Morgunblaðið - 23.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
5
Að metta 16 þúsundir:
Pakkasúpa handa f jór-
um og kaldi kraninn
Ýmsir voru farnir að halda að
BSRB þýddi ekki lengur Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja.
Hver var ástæðan? Einfaldlega
sú að þar var lengi vel ekki
minnst á launakjör né kaup, en
öllu snúið upp í „skönlitteratur"
og ljóðalestur. Síst situr á undir-
rituðum að kvarta undan því að
góðskáld þylji þrætubók úr forn-
eskju og syngja um sjálfstæðis-
fólk á Utirauðsmýri. Að
ógleymdum Sturlu í Vogum og
Kristrúnu í Hamravík. En eigi
að síður. Er það ekki fulllangt
gengið ef fólk spyr: BSRB? þýðir
það ekki Bókmenntaklúbbur
Sparifjáreigenda — Raunvaxta-
Bandalagið?
skAphukd phá u.öu> « W, X trrsKOtiN og MÁtun i spsMitott) p»a 1» 0ix> 1 E Jr BLÓMSTUBSAUMUt
SLAND 150; ; SLAND 180:
Ný frímerki
ÞANN 9. september nk. gefa
póststjórnir Norðurlandanna
fimm út hin svokölluðu Norður-
landafrímerki. Myndefni þeirra er
hið sama fyrir öll löndin, „nytja-
list fyrri alda“.
Myndefni íslensku frímerkj-
anna eru fengin úr Þjóðminja-
safni íslands. Annað þeirra er að
v rðgildi 150 krónur og sýnir
i. ikorna og málaða skáphurð frá
1'. öld, en hitt er að verðgildi 180
krónur, og sýnir blómstursaumað
sessuborð merkt ártalinu 1856 og
upphafsstöfunum S.B.D.
Þá væri hallað réttu máli ef
ekki væri getið milliþáttar í
starfi BSRB. Ásgarður, tímarit
opinberra starfsmanna birtir
hugleiðingar formannsins,
Kristjáns Thorlaciusar. Hann
kemst oft einstaklega vel að orði
í forystugreinum sínum. Ég leyfi
mér að nefna dæmi: í marz s.l.
segir hann: Svigrúm er fyrir
hendi þar sem vilji er til“.
I annarri grein segir Kristján:
„Félagsmenn eiga heimtingu á
að forystumenn standi vel á
verði sinum og séu baráttuglað-
ir“.
En hver er svo árangurinn af
bókmenntakvöldunum og bar-
áttugleðinni?
Kjaranefnd söng stórutöfluna
margraddað er samningar hóf-
ust og kvaðst hvergi hvika frá
kröfum sínum. Samningamenn
lögðust á Valþjófsstaðahurðina í
Arnarhvoli og heimtuðu sterka
drykki án tafar. Að lokum sætt-
ust þeir á einfaldan asna.
Nú spyrjum við, einfaldir og
óbreyttir? Er það að „standa vel
á verði" og vera „baráttuglaður"
að samþykkja pakkasúpu handa
fjórum og kalda kranann og
segja að daglegt brauð sé sama
og niðurgreiddur vísitöluþrum-
ari?
Er þetta fordæmi að samning-
um ASÍ. Á Gvendur að spila á
greiðu:
Með sínu lagi.
Pétur Pétursson þulur.
Jafntefli
JÓN L. Árnason gerði jafntefli
við Kurt Hansen frá Danmörku í
sjöttu umferð heimsmeistaramóts
unglinga í skák og er Jón nú með
4 vinninga og jafn þremur öðr-
um. en fjórir eru með 4,5 vinn-
inga og Kasparov efstur með 5,5
hjá Jóni
vinninga.
Kasparov vann í gær Ákesson
frá Svíþjóð, en auk hans eru
Tempone frá Argentínu, Benjamin
Bandaríkjunum og Toro frá Chile
með 4,5 vinninga.
Albert ver rétt einstakl-
ingsins fyrir gjaldheimtunni
Á borgarráðsfundi sl. þriðjudag
lagði Álbert Guðmundsson fram
eftirfarandi tillögu:
Um leið og ég legg hér fram
ljósrit af launaseðli lífeyrisþega,
þar sem fram kemur, að allur
lífeyrir viðkomandi fyrir ágúst-
mánuð var tekinn af honum til
greiðslu á opinberum gjöldum,
leyfi ég mér að gera það að tillögu
minni, að borgarráð/borgarstjórn
beiti sér fyrir breytingum á þeim
lögum eða heimildum, sem gjald-
heimtumenn opinberra gjalda
starfa eftir, og heimilar þeim að
ganga svo hart að einstaklingum í
innheimtu. Borgarráð samþykkir
því að skora á Alþingi íslendinga
að breyta lögum um innheimtu
opinberra gjalda, þannig að ávallt
verði skilinn eftir í launapökkum
launþega lífeyrir, sem dugi viðkom-
andi til framfærslu milli launa-
greiðsludaga.
Sigurjón Pétursson lagði fram
svofellda frestunartillögu:
Samþykkt að fela borgarritara
að gefa umsögn um tillöguna og
kanna sérstaklega það einstaka
skattadæmi, sem nefnt er í tillög-
unni, og gefa borgarráði umsögn
um það. Afgreiðslu tillögunnar
frestað á meðan.
Albert Guðmundsson lagði fram
svofellda tillögu:
Ég tel ekki rétt að kanna ein-
göngu þetta einstaka skattinn-
heimtudæmi, sem ég lagði fram
með ofangreindri tillögu minni, en
vegna framkominnar tillögu Sigur-
jóns Péturssonar legg ég til að
könnuð verði á sama hátt þau
önnur slík dæmi, sem til eru á
vegum Reykjavíkurborgar en eins
og fram hefur komið á þessum
fundi ná þau til um 400 einstakl-
inga til viðbótar.
Báðar tillögurnar voru sam-
þykktar.
srstí maður heíms
2J2m
(Hann væri fínn í
körfuboltanum þessi!)
Á sýningunni „Heimiliö ’80“ sérðu vaxmynd af stærsta manni heims, Róbert nokkrum
Wadlow. Því miður verðum við að látaokkur nægja vaxmynd, því Róbert lést 15. júlí 1940.
Þegar hann var 5 ára gamall var hann orðinn 2,34 m á hæð. 9 ára gamall bar hann pabba
sinn á bakinu upp og niður stiga þegar hann vildi það við hafa. Faðmur Róberts var
breiður, - 2,88 m og hann notaði skó sem voru 47 cm langir. (Ætli það sé ekki nr. sjötíu
og eitthvað?)
Nánar getur þú fræðst um Róbert í Heimsmetabók Guiness í sýningardeild nr. 45.
Róbert er þessi til hægri hér á myndinni. (Hinn er framkvæmdastjóri sýningarinnar).
Á sýningunni „Heimilið 80“ er fjölbreytnin í fyrirrúmi og margt að sjá.
Fræðsla, skemmtun og leikir fyrir alla fjölskylduna.
HeimiSÖ.í^'