Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
t
Móðir mín,
ANNA LILJA STEINÞÓRSDÓTTIR
frá Vík ( Héðinsfirði,
Hringbraut 115, Reykjavík,
andaöist f Landspítalanum, mánudaginn 4
Fyrir hönd aöstandenda, 9ust.
Kristjana Heiðberg Guömundsdóttir.
t
Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir,
BERNHARD B. ARNAR,
fyrrum kaupmaður,
Stórholti 17,
lézt aö morgni hins 4. ágúst.
Rannveig Arnar,
Erna Arnar, Péll Vígkonarson,
örn Arnar, Margrét Arnar,
Björn Arnar, Karen Arnar,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Bólstaðarhlfð 64,
andaöist aöfaranótt 4. ágúst.
Sigríöur Hannesdóttir
og synir.
+
Sonur minn og bróðir okkar,
GUÐMUNDUR SAMÚELSSON,
húsgagnasmiöur,
varð bráökvaddur 2. ágúst sl.
■ /
Árndfs Arnadóttir,
Ingvi Samúelsson, Snasbjðrn G. Samúelsson,
Guörún Samúelsdóttir, Þórunn Samúelsdóttir.
+
HALLDÓR BJARNASON,
Hraunbraut 40, Kópavogi,
andaöist fimmtudaginn 31. júlí.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Heiðar Páll Halldórsson, Rannveig Siguröardóttir,
Sigrún Halldórsdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Bjarni Halldórason, Auður Sigurgeirsdóttir,
Erla Halldórsdóttir,
Halldór Halldórsson,
Sigríður Helgadóttir.
+ Faöir okkar og tengdafaöir,
SIGUROUR GUNNARSSON,
Snekkjuvogi 5,
lést aö kvöldi 2. ágústs.
Fyrir hönd vandamanna.
Gunnar Sigurðsson, Guörún isaksdóttir,
Hafdfs Moldoff, Ragnar Jóhannasson.
+
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
HENNING CHRISTENSEN,
andaöist aö heimili sínu sunnudaginn 3. ágúst.
Dóróthe Vilhjélmsdóttir og börn.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
MAGNÚS GUDMUNDSSON,
fyrrv. prófastur, Ólafsvík,
andaöist í Landspítalanum 1. ágúst sl.
Helga Magnúsdóttir,
Kristín Möller,
Anna Magnúsdóttir, Guöm. Óli Ólafsson,
Einar Th. Magnússon, Petrína H. Steinadóttir,
börn og barnabörn.
Minning:
Margrét Ólafsdótt-
ir frá Kolbeinsá
Fædd 25. desember 1895
Dáin 27. júlí 1980
t>á eik i stormi hrynur háa
hamra því heltin skýra írá.
en þá fjólan fellur hláa
fallið þaA enxinn heyra má;
en ilmur horfinn innir fyrst
urtahyKKÓin hvers hefur misst.
B. Th.
Þessar kunnu hendingar úr erfi-
ljóðum eftir Bjarna Thorarensen
hafa varla liðið úr minni mínu
síðan Margrét Ólafsdóttir frá Kol-
beinsá lést í Borgarspítalanum að
kvöldi sunnudagsins 27. júlí sl.
Margrét var orðin öldruð, slitin og
sjúk og hafði lokið farsælu ævi-
starfi. Og venjulega verður enginn
héraðsbrestur þegar gamalmenni
fellur frá, þótt ættingjar og vinir
finn,i jafnan til sársauka og sakn-
aðat. Og víst er að Margrétar
Ólafsdóttur verður lengi minnst
og saknað af ástvinum og frænd-
garði.
Margrét Soffía Ólafsdóttir var
fædd að Kolbeinsá í Bæjarhreppi í
Strandasýslu þann 25. desember
1895 og því 84ra ára þegar hún féll
frá. Foreldrar hennar voru hjónin
Ólafur Björnsson bóndi á Kol-
beinsá og Elísabet Stefánsdóttir.
Þau Ólafur og Elísabet eignuðust
átta börn og var Margrét yngst
þeirra sex er náðu fullorðinsaldri.
Kveður hún nú síðust þeirra
systkina. Hin voru Þórunn Sigríð-
ur, er giftist Kristmundi Jónssyni,
kaupfélagsstjóra á Borðeyri og
síðar fulltrúa í Stjómarráðinu,
Stefán bóndi á Kolbeinsá, er
kvæntist Jóhönnu Lýðsdóttur,
Ingibjörg, er giftist Jóni Jónssyni,
bónda á Kolbeinsá, síðar verka-
manni í Reykjavík, Þorvaldur,
ókvæntur og dvaldist oftast á
heimili Margrétar systur sinnar,
og Halldór, bóndi á Fögrubrekk-
um, kvæntur Guðrúnu Finnboga-
dóttur.
