Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLÁÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 21 ÞJÓÐKUNNIR ÞINGSKRIFARAR II þangað til hvorttveggja var full- búið til flutnings. Frá frumflutn- ingi liðu síðan 34 ár þangað til lagið kom á prenti í lagasafni Inga. T. Lárussonar. Segja má þó, að ljóð og lag hafi víða farið áður en svo varð. Var hvorutveggja vel fagnað og njóta bæði verðskuld- aðra vinsælda, enn í dag. Hafa margir orðið til þess að syngja Átthagaljóðið á plötur. Má nefna söngvarann og hestamanninn Sig- urð Ólafsson, Ingibjart Bjarnason í Hveragerði og Smárakvartettinn á Akureyri og nú nýlega söng Guðmundur Jónsson það á plötu Einsöngvarakvartettsins er geym- ir lög Inga. í röskan aldarþriðjung gegndi Einar starfi skógarvarðar á Suð- urlandi, en hafði áður gætt skógar á Vöglum í Fnjóskadal. Trúnað- arstörfum sinnti hann einnig í samtökum hestamanna og var einn af stofnendum Fáks í Reykja- vík. Var það einmitt hið sama ár og undirskriftaskjal þeirra þing- skrifara er lagt fram í lesstofu Alþingis, 1922. \ Einar E. Sæmundsen skógarvörður með hesta sína. Hauk og Fálka. „Það er svo margt að minnast á“ Sl. laugardag birtist hér í blað- inu undirskriftaskjal fjórtán þing- skrifara er báðu þingforseta iið- sinnis um launabætur. Var þá greint í fáum orðum frá oddvita þeirra, Gústav A. Jónassyni, og birt brúðkaupskvæði það er hann kvað til séra Þorsteins Jóhannes- sonar er lengi var prestur í Vatnsfirði. Síðar gefst e.t.v. færi á að birta fleiri ljóð Gústavs og fjalla frekar um þá er komu við þessa sögu. I orðum þeim, er hér fara á eftir, mun nú greint frá þeim er fyrstur ritar undir skjal það er áður var nefnt. Eins og fram kom var það Einar E. Sæmundsen skógarvörður. Foreldrar Einars voru Einar Einarsson Sæmundsen frá Brekkubæ í Reykjavík Einar hattari Sæmundsson í Brekkubæ var afi Einars. Meðal barna hans var „Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ", sem um er kveðið í gamanbrag frá fyrri öld. Var hún kona Eiríks meistara Magnússonar í Cambridge, þess er kom færandi hendi á hallærisár- um og flutti nauðstöddum lýð björg í bú. Vinaminni í Grjóta- þorpi stendur á lóð Brekkubæjar. Móðir Einars var Guðrún Jóns- dóttir á Surtsstöðum í Jökulsár- hlíð. Einar minnist hennar í ljóði er margur mun kannast við og heyrist sungið í útvarp öðru hverju. Vér ÁUNtfirðinKar enn i kvtild hér eÍKum stundarKaman viA minninKanna arineld vér unum KÍaAir saman. Ok þessa stund viA sumbl ok sonK skaí svifa um bernskuhaKa ok vekja upp aftur vorin lönK úr valnum horfnra daxa. l>aA er svo marKt aA minnast á frá morKni æskuljósum. er voriA hló viA barnsins brá ok bjó sík skarti af rósum. Vér ættum Keta eina nátt vorn anda látiA dreyma. um dalinn ljúfa i austurátt, þar átti hún mamma heima. Vér munum sumum þótti þá of þrónKt um fjaiisins kynni. þeir vildu fieira ok feKra sjá en fannst i dalnum inni. Ok fjöldi unKa flauK á braut. þótt fjaArir væri smáar. i>eir kvöddu hrekkur, lund ok laut ok liljur faKurbláar. Þótt lönKU séu liAnir hjá þeir ljúfu, föKru morKnar, þá lifnar yfir öldunKshrá er óma raddir fornar. Hver endurminninK er svo hlý aA yljar köldu hjarta, hver saKa forn, er saKa ný um sólskinsdaKa bjarta. Um tildrög þess að ljóð og lag voru flutt í fyrsta sinn á Austfirð- ingamóti árið 1914 í Reykjavík er sögð sú saga af kunnugum, að þeir Einar, höfundur ljóðsins, og Ingi T. Lárusson tónskáld hafi fallist á að taka það verk að sér, að skila átthagaljóði og lagi á hátið Aust- firðinga. Var það ráð tekið að finna þeim skjól í samkomuhús-1 inu, á afviknum stað og þeir „lokaðir inni“, ef svo má