Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 Sigurjón Bjornsson prófessor. Sálarfræði Sigur- jóns Björnsson- ar í nýrri útgáfu IÐUNN hefur gefið út aðra útgáfu af Sálarfræði, fyrsta bindi, eftir Sigurjón Björnsson prófessor. Höfundur hefur endurskoðað bókina og gert nokkrar breytingar á henni. Er þar að því miðað „að færa textann meira til samræmis við nýrri rannsóknir og túlkanir þeirra", segir höfundur í formála nýju útgáfunnar. Þá hefur verið aukið við nokkrum myndum. Sálarfræöi skiptist í fimm aðalkafla. Fyrst er inngangur þar sem fjallað er um skilgrein- ingu sálarfræðinngar, viðfangs- efni hennar og lýst sögulegri þróun fræðigreinarinnar. Annar hluti nefnist Nám, minni og gleymska. Þriðji kafli fjallar um hugsunina, hinn fjórði um greind og er þar meðal annars lýst greindarprófunum og áhrif- um erfða og umhverfis á greind. Fimmti og síðasti hluti nefnist Tölfræði og er þar fjallað um beitingu tölfræði við sálfræðileg viðfangsefni. í bókinni er mikill fjöldi mynda og súlurita. Aftast er skrá um nöfn og atriðisorð. Sálarfræði er 178 blaðsíður. Oddi prentaði. í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um æfingu slökkviliðsmanna víðs vegar að af landinu í Kópavogi var rangt farið með nafn húss þess, sem kveikt var í á æfingunni. Var það Grænahlíð, en ekki Astún og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Breytingar á ábúð á bæjum í Skagafirði Bæ, HöfAaströnd. 16. október. VETRARKOMAN nálgast og hér i Skagafirði er kominn nokkur snjór alveg til sjávar, sérstaklega hefur þó sett niður fönn i Aust- ur-Fljótum, þar sem fé er nú víða komið á gjöf. begar kýr fóru alveg á gjöf minnkaði mjólk mjög mikið og er nú talin í lágmarki. Kjarnfóðrið er lika sparað meira en áður. Sauðfjárslátrun fer nú senn að ljúka og hefur hún gengiö. Færra lógað en síðastlið- ið ár, en fallþungi dilka 1—2 kilóum meiri. Fé sem gengið hefur á öskufallssvæðinu fram í Skagafirði hefur greinilega lagt af og er léttara til frálags. Á nokkrum bæjum í Austur- Skagafirði eru breytingar á ábúð, þar sem bændur selja og flytja í kaupstað, en kaupstaðarbúar kaupa jarðirnar og ætla að byrja búskap. Slík skipti hafa orðið á tveimur jörðum í Hjaltadal, Hrafnhóli og Hlíð. Heiði í Fells- hreppi er búið að selja og einnig hafa orðið eignaskipti á Skálá í Fellshreppi. Þá er verið að selja stórbýlið Hof á Höfðaströnd, en kaupandi ætlar að byrja búskap þar á næsta ári. Nokkur brögð hafa verið að því, að fé hafi fundizt dautt í pesti. Víða hafa menn staðið í nokkrum byggingarframkvæmdum og eru 26 íbúðarhús í smíðum í Skaga- firði og einnig nokkuð af útihús- um. Aflabrögð á Inn-Skagafirði hafa tregazt og byggist því at- vinna í frystihúsum eingöngu á afla togara. Að venju eru Skag- firðingar sæmilega heilsuhraustir, og gamlir menn spá góðum vetri. Þeir horfa með sæmilegri bjart- sýni til framtíðarinnar þó mikið sé talað um verðbólgu. — Björn Samvinnuskóli að Bifröst í 25 ár 11. OKT. nk. verða liðin 25 ár síðan Samvinnu.skólinn var sett- ur í fyrsta sinn að Bifröst í Borgarfirði. Samvinnuskólinn var stofnaður þann 12. ágúst 1918 samkvæmt ákvörðun stjórn- ar Sambands ísl. samvinnufé- laga. Skólastjóri var ráðinn Jón- as Jónsson frá Hriflu og starfaði skólinn á efstu hæð Samhands- hússins við Sölvhólsgötu. Árið 1948 keypti samvinnu- hreyfingin hótelbyggingu við Hreðavatn. Átti hún að verða félagsheimili samvinnumanna ásamt menningarstöð þess. 1953 var ákveðið að stækka félagsheim- ilið með það fyrir augum að Samvinnuskólinn flytti þangað starfsemi sína og kom það í hlut Erlendar Einarssonar, sem þá var nýtekinn við störfum forstjóra, að sjá um flutning Samvinnuskólans úr Reykjavík að Bifröst. Árið 1955 urðu miklar breyt- ingar á öllum sviðum í Samvinnu- skólanum. Lét þá Jónas Jónsson af störfum sem skólastjóri og við tók séra Guðmundur Sveinsson þá prestur á Hvanneyri. Aðsókn að Samvinnuskólanum hefur verið mikil frá fyrstu dögum hans. Strax á fyrsta starfsári skólans að Bifröst sóttu fleiri um skólavist en mögulegt var að taka í skólann. Inntökupróf 1955 