Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2M«r0unbtabib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JM«r0unbInbib MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 Tilmæli Alþýðusambands Islands: Félögin afli sér verk- fallsheimildar strax ELDUR kom upp í gomlum hjól- borðum í porti Vita- ok hafna- málastofnunarinnar við SeljavrK i Reykjavik klukkan rúmleKa hálfsex i KardaK. Logaði mikill eldur i dekkjunum þegar slökkvi- liðið kom á vettvanjt ok svartur reykur stei« hátt til himins. Slökkvistarf gekk vel en skemmdir urðu á dekkjunum ok nálægri girðingu. Ljosm. Mbl. JúliuH. Miklar deilur innan ASI um kröfur um skattalækkanir og umbætur í lífeyrismálum fjallað um, að „peningalauna- hækkanir" brynnu upp í óðaverð- bólgu og stöðugu gengissigi og því yrði að sækja varanlegar kjarabætur annars staðar frá. Var þess krafizt, að forysta ASÍ hefði þegar viðræður við stjórn- völd um lækkun skatta á lág- launafólki og að krafizt yrði sérstaks skattafsláttar, sem kæmi til greiðslu á þessu ári, sem næmi hækkun á greiðslubyrði beinna skatta. Væri hér um að ræða um 6 milljarða króna. Ennfremur, að ríkisstjórnin tryggði launþegum sömu lífeyris- kjör og opinberir starfsmenn nytu. Tillagan hlaut ekki hljóm- grunn og var vísað til 14-manna nefndar ASI. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra: Ríkið á að veita Atlantshafs- flugi stuðning í reynslutíma ALÞÝÐUSAMBAND íslands. 13ja manna nefnd samhandsins, samþykkti 1 gaT. að láta þau boð út ganga til allra aðildarfé- laga ASÍ. að þau. sem enn hafi ekki aflað sér verkfallsheimild- ar. geri það þegar í stað. I>að er skoðun nefndarinnar, að ekki megi dragast lengi. að verkfalls- vopninu verði beitt af fullri hórku — verði engin breyting á afstöðu Vinnuveitendasam- bands íslands. Nefndin sat í gær á alllöngum fundi og fjallaði um þessi mál. Fundurinn var haldinn í Borgar- túni 22, þar seni sáttasemjara- embætti ríkisins er til húsa. Sáttasemjari og sáttanefnd hafa boðað viðræðuaðila á sinn fund árdegis í dag, en eins og kunnugt er slitnaði upp úr viðræðum rétt fyrir síðastliðin mánaðamót. Allmörg félög hafa þegar aflað sér verkfallsheimildar, en að sögn Hauks Más Haraldssonar blaðafulltrúa ASÍ tilkynna aðild- arfélögin ekki sérstaklega slíkt til Alþýðusambandsins. Þó er Morgunblaðinu kunnugt um að meðal þeirra félaga, sem aflað hafa sér heimildar, eru Vaka í Siglufirði, Iðja í Reykjavík, málmiðnaðarfélögin, prentiðn- aðarfélögin, Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri og Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykja- vík. Fundur nefndarinnar stóð óvenju lengi. Astæður þess voru, að miklar deilur urðu á fundin- um um tillögugerð, sem nokkrir forystumenn stærstu verkalýðs- félaga stóðu að, utan forystu Dagsbrúnar. í tillögunni var m.a. RÍKISSTJDRNIN samþykkti í K»‘r bráðabirKðaverð á nauta- kjöti. sem sexmannanefndin hafði náð samkomulaKÍ um. Hækkunin er á bilinu 12,5— ÍS.S*?-. Hið nýja verð tekur Kildi í daK. Samkvæmt upplýsingum Fram- „ÞAÐ ER mín niðurstaða. að ríkið eigi að gera töluvert til þess að Atlanthafsfluginu megi halda áfram.“ sagði Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra í samtali við Mbl. í gær, en á rikisstjórnarfundi i gærmorgun lagði Steingrimur fram tillögur sínar varðandi aðstoð rikisins við Flugleiðir ok hlut þess til styrkt- ar áframhaldandi Atlantshafs- flugi. leiðsluráðs landbúnaðarins kostar holdanautakjöt í 1. verðflokxi 3090 krónur í heilum og hálfum skrokk- um. Kjöt af framhluta kostar 2322 krónur hvert kíló en dýrasta kjötið, þ.e. hryggstykki, kostar 6551 krónur hvert kíló eftir liækk- unina. Steingrímur sagði, að tillögur hans hefðu verið ræddar mjög ítarlega á ríkisstjórnarfundinum í gær og yrði málið aftur rætt á fimmtudaginn. Mbl. spurði Stein- grím, hvort íslenzka ríkisstjórnin væri reiðubúin til að leggja fram fjármagn og aðstoð til áframhald- andi Atlantshafsflugs. „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess ennþá,“ svaraði Steingrímur. „En ég hef óskað eftir því að menn gerðu upp hug sinn í málinu, þannig að okkar afstaða sé klár fyrir viðræður mínar og samgönguráðherra Lux- emburg í næstu viku.