Morgunblaðið - 23.08.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 23.08.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 17 ur þessara manna var auðvitað ekkert annað en andóf gegn fram- förum í fiskveiðitækni og þýddi í raun lakari lífskjör ef grannt var skoðað. Sem betur fer stóð þáver- andi sjávarútvegsráðherra Matt- hías Bjarnason harður gegn öllum áróðri gegn flotvörpunni og atlag- an að þessu veiðarfæri mistókst. Bann við tækniframförum í því skyni að friða fiskstofna er að mínum dómi fráleitt. Ég vil nefna dæmi um hvert bann við tækni- framförum getur leitt. í Chesa- peakflóa í Bandaríkjunum eru stundaðar skelfiskveiðar. Til þess að vernda skelfiskstofninn ákváðu yfirvöld að banna að nota vélarafl til þess að draga plógana sem notaðir voru við veiðarnar. Ein- ungis þeir sem gerðu út seglskip fengu því leyfi til veiðanna. öllum má vera ljóst hvað þetta þýddi. Hugsum okkur að sjávar- útvegsráðherra gæfi út viðlíka tilskipun varðandi rækjuveiðarn- ar. Ætli ekki kæmi hljóð í strokk- inn. Skyldi ekki flestum þykja afraksturinn lakur og eftirtekjan rýr eftir vertíðina. Þetta nefni ég til að undirstrika mikilvægi þess að við umgöng- umst fiskistofnana sem efnahags- lega auðlind sem heil þjóð byggir lífsafkomu sína á. Það er ofarlega í hugum margra að fiskveiðifloti okkar sé of stór og í framhaldi af því er talað um óarðbæra fjárfestingu og versn- andi afkomu sjómanna og útgerð- armanna. í fréttum í fyrradag, var talað um að ákveðin hefðu verið kaup á 11' togurum að mig minnir og í bígerð væru kaup á öðrum 11. I tilefni af þessu, langar mig að setja upp dæmi um það hvernig þetta getur virkað fyrir núverandi togaraflota og þá sjómenn sem þar hafa nú atvinnu sina og byggja afkomu sína á. I dag er talað um, að hver togari hætti þorskveiðum í einn dag, fyrir hver 500 tonn af þorski, sem bætast við þorskveiðiaflann, eftir að komið er yfir ákveðið magn. Ef við reiknum með að hver hinna nýju ellefu togara fiskaði 3000 tonn af þorski, við núverandi reglur, þýðir það 33 þúsund tonna þorskafla, — eða 66 daga þorsk- veiðibann í viðbót við þá 142 daga sem nú gilda, eða samtals 208 daga þorskveiðibann á ári. Ef svo koma aðrir 11 nýir togarar og reiknað yrði á sama hátt, þá finnst mér dæmið ekki gæfulegt. Hlutdeild Vestfirð- inga í þorskveið- um stórminnkuð. Við skulum heldur ekki loka augunum fyrir því, að þetta er mjög alvarlegt mál fyrir okkur Vestfirðinga. Þegar þorskgengd var mest við Suðurland, flutti fólk í stórum stíl til Suðurlands, m.a. frá Vestfjörð- um. Nú um sinn höfum við notið þess að þorskveiði hefur verið góð út af Vestfjörðum, fólk hefur flutt hingað og tekjur hafa verið hærri en víðast annarsstaðar. Mér finnst eðlilegt að reikna með því að við leggum meiri áherslu á fiskveiðar og vinnslu en aðrir landshlutar, vegna nálægðar okkar gjöfulu fiskimiða. Aðrir landshlutar búa einnig yfir meiri auðlindum, í fossum og gufuorku. Ég hefði því vænst þess að hlut- deild okkar í þorskveiðum yrði ekki minnkuð jafn stórkostlega og nú hefur verið gert. Ég hefi fengið tölur um þorsk- veiðiafla, janúar til júní 1979 og 1980. Þessar tölur sýna að þorsk- veiði Vestfirðinga hefur minnkað um 5,8% á sama tíma og þorsk- veiði á Suðurlandi og Suðurnesj- um eykst um rösk 50%. í mínum huga er þetta mjög alvarlegt mál fyrir okkur Vestfirðinga. Mér sýnist