Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
31
LIST:
Sýningar um helgina
Kjarvalsstaðir: Bragi Ásgeirsson
opnar yfirlitssýningu á verkum
sínum. Sýningin er í öllu húsinu
og er einhver viðamesta einkasýn-
ing sem haldin hefur verið hér á
landi. Sýningin stendur í tvær
vikur og lýkur 2. október.
Norræna húsið: Palle Nielsen
sýnir grafíkmyndir í anddyri
hússins. Sýningin stendur til mán-
aðamóta.
Jón Reykdal sýnir 21 olíumál-
verk og 27 grafíkmyndir í kjallara
hússins. Sýningin stendur til 26.
þ.m.
Iljúpið. Hafnarstræti: Magnús
Kjartansson sýnir málverk og
silkiprent. Sýningunni lýkur 22.
]).m.
Galleri Langbrók, Landslæknis-
húsinu á Bernhöftstorfu: Rúna,
Sigrún Guðjónsdóttir, sýnir leir-
myndir og teikningar. Sýningunni
lýkur annað kvöld, en er opin í dag
og á morgun frá kl. 14—18.
Mokka-kaffi, Skólavörðustíg:
Gunnar Hjaltason sýnir 33 mynd-
* ir málaðar á japanskan ríspappír.
Sýningu Rúnu i Galleri Langbrók lýkur annað kvöid. Hér er hún við
tvö verka sinna.
Sýningin stendur til mánaðamóta.
Safnahúsið á Selfossi: Svava Sig-
ríður Gestsdóttir sýnir olíumál-
verk, pastelmyndir og myndir
málaðar með kínversku bleki.
Sýningunni lýkur annað kvöld.
Nautið, Keflavík: Jesús Potenci-
ano sýnir olíumálverk.
Listaskáli ASÍ, Grensásvegi 16:
Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur sýnir vatnslitamyndir. Sýn-
ingin stendur til 9. nóvember.
Kirkjustræti 10: Sigrún Gísla-
dóttir sýnir collage-myndir. Sýn-
ingin stendur til 18. nóvember.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3: Hol-
lensk myndlistarsýning, Vídd á
pappír. Sýningin stendur til 16.
nóvember.
Jón Reykdal sýnir um þessar mundir 21 oliumálverk og 27
grafikmyndir i kjallara Norræna hússins. Hér er hann við eitt verka
sinna, Ast við fyrstu sýn.
Listmunahúsið, Lækjargötu: Sig-
ríður Björnsdóttir sýnir 70 Iands-
lagsmyndir og 7 afstraktmyndir.
LISTASKÁLI ASÍ:
Sigurður Thoroddsen
sýnir vatnslitamyndir
I DAG opnar Sigurður Thoroddsen sýningu á vatnslitamyndum í
Listaskála ASÍ að Grensásvegi 16.
Sigurður Thoroddsen er fæddur 24. júlí 1902 að Bessastöðum á
Álftanesi. í sýningarskrá frá Listaskálanum segir Sigurður m.a. um
myndlistarferil sinn: „Þegar ég lít til baka til kreppuáranna, sem voru
erfiðir tímar mörgum, get ég þó þakkað þeim þá tilviljun að ég tók til við
þessa iðju mína. Eg get líka verið hreykinn af því að hafa haldið henni
til streitu og ekki lagt hana á hilluna því ekki blés alltaf byrlega fyrir
mér, einkum varð ég var við að litið var niður á mig sem fúskara. Þó
voru á þessu undantekningar, og hvatningu fékk ég frá ýmsum."
Sýning Sigurðar Thoroddsen í Listaskála ASÍ stendur til 9. nóvember.
Sigurður Thoroddsen
Karlakórinn Fóstbræóur mun á
næstunni gangast fyrir skemmti-
kvöldum fyrir styrktarfólaga sfna í
félagsheimili kórsina aö Langholts-
vagi 109—111.
Skammtanir þessar veróa haldnar
föstudags- og laugardagskvöld
seinni hluta október og fyrri hluta
nóvember og hefjast kl. 20.30 öll
kvöldin. Fyrsta skemmtunin veröur í
kvöld.
