Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 25 i Útskipun á saltfiski fyrr á árum. eppm ar, l braut“ Tómas Þorvaldsson. Viðtal við Tómas Þorvaldsson formann SÍF, sem starfað hefur að saltfisksölu- málum í rúm 20 ár annað að sjá en hann yrði ónýtur í höndunum á okkur. Þá var ha- ldinn sá lengsti stjórnarfundur, sem ég hef setið. Stóð hann með hléum í rúmar tvær vikur. Við vorum í nánu samstarfi við ríkis- stjórnina um lausn málsins, aðal- lega forsætis-, viðskipta- og sjáv- arútvegsráðherrana. Árangur af þessu starfi kom fram í auknum innkaupum íslendinga frá Portú- gal. Við höfum t.d. keypt af þeim olíuvörur, hverfla í virkjanir í Saltfiskstæöa. gegnum íslenzkan umboðsaðila og síðast en ekki síst var samið um smíði tveggja togara, sem Portú- galarnir lögðu mikla áherslu á að yrðu smíðaðir þar í landi. Viðskiptin við Portúgal hafa lengst af verið í gegnum ríkisfyr- irtækið Reguladora. Árið 1967 voru saltfiskinnkaup gefin frjáls þar í landi. Sumir af okkur beztu kaupendum síðar hafa sagt okkur að þeir hafi lítið kunnað til slíkra milliríkjaviðskipta. Einn þeirra sagði reyndar við mig, þá á fimmtugsaldri, að hann hefði aldrei kosið í almennum kosning- um þegar innkaupin voru gefin frjáls 1967. Auðvitað skapaði þetta erfiðleika fyrir okkur því það voru tugir aðila, sem vildu eiga við okkur viðskipti. Við þurft- um því að velja úr þá sem við töldum trausta viðskiptaaðila. Þetta tók ýmsar veltur fyrstu árin og ekki voru allir jafn traustir. Sumir urðu aldrei kaupendur þótt þeir hefðu uhdirskrifað samninga af ýmsum ástæðum en þó einkum vegna erfiðleika á að fá innflutn- ingsleyfi hjá Reguladora. Regula- dora veitti, og veitir enn, innflutn- ingsleyfi á saltfisk og freðfiskaf- urðum. En þegar árin liðu var kominn nokkur stöðugleiki á þetta og við vorum komnir með 4—5 stóra og góða viðskiptaaðila þegar markaðnum var aftur breytt eftir byltinguna 1974 og ríkisfyrirtækið Reguladora tók aftur við innkaup- um á saltfiski. Þannig er staðan enn í dag, Reguladora er eini aðilinn í Portúgal, sem hefur leyfi til innkaupa á saltfiski. Þetta eru reglur í Portúgal, sem við verðum að virða. Stóra sveiflan Árin 1967 og ’68 kom stærsta sveifla í markaðsmálum sem orðið hefur síðan ég fór að skipta mér af þeim. Markaðsverð almennt duttu niður um 50% og geysilegt magn af fiskafurðum, frosnum og sölt- uðum, hlóðst upp í birgðum í framleiðslulöndunum. Þegar líða tók á árið 1968 lá mikið óselt hjá okkur af saltfiski og allt lá undir skemmdum því að kæligeymslur voru litlar og við illa undirbúnir að geyma fiskinn yfir heitasta tímann. Ofan á bættist sá vandi að skreiðarmarkaðarnir í Nígeríu lokuðust um sama leyti af alkunn- um ástæðum og blasti nú við mikill vandi. Við ákváðum að leggja mjög hart að okkur við söluna og gerðum harða hríð að markaðnum bæði i Portúgal og Suður-Ameríku. Þetta voru hörð átök, sem stóðu í sjö mánuði. Voru ótal söluferðir farnar til útlanda og fórum við Helgi Þórarinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, í þær flestar. Við lögðum áherslu á það að reyna að selja Portúgölum saltfisk í lakari gæðaflokkunum, fisk sem hefði farið í skreið ef Nígeríumarkaðurinn hefði ekki lokast vegna Biafrastríðsins. Þetta tókst, Portúgalarnir juku saltfiskkaupin og síðan hefur okkur tekist að halda markaðnum þar fyrir lakari og verðminni fiskinn m.a. vegna þess að þörf þeirra jókst fyrir aukin matvæli þegar Portúgalir þurftu að taka við miklum fjölda fólks frá fyrrum nýlendum sínum, Angola og Mosambique. Þeir voru