Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
3
„Mikilvægt
hugsa stórt
Bragi við eitt verka sinna.
Ljósmynd Mbl. RAX.
að þora að
í litlu landi“
Bragi Ásgeirsson
listmálari opnar
300 mynda sýningu
á Kjarvalsstöðum,
Heim augans
„ÞAÐ VERÐA um 300 mynd-
ir á þessari sýningu. um 200
myndverk og um 100 grafik-
myndir. vatnslitamyndir qg
teikningar,“ sagði Bragi Ás-
geirsson listmálari i samtali
við Mbl. í gær. þar sem hann
var í óða önn að hengja upp
myndir í öllum sölum Kjar-
valsstaða. en sýning hans
verður opnuð í dag og mun
hún standa fram yfir næstu
þrjár helgar. Þetta er yfir-
litssýning á verkum Braga
frá sl. 33 árum og liklega
stærsta einkasýning sem
haldin hefur verið á íslandi.
„Eg ér búinn að sprengja
þetta allt, kem ekki öllu fyrir,"
sagði Bragi, „og því verð ég að
geyma um 100 myndir sem eru
hér inni í húsinu. Reyndar eru
margar þeirra það litlar að
það er betur við hæfi að sýna
þær í umhverfi sem er minna í
sniðum.
Ég bjóst við að þetta yrði of
lítið, en reiknaði dæmið
skakkt. Með þessari sýningu er
ég að horfast í augu við
fortíðina og á fortíðinni byggir
maður framtíðina. Ég vona að
ég eigi eftir að mála af fullum
krafti í þrjátíu og þrjú ár í
viðbót, þetta eru engin enda-
mörk hjá mér, miklu fremur
miðbaugur, og ég hlakka til
þess að halda áfram, enda
fullur af starfskrafti og nýjum
hugmyndum. Kvíði engu og
iðrast einskis. Mönnum finnst
þetta stór sýning, en mér
finnst mikilvægt að þora að
hugsa stórt í litlu landi."
Bragi kvaðst eiga mest af
myndunum sjálfur, enda stæði
hann einn á bak við þessa
yfirlitssýningu sem væri
einkaframtak. Kvaðst hann
hafa .lent í tímahraki við
undirbúning „enda er þetta svo
mikið verk,“ sagði Bragi, „að
það jaðrar við vitfirringu.
Margir ágætir vinir mínir
hafa hjálpað mér að hengja
upp og góða aðstoð hef ég
fengið frá Myndlista- og hand-
íðaskólanum. Þetta virtist
ætla að ganga brösótt, en kom
svo allt í einu eins og segir:
Þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst og ég hef rúllað
áfram á bjartsýninni."
Bragi kvað töluvert af verk-
unum til sölu, en þó væru ekki
öll verka hans á söluskrá.
Kvaðst Bragi sérstaklega vilja
Kin a( myndum Braga íra 1953.
vekja athygli á því að hann
fann ekki gamla boðslista frá
stórum sýningum og varð að
styðjast við lánslista. „Það
vantar því mörg nöfn, sem ég
vildi bjóða, en ég hvet þá sem
hafa fengið kort frá mér áður
og alla þá sem hafa keypt af
mér myndir að koma óhikað á
opnun sýningarinnar."
Aðspurður um það hvað
hefði komið honum mest á
óvart við að sjá allar þessar
myndir uppi við, sagði Bragi:
„Mest kom mér á óvart að sjá
ekki þær myndir sem mig
langaði til að mála, en málaði
aldrei" — á.j.
Iscargo:
Stefna að farþegaflugi
til Hollands í desember
„VIÐ erum búnir að íá leyfið í hendur fyrir farþegaflug
til Ilollands og það breytir engu fyrir okkur þótt
Flugleiðir hefji nú flug á þessari leið, við höldum okkar
stefnu og munum heíja farþegaflug ásamt vöruflutning-
um fljótlega eftir 1. des. nk. en flugleyfið miðast við
þann dag,“ sagði Kristinn Finnbogason, forstjóri
Iscargo, í samtali við Mbl. í gær, en fyrr um daginn
hafði samgönguráðherra veitt umrætt flugleyfi til
Hollands.
„Við erum búnir að kanna
ýmsa möguleika í þessum efn-
um,“ sagði Kristinn, „en þetta
skýrist á næstu vikum hvaða leið
JNNLENT
við munum velja. Við erum nú
með tvær vélar í huga aðallega,
Electra C-188 sem tekur 98 far-
þega og er einnig byggð fyrir
vöruflutninga og hins vegar
Boeing 737 sem tekur álíka far-
þegafjölda. Það verður einnig
tilkynnt um það í næstu viku að
við ráðum sérstakan fram-
kvæmdastjóra til þess að annast
þessa hlið rekstursins og væntan-
lega þurfum við að ráða tvær
áhafnir, flugmenn og flugfreyj-
ur.“
Skipaður borgarf ógeti
FORSETI íslands skipaði í gær
að tillögu dómsmálaráðherra
Ragnar Ilalldór llall lögfræðing
i embætti borgarfógeta i Reykja-
vík írá 15. október að telja.
Tekur hann við af Sigurði M.
Ilelgasyni, sem látið hefur af
störfum fyrir aldurs sakir og
verður skiptaráðandi.
Ragnar H. Hall er 31 árs
gamall, fæddur í Reykjavík 8.
desember 1948. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Verzlunarskóla ís-
lands 1970 og lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands haustið 1975. Að
loknu prófi gerðist hann fulltrúi
sýslumannsins á Eskifirði og
gegndi því starfi fram til síðustu
áramóta, er hann gerðist fulltrúi
yfirborgarfógeta.
Ragnar er kvæntur Guðríði
Gísladóttur og eiga þau tvo syni.
Fegriö heimilið með LIST-
GLERI — blýlagt gler í ótal
mynstrum og litum.
Tilvalið í svalahurðir, forstofu-
huröir, útihurðir og alls konar
glugga til skrauts og nytja.
Vinnum gler eftir pöntunum
með stuttum afgreiöslufresti.
Hringiö eða komiö og kynnið
ykkur liti, mynstur og verö.
Gerum föst verðtilboö.
Athugíð:
Blýgler má tvöfalda í verk-
smiðju eöa setja fyrir innan
tvöfalt gler.
Nýjung:
Urvat af fallegum Ijósakrónum
með blýlögöu LISTGLERI og
hengimyndum.
Listgler
Smíöjuvegi 7,
Kópavogí (í húsi ÍSPAN).
Sími 45133