Morgunblaðið - 23.08.1980, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
MOBG-dK/.
KAtFINU
D
4í>
Ást er
GRANI GÖSLARI
12-11
... að fœra
henni það sem
þú keyptir á
flóamarkaðnum.
TM R«g U.S. Pat Off.-aH rtghta rea«v«J
• 1978 Los Angatea Timea Syndtcata
MeA kveðju frá gestinum á 14. borði!
Þessi hundur minn virðist
skilja allt — nema þá einna
helzt Einstein-kenninKuna!
Fögnum komu
stjarnanna
BRIDGE
Umsjón: Péll Bergsson
Vestur gerði nokkuð vel
í spili dálksins þegar hann
fann eina litinn, sem ban-
aði skemmtilega sögðum
gamesamningi. En sagn-
hafa virtist spilið orðið
upplagt þegar höggið reið
af.
Vestur gaf, allir utan.
COSPER
Við fögnum komu sólarinnar á
vorin. Hvi skildum við þá ekki
fagna komu stjarnanna á haust-
in? Þar er um þúsundir sólna að
ræða.
Fyrstu stjörnur síðsumarsins
eru að koma í Ijós, þegar heiðskírt
er loft um lágnættið. Fleiri og
fleiri birtast þær á himinhvelfing-
unni. Og við fögnum þeim sem
gömlum vinum, því í langan tíma
höfum við ekki átt þess kost, að
njóta fegurðar þeirra, vegna
bjartra sumarnátta. Koma þeirra
gleður augu okkar og huga, því frá
þeim berst einkennileg, heillandi
áhrif, sem fylla sálir okkar gleði,
ef við aðeins gefum okkur tíma til,
að ganga út „undir blæ himins
blíðan" og virða þær fyrir okkur,
með lotningu og með opnum huga.
Þeir, sem hrifist geta af litrík-
um blómum sumarsins, ættu einn-
ig að geta hrifist af stjörnum
himins og blæbrigðaríkum litum
þeirra. Öll fegurð og allur mikil-
leiki er af sömu rótum runnið. Ein
er uppspretta alls hins fagra og
alls hins mikla, alls þess sem hafið
getur huga mannsins upp yfir
hversdagsleikann.
Og allt sem lyft getur huganum
leiðir til göfgi og góðleika og
miðar til mannbóta og aukinnar
farsældar fyrir land og lýð.
Gleymum ekki stjörnunum, sem
nú eru óðum að birtast okkur á ný,
eftir bjart og fagurt sumar. Bæt-
um þeim inn í hugarheim okkar.
Vitum að frá þeim berast orku- og
gleðigeislar inn í hugskot þeirra,
sem notið geta og njóta vilja. Því
stjörnurnar eru ekki bara dauðir
eldhnettir. I sambandi við þær er
um líf og kraft að ræða, meiri en
enn er með fullu vitað eða skilið.
Og þetta skyldi einmitt hafa í
huga við skoðun stjarna. Því
stjörnurnar eru heimkynni lifsins.
Þar sem stjörnur eru, þar er líf,
og líf er ekki án stjarna.
Ingvar Agnarsson.
17. ágúst 1980.
Norður
S. Á83
H. KG7
T. 10865
L. G105
Ö424 CÖSPER
— Þetta er konan mín.
Vestur
S. KG102
H. Á95
T. Á
L. 97432
Austur
S. 97654
H. 1086432
T. D3
L. -
Myndin sýnir stjörnumor á himni i átt til miðju vetrarbrautar okkar.
Þar er einnig að sjá geimský og stjörnuhrap.
Suður
S. D
H. D
T. KG9742
L. ÁKD86
Ve.stur Noróur Austur Suður
1 lauf P#88 1 ti. Pass.
1 «p. Pass i sp. 1 gr.
Pass 5 tl. Allir pass.
Opnun vesturs gat þýtt ýmislegt
og þar á meðal sýnt lauf eins og í
þessu tilfelli. Fyrsta svar austurs
var afmelding en þegar makker
sagði 1 spaða var austur fljótur að
segja gameið með drottninguna
sína eina háspiia. Þá þótti suðri
rétt að skipta sér af málinu og 4
gröndin báðu um val á milli
láglitanna. Sjálfsagt hefði 4 spað-
ar unnist og var því ákvörðun
suðurs bæði rétt og eðlileg.
Gegn 5 tíglum spilaði vestur út
spaða, sem sagnhafi tók í blindum,
spilaði tíguláttunni og lét hana
fara hringinn. Þar með varð
vestur að finna vörnina sem dygði
og það gerði hann snaggaralega —
spilaði laufi, sem austur trompaði
og næsta slag fékk vestur á
hjartaás. Einn niður.
Norðurlandamót grunnskóla í skák:
Avarp forseta Skáksambands
Norðurlanda fellt út án skýringa
NORÐURLANDAMÓT
grunnskóla í skák hefst
hér á landi í dag, og eru
þátttakendur komnir frá
flestum Norðurlandanna.
Það er Skáksamband
Norðurlanda sem gengst
fyrir mótinu, en það fól
skáksamhandi íslands að
sjá um framkvæmd móts-
ins í Reykjavík.
í tilefni mótsins hefur
verið gefin út mótsskrá,
þar sem er að finna
margvíslegar upplýs-
ingar, auk ávarpa forystu-
manna í íslensku skák-
lífi.
Ætlunin hafði verið, að
í skránni yrði einnig
ávarp frá Einari S. Ein-
arssyni forseta Skáksam-
bands Norðurlanda, en
síðar var ákveðið að fella
það út. Einar S. Einarsson
kveðst ekki hafa fengið
neinar skýringar á því, en
telur þetta mál standa í
sambandi við átökin inn-
an Skáksambandsins, sem
meðal annars komu fram
í atkvæðagreiðslu á síð-
asta aðalfundi. Þar féll
Einar fyrir dr. Ingimar
Jónssyni með eins at-
kvæðis mun.
Einar hefur nú látið
sérprenta ávarp sitt, og er
það birt bæði á íslensku
og dönsku, og verður
dreift til keppenda og
gesta á mótinu. Með
ávarpi Einars fylgir svo-
hljóðandi athugasemd:
„Skáksamband Norður-
landa fól Skáksambandi
íslands að halda
Grunnskólamót Norður-
landa 1980, sem nú fer
fram.
Meirihluti stjórnar
Skáksambands íslands
hafnaði, að óséðu, birt-
ingu meðfylgjandi kveðju,
frá S.N. í mótsskránni.
Því er hún send sér-
prentuð.
E.S.E.“
Morgunblaðinu tókst
ekki að ná í dr. Ingimar
Jónsson forseta Skáksam-
bands íslands í gær vegna
þessa máls, en hann mun
nú vera staddur í Sovét-
ríkjunum.