Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
15
Hvað er Faxa-
perla að gera und-
an Kirkjusandi?
VEGFARENDUR sem átt hafa
leið framhjá Kirkjusandi hafa
mar^ir furðað sig á hvað bátur,
sem legið hefur þar undan. væri
að gera — hvort hann væri
virkilega að lcggja net sin þar.
Auðvitað ekki. en hvað þá? Bátur-
inn, — Faxaperia. hefur legið
undan Kirkjusandi og kafari frá
honum hefur unnið við að hreinsa
ror frá Kirkjusandi. sem liggja
neðansjávar.
„Drulla hefur sest í rörin og
stíflað þau. Þessi rör liggja þarna
og taka sjó til kælingar á vélum,"
sagði Bergur Björnsson, verkstjóri
á Kirkjusandi. Hann sagði að
óvenjumikil drulla hefði sest í
rörin vegna jarðróts og uppfyll-
inga, sem unnið hefur verið að í
sumar.
NÝ PLATA FRÁ SAMHJÁLP
Sú fyrsta varð
metsöluplata
SAMHJÁLP Hvitasunnumanna
sendir nýja plötu á markaðinn upp
úr mánaðamótum. Platan nefnist
„Fylg þú mér“ og eru flestir
textarnir eftir óla Ágústsson en
lögin eru erlend — iétt kirkjutón-
list eða svokölluð „Gospel-músik.“
Árið 1978 gaf Samhjálp út
hljómplötu og seldist hún í 10
þúsund eintökum, — sannkölluð
metsöluplata.
Fíladelfíukórinn syngur á hinni
nýju plötu undir stjórn Árna Arin-
bjarna en Ágústa Ingimarsdóttir
syngur einsöng. Samhjálp hefur
einnig gefið út nokkrar bækur.
Þannig hefur „Krossinn og hnífs-
blaðið" selst í 9 þúsund eintökum,
„Faðir minn var ofdrykkjumaður" í
3 þúsund eintökum og „Hlauptu
drengur, hlauptu," kom út í vor. Sú
bók virðist ætla að slá hinar fyrri út
— hún hefur þegar selst í 8 þúsund
eintökum, — sannkölluð metsölubók.
Norræn ljóðavika í Finnlandi
ÞESSA dagana stendur yfir nor-
ræn Ijóðavika i Finniandi. Nor-
ræn skáld hafa ferðast saman viðs
vegar um landið og flutt verk sin
i skólum og á bókasöfnum. Nor-
ræn Ijóðskáld hafa talið sig falla
nokkuð i skugga skáldsagnagerð-
ar og hefur þeim þótt sem þau
væru sett hjá við úthlutun á
þýðingum úr norræna þýðingar-
sjóðnum.
Það þótti því vel við hæfi í
Finnlandi, að kynna norræn ljóð-
skáld og verk þeirra. Það er svipað
ástatt um Finna og okkur íslend-
inga. Við verðum að njóta þessara
bókmennta í gegn um þýðendur.
Fulltrúar Islands á norrænu ljóða-
vikunni í Finnlandi voru þau
Steinunn Sigurðardóttir og Þórar-
inn Eldjárn. Þau voru yngstu
ljóðskáldin í hópnum — frá Dan-
mörku voru Knud Sörensen og
Marianne Larsen. Frá Noregi Jo-
hanna Schwarz og Jan Erik Volde,
frá Svíþjóð Göran Tunström og
Karl Vennberg og frá Finnlandi
kynntu þau Agneta Ara og Caj
Westerberg verk sín.
Norrænu Ijóðskáldin — frá vinstri Knud Sörensen, Marianne Larsen,
Johanna Schwarz, Agneta Ara. Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn
Eldjárn. Jan Erik Vold, Caj Westerberg og Karl Vennberg.
