Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.10.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 Stefán Pálsson hæstaréttarlögmaður: Eru útvegs- menn undanþegnir byggingarleyfum? Dagana 14. og 16. október sl. fær Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ birtan greinaflokk í Morgun- blaðinu, sem hann nefnir „Deil- urnar um byggingu sumarbústaða LÍÚ að Hellnum“. Segist Jónas rita greinaflokkinn sem formaður sumarbústaðanefndar LÍÚ vegna þeirra deilna, sem staðið hafa yfir í tæp 3 ár á milli Landssambands íglenskra útvegsmanna og nokk- ' urra ábúenda að Hellnum, Breiðu- víkurhreppi, Snæfellsnesi, um staðsetningu 5 sumarbústaða, er samtökin hafa ætlað að reisa í landi jarðarinnar Skjaldartraðar, sem samtökin keyptu árið 1978. Ég vil sem lögmaður og tals- maður íbúa að Hellnum koma hér á framfæri nokkrum athugasemd- um og leiðréttingum í tilefni af greinarflokki Jónasar. un að reisa sumarbústaðahverfið engu að síður og í trausti þess að samtakamáttur útvegsmanna væri svo sterkur, að lögmæt yfir- völd eða „nokkrir ábúendur að Hellnum" fengju þar enga rönd við reist. Miðvikudaginn 9. júlí sl. mættu útvegsmenn mað jarðýtu og vöru- bíla að Hellnum og hófu að leggja veg að hinu fyrirhugaða sumarbú- staðahverfi sínu. Þegar íbúar að Hellnum urðu þessa varir, þá gerðu þeir embætti byggingar- fulltrúa Vesturlandsumdæmis að- vart, en slíkur hraði var á fram- kvæmdunum, að þegar varabygg- ingafulltrúinn kom á staðinn og lögreglan úr Stykkishólmi var verið að ljúka framkvæmdunum. Voru fyrirsvarsmenn útvegs- manna að vonum mjög roggnir vinnuflokkurinn hafði lokið verkinu. Ég vil með bréfi þessu tilkynna yður hr. sýslumaður um neitun áðurnefndra aðila á því að fara að fyrirmælum mínum og vænti þess að embætti yður fjalli um mál þetta eins og til er ætlast í 2. mgr. áðurnefndrar 31. gr. byggingar- laga.“ Grein sú úr byggingarlögum, er vitnað er til í bréfinu, er svohljóð- andi: „Ef byggingarframkvæmd er hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni, ef byggt er á annan hátt en leyfi stendur til eða ef bygging er tekin til annarra nota en byggingarnefnd hefur heimil- að, varðar það sektum. Enn frem- ur getur byggingarfulltrúi fyrir- skipað stöðvun slíkrar fram- IfTilnrnar um byggin§u sumari KðaLÍ.Ú.aðHellnum iVlllSt&Oa IU U-O t/M. m hrf( ;>ft h»nn rn ^ J* ^^rráöhrrra. — Vi-vn.i l«árr» ,ftr i ' rJ ' *'ni m*H* uns. „rtis1»ft Rétt er að leiðrétta þann mis- ■skilning útvegsmanna, að svo- nefndar deilur um byggingu sumarbústaða þeirra standi á milli þeirra og „nokkurra ábúenda að Hellnum". Staðreyndin er sú, að á árinu 1978, er útvegsmenn óskuðu leyfis til þess að fá að byggja sumarbústaðahverfi þétt ofan í Hellnabyggðinni, þá gagn- rýndu ábúendur og íbúar að Hellnum hina fyrirhuguðu stað- setningu sumarbústaðanna. Var fullkomlega eðlilegt að þeir tjáðu sig um málið í samræmi við ályktun sýslufundar á árinu 1977, en þar segir varðandi sumarbú- staðabyggingar í sýslunni „að ekki síst verði tekið fullt tillit til sjónarmiða þess fólks sem byggir viðkomandi svæði“. Þegar lögmætir umsagnaraðilar fjölluðu um byggingarleyfisum- sókn LIÚ, þá kom í ljós, að svo margt mælti í móti hinni fyrir- huguðu staðsetningu sumarbú- staðahverfisins, að