Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Rafvirkjar —
Verkstjórn
Orkubú Vestfjarða óskar að ráða rafvirkja til
verkstjórastarfa með aðsetri í Bolungarvík.
Reynsla í verkstjórn æskileg.
Uppl. gefur Jón E. Guðfinnsson, yfirverk-
stjóri, sími 94-7277 og heima 94-7242.
Orkubú Vestfjaröa.
Eftirtaldar stööur við Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur er lausar til umsóknar:
Hjúkrunardeildarstjóra viö barnadeild.
Heilsuverndarnám áskilið.
Hjúkrunarfræðings viö húö- og kynsjúk-
dómadeild. Hálft starf.
Ljósmóður við mæðradeild. Hálft starf.
Skriflegar umsóknir berist hjúkrunarforstjóra
eigi síðar en 3. nóvember n.k.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiöslu Heilsu-
verndarstöövar Reykjavíkur.
Heiibrigðisráð Reykjavíkur.
Stokkseyri
Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðiö á Stokks-
eyri.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 3316
og á afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033.
Starfskraftur
óskast á skrifstofu við miðbæinn til starfa við
vélritun og bókhald. Vinnutími frá kl. 13—17.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf,
óskast sendar augl.deild Mbl. merkt: „Starfs-
kraftur — 4221,“ fyrir 25. október nk.
Hús verzlunarinnar
óskar eftir tilboðum í tvöfalt einangrunar-
gler.
Utboðsgögn fást hjá Tækniþjónustunni sf.
Lágmúla 5. Reykjavík.
Garðabær
Morgunblaðiö óskar eftir aö ráða blaðbera í
Grundir.
Sími 44146.
Vantar nokkra góöa
verkamenn
í byggingavinnu nú þegar. Ferðir úr og í
vinnu. Frítt fæði á staönum.
Upplýsingar í síma 74378.
Kristinn Sveinsson.
Viðskiptafræðingur
Útflutningsstofnun óskar að ráöa viöskipta-
fræðing til starfa sem fyrst. Nauðsynlegt er
að viðkomandi hafi góða kunnáttu í ensku og
einu Norðurlandamáli. Góð laun í boði fyrir
hæfan starfsmann.
Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendist Morgunblað-
inu sem fyrst, merktar: „Ú — 4327“. Farið
verður meö umsóknir sem trúnaðarmál, sé
þess óskaö.
raöauglýsingar — raöaugiýsingar — raöauglýsingar
kennsla | I til sölu I húsnæöi óskast i
Leiklistarnámskeið hefst laugardagínn 18. október. Byrjenda- flokkur og framhaldsflokkur. Innritun í síma 19451. Helgi Skúlason. Payloader til sölu Ámokstursvél International, H 30.B. meö 1200 lítra skóflu. Uppl. í símum 66391 og 43977 á kvöldin og um helgar. Lítil íbúð óskast til leigu sem næst miöbæ. Upplýsingar gefur Þor steinn Jónsson, heimasími 15361, vinnusím 28155.
Erna Þorsteinsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 21. desember 1929.
Dáin 13. október 1980.
Skjótt hefur sól brugðið sumri"
voru orð, sem helst tjáðu huga
minn og hjartslátt, þegar ég gat í
raun og veru trúað því, að hún
Erna systir mín væri dáin. Ég
iitaðist um. Þótt allt væri umvafið
ljóma upprennandi sólar eftir
hauststorm, bærðust hvarvetna
blikandi blóm og haustfölvinn
breiddist yfir hæðir og hlíðar.
Hún Erna sem alltaf hafði verið
svo hraust og kraftmikil, með sinn
vakandi huga, sitt hlýja hjarta,
sínar hagleikshendur. Hún hafði
svo snögglega óvænt, og alltof
snemma, meðan enn virtist hvergi
haustskuggi, orðið að lúta þeim
lögmálum sem felast í orðunum.
„Skjótt hefur sól brugðið sumri."
Hennar bjarta hlýja ævisól hnigin
til viðar, áður en nokkurn varði.
Við áttum samleið frá upphafi
sem börn á Akureyri. Og seinna
áttum við bæði heima í Neskaup-
stað. Ég man að alltaf var ég
hreykinn af þessari hugþekku,
myndarlegu systur, sem naut að-
dáunar og trausts samferðafólks-
ins á lífsleið sinni. I kvenfélögum
og slysavarnadeildum, og yfirleitt
þar sem samtaka og fórnandi
hendur gátu notið sín að störfum,
veit ég hana vinna heilshugar að
heillum samfélagsins.
Og samt var það ekki síður
gagnvart einstaklingum sem
henni fannst hún geta rétt hjálp-
arhönd. Sannarlega mátti þar um
hana segja:
Alla þá svm eymdir þjá
er yndi aó huKKa.
