Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 vlfp MOBöJK/.. v KArriNu v r® GRANI GÖSLARI Ég veit ekki hvað ég á að gera. — Ilann verður latari og latari með hverjum deginum? Fyljfdarmaður yðar mun vera tilhúinn til fararinnar um leið or leitin að honum hefur borið árangur. Ég Ket ekki matbúið eins ok hún mamma þín, en drukkið Ket ég eins og hann pabbi þinn! Svolítið hissa og svolítið sár Svar við bréfi Sigríðar Sveinsdóttur 6. sept. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Vörnin var góð í spili dálksins. En sagnhafi kom ekki auga á möguleika, sem hefði breytt úr- siitum spilsins honum í hag. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. Á H. G852 T. DG6 L. ÁD1084 Vestur S. K62 H. 963 T. K107542 L. 6 Austur S. 4 H. ÁD1074 T. Á983 L. K93 Suður S. DG1098753 H. K T. - L. G752 Norður opnaði á 1 laufi, austur sagði 1 hjarta og suður stökk í 4 spaða. Þrjú pöss fylgdu og vestur spilaði út laufsexi. Sagnhafi þóttist viss um, að laufsexið væri einspil og hugðist gera ráðstafanir til að vestur fengi ekki að trompa. Hann tók með laufás, trompás, trompaði tígul heima og spilaði trompsjöu. En vestur lét ekki plata sig, hoppaði upp með kónginn og austur kallaði með hjartasjöu. Vestur spilaði þá hjarta á ásinn og því fylgdi laufkóngur og lauf á tromp, einn niður. Hofuðmálið var að sjá til þess, að austur kæmist ekki að fyrr en búið var að ná trompum vesturs. Þetta mátti gera með því að nýta tígla blinds. Eftir laufásinn í fyrsta slag er best að spila tígul- drottningunni frá blindum. Láti austur þá lágt, hendir suður hjartakóngnum og vestur fær slaginn Hann getur ekkert gert, því húið er að rjúfa samband hans við makker. Og við fyrstu hentug- leika tekur suður á trompás, trompar tígul eða hjarta og rekur út trompkónginn með öryggi. En af austur leggur á þegar tíguldrottningunni er spilað frá blindum. þá trompar suður og spilar trompi á ásinn. Næst spilar hann tígulgosanum og eins og áður var lýst lætur hann hjarta- kónginn af hendinni. Sama staða verður uppi og andstæðingarnir fá bara 3 slagi. COSPER PIB FM«I« C03PER Ég hef aldrei getað skilið hve Michelangelo var lengi að skreyta Sixtinsku kapelluna! Hjördis Birgisdóttir skrifar: „Þegar ég las bréf Sigríðar Sveinsdóttur í Velvakanda 6. sept. sl. varð ég bæði svolítið hissa og svolítið sár. Hissa á að fullorðin manneskja skuli geta látið sér detta annað eins í hug og að leggja til að táragasi verði beitt á drukkna unglinga. Svolítið sár af því að ég kenni í brjósti um manneskju með slíkt hugarfar og meðbræður hennar. Alhæfingar Það er athyglisvert að sjá hvernig S. Sv. byrjar bréf sitt með alhæfingum eins og að unglingar séu: 1. óskammfeilnir, 2. verstu óþokkar. Einnig tók ég eftir öðru sem sýndi töluverða þröngsýni og það sem maður kallar einfaldlega heimsku. Tek ég mér hér með það bessaleyfi að vitna í bréf S.Sv. og skrifar hún á þann veg: „En mér, og ég held flestum, finnst nú vera tími til að eitthvað reglulega raunhæft verði gert í þessum málum, svo að þessi lýður komist ekki upp með áframhaldandi skrílslæti ... Finnst mér ekki úr vegi að fá einn eða tvo bíla úr slökkviliði borgarinnr og bleyta rækilega í lýðnum." • „Eitthvað reglu- lega raunhæft“? Þetta er það sem hún kallar „reglulega raunhæft" til lausnar vandanum, en ég held að hún sé aðeins að fara fram á að vanda- málunum verði bægt frá um stundarsakir. Ég sé svo sem fyrir mér viðbrögð unglinganna ef kom- ið væri með slökkvibíla niður í bæ eða beitt yrði táragasi á þá. • Félagsmiðstöðvar eina lausnin Því miður verð ég að tilkynna S. Sv. að þetta er engin lausn. Það sem þarf til eru fleiri félagsmið- stöðvar í borginni, ekki endilega í sambandi við skólana, en sam- komustaði, þar sem unglingar geta „sýnt sig og séð aðra“, eins og maður segir. Því hver vill ekki hitta fólk? • Sama yrði hjá fullorðnum Tökum dæmi: Ef engir skemmtistaðir eða samkomuhús Framleiðsla hafin á sérstakri gerð björgunarneta NÝLEGA hefur Markús B. Þorgeirsson kynnt og hafið framleiðslu á sér- stakri gerð björgunar- neta. Net þessi eru ÍVi til 2 metrar á lengd og einn metri á breidd, en þó eru þau framleidd í fleiri stærðum. Sérstök flotholt eru meðfram sitt hvorri hliðinni. Flotmajín net- anna mun vera á við hjörKunarhring að venju- lejcri gerð. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri Ríkis- ins hefur mælt með notk- un þessara neta um borð í skipum og telur þau vera hentug í ýmsum tilfellum, eins og, til dæmis, þegar maður dettur fyrir borð og við fleiri aðstæður. Alls munu um 30 ís- lensk skip tekið þessi net um borð, þar á meðal Akraborgin og Herjólfur, en notkun þeirra hefur ekki verið lögfest. Stærð þessara neta er ekki meiri en svo að koma má þeim fyrir í innkaupapoka af venjulegri gerð. Auk þess- ara nota má nota net þessi sem sjúkrabörur því sérstök bönd eru á horn- um þeirra. Markús B. Þorgeirssun við hliðina á einu neta sinna á sérstakri kynningu sem haldin var i húsi Slysavarnarfélags íslands fyrir skömmu. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.