HELGARVIÐTALIÐI
Eins og fram hefur komiö í fréttum hyggjast íbúar í Kleppsholti mótmælá byggingu
fyrirhugaðs skrifstofuháhýsis Sambandsins viö Holtagaröa. Þeir hyggjast á morgun
stofna meö sér samtök, ásamt öörum áhugasömum náttúruverndarmönnum, til aö
mótmæla byggingunni. Magnús Óskarsson, vinnumálastjóri Reykjavíkurborgar og
formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar, hefur staöió í fremstu víglínu undirbúnings-
nefndar að stofnun samtakanna. Blaðamaöur ræddi vió Magnús Oskarsson í vikunni
um ástæóur þess, aö íbúar rísa nú upp til aö mótmæla skrifstofuháhýsinu:
Hvers vegna mótmaetið þið nú?
Það er nú oröiö nokkuö gamalt
umræöuetni hvernig standa skuli
aö byggingum og skipulagi við
strandlengju Reykjavíkur. Þaö ter
auövitaö ekki á milli mála, aö
margir slæmir hlutir hafa veriö
geröir — og þeir hafa sætt gagn-
rýni. Hins vegar held ég, aö nú fyrst
kasti tólfunum — risaháhýsi Sam-
bandsins er svo rosalegt — þetta
eru svo rosaleg mistök, aö það
verður aö koma í veg fyrir þau með
öllum ráöum. Og þetta yröu óbæt-
anleg mistök, því ekki yröi húsiö
fjarlægt. Þaö stæði því þarna um
aldir.
Nú hefur áöur verið deilt um
byggingar við Ellíðavoginn og
núverandi Holtagaröa Sambands-
ins, er ekki svo?
Jú, það er hárrétt — í kring um
1970 beindist athygli manna aö
elna heillega kaflanum, sem
óbyggöur var og óspilltur viö Sund-
Magnús Óskarsaon
Risaháhýsi SÍS er ný
tegund af skipulagsleg-]
um afglöpum hérlendis
in. Þaö er svæðiö austan og
sunnan viö Klepp aö Skeiöarvogi.
Samkvæmt aðalskipulagi — og því
ber aö fara eftir, var óleyfilegt aö
byggja þarna fyrir aöra starfsemi
en þá sem tengdist höfninni. Fyrstu
merki þess, aö verið væri aö fara út
fyrir þessi mörk, komu í Ijós, þegar
Sambandió sótti um stórbyggingu
skammt frá Kleppi. íbúar þarna í
nágrenninu settu sig alfarið upp á
móti þessari stórbyggingu og eftir
jaml, japl og fuöur var veitt leyfi til
byggingar húss, sem var hærra en
önnur, samþykkt fyrir sunnan, en
þó lægra en til stóó í upphafi.
Frá þessum tima^liggja fyrir
yfirlýsingar og fyrirheit frá borgar-
yfirvöldum um þetta tiltekna svæöi.
Þar var m.a. gert ráö fyrir útivist-
arsvæði. Þessu hafa íbúar treyst —
aó ekki yrói meira spilit en oröió er.
í þessu ferlfki SÍS, sem þegar er
byggt, hefur veriö rekin stærsta
kexverksmiðja Norðurlanda og
verslun fyrir starfsmenn SÍS. Það-
þarf auövitaö ekki aó taka þaó
fram, aö slík starfsemi á ekkert
skylt viö hafnsækna starfsemi.
Á undanförnum árum hafa augu
manna beinst meir að svæðum,
sem liggja meðfram Elliðavogi. Þar
voru ráðgeröar lágreistar bygg-
ingar, sem ekki næðu hærra en
einn og hálfan metra upp fyrir götu.
Þegar hefur eitt hús verið byggt en
þaö er Baröinn
Fyrir 3—4 árum var fariö aö tala
um aö hækka þessi hús. Þrátt fyrir
mótmæli fbúa var samþykkt aö
leyfa hækkun um 1 hæö aó hluta.
Sú hækkun var samþykkt með
pólitískum ágreiningi í borgarráói
og borgarstjórn og voru þá menn,
sem nú eru í meirihluta og beita sér
fyrir byggingu Sambandshússins,
gegn þessari hækkun.
Þaö kom því eins og kjaftshögg
á fbúa í nágrenni Holtagaróa þegar
ngu I
SIS.
til 10 hæöa skrifstofuháhýsis
Og það teljið þið mistök?
