Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 24
24 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Vegurinn til bættra lífskjara Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og 18 aðrir þingmenn flokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem gerir ráð fyrir kjöri sjö manna þingnefndar um stefnumótun í stóriðjumálum. Nefndin á að kanna hagkvæmni framleiðslugreina, sem helzt koma til greina á sviði orkufreks iðnaðar, með tilliti til orkuverðs, flutningskostnaðar og markaðsmöguleika. Ennfremur að kanna möguleika á samvinnu við erlenda aðila á sviði tækni, fjármögnunar stóriðju og markaðsmála. Þá á nefndin að gera tillögur um stóriðjuframkvæmdir, sem hagkvæmt þykir að stofna til, um eignaraðild, fjármögnun, orkuöflun, orkuverð og önnur rekstrarskil- yrði svo og staðsetningu iðjuvera. Þegar Islendingar deildu sem ákafast um álverið í Straumsvík, 1965—66, vóru þeir 190.000 talsins. Áratug síðar var íbúatalan komin í 220.000. Áætluð íbúatala eftir 20 ár er rúmlega 300.000 einstaklingar. Ef tryggja á vaxandi þjóð okkar atvinnuöryggi á komandi árum og áratugum og sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðir búa við, er óhjákvæmilegt að nýta í verulega meira mæli en nú er þriðju auðlindina, orkuna í fallvötnum og jarðvarma, og þá í tengslum við orkufrekan útflutningsiðnað. Bætt lífskjör verða ekki tryggð nema um aukna verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum og vaxandi þjóðartekjur; en þetta tvennt, verðrr.ætasköpunin og þjóðartekjurnar, sníða þjóðinni þann lífskjarastakk, sem hún verður við að búa. Félagsleg þjónusta í þjóðfélaginu, svo sem fræðslumál, heilbrigðismál, tryggingarmál o.s.frv., er ekki síður háð verðmætasköpun og efnahag þjóðarinnar en aðrir samfélagsþættir. Sjávarútvegur og landbúnaður verða óhjákvæmilega áfram veiga- miklar stoðir í þeirri verðmætasköpun þjóðarbúsins, sem ber uppi lífskjör okkar, en afrakstursgeta þeirra virðist fullnýtt, miðað við stofnstærð nytjafiska og markaðshorfur búvöru, jafnvel ofnýtt á sumum sviðum. Þess vegna verður sú verðmætaaukning, sem tryggja á framtíðaratvinnuöryggi okkar og batnandi lífskjör, ekki sízt að koma frá þriðju auðlindinni, orkunni, og þeim framleiðslumöguleikum, er henni tengjast. Alþýðubandalagið, sem nú fer með orku- og iðnaðarmál, hefur allar götur staðið þvert'í vegi stórvirkjana og stóriðju. Ef Alþýðubandalagið hefði ráðið ferð í þessum málum sl. 15 ár væri hér hvorki álver né járnblendiverksmiðja í dag. Þegar rætt var um^lver á sinni tíð, m.a. til að gera 210 MW Búrfellsvirkjun mögulega, gerðu gagnrýnendur álversins tillögu um 70 MW virkjun. Þegar barist var fyrir heimildarlögum um tvær 170 MW virkjanir við Sigöldu og Hrauneyja- foss töluðu hinir þröngsýnni stjórnmálamenn um 30 MW virkjunarkost. Alþýðubandalagið er enn við sama heygarðshorn þröngsýni og úrtölu, varðandi þá kosti í þjóðarbúskapnum, sem einir virðast færir til að tryggja þjóðinni sambærileg lífskjör á komandi árum og áratugum og nágrannar búa við. Tillaga sjálfstæðismanna varðar hinsvegar veginn til bættra lífskjara. Þjóðin mun fylgjast af gaumgæfni með afgreiðslu hennar á Alþingi næstu vikurnar. Furðulegur úrskuröur þingforseta Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í fyrradag að forseti Sameinaðs þings, Jón Helgason, neitaði kröfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að taka málefni Flugleiða upp utan dagskrár þann dag. Það hefur gerzt æ oftar hin síðari ár, að þingmenn hafa kvatt sér hljóðs utan dagskrár til þess að fjalla um aðkallandi málefni. í sumum tilvikum hefur að vísu verið um auglýsingabrellu að ræða en í öðrum tilvikum hefur verið rökstudd ástæða til þess að taka mál upp skjótar en venjur þingsins og reglur segja til um. Það er svo fátítt, að beiðni þingmanna um að taka mál upp utan dagskrár sé neitað, að full ástæða virðist til að krefjast greinargerðar frá forsetum þingsins um nýleg fordæmi slíks. Kjarni málsins er þó sá, að í þessu tilviki er neitað kröfu um umræður utan dagskrár um mjög aðkallandi málefni. Ríkisstjórnin hefur gefið mjög óljós og