Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
43
Bolivia:
Argentínustjóm við-
riðin valdaránið?
BRAKIÐ í BOLOGNA
Verksummerki eftir sprenjnnguna í Bologna er kostaði tugi manna lifið.
— fréttamaður rek-
inn úr landi
La Paz. 5. ág. AP.
BANDARÍSKA vikuritið News-
week segir frá þvi i gœr, að líkur
bendi til að Argentinustjórn hafi
aðstoðað við það að lögmæt stjórn
Boliviu var sett frá völdum í
valdaráninu þann 17. júli. Bæði
hafi Argentinumenn staðið að yfir-
heyrsium ýmissa sem voru hand-
teknir og fundizt hafi magn af
argentinskum vopnum. Segir blað-
ið að þetta geti haft hinar hörmu-
legustu afleiðingar fyrir Bóliviu,
langhrjáð land ug fátækt.
Þá segir að inn í valdaránið
blandist einnig hagsmunir eitur-
lyfjasala, en talið er að kókaín hafi
verið selt frá Bólivíu fyrir 500
milljónir dollara á sl. ári.
Fréttamaður AP í La Paz, Harold
Olmos var rekinn úr landi án þess að
nokkrar ástæður væru upp gefnar.
Olmos hafði verið í felum síðan 17.
júlí, en gaf sig síðan fram við
lögregluna. Var stimplað í vegabréf
hans: „Rekinn úr landi af stjórn-
málaástæðum".
Loks segir í fréttum Bólivíustjórn-
ar að það muni slíta stjórnmálasam-
bandi við nágrannaríkið Nicaragua
fyrir afskipti þess af innanríkismál-
um Bólivíu, en stjórn Nicaragua
hefur gengið mjög skelegglega fram
í því að hvetja ríkisstjórnir hvar-
vetna til að slíta stjórnmálasam-
bandi við herstjórnina.
Milljónir mótmæla
árásinni í Bologna
Bologna, 5. ágúst — AP.
MILLJÓNIR ítala lögðu niður vinnu í gær og tóku þátt
í miklum mótmælaaðgerðum gegn sprengjutilræði
hermdarverkamanna er kostaði 84 mannslíf í Bologna
og lögreglan heldur áfram leit að hægrisinnuðum
öfgamönnum, sem eru grunaðir um verknaðinn.
Verkalýðsleiðtogar segja, að gegn borginni heldur mannslíf-
lestarsprengingu,
manns að bana.
sem varð 12
þátttaka í tveggja tíma mótmæla-
verkfalli gegn sprengjutilræðinu
hafi verið nánast 100%. Verk-
smiðjum var lokað og járnbraut-
arlestir og strætisvagnar námu
staðar víðs vegar á Italíu.
Rúmlega 40.000 manns mættu á
mótmælafundi á aðaltorginu í
Bologna og margir veifuðu rauð-
um fánum. Um 5.000 manns tóku
þátt í mótmælagöngu í Feneyjum
og verkamenn mættu á geysi-
fjölmennum útifundum í Róm og
Mílanó.
15 slasaðir
Fimmtán manns, þar af sjö
börn, eru lífshættulega slösuð
eftir sprengjutilræðið.
„Árásin beindist ekki aðeins
Þetta gerðist
1977 — EUefu farast í sprengju
tilræði í Salisbury.
1973 — Bandarískar sprengju-
flugvélar ráðast á Neak Long í
Kambódíu í misgripum og hundr-
uð farast.
1971 — 78 farast í fellibylnum
„01ive“ í Japan og Kóreu.
19(52 — Jamaica fær sjálfstæði —
Kínverjar samþykkja að ræða við
Indverja um landamæri.
1945 — Fyrstu kjarnorkusprengj-
unni varpað á Hiroshima.
1915 — Landganga Bandamanna
í Suvla við Dardanellasund hefst.
1914 — Serbía og Montenegro
segja Þýzkalandi stríð á hendur.
1880 — ósigrar Frakka fyrir
Prússum við Worth og Spicheren.
1849 — Ófriði Sardiníu og Aust-
urríkis lýkur með Milanó-friðn-
um.
1828 — Mehemet Ali af Egypta-
landi samþykkir kröfu Breta um
brottflutning frá Grikklandi.
1825 — Bóiivía lýsir yfir sjálf-
stæði og skilnaði frá Perú.
1806 — Hið heilaga rómverska
ríki líður undir lok með valdaaf-
sali Franz II, sem verður Franz I
af Austurríki.
