Morgunblaðið - 23.08.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
23
Frá Nordurlandamóti Krunnskólasveita í skák 1980 í Álftarmýraskólanum.
Ljósm. Mhl.: RAX.
Norðurlandamót grunnskólasveita í skák:
Danska sveitin efst
eftir tvær umferðir
DANSKA sveitin er efst eftir
tvær fyrstu umferðir Norð-
urlandamóts grunnskóla-
sveita í skák, sem fram fer í
Alftamýrarskólanum í
Reykjavík. Sveit Æfinga-
skóla Kennaraháskólans er í
öðru sæti, sveit Álftamýr-
Handleggs-
brotnaði
Á FIMMTA tímanum í gær
varð árekstur milli bíls og
reiðhjóls á Miklatorgi. Hjól-
reiðamaðurinn, 28 ára gamall
karlmaður, handleggsbrotnaði
og var fluttur á slysadeildina.
FULLTRÚAR BSRB áttu í gær
fund með forsætisráðherra og
fjármálaráðherra „vegna frétta
í fjölmiðlum um genKÍsfellingar,
sem ekki hafi áhrif á verðha*tur
á laun,“ eins og segir í frétt frá
BSRB.
I fréttinni segir, að fulltrúar
BSRB hafi lagt áherzlu á, að
umsamdar verðbætur á laun
arskólans, sem vann síðasta
mót og einnig mótið 1978, er
í þriðja sæti og jöfn finnsku
sveitinni að vinningum,
norska sveitin kemur næst
þeim og sú sænska rekur
lestina.
Fyrsta umferðin hófst
klukkan 9 í gærmorgun að
lokinni mótssetningu. Is-
lenzku sveitirnar skildu jafn-
ar, hlutu tvo vinninga hvor,
finnska sveitin og sú norska
skildu einnig jafnar og Danir
unnu Svía á öllum borðum.
Sveit Æfingaskólans vann
norsku sveitina í annarri um-
ferð með 2,5 vinningum gegn
1,5. Sveitir Álftamýrarskóla
og sú danska, og sænska
verði undir engum kringumstæð-
um skertar og minnt á, að stefna
bandalagsins í vísitölumálum
væri óbreytt. „Af hálfu ráðherr-
anna var ítrekuð sú yfirlýsing,
sem ríkisstjórnin sendi frá sér í
gær, um að gengisbreyting, sem
ekki hefði áhrif á vísitölu, væri
ekki til umræðu í ríkisstjórn-
inni.“
sveitin og sú norska, skildu
jafnar.
Danska sveitin er með 6
vinninga, Æfingaskólinn með
4,5 vinninga, Álftamýrarsköl-
inn og finnska sveitin eru
með 4 vinninga hvor, norska
sveitin er með 3,5 vinninga og
sænska sveitin er með tvo
vinninga.
Ekki á vegum
utanríkisráðu-
neytisins
VEGNA greinar Björns
Matthíassonar í Morgunblað-
inu á fimmtudag, hefur
Berglind Ásgeirsdóttir
blaðafulltrúi utanríkisráðu-
neytisins, óskað eftir að taka
fram, að þýðing og frágangur
á stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnar Gunnars Thorodd-
sens, sé ekki gerð á vegum
utanríkisráðuneytisins.
Berglind sagði, að utanrík-
isráðuneytið sæi að vísu um
dreifingu á pésanum, en
hann væri að öðru leyti á
ábyrgð forsætisráðuneytis-
ins.
BSRB-menn á fundi
með ráðherrum
26 pundari þreyttur í tunglskini:
Stærsti fiskur
sem ég hef kom-
ist í tæri við
- segir Grétar Ólafsson
Eftir þrig)úa klukkustunda átök
landaöi Grétar Ólafsson yfirlæknir
tuttugu og sex punda laxi í Soginu,
fyrir Ásgaröslandi. Laxinn, sem
var hængur og nýlega genginn í
ána, tók fremur smáa flugu, rækju
nr. 6 Laxinn tók á svokallaðri
Breiðu um klukkan 19.45 og hélt
veiðimaðurinn í fyrstu að um
miðlungs stóran lax væri að ræða,
en annað átti eftir að koma á
daginn. Fiskurinn var einstaklega
sterkur, fór hvað eftir annað út
með svo til alla línuna og stökk
hátt upp úr ánni. Alls stökk
fiskurinn níu sinnum, en einnig
barðist hann oft um í vatnsskorp-
unni. Leikurinn barst um Breiðuna
og síðan sýndi sá stóri á sér
fararsr.ið og hélt niður ána. Veiði-
maðurinn fylgdi honum yfir kletta
og klungur, en alltaf hélt sá stóri
sig úti í straumnum og tók miklar
rokur ef hann nálgaðist land.
Leikurinn barst nú niður ána og
þegar tveir og hálfur tími voru
liðnir frá því fiskurinn tók, var
hann kominn nokkuð niður fyrir-
veiðistað sem kallast Gíbraltar. Og
enn barst leikurinn niður ána.
Loks tókst að ná fiskinum inn í
lygna vik sem er við veiðihúsið á
þessu svæði, nokkur hundruð
metrum neðan við staðinn sem
fiskurinn tók. Var nú komið svarta
myrkur en veiðimaðurinn þreytti
fiskinn í tunglskininu. Það var svo
loks um kiukkan 22.45 að það tókst
að landa stórfiskinum, en þá var
mjög af laxinum dregið, sennilega
veiðimanni líka. Fiskurinn reynd-
ist vera tuttugu og sex punda
hængur, eins og áður sagði.
„Þetta er sá stærsti fiskur sem
ég hef nokkurntíma komist í tæri
við,“ sagði veiðimaðurinn, Grétar
Ólafsson, í spjalli við Morgunblað-
ið. „Þetta var stórkostlega
skemmtilegt, en í fyrstu grunaði
mig ekki að hann væri svona stór.
Þó runnu á mig tvær grímur þegar
hann fór að stökkva, en þá varð
mér fyrst Ijóst hvílík skepna þetta
var. Þetta voru geysimikil átök og
þegar við lönduðum fiskinum kom
í ljós að flugan sem sat í kjaftvik-
Grétar Ólafsson með þann
Stóra. Ljosm. Mbt. Kristján.
inu, var að losna. Annar krókurinn
hafði rifnað út og var laus en hinn
hékk á einni sin. Þetta mátti því
ekki tæpara standa.
Varst þú ekki þreyttur?
„Ég var orðinn nokkuð þreyttur í
vinstri hendinni, en ég held að ég
hefði haldið þetta út einhvern tíma
enn. Maður lætur ekki svona fisk
frá sér fara fyrr en í fulla
hnefana,“ sagði Grétar Ólafsson.
- oj
PRISMA
_
Loksins hefur okkur tekist að finna fullkomið, nýtískulegt og
vandaó litsjónvarpstæki á lægra verði en aórir geta boðið.
STÆRÐ VERO STAÐQR.VERÐ STRAUMTAKA
20 t. 670.000- 636.500,- 85 wött
22 t. 730.000,- 693.500,- 85 wött
26 t. 850.000,- 807.500,- 95 wött
model 1980