þokukennd svör um það, hvernig hún hugsar sér að haga bakábyrgð vegna væntanlegs Atlantshafsflugs Flugleiða. Fjármálaráð- herra hefur sett skilyrði fyrir ríkisábyrgð vegna almenns reksturs Flugleiða, sem jafngilda í raun neitun af hans hálfu. Þetta þýðir í fyrsta lagi, að fullkomin óvissa ríkir um endurráðningar vegna Atlantshafs- flugs, í öðru lagi að óvissa ríkir um atvinnuöryggi þeirra starfsmanna Flugleiða, sem eftir eru og í þriðja lagi að samgöngum innan lands og milli landa er stefnt í hættu. Þótt íslenzkir stjórnmálamenn virðist ekki skilja það, þarf atvinnurekstur á skjótari ákvörðunum að halda en flestir þeirra hafa tamið sér. Við þetta bætist, að ráðherrar eru ósammála um það hvernig halda ber á málefnum Flugleiða. Þess vegna var mjög brýnt að fá úr því skorið strax í þessari viku, hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Rökstuðningur forseta fyrir því að neita beiðni um þessar umræður var ekki sannfærandi. Augljóst er að í þessu tilviki hefur forsetavaldi í Sameinuðu þingi verið beitt til þess að koma í veg fyrir umræður, sem m.a. hefðu leitt í ljós þann djúpstæða ágreining, sem um þetta mál er í ríkisstjórninni. Afstaða formanns Alþýðuflokksins er heldur ekki traustvekjandi. Fyrir honum hefur vakað annað en það að fá skjót og skýr svör um stefnu ríkisstjórnarinnar í Flugleiðamálum. —----------- ■ - ■ ■ ■ ■ ■ i i . MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 SÖLUMÁL saltfisks hafa mjög verið til umræðu upp á síðkastið. Það kom nýlega fram í fréttum að árið 1980 er mesta framleiðsluár í saltfiski síðan 1952 en framleiðslan er talin verða um 50 þúsund tonn í ár en var 63 þúsund tonn árið 1952. Sölusamband íslenzkra fiskfram- leiðenda, sem eru samtök allra saltfiskframleiðenda í landinu, annast sölu á saltfiskinum á mörk- uðum erlendis og hefur þegar verið samið um sölu á 45—47 þúsund tonnum af blautsöltuðum saltfiski af hinum ýmsu stærðar- og gæða- flokkum. Áf þessu magni hafa um 20 þúsund tonn verið seld til Portúgals, sem er stærsti kaupand- inn að íslenzkum saltfiski. Verð- mæti saltfiskútflutningsins fyrstu átta mánuði ársins er nálægt 50 milljörðum íslenzkra króna. Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grindavík, hefur verið í fararbroddi í saltfiskmálum í rúmlega 20 ár, en hann hefur átt sæti í stjórn SÍF síðan 1960, fyrst sem varaformaður en sem formað- ur síðan 1965. Morgunblaðið átti samtal við Tómas um ástand og horfur í saltfiskmálum okkar og þróun þeirra mála. „Við harðnandi samk er aðeins til eitt sv; að halda áfram á söma —Hver voru tildrögin að stofnun Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda Tómas? —Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda eru samtök allra saltfiskframleiðenda í landinu. Samtökin voru formlega stofnuð árið 1932 með tilstuðlan helstu útflytjenda í saltfiski og ríkis- bankanna. Samtökin urðu til eftir mjög mikla erfiðleika, sem urðu almennt á fiskmarkaði um 1930. Saltfiskframleiðendur í landinu hafa því í hartnær 50 ár staðið sameinaðir í saltfisksölumálum sem og öðrum hagsmunamálum sínum. Það má segja að við séum eina landið, sem náð hefur þessari stöðu að undanskildum Færeying- um, en það er aðeins á allra síðustu árum að þeir hafa selt sína framleiðslu í gegnum einn aðila. Aðrar þjóðir líta fyrirkomulag okkar öfundaraugum og hafa haft áhuga á því að vinna að saltfisk; málum á svipaðan hátt og við. I þeim hópi eru helstu keppinautar okkar, Norðmenn, þar sem margir smáir aðilar glíma á markaðnum og Kanadamenn, en þeir eru smám saman að falla í eina heild. Saltfiskframleiðsla í báðum þess- um löndum er stórlega styrkt af ríkinu. —Hvernig eru samtökin byggð upp? —Æðsta stjórn félagsins er í höndum aðalfundar, sem haldinn er árlega. Þar eru málin gerð upp og lokauppgjör fer fram við hvern og einn framleiðanda. Hann fær það sem honum ber í samræmi við sölur og ef svo illa fer að vandræði koma upp verða menn kannski að taka á sig skuldabyrði en það er nú afar fátítt. En sem sagt, það er alger samvinnugrundvöllur á sam- tökunum. Eðlilega skiptast menn á 'skoðunum í svona stórum