“ Mbl. spurði Steingrím, hvert framlag islenzka ríkisins þyrfti að vera til þess að Atlantshafsfluginu yrði haldið áfram, en hann sagði það ekki liggja ljóst fyrir. Þó væri Ijóst, að fleira þyrfti til að koma en niðurfelling á lendingargjöldum og að aðstaða Flugleiða á Keflavíkurflugvelli yrði félaginu að kostnaðarlausu. „Flugið er orðið svo stór og margþætt atvinnugrein hjá okkur umfram það flug, sem við sjálfir nauðsynlega þurfum, að það hefði vægast sagt mjög alvarlegar afleið- ingar á mörgum sviðum, ef Atlants- hafsflugið legðist alveg niður. Því tel ég mjög verjandi að gefa því einhvern reynslutíma," sagði Steingrímur. Hann sagði ríkið nú eiga 6% í Flugleiðum og það gæti verið spurning, hvort ríkið ætti að eignast „eitthvað örlítið meira. Ekki til að koma inn í félagið sem afgerandi rekstraraðili, heldur frek- ar sem einhvers konar áhrifa- eða samningsaðili. Ríkið á ekki að taka að sér þennan rekstur. Hann á áfram að vera í höndum einstakl- inga,“ sagði Steingrímur. Mbl. spurði Steingrím, hvert yrði þá umræðuefnið í viðræðum hans við stjórnvöld í Luxemburg í næstu viku. „Það fer að sjálfsögðu eftir því, hvaða ákvörðun ríkisstjórnin tekur,“ svaraði Steingrímur. „En það liggur beint við að kanna til þrautar, hvort einhver von sé í sameiginlegum flugrekstri, eins og rætt var um í vor, þótt mér skiljist að Luxair hafi hafnað honum og að það hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda í Luxemburg, að Luxair yrði með. Ef þessi möguleiki er úr sögunni, þá er það spurningin, hvort með sameiginlegum stuðningi ríkis- stjórnanna beggja megi með ein- hverjum hætti tryggja áframhald- andi flug yfir Atlantshafið í ein- hvern ákveðinn reynslutíma." Rússar á A ferð undan Nautakjöt hækkar í dag • • Orn 0. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða: „Stefna Alþýðubandalags- ins að koma félaginu á kné“ ÖRN O. JOHNSON. stjórnar- formaóur FluglHóa. segir m.a. í viðtali virt Mbl., sem birtist á miósíóu hlaösins. aö Flugleióa- menn hafi haft fregnir af því, að þaö sé stefna Alþýðubanda- lagsins. eöa a.m.k. aðila innan þess, að reyna að koma félag- inu á kné og í kjölfar þess krefjast þjóðnýtingar flugs- ins. Örn segir athurði síðustu daga renna fyllilega stoðum undir þessar fréttir. I viðtalinu vísar Örn á bug öllum ásökunum, sem komið hafa fram í viðtölum við Baldur Óskarsson, eftirlitsmann fjár- málaráðherra með fjárhags- legum skuldbindingum Flug- leiða, og Ólaf Ragnar Grímsson, alþingismann, í fjölmiðlum að undanförnu. í ásökunum þeirra félaga hefur m.a. komið fram, að skýrsla Flugleiða um fjárhags- lega stöðu fyrirtækisins og rekstraráætlun, sem send var ráðherrum og eftirlitsmönnum ríkisins á sunnudag sé fölsk og ómerkileg. Þeir halda því fram að eignamatið í skýrslunni sé rangt og rekstraráætlunin standist ekki. Þá fer Örn mjög hörðum orðum um vinnubrögð frétta- stofu útvarps um málefni Flug- leiða að undanförnu og segir að þar hafi miklar missagnir og ósannindi komið fram. Sjá nánar viðtal við örn O. Johnson á miðsiðu. Stokksnesi RÚSSNESKT rannsóknar- skip sást í gær á ha*í?ri ferð 30—40 sjómílur undan Stokksnesi, en þar hefur handaríska varnarliðið rat- sjárstoð sem kunnugt er. Guðmundur Kjærnested, skipherra hjá Landhelgis- gæzlunni sagði, að það væri nokkuð algengt að rússnesk skip héldu sig á þessum slóð- um. Svæðið virtist einhverra hluta vegna vekja vísinda- legan áhuga Rússa og hvaðst Guðmundur ekki kunna á því skýringu. Hins vegar fiskuðu Færeyingar talsvert af löngu og keilu einmitt á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.