Öll voru þessi systkini ágætlega
gefin og traust og vandað mann-
kostafólk eins og þau áttu kyn til.
Faðir Ólafs á Kolbeinsá var
Björn Sigurðsson, bóndi í Belgs-
holti í Melasveit, en hann var
sonur Sigurðar Snorrasonar,
sýslumanns á Stóru-Giljá í Húna-
vatnssýslu og Ingibjargar Björns-
dóttur Jónssonar prests í Bólstað-
arhlíð. Er sú ætt fjölmenn og
kunn og gjarnan kennd við Ból-
staðarhlíð.
Móðir ólafs á Kolbeinsá og kona
Björns í Belgsholti var Ingibjörg
Þorvaldsdóttir Böðvarssonar
prests að Holti undir Eyjafjöllum.
Séra Þorvaldur var þrígiftur.
Fyrsta kona hans var Rannveig
Stefánsdóttir, prests í Bólstaðar-
hlíð Högnasonar. Áttu þau tvö
börn er dóu ung. Önnur kona séra
Þorvaldar var Guðrún Einarsdótt-
ir, lögréttumanns í Þrándarholti,
Hafliðasonar. Áttu þau fimm
börn. Þriðja kona séra Þorvaldar
var Kristín Björnsdóttir Jónsson-
ar prests í Bólstaðarhlíð; varð
þeim þrettán barna auðið og var
Ingibjörg í Belgsholti eitt þeirra
mörgu systkina. Þannig koma
Bólstaðarhlíðarætt og Þorvalds-
ætt víða saman og er af þeim
sameiginlega mikill ættbogi.
Þess má geta að bróðir Ólafs á
Kolbeinsá var séra Þorvaldur
Bjarnason á Melstað, sá mikli
lærdómsmaður, en hann er móð-
urafi Björns Þorsteinssonar sagn-
fræðings.
Kona Ólafs á Kolbeinsá var eins
og fyrr segir Elísabet Stefánsdótt-
ir. Var hún dóttir Stefáns Jóns-
sonar, bónda á Þóreyjarnúpi í
Húnavatnssýslu og fyrri konu
hans, Margrétar Pétursdóttur frá
Miðhópi.
Faðir Stefáns á Þóreyjarnúpi
var Jón Pétursson, prestur að
Höskuldsstöðum og síðar að Þing-
eyraklaustri, en móðir Elísabet
Björnsdóttir, prests í Bólstaðar-
hlíð Jónssonar.
Margrét Ólafsdóttir ólst upp við
þeirrar tíðar störf á Kolbeinsá hjá
foreldrum sínum og í hópi syst-
kina sinna. Heimilið var fjöl-
mennt og annasamt, enda Kol-
beinsá hlunnindajörð, þar sem tiL^
fellur selur, æðarvarp og fugla-
tekja, og því ýmsu að sinna auk
venjulegra sveitastarfa. Ekki
verða slík hlunnindi nýtt nema
með mikilli vinnu og gekk fjöl-
skyldan samhent að þeim störfum
sem öðrum er sinna þurfti til að
tryggja afkomu heimilisins.
Þegar Margrét var 22ja ára
gömul réðist til starfa á Kolbeinsá
ungur maður, Guðlaugur Jónsson
að nafni, frá Gestsstöðum í
Kirkjubólshreppi. Þetta varð þeim
Margréti og Guðlaugi örlagaríkt,
því árið 1921 gengu þau í hjóna-
band er reyndist farsælt og traust.
Stóð sambúð þeirra í 55 ár, eða
þar til Guðlaugur lést 2. ágúst
1976.
Guðlaugur Jónsson var traustur
mannkostamaður, ágætlega
greindur, enda bókhneigður og
fróðleiksfús og hafði sérstakt yndi
af ljóðum. Hann var sjálfur góður
hagyrðingur, en fór vel með þann
hæfileika samkvæmt upplagi sínu
og eðli.
Þau Margrét og Guðlaugur
+
Minningarathöfn um móöur okkar,
HELGU HRÓBJARTSDÓTTUR,
fyrrvarandi húsfrayju é Brekkum í Mýrdal,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. ágúst kl. 10.30.