segja, Ritstjórnarstörf stundaði Einar um árabil. Stýrði Þjóðólfi, sunn- lensku blaði á Selfossi, Dýra- verndaranum um langt skeið auk safnrita hestamanna og dýra- sagna Viðfangsefni sín sækir Einar að jafnaði í faðm náttúrunnar. Skóg- ar og gróður, ljúfir dalir og lækjarniður verða honum yrkis- efni. Hátt upp tii hliAa helzt vil éK liAa Ijósálfa — stÍKa IjúfiinKadans. Finn þar friAinn fossa viA niAinn drottninKU faAma drauma mins lands. Svanirnir kvaka kvæAin sin bliA kveldblærinn strýkur vanxann i hliA. Hér vil éK vera vaka ok sera, söns um þÍK sumartíö. Af kveðskap Einars hafa hesta- vísur hans orðið fleygastar. Þarf það engan að undra svo kært sem jafnan var með Einari og hestum hans. Starfi hans sem skógarvörður var þann veg háttað að yfirferð og eftirlit um víðar lendur, milli skógarreita og rjóðra var honum daglegt yndi og erill. Þá var hesturinn tryggur föru- nautur og félagi enda stóðu jafnan góðhestar á stalli hans. í riti sínu um Sleipni hefir Einar reist Blesa sínum minnisvarða. Jóni Eyþórs- syni farast svo orð í formála að sögunni: I spænsku veikinni fékk Einar þungt áfall á heilsu sína. Lýsti það sér sem vöðvarýrnum í höndum, og aflleysi er ágerðist um 10 ára skeið. Þrátt fyrir þetta annaðist Einar skógarvörzlu sína og taum- hald gat hann haft á hestum sínum, enda beitti hann þá ekki kröftum. Sagan um Sleipni mun aðallega vera rituð á árunum 1915—1921. Á þeim árum átti Einar við ýmsa erfiðleika að etja, þröngan fjárhag og heilsubilun. Á gamlársdag 1917 segir Einar svo frá: Þegar ég var á 18. árinu keypti ég rauðblesóttan fola, sex vetra gamlan og ótaminn trylling. Hann var aldrei nefndur annað en Blesi. En Blesa þekktu margir. Hann bar mig víða um land og allsstaðar var eftir honum tekið. Hann vann sér fjölda vina, sem dáðu hann. Þróttinn, vitið og þægðina. Gott var með okkur Blesa og ekki lét hann mig gjalda þess þó að mér gleymdist á stundum að búa eins við hann og hann hefði átt skilið. Vænt þótti mér um hann, enda finnst mér, að aldrei muni ég öðrum hesti jafn- mikið unna. Svo sem að líkum lætur hafa hestavísur margar orðið fleygar og torvelt að nefna hver kemur fyrst í hugann af þeim fjölda er geymdar eru í minni. Vart mun þó leika á því vafi að vísan um Blesa verði þar í fremstu röð: Brestur vín ok hrotnar »Ier bregöast vinir kærir, en á Blesa eru mér allir vetfir íærir. Víða má sjá þess dæmi hve Blesi hefir verið Einari kær og minnis- stæður. Síðasta sumar Blesa nefndi Einar níéstu vísu: Blesi hcfir cnKri iþrótt týnt. Elli fatast rökin. Ennþá Kctur hann svcinum sýnt sömu snilldartökin. Enn er Blesi í huga Einars vorið eftir að hesturinn féll. Þótt mér vordis klappi á kinn kviAi éK næsta dcKÍ; nú cr á brott hann Blcsi minn. blakkurinn dskulcKÍ. Þótt Einari væru ljósir kostir eigin gæðinga hafði hann eigi síður auga fyrir ágæti annarra hesta og rómaði þá einnig í ljóði. Margt kvað hann um Háfeta Daníels Daníelssonar vinar síns og samstarfsmanns í Hesta- mannafélaginu Fák.. Daníel átti jafnan úrvalshesta fljóta í förum. Það var Daníel dyravörður í Stjórnarráðinu, sá er Sigurður Ivarsson kvað um er hann fór sendiförina frægu: Inn aA Klcppi cr öravcKur. andskotastu þvi fljótt af staA, riddu eins hart ok hrossiA dreuur, Hclxa réttirAu þetta blaA. Danicl tyKKiir drjúxum skro, Daniel spýtir á viA tvo. Ekki veit greinarhöfundur hvort Daníel söðlaði Háfeta sinn í umræddri sendiför, en víst er að þá mun hestur sá hafa verið í eigu hans. Var hann síðasti reiðhestur Daníels. Um Háfeta kvað Einar við ýmis tækifæri. Fyrsta vísan hans um þann fagra fák var kveðin þegar kaupsamningurinn um sölu Háfeta var gerður árið 1928 hjá Laxamýri og Einari réttur taumurinn er hann hafði lokið samningsgerð. Með fáum orðum lýsir hann almennu efna- hagsástandi þeirra ára og kostum hestsins. öreÍKarnir cíkö bcst, coku þurfa aA kviAa. uft þcir komast yfir hest. sem allir vilja ríAa. Sex árum síðar kemur Háfeti enn við sögu í ljóði Einars. 