Morgunblaðið - 23.08.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
21
Frá blaðamannafundi forsvarsmanna Flugleiða í gær, f.v. Leifur Magnússon. framkvæmdastjóri
flugrekstrarsviðs, Sigurður Helgason, forstjóri, Örn 0. Johnson, stjórnarformaður, Björn
Theódórsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, Erling Asperlund, sem hefur umsjón með hótelum og
bílaleigu félagsins og Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Mikill samdráttur hjá Flugleiðum frá 1. nóvember n.k.:
Ferðum yfir N-Atlantshaf-
ið hef ur f ækkað úr 23 í 2
- Tvær Boeing 727-100 þotur félagsins seldar fyrir um 4 milljarða
„MEÐ tilliti til vaxandi erfið-
leika í rekstri félagsins og þá
sérstaklega á flugleiðinni milli
Luxemborgar og Bandarikj-
anna um Island, hefur stjórn
félagsins ákveðið að draga
þann hluta rekstursins veru-
lega saman frá og vetraráætl-
un, sem hefst 1. nóvember n.k.
Breytingar þessar hafa óhjá-
kvæmilega i för með sér að til
verulegra uppsagna starfsfólks
kemur bæði hér á landi frá 1.
desember n.k. og fyrr erlendis,“
sagði Örn 0. Johnsen stjórnar-
formaður Flugleiða m.a. á
fundi með fréttamönnum í gær,
en auk Arnar á fundinum voru
Sigurður Helgason, forstjóri og
framkvæmdastjórarnir Leifur
Magnússon, Björn Theódórsson
og Erling Aspcrlund auk
Sveins Sæmundssonar, blaða-
fulltrúa félagsins.
Það kom fram, að fjöldi þeirra
sem sagt verður upp að þessu
sinni er um 400, um 200 hér á
landi og um 200 erlendis, í New
York og Luxemborg. Eftir fækk-
unina verða starfsmenn félags-
ins um 800, en þegar starfsmenn
voru flestir voru þeir ríflega
1700. Það kom fram, að sérstök
áherzla yrði lögð á að skapa
þessu fólki, sem sagt verður upp
störfum ný atvinnutækifæri, og
sagði Sigurður Helgason, for-
stjóri félagsins í því sambandi,
að sérstök deild hefði unnið að
þeim málum frá því að sam-
drátturinn hófst og hefði öllum
starfsmönnum félagsins tekizt
að fá aðra atvinnu.
„Þratt fyrir þennan samdrátt
hjá félaginu, mun starfsemi þess
halda áfram á Norður-Atlants-
hafsleiðinni og verður þess sér-
staklega gætt, að haldið verði
uppi fullnægjandi flugsamgöng-
um milli Islands og Bandaríkj-
anna í samræmi við flutnings-
þörf. í vetur verða farnar a.m.k.
tvær ferðir í viku til New York
og fleiri ef þörf krefur," sagði
Sigurður Helgason forstjóri.
Þegar flestar ferðir voru, var
flogið 23 sinnum í viku yfir
Atlantshafið.
Hann sagði ennfremur, að
starfsemin á flugleiðinni milli
Luxemborgar og íslands yrði
færð niður í lágmark, eða ein til
tvær ferðir í viku. Þegar til
lengri tíma væri litið væri ekk-
ert ákveðið með áframhaldandi
flug þangað.
Þá sagði Örn O. Johnson,
stjórnarformaður, að í starfsemi
félagsins yrði lögð megináherzla
á, að tryggja fullnægjandi flug-
samgöngur til og frá Islandi svo
og á íslandi á innanlandsleiðun-
um. Vaxandi áherzla verði lögð á
að laða að erlenda ferðamenn til
landsins, þar sem lífsnauðsyn sé
að aukning verði á þeirri starf-
semi til að tryggja nægjanlega
tíðni í samgöngum til og frá
íslandi. Ferðir Islendinga dugi
þar engan veginn til.
„Samdrattur í starfsemi fé-
lagsins erlendis mun hefjast
fyrr, og einnig þar mun þurfa að
koma til verulegra uppsagna
eins og áður sagði. Aðrar reglur
gilda þar yfirleitt um uppsagn-
arfrest og er hann í sumum
tilfellum styttri og í öðrum
aðeins lengri," sagði Örn O.
Johnson.
