Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
Hafnarhúsinu, 2. hæð.
Gengiö inn sjávarmegin
að vestan.
Grétar Haraldsson hrl.
Bjarni Jónsson, s. 20134.
Háaleiti-, Heima- og Fellsmúli
4ra—5 herb. íbúö óskast fyrir fjársterkan kaupanda
sem er aö selja raöhús í Fossvogi.
Við Tjörnina
Hefi mjög góöan kaupanda aö vandaöri húseign,
helst meö tveim íbúöum. Æskilegust staösetning er
viö eftirtaldar götur: SÓLEYJARGÖTU, FJÓLU-
GÖTU, SMÁRAGÖTU, LAUFÁSVEG, BERGSTAOA-
STRÆTI, FJÖLNISVEG, BJARKARGÖTU, TJARN-
ARGÖTU, SUöURGÖTU. Meö allar upplýsingar
veröur fariö sem trúnaöarmál. Tilboö merkt: „Hús-
eign — 4141“ sendist afgreiöslu Morgunbl. fyrir 13.
sept. n.k.
Sérhæð
Til sölu ca. 110 fm SÉRHÆÐ viö NESVEG. Forstofa,
forstofuherb., hol, samliggjandi stofur (suöursvalir), 2
svefnherb., lítiö eldhús, búr og lítiö baö.
Yfir íbúöinni er manngengt geymsluris. Tilboð merkt:
„Sérhæö — 4370“ sendist afgreiöslu Mogunblaös-
ins fyrir 13. sept. n.k.
Háaleitisbraut
Til sölu ca. 120—130 fm ENDAÍBÚÐ á 4. hæö ásamt
bílskúrsrétti. íbúöin er stór skáli, sem opnast í
boröstofu og stofu. Eldhús meö borökrók. Innaf
eldhúsi er þvottaherbergi og búr. Á sérgangi eru
3—4 svefnherbergi og baö. Til greina kemur aö taka
litla 3ja herbergja íbúö upp í.
Tilboö merkt: „Góö íbúö — 4262“ sendist afgreiöslu
Morgunblaðsins fyrir 15. sept. n.k.“
Stóragerði
Glæsileg 4ra herb. 117 ferm. endaíbúö á 3. hæð ásamt
herb. í kjallara. Tvöfalt gler. Stórar suöur svalir.
Bílskúrsréttur.
Hagamelur
4ra herb. falleg íbúö á 1. hæö. Tvær stofur, svefnherb.,
forstofuherb., eldhús og baö.
Uppl. gefur Agnar Gústafsson hrl.
Hafnarstræti 11, símar 12600 og 21750,
utan skrifstofutíma 41028.
Hafnarhúsinu, 2. hæð.
Gengið inn sjávarmegin
að vestan.
Qrétar Haraldtson hri.
Bjami Jónaaon, a. 20134.
Seltjarnarnes — einbýlishús
Nýtt glæsilegt 150 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm.
bílskúr á úrvals staö á Seltjarnarnesi. Skipti æskileg
á stærra einbýlishúsi í Þingholtum eöa í Vesturbæ.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
FASTEIGNA
HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR-35300&35301
Raðhús — Selás
Fokhelt endaraöhús í Selási til afhendingar nú þegar.
Tvær hæöir ca. 90 ferm., auk kjallara. 4—5 svefnherb.
Tvær stofur, eldhús, þvottahús og búr inn af gldhúsi.
Bílskúrsplata. Teikningar á skrifstofunni.
ADOLF
EICHMANN
Vegna jjeirrar miklu upplausnar
og ringulreiöar, sem hvarvetna
ríkti í Evrópu í stríðslok og ekki sízt
í Þýzkalandi voru ótrúlega margir
háttsettir nazistaforingjar sem
gátu látiö sig hverfa þegjandi og
hljóöalaust og til sumra hefur ekki
spurzt síöan. Adolf Eichmann, einn
illræmdasti Gyöingabööull stríös-
ins var í þeim hópi. Leit aö honum
hófst fljótlega, eftir aö hann haföi
flúiö úr stríösfangabúöun í Austur-
ríki meö hjálp gamalla samstarfs-
manna sinna. Hann tók upp nafniö
Eichmann og hugöist búa áfram í
Austurríki. Þegar Nurnbergréttar-
höldin hófust mun heldur hafa
farið aö fara um hann og komst
hann þá til fjölskyldu sinnar í
N-Þýzkalandi sem hélt hann væri
löngu dauöur. Hann tók upp nafniö
Otto Henninger og bjó þarna í þrjú
ár. En í blööum gat hann lesiö
nánast hvern dag aö hann væri
einn af þremur sem ákafast væri
leitaö. Og hann sá aö hann lagöi
sig í of mikla hættu meö því aö
vera um kyrrt. Hann var um hríö aö
hugsa um aö setjast aö í einhverju
Arabalandi, em margir forystu-
menn Araba höföu tekiö nazistum
vel. Hins vegar fannst honum
þegar á átti aö heröa aö þau ríki
væru of nærri hinu nýja ísraelsríki
og hann ákvað aö reyna aö
komast til Suöur Ameríku: meö
hjálp Odessa samtakanna sem
fengust viö aö koma nazistum
undan flýöi Eichmann nú til Arg
entínu. Hann kom þangaö 1950,
setti sig strax í samband viö
fyrrverandi nazistaforingja og tók
upp nafniö Richard Klemen. Hann
þóttist vera kaþólskrar trúar og
dró sjö ár frá aldri sínum. Af mikilli
gætni tók hann síöan aö undirbúa
aö eiginkona hans kæmi til hans
og kom hún til hans áriö 1952.
