Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
umsjón: Sighvatur Blöndahl
Fréttir frá Svíþjóð
NEYTENDAVERÐ hækkaöi um nærri 1,4% í september
sl. í Svíþjóð og er heildarhækkun neytendaverðs fyrstu
níu mánuði ársins því um 9,9% samkvæmt upplýsingum
sænsku Hagstofunnar.
UM 88 þúsund Svíar voru atvinnulausir í septembermán-
uði, en það er sami fjöldi og var án vinnu í ágúst. Það eru
um 2% vinnufærra manna í landinu.
I.jósmynd Mhl. ÖI.K.M.
Ilrimir SÍKurðsson, t.v., ok BjörKvin GuAmundsson við einn hinna
nýju skerma.
Alþjóðalánamarkaðir:
Bandaríkin liafa
mest lánstraust
- íslendingar eru í 38. sæti
BANDARÍKIN haía mest
lánstraust allra þjóða á
alþjóðlegum lánamark-
aði um þessar mundir, en
þau voru komin niður í
þriðja sæti fyrir rúmlega
sex mánuðum. Þetta er
niðurstaða könnunar,
sem framkvæmd var bæði
hjá vestur-þýzkum og
svissneskum bönkum ný-
verið.
I öðru sæti eru svo Svisslend-
ingar, en þeir komust upp í efsta
sætið fyrir sex mánuðum, og í
þriðja sæti koma svo Vestur-
Þjóðverjar.
Að mati sérfræðinga komast
Bandaríkjamenn nú í efsta sæti
einungis vegna efnahagslegra
vandræða í Sviss og Vestur-
Þýzkalandi, en ekki vegna þess,
að ástandið hafi batnað svo mjög
hjá þeim heima fyrir.
Þau ríki, sem mest féllu á
listanum, eru íran, sem féll úr
72. sæti niður i 89. sæti og
Líbería, sem féll úr 69. sæti
niður í 80. sæti. Þá halda Suður-
Kóreumenn áfram för sinni
niður listann. Þeir féllu úr 24.
sæti fyrir sex mánuðum niður í
30. sæti og nú falla þeir úr 30.
sæti niður í 43. sæti.
Tiu efstu ríkin
á listanum voru:
1 Bandaríkin
2 Sviss
3 Vestur-Þýzkaland
4 Japan
5 Kanada
6 Frakkland
7 Holland
8 Bretland
9 Ástralía
10 Noregur
Við samantekt á Vestur-
Evrópuríkjum kemur í ljós, að
Islendingar eru þar í þriðja
neðsta sæti, aðeins Portúgalar
og Júgóslavar koma þar á eftir.
Islendingar eru númer 38 á
heildarlistanum yfir heiminn.
Útflutningur hefur aukist
verulega til EFTA-landanna
- en dregist saman til Bandaríkjanna og Bretlands
Heildarútflutningur lands-
manna fyrstu sjö mánuði ársins
er að verðmæti rúmlega 226
milljarðar króna, en var á sama
tíma i fyrra tæplega 136 milljarð-
ar króna.
Við athugun á skiptingu út-
flutningsins milli ianda og lands-
svæða vekur það nokkra athygli,
að nokkur samdráttur hefur orðið
á útflutningi til þeirra tveggja
landa, sem á undanförnum miss-
erum hefur verið mest flutt til,
þ.e. Bandaríkjanna og Bretlands.
Hins vegar hefur orðið umtalsverð
aukning á útflutningi okkar til
landa innan EFTA, Fríverzlunar-
samtaka Evrópu.
Verðmæti útflutnings íslend-
inga til Bandaríkjanna á fyrstu
sjö mánuðum þessa árs er rúm-
lega 48 milljarðar króna, sem er
um 21,36% af heildarútflutningi
landsmanna. Á sama tíma í fyrra
var hlutfallið 26,96% og sé árið í
fyrra tekið í heild var þetta
hlutfall nærri 28%.
Verðmæti útflutnings okkar til
Bretlands nam alls 36,6 milljörð-
um króna fyrstu sjö mánuði árs-
ins, en það eru rúmlega 16%
heildarútflutnings landsmanna. Á
sama tíma í fyrra var þetta
hlutfall liðlega 18% og sé árið í
fyrra tekið í heild var þetta
hlutfall rúmlega 19%.