Sigurður Helgason, forstjóri,
sagði, að samkeppnin á Norður-
Atlantshafinu færi vaxandi og
væru síðustu fréttir af þróun
fargjalda ekki til að auka á
bjartsýni manna. — „Það má í
raun segja, að lög frumskógarins
gildi í þessum málum, og allt
flug á Norður-Atlantshafinu í
dag er rekið með halla. Þar er
um að kenna sívaxandi sam-
keppni samfara hraðvaxandi
hækkun á eldsneyti,“ sagði Sig-
urður ennfremur.
Þá var Sigurður inntur eftir
því hvort fullreynt væri um
stofnun nýs flugfélags um
Norður-Atlantshafsflugið með
Luxemborgarmönnum. Hann
sagði hverfandi líkurá að slíkt
félag yrði stofnað. Þar stæðu
forystumenn Luxair í vegi, en
ríkisstjórn Luxemborgar hefði
tekið mjög jákvætt í málið.
Sigurður sagði, að kapp yrði
lagt á að afla verkefna fyrir
DC-8 þotur félagsins, sem verið
hafa á flugleiðinni yfir Norður-
Atlantshafið og í því sambandi
væru tvö verkefni þessa stund-
ina í athugun. Hann sagði einn-
ig, að ekki hefði tekizt að fá
kaupanda að DC-8 þotu félags-
ins, sem verið hefur á sölulista
að undanförnu.
Um væntanlega sölu tveggja
Boeing 727-100 þota félagsins til
Júgóslavíu, sagði Örn O. John-
sen, að af hálfu Flugleiða væri
sá samningur tilbúinn, og sam-
þykktur, en það væri opið fyrir
Júgóslavana að rifta samningn-
um til mánaðamóta. Umsamið
söluverð vélanna, ásamt miklu
magni varahluta er um 8 millj-
ónir dollara, eða um 4 milljarðar
íslenzkra króna. Örn sagði að
þessir peningar myndu hjálpa
félaginu verulega við að yfir-
stíga hina miklu rekstrarerfið-
leika, sem við er að etja. „Við
vonumst reyndar til þess, að
komast á réttan kjöl á tiltölu-
lega skömmum tíma með sölu
vélanna tveggja og þessum sam-
drætti félagsins, „sagði Örn
ennfremur. Fyrri vélin verður
afhent í september n.k. og sú
síðari í marz á næsta ári og því
þarf ekki að huga að nýrri vél
fyrir Evrópuflugið fyrr en næsta
vor. — Við höfum marga kosti í
því sambandi sagði Örn, t.d.
getum við keypt aðra 727-200 vél
eins og nýju vélina okkar. Þá
getum við keypt aftur Boeing
727-100 þotu, enda verða þær
væntanlega á lægra verði en nú.
Þriðji kosturinn er auðvitað sá
að leigja vél.
Um hugsanlegt innhlaup Arn-
arflugs í áætlun Flugleiða, sagði
Sigurður Helgason, að það væri
ekki til umræðu. Arnarflug
myndi starfa áfram sem leigu-
flugfélag fyrst og fremst. Sig-
urður sagði ennfremur, að þessi
mikli samdráttur, myndi einnig
ná til starfsemi Air Bahama,
dótturfélags Flugleiða.
Að síðustu voru forsvarsmenn
Flugleiða inntir eftir því, hvort
þeir ættu ekki von á aðgerðum af
hálfu starfsmannahópa innan
fyrirtækisins. — „Það verður að
segjast eins og er, að sameining
starfsaldursstigaflugmanna fé-
lagsins, verður eflaust mikill
höfuðverkur á næstunni," sagði
Örn O. Johnsen að síðustu.
Hef miklar áhyggjur af
þeim keðjuverkunum er
samdrættinum munu fylgja
- segir Magnús L. Sveinsson formaður V.R.
„HÉR er að sjálfsögðu mjög
alvarlegt mál á ferðinni. mál
sem ekki aðeins snertir fé-
laga í V.R., heldur alla lands-
menn, en nú verður að vona
að ekki verði gripið til frek-
ari uppsagna“ sagði Magnús
L. Sveinsson formaður Versl-
unarmannafélags Reykjavík-
ur í samtali við Morgunblaðið
í gær. Magnús sagðist hafa
verið á fundi með forráða-
mönnum Flugleiða í gær-
morgun, ásamt fleiri for-
mönnum launþegasamtaka.