þreyttu 69 nemendur. Af þeim stóðust 41 prófið en ekki reyndist mögulegt að taka fleiri en 32 nemendur inn það árið. í ár sóttu 210 um skólavist en einungis var mögulegt að taka á móti 39 nýnemum. Á þessum 25 árum hafa nær 1.000 manns útskrifast með Sam- vinnuskólapróf. Árið 1977 ákvað aðalfundur Sambandsins að skól- inn skyldi standa fyrir reglu- bundnum námskeiðum fyrir starfsfólk Sainvinnuhreyfingar- innar. Hefur skólinn nú á tveimur árum haldið 170 námskeið á 39 stöðum og þátttakendur á þeim eru orðnir 3.178. Núverandi skólastjóri Sam- vinnuskólans er Haukur Ingi- bergsson. Úr sal hinnar nýju söltunarstöðvar Fiskimjölsverksiniðju Hornafjarðar. (Ljósm. Braid Karisw>n). Fullkomin söltunarstöð í notkun fljótlega á Hornafirði NÝ SÖLTUNARSTÖÐ verður væntanlega tekin í notkun hjá Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar á næstunni og er hún í alla staði mjög fullkomin. í sambandi við kostnað hefur verið rætt um 800 milljónir króna, en Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn, vildi ekki nefna neina tölu i sam- tali við Morgunblaðið í gær. Af tækjabúnaði stöðvarinn- ar má nefna hausskurðar- og slógdráttarvélar af Arenco- gerð. Tölvuvigt er í stöðinni frá Framleiðni sf., en mikið af búnaði stöðvarinnar er frá Vélsmiðju Heiðars hf. í Kópa- vogi. Afköst við söltun aukast verulega með tilkomu nýju stöðvarinnar. Hún verður prófuð á sunnudag og ef allt gengur vel, verður hún fljót- lega tekin í notkun. VflA/Kfísr«lK------ Japanskar bifreið- ar eru vinsælastar Rúmlega helmingur innfluttra fólks- bifreiða á árinu frá Japan BIFREIÐAINNFLUTNINGUR það sem af er árinu, eða fram til 1. okt. 1980, nemur samtals 7.685 bifreiðum, en var á sama tíma árið 1979 6.887. Hér er miðað við tollafgreiddar bifreiðar skv. skýrslu frá Hagstofu íslands. Af heildarfjölda innfluttra bifreiða í ár eru 7.220 með benzínhr., en 465 með dieselhr. Nýjar fólksbifreiðar er stærstur hluti af þessum heildarinn- flutningi, eða 6.612 bifreiðar. Mest hefur verið flutt inn af nýjum fólksbifreiðum frá Japan, eða rúmlega helmingur. Þrjár vinsælustu bifreiðategundirnar skv. skýrslunni eru einnig jap- anskar og er þar Daihatsu Char- ade efst á blaði með 565 bifreiðar, þá Mazda 323 með samtals 420 og í þriðja sæti er Subaru með 412. Notaðar innfluttar bifreiðar hafa á þessu ári verið 272, þar af 124 frá Keflavíkurflugvelli. Nýjar sendibifreiðar 262, og notaðar 14. Vörubifreiðar nýjar 411, notaðar 62. Aðrar bifreiðar, nýjar 22 og notaðar 30. Veizla hjá síldarfólki SALTAÐ var í 10 þúsundustu síldartunnuna á vertíðinni hjá Fiskimjölsverksmiðju Ilorna- fjarðar i gær og svo skemmtilega vildi til. að þessi áfangi náðist einmitt sama dag og 10 ár voru liðin frá því að síld var fyrst söltuð í stöðinni. Að sjálfsögðu fagnaði sildarfólkið þessum áföngum með rjómakökuáti og tilheyrandi. Siðan 1974 hefur þessi söltunarstöð verið sú stærsta á landinu og svo gæti einnig orðið i ár þó svo að minna hafi borizt af síld til Hafnar fram að þessu miðað við árin á undan. 33,50 kr. fyrir kíló af loðnu Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um, að lágmarksverð á loðnu til bræðslu frá 1. október til 31. desember 1980 skuli vera kr. 33,50 hvert kg. Verðið er miðað við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurr- efni í loðnunni. Verð það, sem gilti til 30. september var kr. 31,45. Leita loðnu á Halamiðum ALLMÖRG loðnuskip leituðu fyrir sér i fyrrinótt og nótt sem leið suðvestur af Halanum, en þar varð vart við góðar lóðningar i fyrrakvöld. Ekkert skip hafði i gær tilkynnt um afla af þessu svæði. Undanfarið hefur verið treg loðnuveiði, en í gær til- kynntu eftirtalin skip um afla til Loðnunefndar: ísleifur 450, Þórð- ur Jónasson 470, Óskar Hall- dórsson 440, Skarðsvík 620. Snæfellið seldi í Hull EITT islenzkt fiskiskip landaði afla sinum erlendis i gær. Snæfell seldi 70,2 tonn í HuII fyrir 51,7 milljónir króna, meðalverð 736 krónur. Fiskurinn. sem Sna»fellið var með, fór í 2. gæðaflokk, að mati umboðsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.