Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 SlKfí Hitamælar Vesturgötu 16, sími 13280. KIENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. Sjónvarp kl. 21.30: Heimtir úr helju 4. þáttur myndaflokksins Helförin (Holocaust) Á DAGSKRÁ sjónvarps kl. 21.30 er 4. þáttur myndaflokksins Helförin (Holocaust) og nefnist hann Heimtir úr helju. Þýðandi texta er Kristmann Eiðsson. Ofsóknir nasistanna verða æ glórulausari. Þúsundir Gyðinga enda líf sitt í gasklefunum í Auschwitz á degi hverjum. Að- eins 50 þús. af mörgum hundruð- um þúsunda eru eftir í gyðinga- hverfinu í Varsjá. Uppreisn er gerð undir stjórn Móse Weiss. Þjóðverjar reyna árangurs- laust að pína listamennina, Karl og samfanga hans, til sagna. Þegar þeir hafa gengið af tveim- ur þeirra dauðum, er ákveðið að senda Karl til Auschwitz. Hann kveður Ingu og þykist viss um endalokin. Rudi og Helena berjast áfram með skæruliðum Gyðinga í Rússlandi. Dorf gengur ötullega fram í að auka afköst morðsveitanna. Hann fer fram á það við Kalten- brunner að vera færður til Berl- ínar vegna veikinda konu sinnar, en yfirmaður hans er ósveigjan- legur og segir honum fyrir bestu að gæta þess að vel lifi í ofnunum í Póllandi og Rúss- landi. Sjónvarp kl. 23.20: Umræðuþáttur um Helförina Á DAGSKRÁ sjónvarps kl. 23.20 er umræðuþáttur undir stjórn Ögmundar Jónassonar frétta- manns. Rætt verður um banda- ríska myndaflokkinn Helförina, tímabilið sem myndin fjallar um og efni hennar í víðari samhengi, — Ég fæ til þessara umræðna fjóra menn, sagði Ögmundur, — þá Gísla Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðing, sem sérstaklega hefur kynnt sér þýska sögu; Stefán Edelstein skólastjóra, sem fluttist frá Þýskalandi skömmu fyrir stríð; Ottó A. Michelsen, sem dvaldist um tíma í Þýskalandi á stríðsárunum, og Þóri Kr. Þórðarson, prófessor í guðfræðideild Háskóla íslands. „Milli himins og jarðar“ kl. 22.35 Á dagskrá hljóðvarps 22.35 er þátturinn „MiIIi himins og jarðar“ í umsjá Ara Trausta Guðmundssonar. í þessum þætti, sem er hinn fjórði í röðinni um sama efni, verður fjallað um sólirnar i vetrar- brautinni, geimþokur og rætt um líf utan jarðarinnar. — Nú bregðum við okkur í ferð út úr okkar sólkerfi og skoðum hinar sólirnar í Vetrar- brautinni. Þær eru af ýmsum Ari Trausti Guðmundsson. Er líf utan jarðarinnar? gerðum, bæði eins og okkar sól, minni — þar sem hver efnisein- ing getur vegið hundruð þúsunda tonna þó að hún sé ekki stærri en örfáir rúmsentimetrar en þessar sólir hafa „hrunið saman" sem kallað er — og margfalt stærri sólir, sem eru að sama skapi léttari í sér. Þá munum við skoða innbyrðis tengsl milli sólna, en komið hefur í ljós að þau eru fyrir hendi, sólirnar eru aðeins á mismunandi þróunar- stigi. Geimþokur verða og til um- fjöllunar hjá okkur en þessi fyrirbæri geimsins eru risastórir efnismassar sem myndaðir eru af lofttegundum og geimryki og eru margfalt stærri en sólkerfi okkar. Loks verður rætt frekar um líkur á lífi í alheimi utan jarðar. Ólafur Steinn Pálsson nemi í Menntaskólanum við Sund, fræðir okkur um þetta efni, en hann hefur mjög lagt stund á að kynna sér það. ; Og svo vil ég minna hlustend- ur á að þeim gefst kostur á að leggja fram spurningar og senda þættinum í pósthólf Ríkisút- varpsins nr. 120. Þeim verður svarað í 7. þætti, sem bætt verður við, ef einhverjar spurn- ingar berast. WIKA Þrýstimælar Allar staerðir og gerðir. ■Le_L SöyirOaMuigjiyiir Vesturgötu 16, sími 13280 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Útvarp Reykjavík yHIÐMIKUDKGUR 10. september MORGUNINN_____________________ 7. 00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kolur og Kolskeggur“ eft- ir Barböru Sieigh. Ragnar Þorsteinsson þýddi. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir les (22). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónieikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutóniist: Frá tón- listarhátiðinni i Dubrovnik 1979 Joachim Dalitz leikur orgelverk eftir Bach; a. „Heill sé þér, Jesú kæri“ sálmpartíta i g-moll. b. Tokkata og fúga í d- moll. c. Sónata nr. 3 í d-moll. 11.00 Morguntónleikar Fílharmoníusveitin i Brno leikur Polka og dansa eftir Bedrich Smetana; Frantis- ek Jílek stj./Sinfóní- uhljómsveitin i Minneapolis leikur _Ameríkumann i París“, hljómsveitarverk eftir George Gershwin; Ant- al Dorati stj./Luciano Pav- arotti syngur aríur úr óper- um eftir Gounod, Verdi o.fl. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum þ.á m. Iétt- klassísk. SÍÐDEGID 14.30 Miðdegissagan: _Móri“ eftir Einar H. Kvaran Ævar R. Kvaran les (3). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Reykjavíkur Ensemble leik- ur Þrjú íslenzk þjóðlög i útsetningu Jóns Ásgeirs- sonar/Felicja Blumental og Sinfóníuhljómsveitin i Salzburg leika Pianókon- sert nr. 2 í c-moll eftir Giovanni Platti; Theodore 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kate Bush Tónlistarþáttur með cnsku söngkonunni Kate Bush. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.05 Klerkarnir í íran Bresk heimildamynd. Klerkastéttin í íran. heíur löngum verið voldug, og enn virðast völd hennar og áhrif fara vaxandi. Þýðandi og þulur Þórhall- ur Guttormsson. 21.30 Helförin Fjórði og siðasti þáttur: Heimtir úr helju Efni þriðja þáttar: Karl Weiss er sendur til sérstakra fangabúða, sem Þjóðverjar sýna fulltrúum Guschlbauer stj./Fílharm- oniusveitin i Vin leikur Sin- fóniu nr. 5 i e-moll op. 95 „Frá nýja heiminum" eftir Antonin Dvorák; Istvan Kertesz stj. 17.20 Litli barnatiminn Stjórnandinn, Sigrún Björg Ingþórsdóttir, talar um skólann og skólagönguna. Tveir krakkar koma i heim- sókn og leika leikrit. Þau heita Svavar Jóhannsson (8 ára) og Maria Kristin Björnsdóttir (10 ára). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDID____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá Rauða krossins og hlut- lausra ríkja. Erik Dorf þykja gyðinga- morðin ganga of hægt og lætur bæta tækjabúnaðinn í Auschwitz. Kaltenbrunner, eftirmaður Heydrichs sýnir Dorf and- þýskar áróðursmyndir, sem Karl og samfangar hans hafa gert. og lista- mönnunum er harðlega rcfsað. Þýska herstjórnin i Varsjá fyrirskipar, að sex þúsund- ir manna skuli dag hvern fluttar úr gyðingahverfinu til nýrra heimkynna. Gyð- ingarnir komast brátt að því, að flutningalestirnar halda til Auschwitz og Treblinka. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.20 Umræður um „Helför- ina“ 00.00 Dagskrárlok. kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Samleikur i útvarpssal Helga Þórarinsdóttir og Anne Taffel leika á víólu og pianó. a. Sónata nr. 3 i g-moll eftir Johann Sebastian Bach. b. Ævintýramyndir“ eftir Robert Schumann. 20.00 Hvað er að frétta? Umsjónarmenn: Bjarni P. Magnússon og ólafur Jó- hannsson. 20.30 „Misræmur“ Tónlistarþáttur i umsjá Ástráðs Haraldssonar og Þorvarðs Árnasonar. 21.10 „Maður í myrkri“, smá- saga eftir Sigrúnu Schneid- er Höfundur les. 21.30 Óbó-kvartett í F-dúr (K370) eftir Mozart Ándré Lardrot leikur á óbó, Willi Boskovsky á fiðlu, Wilhelm Hlibner á víólu og Robert Scheiwein á selló. 21.45 Útvarpssagan: „Hamr- aðu járnið“ eftir Saul Bell- ow Árni Blandon les þýðingu sina (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Milli himins og jarðar“ Fjórði þáttur: Fjallað er um sólirnar í vetrarbrautinni, geimþokur og rætt um líf utan jarðarinnar. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 23.10 Kvöldtónleikar: Sinfóníu- hljómsveit tslands leikur Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Pólonesa og vals eftir Tsjaíkovský. b. „L’Arlesienne“, svíta eft- ir Bizet. c. „Blómavalsinn“ eftir Tsjaikovský. S 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM MIÐVIKUDAGUR 10. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.