Morgunblaðið - 05.09.1980, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 Áttræður íslandsvinur: Regine Dinse Afmæliskveðja Það finnst víst flestum ótrúlegt, sem eitthvað þekkja til hinnar síungu Regínu, að hún standi nú á áttræðu. En staðreyndir tala þar sínu máli, hún fæddist 5. sept. 1900 En lífdagar mælast ekki ein- göngu í ártölum, þar er þyngra á metunum, hvernig fólkið hefir varið lífi sínu, hverju það hefir fengið áorkað og hver uppskeran hefir orðið. um, kenndi hún húsfreyju að rækta grænmeti. En það var ekki nóg að rækta grænmeti, það þurfti líka að kenna fólkinu að borða grænmeti. Þetta var lítt þekkt á Islandi á þeim árum og mun fólkið í sveitinni hafa talað um, að húsfreyjan á Breiðabólsstað gæfi hjúum sínum gras að borða. Mun undrun Regínu yfir grænmetis- leysinu og áhugaleysinu gagnvart því, hafa verið jafn mikil. En hún naut þessa brautryðjandastarfs. Betsý Jóns- dóttir sextug Regine Dinse var og er enn mikil mannkostakona. Fyrir ná- lægt 55 árum lá leið hennar til Islands, kannské fyrir tilviljun eða glettni örlaganna. Mér hefir verið tjáð, að hún hafi lesið auglýsingu í þýzku dagblaði, þar sem auglýst var eftir stúlku, sem vildi koma til íslands á prestsset- ur og kenna dætrum prestsins þýzka tungu og orgelleik. Þessi auglýsing vakti athygli hennar og áhuga, en faðir hennar, sem var prófessor við háskólann í Kiel, var þessu mjög mótfallinn. Latti hann dóttur sína fararinnar og færði m.a. þau rök, að ekki gæti hún tekið að sér slík störf, þar sem hún kynni ekki orgelleik sjálf. „Ég get lært það,“ svaraði hún. Síðan skrifaði hún og sótti um starfið og tók tíma í orgelleik á meðan hún beið eftir svari. Regina er músík- ölsk og mun hafa kunnað eitthvað fyrir sér í að leika á önnur hljóðfæri. Á sama tíma átti hún þess einnig kost að fara til Suður- Ameríku. Er svarið barst frá íslandi, mun það hafa ráðið úrslit- um um í hvora áttina hún færi og hefir það orðið fjölmörgum ís- lendingum til góðs, að svo varð. Sá sem auglýsti var séra Jón Norð- fjörð Jóhannessen á Breiðabóls- stað á Skógarströnd. Faðir Regínu las bréfið, sem séra Jón ritaði og dáðist mjög að stíl þess, fagurri rithönd og ekki síður hversu vel það var skrfiað á þýzka tungu og kvaðst ekki finna í því nokkra ritvillu. Var hann mun sáttari við þann ráðahag, að dóttirin færi til Islands. Á íslandi var hún í 2 ár samfleytt, lengst af á Breiðabóls- stað. Auk þess að kenna dætrun- Regína hefir alltaf notið þess að miðla öðrum, kenna fólki að meta hlutina, og hafa gagn og gaman af því, sem það tekur sér fyrir hendur. Góðvild og nægjusemi eru meðal hennar kosta. Sjálf átti hún gott með að læra, enda lærði hún að tala og skrifa íslenzku ótrúlega vel og gerir hvort tveggja enn. Regína ferðaðist töluvert um Island með prestsdætrunum og gekk þá á sauðskinnsskóm eins og þær. Éitthvað fannst henni skórn- ir duga illa í Öræfunum, enda ekki eins greiðfært þá og nú er orðið. Eftir að Regína kom aftur til Þýzkalands, réðst húní það að byggja hús í þorpinu St. Peter við Norðursjóinn og var hugmyndin að koma þar upp aðstöðu til að mennta stúlkur, kenna þeim tungumál, hannyrðir, vefnað o.fl. Svo miklu ástfóstri hafði hún tekið við ísland, að hún skírði húsið sitt íslandshús (Islandhaus). Hafði hún mikinn áhuga fyrir að hjálpa íslenzkum stúlkum til að kynnast öðrum þjóðum og vildi skapa þeim aðstöðu til þess. í kringum 1930 munu margar stúlk- ur hafa verið þar á hennar vegum og útvegaði hún þeim ýmsa vinnu. Regína hefir alltaf verið mjög dugleg að ferðast og vildi hún einnig stuðla að því að íslenzkar stúlkur fengju tækifæri til að ferðast. Einn af þeim, sem komst í kynni við Regínu, var Þorsteinn heitinn Jósefsson, blaðamaður. Slóst hann í för með Regínu og níu íslenzkum stúlkum frá Hamborg til Sviss og segir hann frá þeirri ferð í bók sinni „Ævintýri föru- sveins" útg. 1935. Regína hefur kunnað þá list, að haga seglum eftir vindi. Eftir þær breytingar, sem heimsstyrjöldin hafði í för með sér, hóf hún störf að nýju í húsi sínu og rak þar barnaheimiii, ásamt vinkonu sinni, Lotte Gramlow. Þangað komu börn í hópum til dvalar um nokkurra vikna skeið, hver hópur. Voru þetta börn, sem send voru til hressingar í sjávar- loftinu. Fyrir hvern hóp var hald- inn Islandsdagur. Börnunum var sagt frá Islandi, þeim var kennt að syngja íslenzk lög og þegar mikið var um að vera fór Regína í íslenzku peysufötin sín. Islend- ingar hfa alltaf verið aufúsugestir hjá Regínu og dró hún íslenzka fánann að húni til að fagna góðum gestum. Seinna hafði hún milligöngu