Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
13
gríms Helga-
sonar á tónleik-
um í Þýskalandi
RÍKISIIUÓMSVEITIN í Sonder-
hausen í Þýskalandi undir stjórn
Karl Heinz Richters mun flytja
hljómsveitarverk IlalÍKrims
Ilelgasonar, „Ísland-Rapsódía" á
tveimur tónleikum. 29. nóvember
og 1. desember nk. Hljómsveitin
mun einnig flytja verk eftir
Sibelius, Dovrák, Kodály og
Smetana á tónleikunum.
Eru þetta þriðju tónleikarnir í
hljómleikaröðinni „Töfrar tónlist-
arinnar" og nefnast þeir „Tónlist
þjóðanna".
Ríkishljómsveitin í Sonderhaus-
en á sér að baki langan og
söguríkan feril, stofnuð árið 1637.
Meðal stjórnenda sem hljómsveit-
in hefur haft eru Weingartner,
Abendroth og Weisbach.
Breytt
símanúmer
á afgreiðslu
Morgunblaðsins
83033
2tl»r0imblnti«b
Bygging 13 einbýl-
ishúsa hafin í Vog-
um á þessu ári
VoKum. 16. okt. 1980.
Á NÆSTUNNI er fyrirhugað að
hefja framkvæmdir i nýju bygg-
ingahverfi, Dalahverfi, í Vogum
Vatnsleysustrandarhreppi, og er
staðsetningin ofan gamla Kefla-
vikurvegarins. bar hefur verið
skipulagt hverfi með 48 einbýlis-
húsalóðum og 10 iðnaðarlóðum.
Fyrstu 9 lóðunum í þessu nýja
hverfi hefur verið úthlutað, og eru
lóðahafar að undirbúa byrjunar-
framkvæmdir, en líklega munu
húsin skiptast í 4—5 timburhús og
hitt steinhús. Fleiri sóttu um lóðir
en fengu, og voru þeir ýmist
heimamenn eða aðkomufólk, sem
kemur einkum af höfuðborgar-
svæðinu.
Þá hefur í sumar verið úthlutað
fjórum lóðum við Brekkugötu,
þannig að byggingar eru á byrjun-
arstigi á 13 einbýlishúsum. Er það
stórt stökk frá fyrri árum, þegar
byrjað var á 2—4 byggingum
árlega.
Á þessu ári eru gatnagerðar-
gjöld lögð á í fyrsta skipti. Er þar
mikill kostnaðarauki fyrir hús-
byggjendur frá því sem áður var,
en því fylgir væntanlega betri
þjónusta.
Fréttaritari.
Alyktun Kpnnara-
sambands Islands
Götuleik-
hús á Lækj-
artorgi
GÖTULEIKIIÚS verður á Lækj
artorgi mánudaginn 20. október
nk. Það er hljómsveitin Diabolus
in Musica sem stendur fyrir þess-
ari uppákomu ásamt stuðnings-
mönnum sinum.
Sýningin nefnist „Lífið í litum“
og er byggt á efni á samnefndri
plötu hljómsveitarinnar sem vænt-
anleg er á markað þessa dagana.
Leiksýningin „Lífið í litum“ hefst
klukkan 16.00, klukkan fjögur, á
mánudaginn ef veður hamlar ekki
slíkri leiklistarstarfsemi.
Hljómsveitin Diabolus in Mus-
ica ásamt aðstoðarmönnum.
Myndin var tekin að loknum
plötuupptökum i Kaupmanna-
höfn i sumar.
VEGNA þeirrar umræðu sem
undanfarið hefur verið i fjölmiðl-
um um kennara og kennslustörf
vill Kennarasamband íslands
koma eftirfarandi ályktun á
framfæri: Kennarasamband ts-
lands átelur harðlega umfjöllun
ýmissa fjölmiðla að undanförnu
um árekstra, sem orðið hafa i
nokkrum grunnskólum, og órétt-
mæt blaðaskrif sem komið hafa í
kjölfar hennar.
í framhaldi af þessu vill Kenn-
arasambandið benda á að hin
síðustu ár hefur hlutverk kennara
breyst og kröfur til hans aukist
verulega. Ætlast er til að kennari
sé uppalandi, fræðari, verkstjóri
og félagi nemenda. Það er því ekki
til lítils ætlast og leiðir þetta
margþætta hlutverk kennarans til
þess, að hann er mjög undir
smásjá og varnarlítill fyrir órétt-
mætri gagnrýni. Þess vegna hlýt-
ur Kennarasamband íslands að
gera þá kröfu að fjallað sé af
sanngirni um deilumál sem upp
kunna að koma í skólum landsins,
og farið sé með þau í samræmi við
lög, reglugerðir og erindisbréf þar
um.
Kennarasamband íslands hvet-
Rapsódía Hall-
ur félaga sína til að standa fast
saman gegn óréttmætri gagnrýni
á kennara og skólayfirvöld til að
standa vörð um réttindi kennara
eins og þau eru skilgreind í lögum.
Þá leggur Kennarasambandið
áherzlu á það að vandamál þau
sem upp koma í skóium eigi fyrst
og fremst að leysa innan hvers
skóla í samvinnu við alla aðila.
Með slíkri samvinnu, þar sem
sanngirni, tillitssemi og heiðar-
leiki yrðu höfð að leiðarljósi, verði
réttur nemenda og kennara bezt
tryggður og með þeim hætti stuð-
lað að góðu og árangursríku skól-
astarfi.
Ásprestakall
Prestskosning á morgun sunnudag 19.
okt. kl. 10—23.
Kjörstaöur er í Langholtsskóla.
GERUM KOSNINGU SR. ÁRNA BERGS
SIGURBJÖRNSSONAR LÖGMÆTA
Studningsmenn.
Afskorin blóm
-viðhvaða tUef-
semer,
hislausu
blémouol
Gióðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340
I
Við kynnum nú, í tilefni 10 ára afmælis Blómavals afskorin
blóm og blómaskreytingar.
Komið og sjáið stórglæsilegar skreytingar, stórar sem
smáar, unnar úr afskornum blómum.
Eigum allt til blómaskreytinga.
Opið alla daga frá kl. 9 til 21.