ýmislegt benda til þess að þorskveiði verði enn færð frá okkur Vestfirðingum með veiðibönnum og auknum flota annarsstaðar. Ég vænti þess að sjávarútvegsráðherra og aðrir þingmenn Vestfirðinga hugleiði nánar þær reglur sem nú gilda um veiðibönn og aukningu flotans. Sjálfsákvörðunar- réttur og athafna- frelsi varðveitt Til stjórnkerfis fiskveiða þarf að gera strangar kröfur. Á þessum stað og á þessari stundu ætla ég mér ekki að setja á blað neitt fullkomið líkan á þessu sviði. Þess i stað vil ég vitna til þess sem Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar sagði á ráðstefnu sem Kjartan Jóhannsson þáverandi sjávarútvegsráðherra boðaði til á Laugarvatni, 25. ágúst í fyrra. Jón sagði þar orðrétt: „í bók bandaríska hagfræðings- ins Lee G. Andersons um hagfræði fiskveiðistjórnar telur hann upp fimm prófsteina á fiskveiðistjórn- araðferðir, sem hann telur að verði helst að vera þannig úr garði gerðar, að: 1) Þær hvetji fremur en letji til nýjunga og tilrauna með nýjar og hagkvæmari veiðiaðferðir. á umkvörtunum vegna fram- kvæmda þeirra veiðitakmarkana sem hafa verið við líði hér við land. Óánægja margra beinist að því að ekki er vitað almennilega i upphafi árs, hverjar veiðitak- markanirnar verði þegar líða tek- ur á. í upphafi árs markar sjávarút- vegsráðherra gjarnan þann há- marksafla sem hann telur rétt og eðlilegt sé að veiða. Undantekning má sennilega kallast að upphaf- legt markmið náist. Þetta ár er gott dæmi. í upphafi gaf sjávar- útvegsráðherra út, hvað hann teldi æskilegan hámarksafla á þorski. Stefndi hann að því að halda veiðunum á þorski innan ákveðins marks og gaf út reglu- gerðir um þorskveiðibönn, í því skyni að ná markmiði sínu. Nú, seinnipart sumars, sjá menn hins vegar að vonlaust er að sú áætlun standist. Aflinn fer án efa fram úr þessum mörkum og því verða menn bara að taka. Sökina, ef sök skyldi kalla, á þessu, á gjöful vetrarvertíð. Á vetrarvertíðinni Enn hef ég þó ekki vikið að vinnslu sjávarafurðanna. Um það mætti hafa mörg orð, enda er sú framleiðsla hin fjölbreytilegasta. Ég hyggst þó einkum dvelja við hraðfrystiiðnaðinn, enda nákunn- ugur honum sjálfur. Eins og öllum er kunnugt, þá hefur útflutningur sjávarafurða lengst af verið megin þátturinn í öflun gjaldeyristekna okkar Is- lendinga. Talið er að í kring um árið 1880 hafi um 60% útflutn- ingsverðmæta komið frá sjávar- útvegi. Á árunum 1901 til 1905 var um sama hlutfall að ræða. Þetta hlutfall eykst síðan stöðugt þar til að á árunum 1956—1960 nam það um 90% af heildarverðmæti út- flutnings okkar. Fyrri hluta þessa tímabils var saltfiskur nær alls ráðandi. Var hann einkum fluttur til Suður- Evrópu. Borgarastyrjöldin á Spáni árið 1936 setti þó strik í reikninginn. Söluerfiðleikar sköp- uðust á okkar mikilvægustu mörk- uðum og íslendingar urðu til- neyddir að söðla um. Það má Bolungarvik 2) Þær séu nægilega sveigjan- legar til þess að bregðast fljótt og rétt við breytingum á efnahags- legum og líffræðilegum skilyrðum. 3) Ákjósanlegast væri, að þær nytu stuðnings þeirra, sem við þær eiga beinlínis að búa, þ.e. sjómanna, útvegsmanna og fisk- vinnslumanna. 4) Tekið sé fullt tillit til þess kostnaðar, sem stjórninni fylgir, að því er varðar rannsóknir, eftir- lit, samninga við aðila og breyt- ingar á rekstri. Þessi kostnaður verður að vera minni en ávinning- urinn af stjórninni. 