Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 38

Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÖST 1980 Rússar halda eldi leyndum Moskvu. 5. áxúst. AP. ELDUR kom .skyndilega upp á RauAa torginu i Muskvu um heÍKÍna ok löKreKla flýtti sér aö fjarlæKja allar huKsanleKar Ijósmyndir af atburöinum ok reka skemmtiferöamenn af torK- inu að söKn sjónarvotta. Einn þeirra taldi sík sjá mann hrenna á torKÍnu. LöKreKlumenn komu aðvífandi þeKar eldsins varð vart, kröfðu fólk um filmur ok Kerðu þær upptækar. Jafnframt var fólk rekið af torKÍnu ok því var skipað að fara inn í hliðarKötur. Um 10 löKreKlumenn börðust við eldinn, fyrst með vatni, síðan með ábreið- um ok loks með froðu. SVIÐNIR IILUTIR Eldurinn var slökktur á tíu mínútum. ÞeKar ferðamenn fengu að koma aftur á torKÍð sáu þeir fjölda löKreKlumanna ok tvo sviðna ferkantaða hluti þar sem eldurinn kom upp. Sovézkur lögreKlumaður sagði vestrænum fréttamanni að eldur- inn hefði komið upp frá sígarettu. Annar sagði að ekkert hefði gerzt. ELDUR Á RAUÐA TORGINU — Sovézkur lögregluþjónn fylgir manni að lögreglubil eftir að eldur kom skyndilega upp á Rauða torginu í Moskvu. Sjónarvottar sögðust hafa séð lík í eldslogunum. Torginu var lokað meðan öll verksummerki voru fjarlægð. Carter gerir hreint fyrir sínum dyrum WashinKton 5. áxúst 1980. JIMMY Carter hélt fund með fréttamönnum á mánudagskvöld og greindi frá þvi, sem að honum snýr varðandi samskipti Billy Carters og Libýu. Fundinum var sjónvarpað beint, en hann var hálftíma lengri en fundir eru yfirleitt með forsetanum. Viðbrögð fólks og fjölmiðla við fundinum hafa verið jákvæð. Ro- bert Dole, öldungadeildarþing- maður frá Kansas og mikill gagn- rýnandi Carters, sagði, að Carter hefði staðið sig vel, en enn væri nokkrum spurningum ósvarað. Dole á sæti í undirnefnd dóms- málanefndar þingsins, sem hefur mál Billys til athugunar. Nefndin fékk á mánudag langa skýrslu Hvíta hússins um samband þess við Billy og Líbýu í hendur. Eitt helzta kosningaloforð Cart- ers 1976 var að endurnýja traust Carter gegn reglubreynngu á landsþinginu Washington 5. ág. AP. JIMMY Carter, Bandarikjafor- seti, varði á fundi með frétta- mönnum á mánudagskvöld reglu, sem landsþing demókrata mun taka ákvörðun um á mánudag, þegar þingið hefst i New York. Reglan bindur fulltrúana á þing- inu þeim frambjóðanda, sem þeir voru kjörnir á landsþingið fyrir i forkosningum og á flokksþingum í vetur og vor. Carter sagði, að þeir, sem hefðu tapað forkosn- ingabaráttunni, vildu enn hljóta forsetaútnefningu flokksins, jafnvei þótt hann hefði unnið 60% atkvæða í baráttunni. Carter sagðist ekki hafa í hyggju að gefa fulltrúum sínum frelsi til að kjósa hvern sem er við útnefn- inguna. Reglur flokksins hefðu verið kunnar, þegar kosningabar- áttan hófst, og ekki væri rétt að breyta þeim nú. Hann sagði, að regiubreyting myndi færa flokkinn 10 ár aftur í tímann, þegar algengt var, að nokkrir valdamenn kæmu sér saman um forsetaefni flokksins fyrir luktum dyrum. Carter sagði, að fulltrúarnir á landsþinginu væru fulltrúar þeirra, sem tóku þátt í lýðræðislegum kosningum út um allt land. Þeir ættu því ekki aðeins að taka mið af eigin skoðunum heldur einnig