Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
19
BÍ ályktar
um sjón-
varpsmálið
MORGUNBLAÐINU barst í gær
cftirfarandi ályktun. sem stjórn
Blaóamannafélags íslands gerði
á fundi sinum i gær:
Stjórn Blaðamannafélags Is-
lands lýsir furðu sinni á fram-
komu forráðamanna Knatt-
spyrnusambands íslands, mið-
vikudaginn 3. september, er þeir
reyndu að hindra eðlilega frétta-
öflun sjónvarps á landsleik Is-
lands og Sovétríkjanna. Er þetta
gróft brot á viðteknum venjum,
innanlands og utan, varðandi
fréttaöflun á íþróttamótum.
Stjórn BÍ treystir því, að slíkir
atburðir endurtaki sig ekki.
Helmingur
flotans kominn
á loðnumiðin
LOÐNUVERTÍÐIN hefur farið
heldur rólega af stað og reyndar
er ekki óvenjulegt að litið fáist af
loðnu um þetta leyti árs. Fyrsta
skipið. sem tilkynnti um afla, var
Sæbjörg VE, sem landaði um 500
tonnum á Siglufirði. í gær til-
kynntu siðan tvö skip um afla til
Loðnunefndar, Ljósfari 570 lestir
og Helga II 540 lestir. Ljósfari er
væntanlegur til Raufarhafnar i
dag og Helga til Siglufjarðar.
Að sögn Andrésar Finnbogason-
ar hjá Loðnunefnd hefur verið
ágætt veður á miðunum síðan á
mánudag. Hins vegar stendur
loðnan djúpt og erfitt er að eiga
við hana. 26 skip, eða helmingur
þeirra skipa sem heimild hafa til
loðnuveiða, eru nú komin á miðin
og voru mörg þeirra komin með
talsverðan afla í gær.
Eltingaleik-
ur við 16 ára
ökumann
á Akureyri
Akureyri, 8. september.
AKUREYRARLÖGREGLAN átti
i hörðum eltingaleik við ungan
okumann aðafaranótt sunnudags
og lauk honum með þvi að tveir
bilar stórskemmdust.
Lögreglumenn urðu þess varir
um þrjúleytið um nóttina, að 16 ára
piltur var tekinn að aka bíl um
götur bæjarins. Hann hafði tekið
bíl bróður síns traustataki og
hugðist fá sér ökusprett. Ekki
sinnti hann margendurteknum
stöðvunarmerkjum lögreglunnar,
heldur slökkti ökuljósin og jók
hraðann. Brátt veittu þrír lög-
reglubílar honum eftirför um íbúð-
arhverfi norðan Glerár og á Brekk-
unum, en lengi vel slapp piltur.
Þegar eltingaleikurinn hafði
staðið í um 20 mínútur ætlaði
ökumaður að komast undan á auðu
svæði í Lundahverfi, en þá tókst
ekki betur til en svo, að hann ók
beint á kyrrstæðan fólksbíl. Báðir
bílarnir stórskemmdust eða ónýtt-
ust en ökumaðurinn var handsam-
aður lítt eða ekki meiddur.
- Sv.P.
Þr jú skip
seldu ytra
KÓPUR GK seldi 74,8 lestir af
ísfiski í Fleetwood í gær fyrir 34,7
milljónir króna, meðalverð 464
krónur. Bjarni Benediktsson seldi
161,2 lestir í Cuxhaven fyrir 72,8
milljónir, meðalverð 454 krónur.
Sigurey seldi 104,8 lestir í Hull
fyrir 60,2 milljónir, meðalverð 574
krónur. í dag verður lokið við að
landa úr skuttogurunum.
Á FIMMTA þúsund börn eru
þessa dagana að hefja sina fyrstu
skólagöngu viðsvegar um landið.
