Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 23 • Torfa Hermannssyni, miklum völ- undi. Þó heyskapartíð stæði yfir greip Jón til hnífsins og skar út fagurlega boga grátanna fyrir altari kirkjunnar, einnig útskurð á sætisbríkum. Minna þessi verk hans nokkuð á handaverk Guð- mundar Jónssonar myndskera frá Mosdal, en þeir voru hálfbræður. Guðmundur skar út húnana á uppistöðum stólpa grátanna. — Þeir bræður mætast þar í verkum sínum fyrir litlu Sæbólskirkjuna, og fegra hana. Eftir vígslu kirkjunnar og ör- stutt nám, tók Jón við orgelleik í kirkjunni, við messugerðir í yfir 40 ár. Hann sagði við mig, — að hefði hann ungur numið tónfræði, eins og hugur hans stóð til, hefði hann líklega náð meiri leikni í starfinu. En fjármunir lágu þá eigi á lausu til að eignast orgel og för til náms. Þau hjón Jón og Halldóra Guð- mundsdóttir, refaskytta frá Brekku, giftu sig 1927 og byrjuðu búskap á Sæbóli 1929, en bjuggu fyrstu 2 ár á Brekku hjá foreldr- um hennar. — Halldóra var myndarstúlka í föðurgarði — margæfð frá bernskuheimili sínu við öll búnaðarstörf úti og inni, enda elst dætra þeirra barnmörgu hjóna á Brekku, Guðrúnar Magn- úsdóttur og Guðmundar, refa- skyttu, — bæði borgfirskrar ætt- ar. Þau hjón, Halldóra og Jón, voru samhent um allt, — einnig með störf fyrir kirkjuna. — Hún fylgdi honum eftir, þá hann fór til kirkju að æfa sönglög, og þá söng hún með honum. — Hann sagði því oft, við hana: — „Dóra mín, komdu nú með mér til kirkju, til að æfa lög. — Ég get ekki farið, nema þú komir með mér.“ Hér sést og finnst, hvað sam- taka vilji og festa getur áorkað við þau verkefni, er gera skal. Þá gerast hlutirnir, með farsæld. — Það var þeirra hjónanna vilji og verk, að kirkjuhúsið yrði hreint og hlur.ir hennar þess og hreinir. — Tréspelagirðingu umhverfis graf- reitinn vann hann með tengda- bróður sínum, Helga frá Brekku, og máluðu þeir hana hvíta, svo fagurt var heim til kirkju að líta. — Það mun vera hans síðasta unna verk fyrir dalabyggðina sína, að koma frá Flateyri, og endur- mála girðinguna um grafreit kirkjunnar og slá hann með orfi. Þegar Vorblómsfélagið gekkst fyrir byggingu samkomuhúss hér á Ingjaldssandi, átti Jón flestar gjafavinnustundir við byggingu þess. — í því byggingasamstarfi, varð ég oft glaður við að sjá Jón koma fram veginn frá Sæbóli — með hamar og sög í hendi, sem minntu á áhugamál hins hógværa félaga til samstarfsins við hús- bygginguna. — Engin orð, bara fara að vinna. — Það var gott að vinna með Jóni, hvað sem var, eins og fyrr segir, í fiskiróðri eða verslunarferðum til Flateyrar með okkur Sandmenn. — Ferðir, sem við erum alltaf þakklátir fyrir, — ferðir sem alltaf lánuðust vel, þótt stundum risu boðar og brotbárur yrðu við sandinn í Sæbólsvör. Við Jón áttum nokkra samleið í barnaskólanum, hann við söng- kennslu. Fór vel á með okkur. — Jón var bóndi í 40 ár. — Það starf sem annað lék honum vel. — Glöggur og ágætur fjárhirðir, enda mikill dýravinur, og þá barnavinur og barngóður. „Nú ert þú að fara á Flateyri, í kaupstað í fyrsta sinn. — Fyrir hvað ætlar þú að kaupa? — Hana, — kauptu fyrir þetta," og rétti lítilli 10 ára dóttur minni 10 króna seðil á bryggjunni á Flateyri 1942. Á þetta minntist hún sl. sumar, er hún kom heim frá Noregi. Hún spurði mig um gamla fólkið heima og bað að heilsa því, þar á meðal Jóni Jónssyni. — Eflaust myndu fleiri börn geta vottað Jóni líka velvild hans og gjafmildi. Jón var einn af stofnendum bændafélagsins Einingar á Ingj- aldssandi, er hafði að markmiði sölu garðávaxta, ræktun og vega- mál. — Félagið eignaðist jarðýtu, er gerði veg yfir