kaupendur að þeim fiski, sem ekki gekk á aðra markaði. Þeirra stefna er að kaupa sem mest magn af mat fyrir þá fjárveitingu, sem veitt er til fiskinnflutnings ár hvert. Þetta var og er á margan hátt hag- kvæmt fyrir okkur og leysti þann vanda sem skapaðist vegna lokun- ar skreiðarmarkaðanna. Nú hafa þeir verið opnaðir á nýjan leik og hefur það að sjálfsögðu geysilega þýðingu. Spánn er næst stærsti markað- urinn okkar. f fyrra seldum við þangað um 11,300 tonn af blaut- verkuðum fiski og fyrstu átta mánuði þessa árs hefur verið afskipað þangað um 10 þúsund tonnum. Um það leyti sem ég kom í stjórn SÍF hafði Spánarmarkað- urinn dottið niður úr öllu valdi t.d. seldum við aðeins 162 tonn þangað árið 1960 eins og áður segir en tekist hefur að halda þeim mark- aði traustum síðan og salan þang- að hefur aldrei verið meiri en einmitt í fyrra og í ár. Spánverjar kaupa aðallega stórfisk af 1. og 2. gæðaflokki. Markaðurinn á Ítalíu hefur ver- ið nokkuð stöðugur á undanförn- um árum og þangað höfum við einnig selt að meginhluta fisk í 1. og 2. gæðaflokki og nokkurt magn af þunnildum. í fyrra seldum við þangað 7,500 tonn og fyrstu átta mánuði þessa árs var búið að afskipa þangað um 5 þúsund tonnum. Grikkland hefur sömu- leiðis verið allstöðugt markaðs- land á undanförnum áfum og þangað seldum við í fyrra rúmlega 4,600 tonn og höfum afskipað þangað 3,400 tonnum það sem af er þessu ári. Til Grikklands höfum við aðallega selt smærri fisk, neysluvenjur eru þannig í Grikk- landi að húsmæðurnar velja frek- ar minni fisk. Suður-Ameríkumarkaðurinn hefur nær eingöngu tekið við þurrkuðum saltfiski og þar hafa orðið mjög miklar sveiflur. Til dæmis varð mikil sveifla árið 1962 þegar Kúba lokaðist alvég en hafði keypt 1—2 þúsund tonn árlega. Markaðurinn á Kúbu hefur ekki opnast aftur þrótt við höfum gert ítrekaðar tilraunir til þess. Bras- ilía hefur verið lang mikilvægasta markaðslandið í Suður-Ameríku en þar hafa sveiflurnar verið mjög miklar. í fyrra keyptu Brasilíu- menn 1,100 tonn en árið 1969 keyptu þeir rúmlega 4,200 tonn. Munurinn er mikill. Þá má enn- fremur nefna sem dæmi um sveifl- urnar á Brasilíumarkaði að árið 1976 keyptu Brasilíumenn 2,378 tonn en aðeins 743 tonn árið eftir. Líta á markaðinn í heild —Er ekki vandasamt í byrjun tímabils að gera sér grein fyrir því hvernig fram- leiðslan muni verða saman- sett og hvernig haga skuli á sölumálunum? — I upphafi hvers árs verður að líta á markaðinn í heild og hafa góða yfirsýn yfir hann. Því þótt saltfiskur sé talinn einfaldur í framleiðslu skipta verðtegundirn- ar hundruðum svo og merkingar. Maður verður því að líta á öll markaðssvæðin og reyna að gera sér í hugarlund hvernig fram- leiðslan verður. Ég vil einnig nefna það að góða yfirsýn þarf að hafa á afskipunum. Erfiðleikarnir eru oft miklir í sambandi við þær því oft þarf að lesta eitt og sama skipið í allt að 22 höfnum. Árið 1965 réðst SÍF í byggingu kæli- geymslu við Keilugranda í Reykja- vík. Þessi geymsla er aðallega notuð fyrir landsbyggðina, því alltaf verður að raða sérstaklega í skipin með tilliti til markaðanna og allra framleiðenda, stórra og smárra, hvaðanæva af landinu. Þetta er ekki hægt að gera í mörgum höfnum úti á landi og því er fiskurinn fluttur til birgða- stöðvar SÍF, áður en honum er skipað úr landi. Þessi geymsla er yfirleitt meira og minna full en hún tekur 1400 tonn. Þá er þar ennfremur umbúðageymsla og að- staða fyrir merkingar. Óhætt er að fullyrða að bygging geymslunn- ar hefur orðið sterkur félagslegur