Magnús L. Sveinsson sagði,
að á fundinum hefði Sigurður
Helgason verið spurður að því,
hve mörgu fólki yrði nú sagt
upp, og þá í hvaða starfsgrein-
um. Sigurður hefði svarað því
til, að fjöldi uppsagna væri
enn ekki ákveðinn, og heldur
ekki hverjum sagt yrði upp.
Magnús sagði, að sér kæmi því
spánskt fyrir sjónir, er Sigurð-
ur upplýsti svo á blaðamanna-
fundi skömmu síðar, að 400
manns yrði sagt upp. „Hér er
greinilega verið að blekkja
okkur eða verið að leyna okkur
hluta sannleikans" sagði
Magnús. „En sé staðreynd, að
400 menn muni nú missa
vinnu sína, þar af 200 hérlend-
is, þá er augljóst, að fjöldi
skrifstofufólks, félagar í V.R.
eru þar á meðal. Slíkt er mjög
alvarlegt, ekki hvað síst með
tilliti til þess, að þegar hefur
hundruðum skrifstofufólks
verið sagt upp. Bót virðist þó í
máli, að Sigurður Helgason
sagði, að nú væri komið í botn,
ekki yrði um frekari uppsagnir
að ræða í framtíðinni. Lán í
óláni er einnig, að auðvelt
hefur verið að útvega starfs
fólki Flugleiða vinnu, þetta er
gott fólk sem sóst hefur verið
eftir. Atvinnuleysi er ekki
meðal verslunarfólks í
Reykjavík, svo af þeim sökum
þarf ekki að óttast. Atvinnu-
miðlun Flugleiða hefur einnig
unnið að því að útvega fólki
vinnu, og gerir það málið
einfaldara. Eg óttast á hinn
bóginn mest þær keðjuverkan-
ir sem þetta hefur, samdráttur
í þessari atvinnugrein mun
innan skamms hafa í för með
sér samdrátt á fleiri sviðum
hérlendis, og það getur orðið
alvarlegt vandamál" sagði
Magnús L. Sveinsson að lok-
um.
„Ríkisstjórnin get-
ur ekki staðið að-
gerðarlaus hjá44
- segir Baldur Oddsson formaður
Félags Loftleiðaflugmanna
„ÉG vil ekki tjá mig efnislega um
þessi mál að svo stöddu, enda
hefur ukkur ekki verið gerð
grcin fyrir því hvað hér er
nákvæmlega á ferðinni“ sagði
Baldur Oddsson formaður Félags
Loftleiðafiugmanna í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Baldur kvaðst þó geta sagt það,
að sín skoðun væri ,að þegar um
væri að ræða uppsagnir 400
starfsmanna, þá væri þetta orðið
mál sem snerti landsmenn alla, og
þar með stjórnvöld. „Ég fæ ekki
séð að ríkisstjórninni sé stætt á að
standa aðgerðarlaus hjá,“ sagði
Baldur. „Þessar nýju ráðstafanir
munu þýða samdrátt í öllum
rekstri, og þær munu hafa miklar
afleiðingar í för með sér.“
Sigurður Helgason yngri
ráðinn framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Flugleiða
- Björn Theódórsson verður
framkvæmdastjóri markaðssviðs
STJÓRN Flugleiða hefur í
framhaldi af skipulagsbreyt-
ingum, sem nú eiga sér stað
hjá félaginu ákveðið, að
Björn Theódórsson verði
framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs félagsins, en hann hefur
að undanförnu verið fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
félagsins.
Við stöðu Björns, sem fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs,
tekur svo Sigurður Helgason
yngri. Hann hefur að undan-
förnu gegnt stöðu forstöðu-
manns hagdeildar félagsins.
Leitað að manni
á Drangajökli
LEIT var hafin í gær að þrítug-
um Bolvikingi sem hafði farið i
gönguferð á Drangajökul og ætl-
aði að vera kominn til byggða í
gærmorgun.
Var leitarflokkur úr Hjálpar-
sveit skáta á ísafirði kallaður út
og fór hann á hraðbátum yfir
Djúpið og í gær sendi Slysavarn-
arfélag íslands flugvél til leitar á
jöklinum. Síðdegis í gær kom
maðurinn hins vegar heill á húfi
til Bolungarvíkur og hafði hann
fengið bílfar frá Djúpinu, en láðst
að láta vita af ferðum sínum.