svo ég heyrði. Hann var raddmaður mikill og söngvinn og nutu þeir hæfileikar sín vel í altarisþjónustu hans. Fagrar voru húskveðjurnar tvær, sem hann hélt í tilefni af fráfalli Bjarna og Bjargar, sæmdarhjónanna í Vig- ur. Hinn 3. júlí 1954 gekk séra Sigurður að eiga Margréti Haga- línsdóttur, bónda í Sætúni í Grunnavík Jakobssonar, mikla ágætiskonu. Þeim varð þriggja dætra auðið, sem allar eru foreldr- um sínum til sóma: Agnes, stund- ar nám við guðfræðideild Háskóla Islands, gift Hannesi Baldurssyni, hljómlistarmanni, þau eiga einn son; Hólmfríður, píanósnillingur við nám í Múnchen í Þýskalandi, heitbundin Sigurði Grímssyni, kvikmyndagerðarmanni, og Rann- veig Sif, nemandi í föðurgarði, mikill sólargeisli í húsi. Syni frú Margrétar, Smára menntaskóla- kennara Haraldssyni, gékk próf- astur í föðurstað. Þegar hann lét af embætti, fluttist hann suður með fjölskyldu sína, og settist að í eigin húsnæði við Drápuhlíð 8 í Reykjavík. Þegar heilsan leyfði, sat húsbóndinn á efri hæðinni við skriftir, því að Grunnvíkingafélagið fól honum að rita byggðarsögu Grunnavíkur- hrepps. „Láttu nú senda mér skrá um bækur í eigu Grunnavíkurpresta- kalls í tíð séra Jónmundar", var meðal þess síðasta, sem hann sagöi við mig, þegar ég heimsótti hann kringum Jónsmessuna í sumar. Á neðri hæðinni skartar þriggja metra langur flygill af bestu gerð, sem hann keypti á síðustu ísa- fjarðarárunum handa dætrum sínum að æfa sig á. Sjálfur var hann mikiil unnandi tónlistar, ákaflega músíkalskur og einn traustasti kraftur Karlakórs Isa- fjarðar og Sunnukórsins um langa hríð. Stjórnandi kóranna, kennari dætra hans og góðvinur og sam- starfsmaður lengi, Ragnar H. Ragnar, náði slíkum árangri með þessa nemendur sína sem aðra þá, sem á annað borð geta lært og nenna að æfa sig, að öflun góðs hljóðfæris var orðin höfuðnauð- syn. Og það stóð ekki heldur á því. Fyrir ofan flygilinn í Drápu- hlíðinni hangir myndin af séra Óla heitnum Ketilssyni. í þessari stofu endurlifi ég andrúmsloft minna góðu hveitibrauðsdaga í prestskap. Ég þakka góðum Guði fyrir eftirminnilegan vin og sendi fjöl- skyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Björnsson. sóknarprestur. Nú, þegar sr. Sigurður Krist- jánsson fyrrum prófastur á ísa- firði er af dögum, leita ýmsar hugsanir á, sem áður hafa verið á baksviði vitundarinnar. Fyrir mig, sem varð til þess að taka upp merki krossins, þar sem hann hafði borið það í löngum áfanga af þreki og karlmennsku, er fráfall hans áminning um að starfsævin er í raun aðeins stutt vaka og nota ber sérhverja stundina „á meðan enn heitir í dag“. Það er mér nú undrunarefni, að sr. Sigurður skuli eiga þau tök í mér, sem ég finn, því við erum ekki samferðamenn. Hann var í gær, ég er í dag. En einhvern veginn er það nú svo, að það tengir mann við annan með merkilegum hætti að ganga inn í þjónustu hans. Að öllu því sem ég hef vikið sem sóknarprestur á ísafirði, hef- ur sr. Sigurður komið áður og sett sitt mark á. í augum manna hér var varla um annan prest að ræða en sr. Sigurð, enda man aðeins minnihluti sóknarbarna annan prest. Og það mark sem hann set.ti á, var gott og hefur aflað honum æ meiri virðingar í mínum augum, sem ég sé það víðar og betur. Hann verður okkur kollegum hans tákn hins trúa þjóns, sem alltaf vakti; ímynd föðurleika og trú- festi; fyrirmynd um hina fágætu starfsdyggð þolinmæðinnar. Það er fagurt að heyra fólk bera því vitni, hvernig hann græddi sár, sem sviðu af