1726 — Austurríki og Rússland
mynda hernaðarbandalag gegn
Tyrkjaveldi.
1661 — Portúgalar og Hollend-
ingar gera sáttmála og sam-
kvæmt honum halda Portúgalar
um,~ sagði borgarstjórinn í Bol-
ogna, Renato Zangheri, á frétta-
mannafundi. Hann sagði, að
hryðjúverkamennirnir reyndu að
valda öngþveiti í landinu, en spáði
því að „lýðræðið mundi sigra ef
við stöndum sarnan." Zangheri fór
heim úr sumarleyfi á Krím þegar
hann frétti um sprenginguna.
Leit hefur verið gerð í íbúðum
og húsum stuðningsmanna nýfas-
ista í 20 borgum á Ítalíu að sögn
yfirvalda. Talið er að hægrimenn
hafi komið sprengjunni fyrir, þar
sem sprengingunni svipar til fyrri
árása, sem hægrimenn hafa játað
að hafa staðið að. Sprengjuárásin
var gerð réttum sex árum eftir að
hægri menn lýstu sig ábyrga á
6. ágúst
Brazilíu og Hollendingar Ceylon.
Afmæli. Tennyson lávarður,
brezkt skáld (1809—1892) — Alex-
ander Fleming, brezkur vísinda-
maður (1881 —1955) — Lucille
Ball, bandarísk gamanleikkona
(1911---) Robert Mitchum,
bandarískur leikari (1917---).
Andlát. 1637 Ben Jonson, leikrita-
skáld — 1660 Diego Velazquez,
listmálari — 1900 Wilhelm Lieb-
knecht, sósíalistaleiðtogi.
Innlent. 1228 Þorvaldsbrenna (d.
Þorvaldur Vatnsfirðingur ) —
1218 Bardagi í Vestmannaeyjum
(d. Ormr Breiðdælingur ) — 1201
d. Brandr Sæmundarson — 1782
d. Sveinn Sölvason lögmaður —
1851 Nýju stjórnarskrárfrum-
varpi útbýtt — 1853 Alþingi
samþykkir beiðni til konungs um
bankastofnun — 1874 Þjóðhátíð-
arsamkoma í Kaupmannahöfn —
1900 82 danskir stúdentar koma í
heimsókn — 1907 Lárus Rist
syndir yfir Oddeyrarál — 1951
Leiðangur Scotts kemur til
Reykjavíkur frá varplöndum
heiðagæsarinnar — 1960 Stein-
grímsstöð Við Efra-Sog vígð —
1881 f. Hulda - 1931 f. Matthías
Á. Mathiesen.
Orð dagsins. í þessum heimi er
ekkert víst nema dauöi og skattar
— Benjamin Franklin, bandarísk-
ur stjórnmálaieiðtogi (1706—
1790).
Mesta hermdarverkið
Sprengingin í Bologna er blóð-
ugasta pólitíska ofbeldisverkið frá
stríðslokum. Með sprengingunni
hafa að engu orðið vonir um að
hryðjuverkamenn tækju sér frí í
ágúst, en þeir hafa ekki drepið
neinn síðan 23. júní. Hryðju-
verkamenn hafa myrt 22 manns á
Ítalíu það sem af er þessu ári fyrir
utan fórnarlömbin í Bologna.
Hryðjuverkin gætu ógnað lýð-
ræði á Italíu að sögn sérfræðinga
þótt tvær byltingartilraunir ný-
fasista væru kæfðar í fæðingu
1970 og 1973. Það er yfirlýstur
tilgangur hryðjuverkamanna til
hægri og vinstri að kalla fram
hægribyltingu. Nýfasistar vilja
byltingu til að komast til valda, en
vinstriöfgamenn vona að slíkt
valdarán geti leitt til vinstribylt-
ingar.
Ráðherra gagnrýndur
„Svo mikið er víst að Bologna-
árásin miðaði að því að grafa
undan því trausti sem ríkir milli
ríkisstjórnarinnar og þegnanna,"
skrifaði Eugenio Scalfari, ritstjóri
vinstrablaðsins „La Repubblicat."
Búizt er við að stjórn Francesco
Cossiga forsætisráðherra verði
veikari í sessi. Tomaso Morlino
dómsmálaráðherra hefur sætt
gagnrýni fyrir að vera ekki nógu
harður í horn að taka gagnvart
hermdarverkamönnum.