byggingar- nefnd Breiðuvíkurhrepps sam- þykkti ekki hina fyrirhuguðu stað- setningu og embætti byggingar- fulltrúans í Vesturlandsumdæmi gaf því ekki út byggingarleyfi fyrir bústöðunum. Það er því ekki rétt, að útvegsmenn eigi í deilum við „nokkra ábúendur að Helln- um“ heldur hljóta deilur að standa við alia þá aðila, sem mælt hafa gegn hinni fyrirhuguðu staðsetn- ingu sumarbústaðahverfisins. Á meðal þessara aðila eru: Jarða- nefnd Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu, Byggingarnefnd Breiðu- víkurhrepps, Landnámsstjóri, Landnám ríkisins, Landbúnaðar- ráðuneytið, Byg '"garfulltrúinn í Vesturlandsumdæmi, Skipulags- stjórn ríkisins, Náttúruverndar- ráð og framkvæmdastjóri þess. Þegar fyrirsvarsmönnum LÍÚ var ljóst, að samtökin fengju ekki byRKÍöKarleyfi fyrir sumarbú- staðahverfi á óskastað sínum, þá virðast þeir hafa tekið þá ákvörð- yfir því hve vel þeim tókst. Næst gerist það þriðjudaginn 22. júlí sl. að flokkur manna á vegum útvegsmanna kemur að Hellnum með tæki til þess að bora fyrir undirstöðustöplum undir sumarbústaðina og einnig voru þar steypubílar til taks. Ibúar að Hellnum gerðu þá byggingarfull- trúa aftur aðvart og er rétt að birta hér bréf varabyggingar- fulltrúa, er hann ritaði sýslu- manninum í Stykkishólmi í tilefni af heimsókn þessari: „Þriðjudaginn 22. júní sl. kom vinnuflokkur á vegum Lands- sambands ísl. útvegsmanna að Hellnum á Snæfellsnesi, í því skyni að steypa undirstöður undir 5 sumarbústaði í landi Skjaldar- traðar. Embætti byggingarfulltrúa Vesturlandsumdæmis hafði ekki verið tilkynnt um framkvæmdir þessar fyrr en íbúar á Hellnum tilkynntu mér um vinnuflokkinn. Embætti byggingarfulltrúa hef- ur ekki gefið út byggingarleyfi fyrir áðurnefndum sumarbú- stöðum, enda hefur embættið ekki undir höndum nægjanleg gögn frá byggingaraðila s.s. afstöðuteikn- ingar, verkfræðiteikningar af und- irstöðum og staðsetning húsanna er umdeild. Undirritaður fór á staðinn og hitti þar Kristin Ragnarsson byggingameistara, sem var í fyrir- svari fyrir vinnuflokknum. Sagði ég honum að framkvæmdirnar væru ólöglegar og skipaði þeim að hætta. Kristinn varð ekki við þvi og hélt vinnuflokkurinn áfram framkvæmdum. Samkvæmt 31. gr. byggingar- laga nr. 54/ 1978 er lögreglu skylt að veita byggingarfulltrúa aðstoð í slíkum tilvikum sem að ofan greinir. Hringdi ég því ti! lögregl- unnar í Stykkishólmi og bað um aðstoð. Svo illa fór þó, að lögregl- an kom ekki á staðinn fyrr en rúmum sólarhring seinna er kvæmdar tafarlaust og fyrirskip- að brottnám byggingar eða bygg- ingarhluta. Er lögreglunni skylt að veita byggingarfulltrúa aðstoð við slíkar aðgerðir, ef þörf krefur. Byggingarfulltrúi skal, svo fljótt sem við verður komið, gera bygg- ingarnefnd grein fyrir slíku máli. Hlíti byggingaraðili ekki fyrir- mælum byggingarfulltrúa og lög- reglu um stöðvun eða brottnám framkvæmda, skal fara með málið að hætti opinberra mála. Sveitarsjóður á endurkröfu á byggingaraðila á öllum kostnaði, sem hann hefur haft af ólöglegri byggingarframkvæmd, og á sveit- arsjóður lögveð fyrir endur- greiðslukröfu sinni í öllu efni, sem komið er í hina óleyfðu byggingar- framkvæmd." Þegar íbúar að Hellnum voru þannig búnir að horfa upp á það í tvígang, að