Jaröarförin fer fram aö Skeiöflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 9.
ágúst kl. 2.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hinnar
látnu, eru beönir aö láta Skeiöflatarkirkju í Mýrdal njóta þess.
Börn hinna látnu og aörir vandamenn.
+
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL SVEINSSON,
Skipasundi 57, R.,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. ágúst kl.
10.30.
Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugaröi.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Bergþóra Sigmarsdóttir,
Sveinn Karlsson, Auður Jónsdóttir,
Ásdís Karlsdóttir, Maríus Lund,
Sigmar Karlsson, Michaela Bappert,
Sigríður Karlsdóttir, Pétur H. ísleifsson
og barnabörn.
eignuðust þrjú börn, Böðvar kenn-
ara og skáid í Kópavogi, Sigur-
björgu Elísabetu uppeldisfulltrúa
í Kópavogi og Elínu Júlíönu,
húsfreyju að Hrútsstöðum í Dala-
sýslu. Hafa þau öll reynst mann-
dómsfólk og erft eðliskosti for-
eldra sinna.
Eftir að þau Margrét og Guð-
laugur giftust bjuggu þau fyrst
um sinn á Kolbeinsá, en síðan eitt
ár að Eyjum í Kaldrananeshreppi,
norðan Bjarnarfjarðar. Þaðan
fluttu þau aftur að Kolbeinsá 1923
og voru þar til 1931 er þau fluttu
að Borðeyri. Fimm árum síðar
réðust þau í að stofna nýbýli rétt
fyrir innan Borðeyri og nefndu
það Lyngholt. Reistu þau þar
nauðsynleg hús og hófust handa
um ræktun þannig að fóðurs
handa bústofninum yrði sem mest
aflað á ræktuðu landi. Þarna bjó
fjölskyldan til 1942 en þá var flutt
til Reykjavíkur og þar búið til
1955 er flutt var í Kópavog, fyrst
að Hraunbraut 6 en síðan að
Melgerði 17.
Hvort sem heimili þeirra Mar-
grétar og Guðlaugs stóð í Hrúta-
firði eða hér syðra var það jafnan
opið ættingjum og vinum og allar
móttökur einkenndust af höfð-
ingsskap og hlýju. Ég kynntist
heimili þeirra fyrst er það stóð í
Lyngholti og verið var að rækta og
brjóta nýja jörð. Var þar gott að
koma og dvelja og ekkert sparað
til að gera manni dvölina sem
ánægjulegasta. Þetta sama endur-
tók sig eftir að flutt var til
Reykjavíkur og síðar í Kópavog.
Margrét var mjög vinamörg og
ákaflega frændrækin. Allur
frændgarður hennar naut um-
hyggju hennar og ástúðar og átti
það ekki síst við um börnin. Það
var jafnan mikið tilhlökkunarefni
að heimsækja Möggu frænku. Um
langan aldur hafði sú regla haldist
að ættingjar og vinir söfnuðust
saman á heimili hennar á jóladag
— afmælisdaginn hennar — og
nytu þar rausnarlegra veitinga.
Þessi siður hélst enn á síðustu
jólum, er hún varð 84 ára, og var
þar margt um manninn sem jafn-
an fyrr.
Margrét Ólafsdóttir var mikil
gerðarkona, sem í engu vildi
vamm sitt vita. Hún var ágætlega
gefin og prýðisvel verki farin. Hún
var myndarleg og atorkusöm hús-
móðir og bar heimili hennar ætíð
svipmót þeirra eiginleika. Hún
eignaðist prjónavél fyrir mörgum
árum og var ólöt að prjóna
nauðsynleg plögg á börn ættingja
og vina. Hún var einkar fróðleiks-
fús og las jafnan mikið ef tóm
gafst til, og hélst sá áhugi hennar
alveg til hins síðasta.
Margrét fylgdist jafnan vel með
í þjóðmálum og hafði fastmótaðar
skoðanir á því hvernig vandamál
þjóðfélagsins yrðu best leyst. Eðl-
islæg mannúð hennar hlaut að
skipa henni í hóp þeirra er rétta
vildu hag lítilmagnans og þeirra
er halloka fóru í þjóðfélaginu.
Hún var eindreginn verkalýðs-
sinni og sósíalisti og fór aldrei
dult með þá afstöðu sína. Hún mat
mikils þær breytingar og umbæt-
ur, sem orðið höfðu á þjóðfélaginu
og kjörum alþýðunnar frá fátækt-
ar- og kreppuárum fyrri tíma. En