nístandi bitur- leik og það vekur starfshug að finna, hve víða hann flutti frið og sátt. Hér vestra hafa fáir, ef nokkrir menn, horn í síðu prests en flestir taka honum vel, þetta er sr. Sigurði að þakka og margan góðkunningja á hann hér, sem er fús að bera honum góða sögu. Þá verður oftlega fyrst fyrir að minn- ast á góðlátlega kímni hans og hnyttileg tilsvör. Það var vissu- lega þægilegt að umgangast hann. Eitt atvik er mér jafnan efst í huga, þegar ég hugsa til sr. Sigurðar, og það var þegar við fundumst á miðju matsalargólfi á prestastefnunni á Eiðum 1977. Þá var ég prestur á Seyðisfirði. Ys var og þys allt í kring og við höfðum ekki enn fundist til að heilsast. Við vorum báðir í léttu skapi yfir að hitta alla kollegana á svo fögrum stað.Og formálalaust segir hann við mig: „Sækirðu ekki um ísafjörð í haust?“ Spurningin kom flatt upp á mig, því ég hafði ekki leitt hugann að því sérstak- lega um sinn, en svara þá að bragði: „Jú, auðvitað." „Ja, sérðu til,“ sagði hann, „þeir þurfa nefni- lega að fá stóran prest, því þeir eru óvanir að þurfa mikið að vera að gá eftir honum." — Ég trúi því nú að með þessum hætti hafi hann smurt mig! (eins og það er orðað í Gamlatestamentinu), til að verða eftirmaður sinn á ísafirði, og því þakka ég Guði fyrir sr. Sigurð. Það gera líka söfnuðir þeir, sem hann þjónaði hér vestra, Hnífs- dals- og ísafjarðarsöfnuðir nutu þjónustu hans í hálfan fjórða áratug en Súðvíkingar frá því er prestslaust varð þar fyrir 15 árum. Honum fylgja héðan af heimi margar góðar bænir og með okkur lifa mætar minningar. Kon- unni hans, sem var honum valinn lífsförunautur, frú Margréti Hagalínsdóttur, færum við hér vestra samúðarkveðjur, sem og dætrum hans og fóstursyni og biðjum algóöan Guð að helga söknuð þeirra og trega. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist." Blessuð sé minning sr. Sigurðar Kristjánssonar. Jakob Hjálmarsson. Ritstjóri ættfræðiverksins „Æviskrár Grunnvíkinga", séra Sigurður Kristjánsson fyrrum prófastur á Isafirði, er látinn. Ritstjórnina stundaði hann af mestu alúð og vandvirkni. Löng- unin var svo sterk að gera þar gagn, og opin augun fyrir þörfinni á því að þetta mikilvæga ætt- fræðiverk Grunnvíkinga yrði að veruleika, að í þetta verk lagði hann allt það bezta, sem hann átti til, oft sárþjáður. Dýrasta perlan, eiginkona hans, er fædd í Grunnavík, og þvi svo mikils um vert að greiða því götu. Grunnvíkingar eru þakklátir fyrir hans mikla verk, jafnframt þakk- látir fyrir að hafa átt vináttu hans og margra ára nána viðkynningu. Frá séra Sigurði og frú Margréti hefir svo margt borist gott, mik- ilsvert, uppbyggilegt og ástúðlegt að Grunnvíkingum endist vel og lengi bjarminn af því. Séra Sigurður Kristjánsson var hamingjumaður í lífi sínu. Hann naut ástsældar og virðingar safn- aða sinna, og starf hans meðal þeirra í hávegum haft. Heimilislíf hans var sann-far- sælt,* ástúðlegra samband milli manns og konu, foreldra og barna, en það var get ég ekki hugsað mér. Heimili frú Margrétar og séra Sigurðar var sannkallað kærleiks- heimili. Prófasturinn séra Sigurður var góður maður, guðhræddur, kapps- fullur, vægur maður og góðgjarn, orðlagður sæmdarmaður, reglu- samur og vandaður. Frænku minni frú Margréti ljósmóður frá Sætúni í Grunnavík, dætrum þeirra hjóna, Agnesi, Hólmfríði og Rannveigu Sif, votta ég dýpstu samúð. Bið séra Sigurði Guðs blessunar í æðri heimi. Helgi Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.