Nafn Adolfs Eichmanns hefur
jafnan veriö tengt útrýmingunni á
Gyöingum í heimsstyrjöldinni, öðr-
um mönnum fremur. Hann var
yfirmaöur öryggisþjónustunnar
Frá Auschwitz. Gyöingabörn Mm notuö voru vió hinar illrœmdu
„lækningatilraunir“ nazitta.
Ein af fáum myndum sem til aru af Eichmann í Argentínu. örin
bendir á hann. Maöurinn í röndóttu treyjunni er forseti landsins sem
þá var, Juan Peron.
Valdimar S. Jónsson:
Opið bréf til heil
brigðisráðherra
Hr. heilbr.m.ráðherra,
Svavar Gestsson.
Mígrensamtökin voru formlega
stofnuð 25. febrúar 1978. Félagar
eru nú hátt á annað hundrað, en
sú tala segir ekki mikið um fjölda
mígrensjúklinga þar sem gert er
ráð fyrir að 9—10% landsmanna
séu haldnir þessum kvilla á mis-
háu stigi. Engin könnun hefur
verið gerð varðandi tíðni sjúk-
dómsins (þó hafa þeir John Bene-
dikz læknir og dr. med. Gunnar
Guðmundsson gert könnun hjá
Hjartavernd, en niðurstöður
liggja ekki enn fyrir í og með
vegna fjárskorts) en í könnun
gerðri í Bretlandi (’74) kom í ljós
að 15—19% karlmanna voru með
þennan krankleika, 24—29%
kvenna, 31,5% skólastúlkna á
aldrinum frá 10—16 ára og 21,6%
pilta á sama aldri, og virðist ekki
vera ástæða að ætla að færri
mígrensjúklingar séu á íslandi.
Mígrensamtökin berjast fyrir
skilningi á sérþörfum sínum, vilja
losna undan móðursýkis-ásökun-
um, krefjast fullkominnar rann-
sóknar og göngudeildaraðstöðu
(þ.e. fullkominni með tíð og tíma).
Staður er þegar fyrir hendi (Nýja
geðdeildarbyggingin svokallaða)
en Samtök mígrensjúklinga þurfa
fjárhagsaðstoð til að koma þess-
um hlutum í gang svo best verði á
kosið, ekki ósvipað og S.Á.Á. sem
hafa fengið fyrirmyndargóða að-
stoð, en það félag er þrem mánuð-
um eldra en Samtök mígrensjúkl-
inga. Eins og fyrir þau samtök,
væri mikil hagsbót að fræðslu og
ráðgjafarþjónustu: fjölskyldu-
ráðgjöf er og bryn þar sem mígren
setur fjölskyldulíf úr ótrúlega
miklum skorðum og þurfa fjöl-
skyldur mígrensjúklinga ekki síð-
ur á aðstoð og fræðslu að halda en
sjúklingurinn sjálfur. Allt þetta
væri best gert á einum stað. Öll
fræðsla er ákaflega þýðingarmikil
fyrir mígrensjúklinga, því þar sem
höfuðverkur getur orsakast af yfir
tvö hundruð sjúkdómum, allt frá
ofnæmi til höfuðæxlis, þá er
augljós vandinn við greiningu, en
allt of oft eru manneskju, sem
kvartar vegna þrálats höfuðverkj-
ar, gefin svokölluð mígren-lyf er
gera ef til vill meira ógagn en
gagn auk alls þess kostnaðar sem
leit milli lækna kostar, — þjáð
maneskja heldur endalaust áfram
að leita eftir hjálp vegna þraut-
anna sem hefta líf hennar, —
tapaðar vinnustundir og atvinnu-
missir, og ómæld óhamingja
vegna þess að ekki er unnt að lifa
eðlilegu lífi, og ofan á allt annað;
fordómar. — Mígrensamtökin eru
opin öllum höfuðveikisjúklingum
og styrktarmeðlimum og eru
landssamtök.
Meðal annarra ástæðna fyrir
kasti er streita, kuldi, hitabrigði,
sterk lykt, birta, of hár blóðþrýst-
ingur, mataræði, tilhlökkun,
hræðsla o.s.frv. o.s.frv. sem reynd-
ar er erfitt að komast hjá þegar
maður er manneskja, en með
réttum lifnaðarháttum og fræðslu
má draga úr og forðast; — margar
leiðir eru til er lofa góðu, t.d. rétt
öndun og slökun geta gert gæfu-
mun og dregið úr köstunum. —
Mígren virðist herja meir á konur
en karla og mun þar vera oft um
hormónatruflanir að ræða. Oftast
ber á sjúkdómnum á árunum frá
15—50 ára, en ekki er óalgengt að
börn þjáist og einnig gamalt fólk.
Félagið hefur gefið út fræðslu-
it, Fréttabréf Mígrensamtakanna,
þar sem meiriparturinn eru þýdd-
ar erlendar fræðslugreinar varð-
andi heilsufar okkar og greinar
eftir innlenda heilbrigðisstarfs-