heild- arsamtökum en öll skoðanaskipti hafa endað á einn veg, menn telja hag sínum bezt borgið í þessum samtökum. Núna eru um 250 framleiðendur í SÍF og þeir hafa verið á bilinu 220—270 í þau rúm 20 ár, sem ég hef verið þar í stjórn. Framleiðendurnir eru dreifðir um allt land og þeir eru misstórir eins og gengur, framleiðslan hjá sum- um er kannski 20—30 tonn en hjá öðrum fer hún upp í 1500—2000 tonn á ári. Á aðalfundinum er kosin 7 manna stjórn og 7 manna varastjórn, en varamennirnir hafa verið boðaðir á alla stjórnarfundi a.m.k. síðan ég tók við svo segja má að 14 manna stjórn sé í SIF. Einnig er kosin á aðalfundinum 9 manna hagsmunanefnd, sem vinn- ur að ýmsum málefnum, sem stjórnin vísar til hennar og gætir hagsmuna samtakanna út á við á sviðum, sem lúta að útreikningi. í 20 ár í stjórn SÍF —Hvenær komst þú til samtakanna? —Það má nú segja að ég hafi lítið gert annað í lífinu en koma nálægt veiðum og vir.nslu. Það má segja að ég tengist SÍF óbeint strax á öðru ári samtakanna er ég fór á sjóinn, en þar var ég næstu tólf og hálfa árið. Árið 1959 var ég valinn í undirbúningsnefnd sem vann að útreikningum á verði og framleiðslukostnaði. Slíkt hafði ekki verið gert hér áður en nú tíðkast þetta alls staðar og er auðvitað komið í miklu fullkomn- ara form. Við vorum nokkrir menn sem komum nýir inn í þessa nefnd og margir okkar lentu í stjórninni. Ég tók sæti í henni 1960, var varaformaður 1963— 1964 en tók við formennsku 1965. —Hvernig var ástandið í markaðsmálum þegar þú komst í stjórnina? —Þá var við vissa erfiðleika að etja á markaðnum t.d. Spánar- markaði. Á þessum árum var að verða breyting á framleiðsluhátt- um okkar, þjóðin var upptekin við önnur störf en hina hefðbundnu saltfiskverkun, sem ég hef stund- um kallað sterkasta hornsteininn undir íslenzka lýðveldinu og sjálf- stæði okkar. Fólkið var upptekið við síldina og freðfiskvinnsluna, sem stöðugt jókst, og önnur ný verkefni, sem skapast höfðu í þjóðfélaginu. Við þurftum að fara að selja saltfiskinn út blaut- verkaðan í stað þess að selja hann út þurrkaðan eins og áður. Þessa sveifla var erfið við að eiga og Spánn, sem hafði keypt mikið af þurrfiski, dró verulega úr kaupum og salan þangað fór alveg niður í 162 tonn árið 1960. Síðan var það okkar hlutverk að að vinna að því að þeir tækju við blautum fiski. Það var ekki mjög erfitt því Spánverjar voru sjálfir farnir að óska eftir blautum fiski, því þeir sáu að þeir gátu þurrkað fiskinn fyrir minni pening en við, þar sem þeir búa í heitara loftslagi en við og hafa betri skilyrði til að þurrka fisk. Sama var að segja um Portúgali, þeir höfðu góða aðstöðu til að þurrka fiskinn og þeir tóku það verk í sínar hendur. Það hefur ekki tekist þrátt fyrir tilraunir af okkar hálfu að ná þessari verkun inn í landið aftur. Með tilkomu frystingarinnar gerðist það að gæði saltfisks rýrnuðu. Ástæðan var sú að betri tegundir af fiski voru teknar í frystingu og afgangurinn fór í salt. Og með tilkomu skreiðarinn- ar urðu enn sveiflur hjá okkur, lakari tegundirnar voru hengdar í stórum stíl upp á hjalla og fluttar til Nígeríu. —Hver eru okkar mikil- vægustu markaðslönd? Portúgalsmarkaður mikilvægastur Fyrst ber að nefna Portúgal, sem er okkar stærsta og mikil- vægasta viðskiptaland í saltfiski og reyndar hefur Portúgal verið í þriðja og fjórða sæti í heildarút- flutningi Islendinga. Þeir hafa keypt af okkur mikið magn á undanförnum árum og mest keyptu þeir árið 1976 eða nær 29 þúsund tonn af blaut- og þurrfiski. I fyrra keyptu þeir um 16,500 tonn. Lengi vel var innflutningur til íslands á portúgölskum vörum að kalla má enginn. Eðlilega hlaut að koma að því að þeir óskuðu eftir að við keyptum meira af þeim. Við gerðum allt sem við gátum til þess að greiða fyrir því en þessi viðleitni dugði ekki til og árið 1978 lokuðu þeir markaðnum og sögðust ekki vera kaupendur að okkar fiski nema við gerðum stórátak í kaupum frá þeim. Sú glíma stóð í marga mánuði og var erfið. Fiskurinn lá í geymslum frá vertíð og fram á haust. Hann lá undir skemmdum og var ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.