Aðstaða margra þeirra er mjög
erfið þvi viða leynast hættur sem
6 eða 7 ára börnum eru ofviða. Á
þcssum aldri hafa börn ekki
öðlast nægilegan þroska til þess
að mcta rétt hraða og fjarlægðir,
hversu margir bilar eru á ferð
hverju sinni. bil milli þeirra eða
Umferðin:
ieiðí
KÓIAN
Hættutími skóla-
barna f er í hönd
hvaðan hljóð koma úr umferöinni.
bví reynir mjög á árvekni öku-
manna. Okkur hættir til þess að
gleyma þessum vandamálum
yngstu vegfarendanna.
Til þess að efla umferðaröryggi
þeirra nú við upphaf skólagöngu
hefur Umferðarráð í samvinnu við
skólayfirvöld sent öllum grunn-
skólum landsins foreldrabréfið „Á
LEIÐ í SKÓLANN". Þar er að
finna ýmsar upplýsingar og ráð-
leggingar ásamt spurningalista um
umferðaraðstæður hvers einstaks
nemanda. Mikilvægt er að foreldr-
ar allra þessara barna svari spurn-
ingunum og sendi svör sín til
skólans. í framhaldi af því geta
kennarar, betur en ella, lagt
áherslu á ýmis staðbundin vanda-
mál umferðarinnar. Þá er brýnt að
foreldrar ræði um umferðina við
börn sín, og styðjist við foreldra-
bréfið.
Umferðarráð mælist til þess að
allir leggist á eitt til þess að efla
umferðaröryggi yngstu vegfarend-
anna, og hver og einn sýni gott
fordæmi í umferðinni.
(Fréttatllkynning).
„Týndu milljarð-
arnir“ eru komn-
ir í leitirnar
- segir SÍF
í FORSÍÐUFRÉTT í Tímanum í
gær er því haldið fram að 10—12
milljarða munur sé á þvi verði
sem SÍF hefur gefið upp um
saltfisksölur til útlanda átta
fyrstu mánuöi ársins og því
verði, sem fram kemur i Hagtið-
indum. Spyr blaöið i hverju þessi
munur liggur.
Þar sem um háar upphæðir er
að ræða snéri Mbl. sér til Tómasar
Þorvaldssonar stjórnarformanns
SÍF og Friðriks Pálssonar fram-
kvæmdastjóra. Kváðust þeir í gær
hafa átt fund með blaðamanni
Tímans og skýrt þessi mál fyrir
honum og væru tölurnar nú komn-
ar í leitirnar.
Þeir Tómas og Friðrik sögðu að
það væri þrennt sem orsakaði
hinar röngu tölur í Tímanum. í
fyrsta lagi væri það gengið. Heild-
arútflutningurinn fyrstu 8 mánuði
ársins næmi um 100 milljónum
dollara og það samsvaraði um 50
milljörðum íslenskra króna á nú-
gildandi gengi, gróflega reiknað.
Ef hins vegar væri reiknað verð-
mæti hvers farms á gengi þess
tíma sem farmarnir greiðast, væri
heildarverðmætið lauslega reikn-
að um 47,5 milljarðar. I öðru lagi
væru allar tölur SÍF reiknaðar á
cif-verði, þ.e. farmarnir komnir á
ákvörðunarstað en í Hagtíðindum
væru farmarnir reiknaðir á fob-
verði, þ.e. farmarnir komnir um
borð í skip í íslenzkri höfn. Þarna
munaði því nokkrum milljörðum. í
þriðja lagi reiknaði Tíminn með 4
milljarða útflutningi í ágúst en
hann hefði reynst vera 7 milljarð-
ar.
— Þarna liggur munurinn,
sögðu þeir Tómas og Friðrik, og
eftir því sem við bezt vitum er
ekki lengur ágreiningur milli SÍF
og Tímans um útflutningsverð-
mætið.
TOYOTA la?,!°r™
v,-
Meö tækni, öryggi og afköst er Með verö fylgir
Toyota á undan öörum. Toyota á eftir.
mtoyota
NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI
SÍMI 44144