Lýsa þeim sem Ijósið þrá
en lifa í skuKKa.
Fr.G.
Þannig var hún í sannleika sem
önnur hönd eiginmanns síns, raf-
virkjans, en segja mætti, að í
þeirri iðn og dreifingu væri tákn
þess, sem breiða vill og breiða
kann varma, ljós og kraft á vegu
annarra.
Ég man hve oft ég varð þess var,
að Erna systir var einmitt kvödd
til aðstoðar þar sem undirbúin
voru hátíðarhöld og stórar helgi-
stundir bæði innan fjölskyldu
okkar og hjá vinum og forystuliði.
Alltaf var hún boðin og búin til
hins besta, þrek hennar, fórnar-
lund, dugur og dáðir í blóma áttu
sér ekki takmörk. Kannski unni
hún sér of sjaldan hvíldar. Starfið
var hennar hamingja ásamt heim-
ili barna og eiginmanns. Erna
systir mín var fædd á Akureyri 21.
desember 1929. Hún var þannig
jólagjöf foreldra sinna og okkur
öllum. Þá birtu bar hún alla tíð.
Foreldrar hennar voru hjónin
Þorsteinn Stefánsson húsasmiður
og Óla Sveinsdóttir. Við systkinin
vorum átta, og erum nú sjö á lífi
sem kveðjum þessa elskuðu syst-
ur. Ung giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Kristjáni Lundberg
rafvirkja og kaupmanni, Blómst-
urvöllum 1, Neskaupstað. Áttu
þau alltaf heimili sitt á Norðfirði
og var heimili þeirra af öllum þar
rómað fyrir prýði og myndarskap.
Það var ekki einungis að hún tæki
fullan þátt í starfsemi eiginmanns
síns heldur verzlaði hún hin síðari
ár sjálf með krystalsvörur og
listmuni.
Þau Erna og Kristján eiga fjóra
syni og er nú aðeins hinn yngsti á
heimili foreldra sinna. Hinir eiga
eigin heimili. Þeir eru: Þorsteinn,
giftur Björk Aðalsteinsdóttur og
eiga þau tvö börn, en Þorsteinn á
son frá fyrra hjónabandi. Sigur-
bergur, giftur Hafrúnu Kristjóns-
dóttur, Jóhann Sigurður, giftur
Ólöfu Sigurðardóttur og eiga þau
eitt barn. Kristján Örn, sá yngsti,
er því einn heima hjá pabba
sínum. En móðir okkar býr á
Hrísateig 43, Reykjavík. Skal þeim
öllum vottuð innileg hluttekning í
þessum sára og óvænta harmi. Við
eigum öll helgar minningar um
móður, húsfreyju, dóttur og syst-
ur, sem sannarlega mun vaka í
bæn og ást yfir vegum okkar allra
um ókomin ár. Haustblærinn and-
ar ilmi þessa yndislega kveðjandi
sumars, síðasta sumarsins hennar
Ernu yfir brautir okkar allra.
Stjörnurnar, sem brosa út í ómæl-
is geim kvöldsins að horfinni sól,
benda til ódáins heima, þar sem
andi góðrar móður og systur mun
vaka og blessa. Og þegar stormar
vetrarins fara um fjöll og strend-
ur hvert sem lífsins bylgja ber,
mun vorblær frá brosum og bæn-
um okkar góðu Ernu eiga kraft til
að vekja vonir sumarsins að nýju í
hverri sál.
Svo hlandast hvert minnsta ha narljoó
hrimjíný frá tímans öldum
ok verkin öll leKKjast i lífsins sjóö
undir loftsalsins hlikandi tjoldum.
E.B.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þráinn Þorsteinsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ckki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni. að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Ilandrit
þurfa að vera véirituð og með
góðu linubili.
'N
enna-
vinir
Stina Lundén.
Soltorpsv. 8,
18233 Danderyd,
• Sverige.
Sautján ára japönsk stúlka
með áhuga á tónlist, og teikn-
ingu.
Shigeyo Honda.
12—3 Tori-machi Kawagoe,
Saitama,
350 Japan.
Þrjátíu og tveggja ára ógiftur
bandarískur landbúnaðarráðu-
nautur óskar eftir að komast í
kynni við íslendinga af báðum
kynjum og á ýmsum aldri, þvi
hann hefur í hyggju að koma í
heimsókn til Islands sumarið
1981 eða 1982.
Gary Rhine,
2317 Delancey Place,
Philadelphia, Pennsylvania
19103, U.S.A.
Tvær 14 ára sænskar stúlkur
óska eftir pennavinum, strákum
eða stúlkum, á aldrinum 14 til 16
Rita Ohlsson,
Lyckebo,
S-27030 Lövestad,
Sverige.