1 febrúarmánuði árið 1934 kveð- ur hann: Hnarreistur, hár. KÍmstur. hvell-vakur, svell hlakar: lundKÍcttinn. Icndbrattur. lanKstÍKur. KanKVÍKur. Töltfimur, allt ómar i krinKum týslynKan; Sihvatur Háfcti hratt leiAir, Klatt skciAar. Tveimur árum síðar, 1936 einnig í febrúarmánuði, kveður Einar: Hrapa ofan Kljúfraidl, Klymur i Esjufjollum Háfeti þá hrifsar til, hrynur i stuúlaföllum. Einar var tíður gestur á sam- komum hestamanna, hvort sem var um kappreiðar að ræða eða hrossasýningar. Fylgdist hann þá með því er fram fór og hafði til þess bæði þekkingu og áhuga að fjalla um gæðinga þá er fram voru leiddir. Eitt sinn mun Einar ekki hafa verið allskostar ánægður hvað úrslit varðaði. Þá kvað hann: Hérna setti heimsins met hrossaræktar-frecAin: mcnnirnir dæmdu um meraket möttu cinskis Kædin. Góð vinátta var með Einari og ýmsum þingmönnum er hann hafði kynnst á þingskrifaraárum sínum. Einn þeirra var Benedikt Sveinsson fyrrum alþingisforseti er hann heiðraði á sextugsafmæli 2. des. 1937 með eftirfarandi kveðju: ÞaA sjá cíkí á þér hin sextÍKÍ ár, þinn svipur bcr hreinlcikann fanna. Ok cnn crtu forinKÍnn frækinn ok hár ok forseti Landvarnarmanna. Ljúkum þá þessu spjalli að sinni með vísu er Einar kvað um hest sinn Örn 28 vetra. Gleymi éK bæAi stund ok staA stcfni upp til hliAa. svona Kaman enn er aA Assa Kamla aA ríAa. Enn er af mörgu að taka er varðar þjóðkunna þingskrifara. Pétur Pétursson þulur Háhyrningar og vaðandi síld und- ir stofugluggunum á Neskaupstað Neskaupstað, 17. október 1980. HÉR hefur veriö vaðandi síld inn allan fjörö, og muna menn ekki eftir svona síldargöngu hér síöan áriö 1932 og fyrr. Á síldarárunum var síldin ekki hér inni á Norðfirði eða Noröfjaröar- flóa, heldur miklu utar, á Rauða torginu og þar umhverfis. Bátar hér hafa því aflað vel, nótabátar, reknetabátar og minni bátar, sem siglt hafa út, kastaö netum og komiö meö aflann að landi jafnharöan. Um tuttugu stúlkur hafa staðiö viö aö salta síld hér og ekki haft undan, en afli minnstu bátanna hefur veriö látinn ganga fyrir. — Stærri skipin sigla hins vegar meö afla sinn á næstu hafnir, þar sem meiri viöbúnaöur er til aö taka á móti. St'ldin gengur hér mjög grunnt, og má segja að bátarnir hafi verið aö kasta á torfur Gljáandi silfur hafsins dregið um borð alveg undir stofugluggunum í íbúðarhúsunum í nýjustu byggðinni hér, skammt frá kirkjugarðin- um á Bakkabökkum. Einn báturinn, Skarfur frá Grindavík, fékk til dæmis yfir 1000 tunnur þar í einu kasti, og eru skipverjar nú aö taka ís til aö geta siglt meö aflann á heimahöfn. Minni bátarnir hafa svo fengiö þetta 8 til 15 tunnur í net, og jafnvel meira. Síldin virðist falleg, og töluvert mikið af henni, eins og þessi köst sýna. Viöbúnaöur hér er þó minni en ástæða gæti virst til, en það stafar af því að hér áttu menn ekki von á slíkri hrotu, og vegna þess aö mikið er aö gera í vinnslu afla frá togurum. Háhyrningar hafa fylgt síldinni eftir hér inn á Noröfjörð, og hefur mátt sjá þá allt aö tíu í hóp í á sundi innan um bátana. Muna menn ekki eftir háhyrningum hér í slíkum mæli fyrr, en líflegt er um að litast á Norðfiröi þessa stundina: Fjöldi báta í vaðandi síld viö bæjardyrnar og háhyrn- ingar á sundi innan um. _ Ásgeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.