Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 23

Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 23 (AP-NÍmamynd) Þessi mynd er frá borginni Khorramshar þar sem íranir verjast enn af hörku. Vopnaður klerkur fyrir framan iraskan herflutningabil. sem iranskir unglinKar eyðilögðu með mólótóv-kokteilum. Austur-Þýskaland: Varað við „ögrunum heimsvaldasinna“ Berlín. 17. okt. - AP. LEIÐTOGAR austur-þýska komm- únistaflokksins hafa að undan- förnu átt fundi með embættis- mönnum flokksins og forystumönn- um flokksdeilda til að skýra stefnu stjórnarinnar og hvetja til einingar gegn .ögrunum heimsvaldasinna". Hin opinbera fréttastofa hefur skýrt frá því að Willi Stoph, forsaet- isráðherra, Harry Tisch, forseti al- þýðusambandsins, Erich Mielke, yf- irmaður öryggislögreglunnar, og aðrir háttsettir menn hefðu boðað til fundar með formönnum flokksdeilda á landsbyggðinni þar sem rædd voru „innlend og alþjóðleg málefni". Mi- elke varaði við því að „óvinir sósíal- ismans" stæðu nú fyrir „lævísum árásum á hin sósíölsku ríki“. Talið er að austur-þýskir komm- únistaleiðtogar hafi miklar áhyggjur af þróun mála í Póllandi og að kollegar þeirra þar séu að missa öll tök á framvindunni. í því ljósi er skýrð sú ákvörðun austur-þýsku stjórnarinnar að krefjast þess, að vestrænir ferðamenn skipti hærri upphæð fyrir a-þýsk mörk en áður var. Á þann hátt vilja þeir takmarka straum erlendra ferðamanna og „hugmyndafræðilega smitun", sem af honum getur hlotist. Þetta gerðist átjánda október 1977 — Þrír vestur-þýzkir hryðju- verkamenn fyrirfara sér í fangelsi í Stuttgart. 1976 — Arabaleiðtogar undirrita áætlun um frið í Líbanon. 1967 — Ómannað sovéskt geimfar varpar tækjum á Venus. 1963 — Harold Macmillan forsæt- isráðherra segir af sér í Bretlandi og Sir Alec Douglas-Home tekur við. 1944 — Rússar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. 1912 — Ítalir og Tyrkir undirrita friðarsamning í Lausanne. 1910 — Eleutherios Venizelos verður forsætisráðherra Grikkja. 1898 — Bandaríski fáninn dreginn að húni á Puerto Rico. 1867 — Bandaríkjamenn tak'a formlega við Alaska af Rússum. 1813 — Fólkorrusta við Leipzig. 1810 — Napoleon fyrirskipar að brezkum varningi skuli brennt. 1799 — Hertoginn af York gefst upp fyrir Frökkum við Alkmaar. 1685 — Loðvík XIV ógildir Nant- es-tilskipunina. 1672 — Zuczacz-sáttmáli Tyrkja og Pólverja, sem sleppa Úkraínu. 1622 — Uppreisn Húgenotta lýkur með Montpellier-sáttmála. Afmæli. Jacobus Arminius, hol- lenzkur guðfræðingur (1569—1609) — Eugen Prins af Savoy, fransk- ættaður hermaður (1663—1736) — Heinrich von Kleist, þýzkt skáld (1777—1811) — Henri Bergson, franskur heimspekingur (1859— 1941) — Charles Gounod, franskt tónskáld (1868-1893) - Melina Mercouri, grísk leikkona (1925—). Innlent. 1719 Sættir Odds Sig- urðssonar og Guðmundar ríka á Narfeyri — 1835 f. Tryggvi Gunn- arsson — 1836 f. Magnús Steph- ensen landshöfðingi — 1851 d. Brynjólfur Pétursson — 1905 Fiskveiðihlutafélagið Alliance stofnað — 1906 Sjö hús brenna á Akureyri — 1918Togarinn „Njörð- ur“ skotinn í kaf við Skotland — 1935 d. Þorleifur H. Bjarnason — 1942 Alþingiskosningar 6 1954 d. Einar Jónsson, myndhöggvari. Orð dagsins. Menn verða ekki mikilmenni nema þeir vilji það — Charles de Gaulle (1890-1970). Reagan f ær stuðning blökkumannaleiðtoga New York. 17. okt. — AP. EINN af þekktustu leiðtogum bandariskra blökkumanna. séra Ralph David Abernathy, lýsti i gær yfir stuðningi við Ronald Reagan. frambjóðanda repúblik- ana i forsetakosningunum 4. nóv. nk. Þykir þessi yfirlýsing koma mjög á óvart. Á blaðamannafundi í Detroit með Reagan og varaforsetaefni hans, George Bush, sagði Aber- nathy, að „glæpir hafi aukist, verðbólgan hafi aukist og vextir hafi hækkað“ síðan Carter tók við. Fátækum blökkumönnum séu all- ar bjargir bannaðar þegar svona sé komið.“ Séra Ralph D. Aber- nathy var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Martin Luther Kings heitins. Kína — Bandaríkin: Pan Am fékk flugleiðina Washington. 