Verkamaður í
Bilbao drepinn
Bilhao. 5. ág. AP.
VERKAMAÐUR í Baskalandi
var drepinn nokkrum klukku-
tímum eftir að meðlimir ETA-
skæruliðahreyfingarinnar
höfðu rænt manninum.
Manninum var rænt er hann
var að koma frá vinnu sinni. Þrír
vopnaðir grímuklæddir menn
hrifu hann með sér og síðan var
hringt nokkrum klukkustundum
síðar til blaðsins Deia, sagt að
maðurinn hefði verið líflátinn og
vísað á hvar finna mætti líkið.
Hafa nú 75 verið drepnir af ETA
mönnum það sem af er árinu í
Baskalandi.
ERLENT
Fé lagt til höfuðs
skartgripaþjófum
Ósló 5. ág. Frá (réttaritara
Mbl. Jan Erik Laurie
TVÖ norsk tryggingafélög hafa
heitið 25 þúsund norskum krón-
um (liðlega 2,5 millj. ísl.) hverj-
um þeim sem gæti gefið upplýs-
ingar um mesta skartgriparán
sem framið hefur verið i Noregi.
Snemma í júní brutust þjófar
inn í einbýlishús í Ósló, og stálu
þaðan gulli og gersemum sem
metin eru á um 1,6 milljónir
norskra króna. Lögreglan hefur
birt mjög takmarkaðar fréttir
um rannsókn málsins en þar sem
svo virðist nú sem hún hafi ekki
komizt á spor þjófanna enn,
hefur verið leitað til almennings.
Dýrasti gripurinn mun vera
keðja með tveimur smarögðum og
utan um þá eru demantssveigar.
Er þessi skartgripur metinn á 400
þús. norskar krónur.
Ólympíuleikum
slitið i Moskvu
ÓLYMPÍULEIKUNUM í Moakvu
lauk á sunnudag með engu minni
viðhöfn en höfð var við setningu
leikanna. í mikilli skrautsýningu
sem fram fór á Lenin-leikvangin-
um um kvöldið komu fram stúlk-
ur í forngriskum klæðum, lúðra-
sveitir léku, dansaðir voru rússn-
eskir þjóðdansar og hermennirn-
ir 5000 sýndu margvislegar
myndir með litaspjöldum sinum.
Kl. 8.07 var slökkt á óiympiueld-
inum og flugeldum skotið á loft
yfir leikvanginum.
Þetta er í fyrsta skipti sem
sósialístískt ríki heldur Olympíu-
leikana og einnig í fyrsta sinn sem
Bandaríkjamenn taka ekki þátt í
leikunum síðan þeir voru endur-
reistir 1896. Þrjátíu og fimm lönd
ákváðu að senda ekki lið til keppni
í Moskvu til þess að mótmæla
innrás Sovétmanna í Afganistan
og í lokaskrúðgöngunni gengu
íþróttamenn 16 landa undir fána
Ólympíuhreyfingarinnar í stað
þjóðfána sínum, af sömu ástæð-
um.
Margir háttsettir sovéskir emb-
ættismenn voru viðstaddir loka-
athöfnina, þar á meðal Gromyko,
utanríkisráðherra, og Andropov,
yfirmaður KGB. Bandaríski fán-
inn var ekki dreginn að hún við
lokaathöfnina en vaninn er að við
enda leikanna sé flaggað fána þess
lands sem næst á að halda leikana.
Jimmy Carter, forseti hafði lýst
sig andvígan því að fáninn yrði
sýndur og fóru sovésk yfirvöld
þess á leit við ólympíunefndina, að
hún léti undan kröfum hans til
þess að samskiptin versnuðu ekki
enn frekar milli landanna.
Kjörtímabili Killanins lávarðs
er nú lokið og við forsetaembætti
Alþjóðaólympíunefndarinnar tek-
ur Juan Samaranch frá Spáni.
Forsetaskiptin fóru fram á mánu-
dag og héldu báðir aðilar aðskilda
blaðamannafundi á eftir. Fjölluðu
þeir um erfiðleikana við að greina
á milli atvinnuíþróttamennsku og
áhugamennsku og nauðsynina á
að halda íþróttum utan við stjórn-
máladeilur. Killanin skoraði á
íþróttamenn allra landa að koma
saman til leiks á næstu Ólympíu-
leikum en þeir verða haldnir í Los
Angels og í Sarajevo að fjórum
árum liðnum.