þáttur hjá SÍF. —Hver éru okkar helstu samkeppnislönd á saltfisk- mörkuðunum? —Samkeppnislöndin eru aðal- lega Noregur, Færeyjar og Kan- ada. Spánn og Portúgal hafa lengi verið með stærstu framleiðendum en verulega hefur dregið úr fram- leiðslu hjá þessum þjóðum vegna þróunar hafréttarmála, en sem kunnugt er hefur útfærsla fisk- veiðilögsögu hjá þjóðum heims þrengt að mörgum fiskveiðiþjóð- um. Portúgalar hafa í nokkrum samningaviðræðum mjög reynt að komast inn í íslenzka landhelgi. Islenzk stjórnvöld hafa ætíð fylgst vel með þeirri þróun og staðið fast gegn ásælni þeirra í þeim efnum sem og annarra þjóða. Full sam- staða hefur verið um það að opna aldrei möguleikann á því að Portúgalar eða Spánverjar kæm- ust inn í landhelgina, hvorki í gegnum framdyrnar eða bakdyrn- ar. Þegar ég tala um bakdyrnar á ég við þær óskir Portúgala að fá að koma hingað með veiðiskip sín til að kaupa nýjan fisk, sem síðan yrði unnin í Portúgal. Ég minnist þess að fyrir tveimur árum kom ósk til LIÚ um að kaupa mikið magn af nýjum fiski. Það var mat allra, að það væri ekki þjóðhags- lega hagkvæmt. —Hefur okkur tekist að halda gæðum saltfisksins í gegnum árin? Gæðunum hefur hnignað og liggja til þess nokkrar ástæður. Stærsti þátturinn er sá, að þegar frystingin varð ríkjandi fór bezti fiskurinn í frystingu en afgangur- inn í salt. Annar stór þáttur er sá að nú eru veiðiskipin og þá helst togararnir oft mjög lengi á veið- um, allt að 15 daga. Það lakasta af aflanum er tekið í salt og óumdeil- anlega fer sá fiskur í lökustu gæðaflokkana, sem enginn mark- aður tekur við nema Portúgal. Ferðirnar skipta hundruðum . —Nú hefur þú staðið í fremstu víglínu í saltfisk- sölumálum í rúmlega tvo áratugi. Er engan bilbug á þér að finna? —Ég hef verið kosinn í stjórn SÍF á hverju ári siðan 1960. Það eru orðin nokkur misseri síðan ég ætlaði að draga mig í hlé en af ýmsum orsökum hefur það ekki orðið. Það er eins og einhver sagði, 20 ár eru drjúgur spölur af mannsævi en miklu meira er það af starfsævi. Ég hef tekið þetta starf á þann hátt að leggja mig allan í það með þeirri orku og þeirri þekkingu, sem ég hef yfir að ráða og lagt mikið í starfið bæði hér heima og og á mörkuðunum. Oft hefur orðið að glíma við ýmis vandamál hér heima, ekki síst þegar undir högg hefur verið að sækja í markaðslöndunum. Ferð- irnar sem ég hef farið til útlanda vegna starfa minna fyrir SÍF skipta ekki tugum heldur hundr- uðum. Ég hef farið til allra Evrópulanda, lítils háttar austur fyrir járntjald og meginhlutann af Suður-Ameríku. Upp á síðkastið hef ég dregið mig dálítið í hlé og liggja til þess ýmsar ástæður. Tækninýjungar hafa gjörbreytt samböndum okkar við markaðs- löndin, bæði flugsamgöngur, síma- og telexsambönd hafa gert það að verkum að leysa hefur mátt ýmis mál á einfaldari hátt fen áður. —Og að lokum Tómas, hverjar telur þú horfurnar í saltfiskmálum okkar? —Ég verð að segja að ég ber dálítinn ugg í brjósti að okkar hlutur geti orðið erfiður. Við fáum vafalaust harða samkeppni frá Norðmönnum og Kanadamönnum, sem ríkisstyrkja saltfiskfram- leiðslu sína verulega. En við því er ekkert svar annað en að halda áfram á sömu braut, hér eftir sem hingað til, og þó syrti í álinn um stund í einu markaðslandinu verð- um við að gera allt sem í okkar valdi stendur og halda kaupendum og neytendum við efnið, þannig að neyzluvenjur leggist hvergi niður í þessum efnum. -SS. Matsmannanámskeið í birgðastöð SÍF í gær. Ljósm. mm. EmiHa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.