skoð- unum kjósendanna og vera bundn'.r af þeim. ab. Billy Carter ræðir við fréttamenn á heimili sinu i Plains. Hjá honum er Sybil, kona hans. bandarísku þjóðarinnar á stjórn- málamönnum og rikisstjórn landsins. Hann lofaði opinni og hreinskilinni stjórn. Fréttir af Billy undanfarnar vikur hafa varpað skugga á Hvíta húsið og vakið upp Watergate-drauginn, þótt flestir séu sammála um að Billy-hneykslið sé ekki sambæri- legt við Watergate. Carter gerði sitt bezta á mánu- dag til að sýna, að hann og starfsmenn hans hafa ekki brotið lögin á nokkurn hátt og hafa ekkert óhreint í pokahorninu, sem þeir vilja fela fyrir þjóðinni. Hann kannaðist við, að dómgreindin hefði kannski brugðizt honum, þegar Billy var notaður sem milli- göngumaður við líbýska sendiráð- ið í nóvember, en það hefði verið gert með velferð bandarísku gísl- anna í Teheran í huga. Carter rakti sögu bróður síns, síðan hann tók sjálfur við embætti forseta. Skyndileg frægð hans, sem snerist gegn honum, þegar hann komst í slagtog við Líbýu- menn, veikindi hans og fjárhags- erfiðleika. Carter sagðist hafa reynt að aftra ferðum Billys til Líbýu, en án árangurs. Hann sagðist ekki hafa vitað um 220.000 dollara peningalán Billys frá Lí- býu, fyrr en Billy hafði skráð sig sem erindreka Líbýustjórnar 14. júlí sl. og skýrt frá láninu. Carter sagði að ekkert af þeim peningum myndi renna til sín eða hnetu- vörugeymslu Carterfjölskyldunn- ar. Carter sagði, að Billy hefði aldrei reynt á nokkurn hátt að hafa áhrif á stefnu bandarísku stjórnarinnar eða forsetans varð- andi Líbýu. Og hann sagði, að Hvíta húsið hefði ekki haft nokkur afskipti af rannsókn dómsmála- ráðuneytisins á tengslum Billys við Líbýu. ab. Sovézkt barn kyrrt vestra Chlcaicu. i. áxúst. BANDARÍSKUR dómari úrskurð- aði i gær að 12 ára úkraínskur drengur og systir hans hefðu þörf fyrir rikisforsjá og gerði að engu, að minnsta kosti i bili, tilraun foreldranna til að fara með dreng- inn aftur til Sovétrikjanna. Dómarinn, Joseph C. Monney, lagði til að drengurinn, Walter Polovshak, og systir hans, Natalie, 17 ára, byggju hjá frændfólki í Chicago, en skipaði þeim að heim- sækja foreldra sína minnst þrisvar sinnum í viku. Hann fyrirskipaði að börnin yrðu falin í umsjá barna- og fjörlskyldumálaráðuneytisins, þar til vitnaleiðslur færu fram 9. sept- ember um stöðu þeirra. Seinna var sagt, að ætlun dómar- ans væri sú að afhenda foreldrun- um barnið, þegar hann teldi það eiga við. RUSSAR AÐVARA í Moskvu hafa sovézkir embætt- ismenn varað bandaríska utanrík- isráðuneytið við því, að það geti haft „víðtækar afleiðingar", ef drengnum og systur hans verður ekki skilað til Sovétfikjanna ásamt foreldrunum. Fréttastofan Tass segir, að sú ráðstöfun að veita drengnum og systur hans hæli „geti ekki talizt annað en rán með opinberu sam- þykki á börnum frá foreldrum þeirra". Akureyri 12 alskýjaó Amsterdam 21 skýjaó Aþena 35 heióskirt Barcelona 29 hálfskýjaó BrOasel 22 skýjaó Chicago 35 skýjaó Denpasar, Bali 29 skýjaó Dublin 20 rigning Feneyjar 30 heióskírt Frankfurt 28 heióskírt Færeyjar 14 skýjaó Genf 27 heióskírt Helsinki 23 skýjaó Hong Kong 30 rigning Jerúsalem 30 heiðskírt Kaupmannahófn 23 rigning Lissabon 30 heióskírt