5) Tekið sé tillit til áhrifa stjórnar á atvinnu og á skiptingu tekna og eigna. Við þessa gagnlegu upptalningu Andersons má bæta sérstaklega við íslenskar aðstæður, að: 6) Tekið sé tillit til áhrifa stjórnar á útflutningstekjur og greiðslujöfnuð gagnvart útlönd- um. 7) Tekið sé tillit til byggðarsjón- armiða. Ég held að síðast en ekki síst mætti einnig nefna að stjórnarað- ferðin þyrfti að vera þannig, að sjálfsákvörðunarrettur og at- hafnafrelsi einstakra manna, sem útveginn stunda, sé varðveittur eftir því sem frekast er kostur innan heildartakmarkanna." Ég held að þessi atriðalisti Jóns Sigurðssonar sé okkur gagnlegur við mótun fiskveiðistefnunnar á ókomnum árum. Undanfarið hefur borið talsvert eru jafnt togarar sem hinn af- kastamikli bátafloti á þorskveið- um. Á þeim árstíma kemur því á land stór hluti þorskaflans. Ég hef nú um hríð hugleitt, hvort ekki sé nú rétt að breyta nokkuð um. í dag tökum við mið af almanaksárinu, þegar þorskveiði- stefnan er mörkuð. Þetta hefur það í för með sér, að vetrarvertíð- artímabilið er í upphafi veiðitíma- bilsins. Nær væri, að mínum dómi að hverfa í þessu tilliti frá almanaks- árinu og miða fiskveiðistefnuna við eins konar veiðiár. Myndu slík veiðiár hefjast t.d. við lok vetrar- vertíðar og enda ári síðar. Ávinningurinn við slíkt yrði að mínum dómi ótvíræður. Ef við sæjum þegar líða tæki á veiðiárið, að þorskaflinn stefndi í það að fara yfir hámarkið sem við hefð- um sett, væri auðvelt að koma við miklum og áhrifaríkum stjórnun- araðgerðum í lok veiðiársins, þeg- ar vetrarvertíðin stæði yfir og sóknarþunginn í þorskstofninn væri sem mestur. Þá væri líka hægt að beita stjórnunaraðgerðum er kæmu sanngjarnar niður á landshlutum og togurum jafnt sem bátum. Hlutur sjávarútvegs í öflun gjaldeyristekna Ég hef nú í erindi mínu komið nokkuð víða við, eins og vera ber. kallast kaldhæðni örlaganna, að sumir þeir sem rannsakað hafa þetta tímabil hafa fullyrt að minnkun saltfiskmarkaðanna í Suður-Evrópu hafi orsakað hina hröðu uppbyggingu í hraðfrysti- húsaiðnaðinum hérlendis. Áug- ljóst er þó að þessi skýring er engan veginn einhlít. Fleira kom til. Má þar nefna löndunarbannið á íslenska togara skömmu fyrir 1960. En þó er sennilega veigamest gjörbreytt markaðsviðhorf, er styrjaldarárin sköpuðu og ég mun víkja að síðar. Þegar við ræðum um mikilvægi sjávarútvegs fyrir þjóðarbú okkar, vísum við oftast til þeirra tölulegu sanninda að við fáum lang stærsta hluta gjaldeyristekna okkar af útfluttum sjávarafurðum. Ég gat þess að hæst hefði hlutur sjávar- útvegs í öflun gjaldeyristekna numið um 90%. Síðustu árin nam verðmæti útfluttra sjávarafurða um 70% til 80% af verðmæti vöruútflutningsins. Þó þessar töl- ur einar og sér séu vissulega sláandi, segja þær þó ekki alla söguna. Islenskt hagkerfi er það sem hagfræðingar nefna opið. Það þýð- ir að hlutur viðskipta okkar við útlönd er umtalsverður hluti þjóð- arframleiðslunnar. Reyndar er Is- land eitt þeirra hagkerfa sem nefna má hvað „opnast", ef þannig er hægt að komast að orði. Út- flutningur er svo stór hluti af þjóðarframleiðslunni. Þegar við síðan minnumst þess, hve útflutt- ar sjávarafurðir eru stór hluti alls vöruútflutningsins, getur hvert mannsbarn gert sér í hugarlund mikilvægi þessarar atvinnugrein- ar fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir þetta, hygg ég að ekki sé öllum ljóst, hve sjávarút- vegur er í raun og veru þróaður atvinnuvegur. íslenski hraðfrysti- iðnaðurinn er myndaður af um 110 hraðfrystihúsum hringinn í kring um landið. Þau eru að sjálfsögðu misjafnlega á vegi stödd, en ég þori að fullyrða, að þau bestu þeirra standa ekki að baki þeim fullkomnustu frystihúsum er þekkjast í veröldinni. Mér dettur í hug atvik, sem mér finnst að undirstriki þetta. Um síðustu páska heimsótti Vestfirði, hinn heimskunni hagfræðingur Friedrich A. Hayek, sem hefur hlotið Nóbélsverðlaun fyrir fræði- störf sín. Að ósk hans, sýndi ég honum frystihúsið hérí Bolung- arvík og útlistaði fyrir honum þau tæki sem notuð væru í fiskvinnslu víða hérlendis. Þessi aldni vísindamaður skoðaði allt gaum- gæfilega, en á leið okkar úr frystihúsinu, sagði hann við mig eitthvað á þessa leið: „Heimsókn mín í frystihúsið hefur sannarlega komið mér á óvart. Ég hélt sannast sagna að úrvinnsla á fiski væri lítt þróuð atvinnugrein, sem stæði nútíma iðnaði langt að baki. Núna hef ég komist að raun um að svo er ekki.“ Hlutur vestfjarða stór Því til sönnunar hve hraðfrysti- iðnaðurinn á Vestfjörðum er mik- ilvæg atvinnugrein, má geta þess, að frá honum kemur um 25% framleiðsluverðmætis allra frystra sjávarafurða sem fram- leiddar eu á íslandi. Til gamans má geta þess að um 6 prósent landsmanna búa á Vestfjörðum. Ég hef lauslega reynt að gera mér grein fyrir hversu mikinn mannafla þurfi til að vinna þann hraðfrysta fisk sem framleiddur er á Vestfjörðum. Miðað við að unnin sé fjörutíu stunda vinnu- vika, árið um kring, áætla ég að til þess þurfi um 1500 manna starfs- lið. Það er staðreynd sem ekki tjóar fyrir neinn að neita, að miklar framfarir hafa orðið í sjávarút- vegi hin síðustu ár. Hraðfrystiiðn- aðurinn er þar engin undantekn- ing. Menn getur að sjálfsögðu greint á um hversu miklar fram- farirnar hafi verið, enda er hægt að nota margvislega mælikvarða til að vega slíkt og meta. Undan- farin misseri og ár hefur stöðugt borið meira á hugtakinu „fram- leiðni", þegar ástand og frammi- staða fiskiðnaðarins og annarra atvinnugreina hefur borið í tal. Framleiðni er yfirleitt skilgreind, sem framleiðslumagn á einingu vinnumagns eða fjármagns. Það er athyglisvert, þegar þróun framleiðni i sjávarútvegi er skoð- uð, að vinnsluvirði í sjávarútvegi er ákaflega misjafnt. Skýringin á þessu er einföld. Sífellt verða verðsveiflur á erlendum mörkuð- um sem síðan hafa áhrif hér innanlands. Ástæða er þó til að undirstrika að verðsveiflur á er- lendum mörkuðum verða líka í öðrum atvinnugreinum. Er þar skemmst að minnast þess, að í mikilvægari útflutningsgrein, ál- útflutningi, hafa orðið talsverðar verðsveiflur. Hins vegar leiða umræður um þessar verðsveiflur hugann að því hve okkur Islendingum hefur gengið illa að hemja áhrif þeirra á okkar þjóðarbúskap. Því miður hefur okkur ekki borið gæfa til að beita hinum tiltæku meðulum okkar, jöfnunarsjóðunum, með nægilega ríkum árangri gegn þessum erlendu verðsveiflum. Enginn vafi er á, að þetta hefur haft mjög skaðvænleg áhrif á efnahagslif okkar. Þannig bendir Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar á, í fróðlegri rit- gerð um Verðbólgu, að misgengi, vegna þess arna hafi skaðað efna- hagsstarfsemi okkar verulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.