Á skemmtununum syngur kórinn
nokkur lótt lög undir stjórn Ragnars
Björnssonar, einnig veröur einsöng-
ur og kvartettsöngur. Sitthvaö fleira
veröur til skemmtunar, sem Fóst-
bræörakonur hafa veg og vanda af.
Að lokum verður stiginn dans til kl.
3.00. Stjórnandi skemmtananna
veróur einn af fólögum kórsins,
Þorgeir Ástvaldsson.
Miðar i skemmtikvöldin veröa
afhentir og tekiö i móti pöntunum
daginn fyrir hverja skemmtun og
samdægurs milli kl. 17.00 og 19.00 í
Fóstbræöraheimilinu, sími 85206.
Húsió veröur opnaö kl. 20.00.
Atriði úr „Týndu teskeiðinni1* sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir i kvöld
og annað kvöld i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
LEIKLIST:
Leikfélag Sauðárkróks
sýnir „Týndu teskeiðina“
í KVÖLD og annað kvöld sýnir
Leikfélag Sauðárkróks leikritið
„Týndu teskeiðina“ eftir Kjartan
Ragnarsson í Félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi. Sýningarnar hefjast
kl. 21.00 bæði kvöldin. Leikstjóri er
Ásdís Skúladóttir. Jón Þórarinsson
gerði leikmynd.
Leikendur eru Elsa
Jónsdóttir, Hafsteinn Hannesson,
Helga Hannesdóttir, Haukur Þor-
steinsson, Jón Ormar Ormsson, Guð-
björg Hólm, Stefán Sturla Sigur-
jónsson, Guðbjörg Bjarman og Bragi
Haraldsson.
Leikfélag Sauðárkróks sýndi
„Týndu teskeiðina" á hinni áriegu
sæluviku Skagfirðinga í vor og á
leiklistarviku á Húsavík í byrjun
maí, þegar leikfélagið þar minntist
79 ára afmælis síns. Uppfærsla
leikfélagsins á þessu leikriti var
valin til flutnings á fyrstu leiklistar-
hátíð áhugaleikfélaga á Norðurlönd-
um, sem haldin var í Ábo í Finnlandi
í byrjun ágústmánaðar.
Skagaleik-
flokkurinn
frumsýnir
„Storminn“
eftir Siguró Róbertsson
Annað kvöld kl. 20.30, frumsýnir Skagaleikflokkurinn í Bíóhöllinni á
Akranesi leikritið „Storminn" eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri er Gísli
Halldórsson og leikmynd er eftir Jóns Þór Pálsson.
Æfingar á þessu verki hafa staðið yfir í sex vikur. í helstu hlutverkum eru
Kristján Elís Jónasson, Svala Bragadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og
Valdimar Friðriksson, en auk þeirra leika margir aðrir smærri hlutverk.
Önnur sýning Skagaleikflokksins á „Storminum" verður á mánudagskvöld kl.
20.30.
Sýningum íer nú að
fækka hjá Leikfélagi
Kópavogs á Þorláki
þreytta. Felldar hafa ver-
ið niður mánudagssýn-
ingar vegna æfinga á nýju
verki sem i uppsiglingu er
hjá félaginu. I kvöld kl.
20.30 verður Þorlákur á
fjölunum í Félagsheimili
Kópavogs í 46. sinn.
LISTMUNAHÚSIÐ:
NAUTIÐ í KEFLAVÍK:
Sigrún
Gísladóttir
opnar
sýningu
Sigrún Gísladóttir opnar í dag
sýningu á collage-myndum í
Kirkjustræti 10. Sýningin stendur
til 18. nóvember og er opin mánu-
daga til föstudaga kl. 9—18 og
laugardaga og sunnudaga kl. 9—
16. Aðgangur er ókeypis.
Jesús
Potenciano
opnar
sýningu
I gær opnaði Jesús Potenci-
ano málverkasýningu í veit-
ingahúsinu Nautinu í Kefla-
vík. Þar sýnir hann myndir
sem hann hefur málað á
Benidorm á Spáni og víðar,
þar sem hnn hefur starfað
sem fararstjóri. Sýningin
stendur til 26. þ.m. og er opin
frá kl. 11-22.