Mistök — já, gffurleg mistök og
þau mistök sem áöur hafa átt sér
staö fölna og blikna í samanburöi
viö þennan óskapnaö. Þetta er ný
tegund af skipulagslegum afglöp-
um hér á landi og þó vföar væri
leitaö. Hvar ætli til dæmis finnist 10 '
hæöa bákn sjávarmegin við götu
hér á landi? Hvergi, fullyröi ég.
En er ekki sök sér, þð aöeins
eitt háhýsi veröi byggt þarna?
Auðvitað á ekkert háhýsi að rísa
þarna. Þar fyrir utan yröi vonlaust,
og rangiátt, aö neita öörum fyrir-
tækjum á næstu lóðum aö byggja
hærri hús eftir þessa veitingu.
Stjórnmálamenn með samviskubit
gætu kannski staðiö á móti slíkum
byggingum í stuttan tíma — en
ekki tii frambúöar. Þá skortir siö-
feröisþrek til aö ganga ekki þá
götu, sem yröi mörkuö. Hvað sem
menn segja í dag veröur aö gera
ráö fyrir háhýsalengju í framtföinni
— rísi eitt háhýsi á annað borð.
Þetta skrifstofuháhýsi er brot á
aöalskipulagi, þaö er Ifka brot á
deiliskipulagi. Þar fyrir utan — því
fer víös fjarri, að starfsemi aðai-
skrifstofu landssamtaka sé bundin
viö þaö aö vera í námunda vió
höfn.
Því hefur verið haldið fram, að
þetta séu ofaóknir é hendur SÍS.
Er þaö svo?
I sjálfu sér snertir þetta mál ekki
SÍS. Þaö skiptir engu, hvort SÍS,
eitthvert heildsalafyrirtæki eöa
Rauöi kross íslands byggöi þarna.
Þaö sem verið er aö mótmæla er
bygging háhýsis. Frá sjónarmiöi
íbúa þarna er veriö aö svíkja
fyrirheit, sem menn töldu sig g$ta
treyst.
Utsýni yröi spillt og þarna yröu
umtalsverö náttúruspjöll. Þarna
yrði stofnaö til stórframkvæmda,
sem mundu bylta öllu skipulagi,
meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum.
T.d hvaö umferö snertir — hún
kæml þvert á helstu hraóbraut
borgarinnar. Til Sambandsins færu
hundruö bíla daglega — þúsundir
ef fleiri háhýsi rísa. Þarna yrði að
byggja brú, eöa eitthvaö svipaö
þvf, götuvitar yröu engin frambúö-
arlausn. Slysahætta yrði of mikil.
Sagt er að Sambandinu hafi veriö
boðin góö lóö f nýja miðbænum,
skammt frá gamla golfskálanum,
ekkl langt frá Húsi verzlunarinnar.
ímyndaðu þér Hús verzlunarinnar
við Sundin.
Nei, þetta mál snertir í sjálfu sér
ekki SiS og ekki stjórnmálaflokka.
Það er hins vegar gott, aö gamli
syndaselurinn í skipulagsmálum,
Sjálfstæöisflokkurinn, sjái að sér.
Hann heföi skort hugmyndafiug til
aö gera svona stórbrotna skyssu.
Þaö varö fljótlega vart við
óánægju íbúa þarna þegar spuröist
um byggingu háhýsisins — íbúar í
þessu fjölmenna hverfi voru bæöi
undrandi og reiöir. Því varö þaö, aö
menn uröu sammála um, aö koma
á framfæri sjónarmiðum hins al-
menna borgara, þeirra sem beinna
hagsmuna eiga aö gæta og hinna,
sem annt er um umhverfi sitt. Það
er reynsla fyrir því, aö stjórnmála-
menn hafi hlustaö á raddir fólksins
— ég get nefnt Seölabankagrunn-
Inn, Torfuna og Grjótaþorpiö.
Þaö varð því úr, aö ákveölð var
að mynda samtök til aö sporna viö
þessu. Undirbúningur hefur nú
staöiö skamma hrfð og þaö er til
marks um áhuga þeirra, aö nú
hefur veriö ákveöiö aö stofna
samtök um verndun útsýnis yfir
Sundin — og náttúrufegurö við
þau. Að ekki verði meiru spillt en
þegar er. „.
H. Halls.