17. okt. — AP. BANDARÍKJASTJÓRN samþykkti i dag. að Pan American-flugfélagið Veður Akureyri 0 alskýjaö Amsterdam 14 skýjað Aþena 28 skýjaó Berlín 16 skýjað Brilssel 11 léttskýjaö Chicago 24 skýjaö Feneyjar 19 þokumóóa Frankfurt 11 skýjaó Færeyjar 3 skýjaö Genf 14 rigning Helsinki 8 heiöskírt Jerúsalem 31 heiðskírt Jóhannesarborg 29 heióskírt Kaupmannahöfn 8 skýjaö Las Palmas 22 alskýjaö Lissabon 17 rigning London 10 rigning Los Angeles 20 skýjað Madrid 13 heióskírt Malaga 19 léttskýjaö Mallorca 16 skýjaö Miami 31 heióskírt Moskva 11 heióskírt New York 24 heiöskírt Osló 7 snjókoma París 12 skýjaö Reykjavik 2 léttskýjaó Rió de Janeiro 28 skýjað Rómaborg 22 skýjaó Stokkhólmur 6 léttskýjaó Tel Aviv 27 heiðskírt Tókýó 24 skýjað Vancouver 13 þoka Vínarborg 13 léttskýjaó fengi hina eftirsóttu flugleið Bandaríkin-Kina en engar beinar flugsamgöngur hafa verið milli landanna i 30 ár. Fimm flugfélög börðust um flugleiðina. sem er talin táknræn fyrir bætt samskipti Bandarikjamanna og Kínverja. Pan Am hyggst hefja flugið innan sex vikna og verður flogið þrisvar í viku. Á flugleiðinni eru fjórar borgir í Bandaríkjunum, New York, San Francisco, Los Angeles og Honolulu, og tvær í Kína, Peking og Shanghai. Með bættum samskiptum hefur verslun stóraukist milli landanna og ferðamannastraumur einnig. Talið er að bandarískir ferðmenn í Kína verði 60.000 í ár og að jafnaði komi 100 kínverskar sendinefndir til Bandaríkjanna í mánuði hverjum. Kínverjar kaupa tvö kjarnorkuver PekinK. 17. «kt. — AP. KÍNVERJAR hafa ákveðið að kaupa af Frokkum tvO kjarnorkuver fyrir einn millj- arð dollara hvort. betta kom fram í yfirlýsinKu. sem Giscard d’EstainK. Frakk- landsforseti lét frá sér fara i dag. en hann er nú i opinberri heimsókn i Kina. Giscard átti fyrr í dag fund með varafor- manni kínverska kommúnistaflokksins, Deng Xiao-pinn. ok er haft eftir frönskum heimild- um, að Denjí hafi sagt Giscard, að Kínverjar væru því sammála, að heimurinn skiptist í andstæðar fylkingar, svo fremi að önnur fylkingin væri Sovétríkin o« hin fylkintfin allar aðrar þjóöir sameinaöar þeim. Kínverjar hafa haft áhygRjur af huRmyndum Giscards um sterka Evrópu or óttast, að það geti þýtt minna samstarf við Bandaríkin og aukna áherslu á slökunina svokölluðu, sem Kínverjar segja að sé blekkingin einber. St. Helena gýs á ný Vancouver, 17. október. — AP. ELDFJALLIÐ St. Helena hóf mikið gos i gær og sendi ösku og gasefni upp í um það bil 12,8 kilómetra ha-ð, að sögn visindamanna. Ekki er vitað til þess að neinn hafi hlotið skaða af völdum gossins en vísinda- menn höfðu gefið ú* viðvörum þremur klukkustundum áður en það hófst. í dag var meiri kraftur í gosinu í St. Helenu. Spjó hún öskuskýi upp í 15 kílómetra hæð í kraftmikilli sprengingu. Öskuna frá eldfjallinu lagði í dag í austur en öskuský héldu í suður og suð-vestur. A1 Asnam: Miklar rigningar auka erfiðleikana A1 Asnam. 17. okt. — AP. MIKLAR rigningar eru nú í AI Asnam og auka enn á erfiðleika þeirra tugþúsunda manna, sem misstu heimili sin i hamförunum og hafast við i tjöldum fyrir utan borgina. Rigningarnar gera einnig björgunarmönnum erfitt fyrir sem enn leita að lifandi eða látnu fólki I rústun- um. Fjórir menn fundust á lífi í gær eftir að hafa verið undir rústun- um í sex daga, þar á meðal átta ára gömul stúlka. Að sögn yfir- valda hafa björgunarmenn með næma hljóðnema heyrt í fólki undir rústunum og er unnið að því að grafa það út. Illa hefur gengið að dreifa tjöldum meðal hinna heimiiis- lpusu og býr fólkið við mikil þrengsli í þeim sem fyrir eru. í fjallahéruðunum í kringum A1 Asnam hafa margir orðið að hafast við undir beru lofti þrátt fyrir að haustrigningar séu gengnar í garð. Til þessa hafa 6000 lík fundist í A1 Asnam og 350.000 manns eru heimilislausir. Sumir hinna eftir- lifandi eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst alla fjöl- skylduna og sagt er frá manni á fertugsaldri, sem árangurslaust reyndi með haka einum verkfæra að brjótast í gegnum mikinn steinvegg. „Konan mín og börnin mín fjögur eru hér undir,“ sagði hann. „Eg hef ekki séð þau siðan húsið hrundi.“ Símamynd AP. Þannig er umhorfs I miðborg AI Asnams í Norður-Alsir, sem hrundi að mestu tii grunna í jarðskjálftanum fyrir réttri viku. Nú hafa fundist þar lík 6000 manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.