um að íslenzkar stúlkur fengju fría skólavist á heimavistarskóla í Lunden í Holstein hjá þeim ágætu Oldings rektorshjónum. Regína hefir oft komið til ís- lands. Síðast var hún hér fyrir 10 árum og var þá haldið upp á afmæli hennar á Hótel Loftleið- um. Kom þá mjög eftirminnilega fram, hve samhuga allir voru, sem þekkja Regínu, að gera henni daginn ánægjulegan. Ég veit að henni fannst þetta góður dagur, en það fannst okkur líka öllum, sem þar vorum með henni. Einmitt þannig er Regína, hún vill að allir njóti með sér. Nú er það ósk okkar og von, að Regína megi enn njóta góðra daga og að við eigum enn eftir að njóta þess, að fá að sjá hana á íslandi. Heill þér, góða kona, sem vilt veg Islands svo góðan. Dóra G. Jónsdóttir. Félagi okkar, Betsý Jónsdóttir er sextug í dag. Af þvi tilefni langar okkur að senda henni og fjölskyldu hennar okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir gott sam- starf. Betsý hefur frá unga aldri starfað sem hermaður Krists í Hjálpræðishernum. Hún er alin upp á kristnu heimili og hlaut þar það veganesti sem mikilvægast er í lífinu, að treysta og trúa á Jesúm Krist. Hún tók snemma við Drottni sem sínum frelsara og lét vígjast til starfa fyrir Guð í Hjálpræðishernum. Hún hefur ávallt staðið fyrir sínu í stríðinu gegnum súrt og sætt. Ung að árum tók Betsý virkan þátt í æskulýðsstarfi Hjálpræðis- hersins í Reykjavík og lék í lúðrasveitinni í fjöldamörg ár. Ekki er hægt að minnast á störf Betsýar í Hjálpræðishernum án þess að minnst sé á það ómetan- lega starf sem hún hefur unnið fyrir Heimilasambandið. Hún hef- ur ætíð verið boðin og búin til starfa í þess þágu. Fyrir nokkrum árum tók hún við stöðu ritara sambandsins en því starfi gegndi móðir hennar, Agnethe Jónsson, meðan hún lifði. En það er ekki aðeins í gegnum störf innan Hjálpræðishersins að Betsý vitnar um kærleika Jesú Krists. Hvenær sem einhver þarfnast hjálpar er Betsý tilbúin og alltaf hefur hún tíma til að heimsækja og gleðja þá sem eru einmana og minna mega sín. SÍÐAR í þessari viku verður leiktjöldunum að Stundarfriði Guðmundar Steinssonar pakkað niður og þau send áleiðis til Júgóslavíu. Þar hefur Þjóðleikhús- inu verið boðið að sýna leikritið á hinni frægu alþjóðlegu leiklistar- Betsý var rúmlega tvítug er hún giftist Sigurði Sigurðssyni og áttu þau 4 syni, Jón Skúla, Bent, Harald og Agnar. Sigurður lést af slysförum árið 1960. Var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Nokkrum árum síðar giftist Betsý Kára Helgasyni og hafa þau búið sér yndislegt og hamingjun'kt heimili. Við þökkum þeim fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þeim á Freyjugöt- unni og biðjum Guð að blessa þau og fjölskyldu þeirra um ókomin ár. Ilermenn í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins hátíð, BITEF, í Belgrad um miðj- an mánuðinn. Ætlunin er að reyna að sýna leikritið í þrem Norður- landanna á heimleiðinni, þ.e. í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. (fréttatilkynning). Stundarfriður Guðmund- ar Steinssonar á alþjóð- legri leiklistarhátíð raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Byggingarstarfsmenn Atkvæöagreiðsla um aöalkjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar fer fram að Grettisgötu 89, 3. hæö, í dag föstudaginn 5. september kl. 10—19. Kjörstjórn. húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði lönaöarhúsnæöi óskast í Reykjavík. /Eskileg stærö 3—400 ferm á jaröhæð. Upplýsingar sendist til Mbl. merkt: „R — 588“. Alþingismaður óskar aö taka á leigu gott íbúöarhúsnæði, helst með húsgögnum, í vesturborginni eöa öðrum sambærilegum staö í Reykjavík. Upplýsingar eru gefnar í skrifstofu Alþingis, símar 11560 og 16560. Skrifstofa Alþingis. tilboö — útboö (H ÚTBOÐ Til sölu Tilboö óskast í húsið Vesturgata 18, húsiö verður til sýnis laugardaginn 6. september kl. 13.00—16.00 og þriðjudaginn 9. september á sama tíma. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, og ennfremur á Vesturgötu 18, á auglýstum sýningartíma. Tilboö berist Innkaupastofnunni fyrir þriöju- daginn 16. september kl. 11 f.h. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ________Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 120—250 tonna bátar Hef fjársterkan kaupanda að tveimur 120— 250 tonna fiskibátum. Arnar G. Hinriksson hdl. Aðalstræti 13, isafiröi. Sími 94-3214. Til sölu dráttarbílar Volvo N 88 með 13 metra vagni. Volvo F 88 meö 11 metra vagni. Bílar og vagn í góðu lagi. Uppl. í síma 95-4694 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.