Sandsheiði, og kom þannig Ingjaldssandi í vega- samband við aðrar sveitir. — Jón var áhugasamur, um þetta starf Einingarfélagsins, og það sýna fundargerðir hans fyllilega hvað var að gerast. — Jón naut þess sem aðrir að sjá og fara á nýgerðum ýtuvegi yfir Sandsheiði, sem góðir drengir Einingarfélags- ins ruddu, og brutu þannig mesta þröskuidinn í einangrun Ingj- aldssandsins. — Þau hjón, Jón og Halldóra, áttu engin börn, en mörg börn dvöldu langtímum á heimili þeirra. Finnur Þorláksson, systursonur hennar, varð þeirra fóstursonur, einnig Ólöf Jónsdótt- ir, nú gift í Kópavogi og Jóhann Ragnarsson bóndi í Húnavatns- sýslu, mega heita fósturbörn þeirra að miklu leyti. Sum dvalar- börn þeirra dvöldu hjá þeim vetr- arlangt, svo sem bróðursynir mín- ir frá ísafirði, Þröstur og Högni. Sum lærðu að lesa og skrifa. Þau voru bæði lagin við börn og kennslu, engu síður hún. Jón var einn af Núpsskólanem- endum séra Sigtryggs, er mun hafa fundið sönghneigð hans sem prestur safnaðarins, og hvatt hann til söngstarfa í kirkjunni. Það starf þakkar allur söfnuður- inn þeim hjónum báðum. Seinustu tvö til þrjú árin fór heilsa Jóns þverrandi. Dánardag- ur hans var 29. júlí sl. Ég hitti hann.fyrir ári síðan og við rædd- um lengi dags farinn veg og fundum gleðigeisla frá fornu sam- starfi, birtast okkur, fundum einnig ljómann af því óorðna handan við haf, á vegum guðs. Á kveðjustund, leitaði hann eftir hendi minni, tók í hana og sagði: Þakka þér samfylgdina. Guð blessi þig og varðveiti. Nú kveð ég hann með þökk til hans, konu hans og fósturbarna, með orðum hans: Fari vel frændi minn og vinur. Guð varðveiti hann og blessi, og gefi honum himnafrið. Guðmundur Bernharðsson, frá Ástúni. Valgerður Ólafs- dóttir Minningarorð í dag, miðvikudaginn 10. sept- 'ember, er til moldar borin Val- gerður Ólafsdóttir, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Valgerður var fædd 25. febrúar 1899, að Arnarfelli í Þingvalla- sveit, foreldrar hennar vor.u hjón- in Magnea Bjarnadóttir ljósmóðir og Ólafur Halldórsson. Valgerður var tvígift, seinni maður hennar er Helgi Jónsson. Valgerður eignaðist 2 syni, Ólaf og Magnús Hauk, og eina dóttur, Þórunni. Magnús Hauk missti hún fyrir tveimur árum, son hans, Valgeir, ólu þau hjón upp að mestu. Sjö voru barnabörnin, og voru þau henni mjög kær. Valla frænka var einstæður persónuleiki, hrókur alls fagnaðar en þó svo einstaklega viðkvæm, sem sést svo oft í ljóðum hennar, en hún var vei hagmælt, og vitnum við hér í eitt þeirra. Ég læt ekki sorgina hefta minn hag, það er hátíð og vorsólin skín. Ég er gleðinnar barn, þótt ég gráti í dag, því að gleðin er vöggugjöf mín. Það voru gleðistundir fyrir okkur, að heimsækja Völlu og Helga á þeirra yndislega heimili, þau áttu einstakt safn listaverka og kynntu okkur verkin og lista- mennina. Þann listaáhuga, sem við höfum, hafa þau hjónin glætt verulega. Valgerður unni Þingvallasveit mjög og orti hún yndisleg kvæði um minningar sínar þaðan, eins um barnabörnin sín, en unun var á að hlýða, er hún fór með ljóðin sín, er hún kom á heimili okkar í heimsóknir, en það voru sannkall- aðir gleðidagar. En allir dagar eiga sér kvöld, Valla frænka hefur kvatt þennan heim. Með virðigu og trega segjum við: Friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Éftirlifandi manni hennar, Helga Jónssyni, sem alla tíð hefur reynst henni frábærlega vel, börnum hennar og barnabörn- um, biðjum við blessunar guðs um ókomna framtíð. Magnea, Jóna. Rúna. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17192-17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.