London 22 skýjaó Los Angeles 29 heióskírt Las Palmas 28 heióskírt Madrid 37 heióskírt Malaga 27 heióskírt Mallorca 30 heióskírt Miami 31 skýjaó Moskva 26 skýjað New York 33 heióskírt Nýja Delhi 34 skýjaó Osló 23 skýjaó Parts 23 skýjaó Rio de Janeiro 29 skýjað Reykjavík 14 skýjaó Rómaborg 36 heióskírt San Francisco 32 skýjaó Stokkhólmur 22 skýjaó Tel Aviv 27 skýjaó Tókýó 27 heiðskírt Vancouver 20 skýjaó Vínarborg 23 skýjaó Afmælis minnzt í London lAindun. I. áijúst. AP. fiLÍSABET drottningarmóðir var hyllt á áttræðisafmæli sinu í gær og henni barst fjöldi Kjafa, allt frá súkkulaði til flösku af kampavíni. Hún kom fram á svalir Clarence House, þar sem hundruð velunnara fögnuðu henni. Herflugvélar flugu hjá og mynduðu upphafsstafi henn- ar. Á hádegi var skotið 21 fallbyssu- skoti í Hyde Park. Lávarðadeildin samþykkti árnað- aróskir í tilefni dagsins. Plötusnúður spilaði eitt uppáhaldsfaga drottn- ingarmóður að beiðni dóttur hennar, Margrétar prinsessu. Um kvöldið fór fram viðhafnarsýning á Ballett Sir Frederick Ashton Rhapsody í Covent Garden. Hundruð manna fögnuðu drottningarmóður fyrir utan, og eftir sýninguna risu leikhúsgestir úr sæt- um og klöppuðu í þrjár mínútur. Flest dagblöð birtu forsíðumyndir af „Queen Mum“ nýtt frímerki var gefið út í tilefni dagsins og lárvið- arskáldið, Sir John Betjeman, sendi frá sér sérstakt kvæði. Umræðu ym gíslamálið frestað á Iransþingi Teheran 5. áj?. AP. FORSETI íranska þingsins hefur sagt að vegna handtöku irönsku námsmannanna i Bandaríkjunum hafi umræðu um málefni gíslana i bandariska sendiráðinu verið frestað og að undirbúningur fyrir réttarhöld gegn þeim gæti senn hafist. Forseti írans, Bani-Sadr, skoraði á irönsku námsmennina að verjast hrottflutningi úr land- inu af öllum mætti, þannig að Bandaríkjamenn yrðu að „draga þá út í flugvélarnar.“ Ásakanir um að írönsku náms- mönnunum hefði verið misþyrmt af bandarísku lögreglunni leiddu til óeirða í íran þar sem krafist var þess, að réttarhöldin yfir banda- rísku gíslunum yrðu hafin nú þegar. Bandarískir embættismenn sögðu að námsmennirnir 193 hefðu verið skoðaðir af írönskum lækni á sunnudag og hefði hann aðeins fundið hálfa tylft meiðsla, sem öll væru smávægileg. Embættismenn- irnir sögðu að þeir 40 námsmenn, sem eru í hungurverkfalli, hefðu fengið sérstaka aðhlynningu og að ásakanir um að særðir námsmenn hefðu verið lokaðir inni án læknis- aðstoðar væru „hreinn tilbúning- ur“. Leiðtogi byltingarinnar, Ayatol- lah Khomeini, hefur ákveðið að láta iranska þingið ráða örlögum bandarísku gíslanna. Tæplega 200 bandarískir þingmenn sendu ný- lega íranska þinginu bréf þar sem mælst var til þess að gíslamálið fengi algeran forgangsrétt á ír- anska þinginu, en nú hefur verið ákveðið að fresta umræðu um bréf 'þingmannanna. Þess í stað hefur þingið lagt til að hæstarétti lands- ins verði falið að undirbúa réttar- höld yfir gíslunum. Utanríkisráðherra írans, Sadegh Ghotbzadeh, sendi Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf á mánudag, þar sem hann bað Waldheim um að beita sér fyrir að írönsku námsmennirn- ir yrðu látnir lausir. Waldheim hefur enga yfirlýsingu gefið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.