Verðmæti útflutnings lands-
manna til landa innan EFTA nam
á fyrstu sjö mánuðum ársins
rúmlega 39 milljörðum króna, sem
er 17,3% af heildarútflutningnum.
Utflutningur okkar til landa inn-
an EFTA var hins vegar á sama
tíma í fyrra aðeins 12,6% og allt
árið í fyrra var þetta hlutfall
13,66%.
Nokkur aukning hefur orðið á
útflutningi landsmanna til Aust-
ur-Evrópu fyrstu sjö- mánuði
þessa árs sé miðað við sama
tímabil í fyrra. Utflutningurinn
fyrstu sjö mánuðina var rúmlega
9,9% heildarútflutningsins, en
sambærileg tala fyrir síðasta ár er
8,8%.
Nýjung hjá Örtölvutækni sf.:
T öl vuskermar með
alíslenzku letri
TÖLVUVÆÐING, hér á
landi sem annars staðar.
hefur verið mjöK hröð á
undanförnum árum, og
notkun svokallaðra tölvu-
skerma hefur aukizt mjöK
mikið. Til skamms tíma
hefur ekki verið hægt að
fá tölvuskerma með alís-
lenzku letri, heldur hefur
verið vandamál með
hreiðu sérhljóðana.
Breyting er nú orðin á þessu
með tilkomu nýrra skerma frá
bandaríska skermafyrirtækinu
Beehive, en það er fyrirtækið
Örtölvutækni sf., sem hefur ha-
fið innflutniYig þeirra.
Morgunblaðið ræddi við tvo af
þremur eigendum fyrirtækisins,
þá Heimi Sigurðsson og Björgvin
Guðmundsson, og sögðu þeir
tæknimenn Örtölvutækni hafa
unnið um alllangt skeið að
breytingum á skermunum til að
henta á íslenzkum markaði,
þriðji eigandinn er Arnlaugur
Guðmundsson. — „Við brydduð-
um upp á þessu máli við forráða-
menn Beehive á sl. ári og tóku
þeir þegar vel í það,“ sagði
Heimir.
Heimir sagði að Beehive sér-
hæfði sig eingöngu í smíði
skerma og gæti því boðið betri
þjónustu en ella og því hefði það
ekki verið tiltökumál að breyta
skerminum fyrir íslenzkar að-
stæður. „Við fengum hingað til
lands um daginn 22 skerma, sem
fóru m.a. á Borgarspítalann,
Póst og síma og Landspítalann.
Þessa skerma er hægt að tengja
við flestar gerðir tölva sem er og
því vonumst við til þess að geta
þjónað nokkuð stórum hópi
viðskiptavina," sagði Heimir.
Eftir að hafa skoðað skerm-
ana, er óhætt að fullyrða, að
mjög gott er að vinna með þeim,
betra heldur en skermum, sem
enn hefur ekki verið breytt.
Að sögn Heimis kostar hver
skermur 15—1700 þúsund, eftir
því hversu fjölhæfur hann er, en
hægt er að fá a.m.k. tvær
útfærslur.
Fyrirtækið var stofnað á árinu
1978 og er því ungt að árum.
Heimir sagði, að mestur tími
hefði farið í hönnun og fram-
leiðslu á ýmis konar rafeinda-
búnaði, auk viðhalds á flóknum
rafeindatækjum. Þá hefur fyrir-
tækið nokkuð haft með ráðgjöf
fyrir einstaka fyrirtæki að gera.
Fyrsta tækið, sem Örtölvu-
tækni framleiddi, eftir hönnun,
var starfrænn hitamælir fyrir
hitasviðið -i-50 gráður til 150
gráður, og hafa nú verið fram-
leiddir liðlega 150.slíkir mælar.
Upphaflega gerð mælisins er
lítið breytt og hún er notuð sem
miðeining í stærri hitamælis-
kerfum. Mælar þessir hafa verið
settir í rúmlega 150 skip.
Annað tæki sem fyrirtækið
hefur framleitt í nokkru magni
er dýpismælir. Það er „kálfur"
sem tengist inn á dýptarmæli og
fær öll sín merki frá honum, en
sýnir dýpið stafrænt og má velja
milli aflestrar í metrum eða
föðmum. Upphaflega var mælir-
inn framleiddur fyrir eina gerð
af dýptarmælum, en tækinu var
síðan breytt þannig að tengja
má það við flestar gerðir.