virðingarleysi LÍÚ- manna fyrir réttmætum yfirvöld- um var algjört, þá óttuðust íbú- arnir mjög, að næsta skref yrði það, að LÍÚ-menn kæmu með sumarbústaði sína í skyndingu og reistu þá á undirstöðunum, án þess að nokkur fengi vörnum við komið. Var þessi ótti orsök þess að íbúar að Hellnum gripu til þess eina urræðis, sem þeim vartiltækt til þess að stöðva hina ólögmætu framkvæmdir, þ.e. að fjarlægja hina nýsteyptu stöpla. Að lokum vil ég geta þess, að Landssamband íslenskra útvegs- manna á hér ekki í deilum við „nokkra ábúendur að Hellnum" heldur lögmæta framkvæmdaað- ila og yfirvöld í landinu. Af hverju geta útvegsmenn ekki beðið eftir því að fá byggingarleyfi eins og aðrir þegnar í landinu? Bygg- ingaryfirvöld í Vesturlandsum- dæmi eru engu ómerkari en bygg- ingaryfirvöld annars staðar á landinu og vona ég að LÍÚ-menn virði framvegis yfirvöld þessi meir en þeir hingað til hafa gert. Stefán Pálsson Akureyrar- pistill Þegar birt var greinin um gamla eplatréð á Ak- ureyri 12. ágúst sl., var þess farið á leit við lesend- ur þessara þátta að þeir skrifuðu okkur, væri þeim kunnugt um ræktun epla- trjáa eða annarra ávaxta- trjáa og hvern árangur sú iðja hefði borið. Ekki er nú hægt að segja að bréfum hafi rignt yfir okkur, en þó hefur verið hægt að birta einn viðbótarpistil (6. sept. nr. 268) og enn getum við aukið við þennan fróðleik með kafla úr ágætu bréfi sem þættinum hefur bor- ist frá hjónunum Guð- laugu Þorsteinsdóttur og Gesti Ólafssyni kennara, Goðabyggð 1, Akureyri, en þau eru kunn fyrir rækt; unarstörf sín þar í bæ. I bréfinu segir m.a.: „Við eigum tvö eplatré sem við á sínum tíma fengum frá Norður-Noregi og þá ör- smá. Nöfn þeirra eru Mal- us baccata, sem nú or um kannski höfum við ekki lagt nógu mikla rækt við það. Þá erum við með álm sem þrífst mjög vel og sömuleiðis tvær aspir sem eru orðnar gríðarlega háar og fallegar og svo auðvitað þessi sígildu tré, reynivið og birki, sem við höfum þurft að grisja nokkuð. Sömu sögu er að segja af öðrum ávaxtarunnum, þeir blómstruðu lítið sem ekk- ert í sumar, t.d. gaf ribsið ekkert af sér, heldur ekki sólber eða hindber, en ör- lítið kom á stikilsberja- runnana, þeir bregðast næstum aldrei og er alltof lítið ræktað af þeim á Islandi og frekar fáir sem þekkja þá. Og nú vonum við að þetta góða sumar í ár gefi mikinn gróður og ávexti næsta ár.“ Undir þessi orð tökum við heils hugar jafnframt því sem við þökkum þetta fróðlega bréf og væntum að fleiri lesendur fáist. til Myndin er tekin 8. ágúst 1977 í garði Guðlaugar og Gests að Gnoðabyggð 1, Akureyri. Upp við húsvegginn eru eplatrén sem um er getið í greininni og eru á þeim mörg hálfþroskuð epli. Má glöggt marka hæð trjánna sé hún borin saman við hæð kvennanna sem á myndinni eru. 4,5 m á hæð og Safstaholm um 3,5 m og hafa þau dafnað vel og verið mikið augnayndi, en þau eru milli 18—20 ára gömul. Að vísu hafa þau ekki gefið mikið af sér, en alltaf eitthvað, þangað til í sumar, að ekki kom eitt einasta blóm á þau. Mesta uppskeran var árið 1977 að við fengum 4 kg og bjó ég til úr þeim eplahlaup sem var hreinasta lostæti. Við erum sannfærð um það, að hægt er að rækta hér eplatré með góðum árangri ef því væri sinnt eitthvað að ráði. I sitt hvoru suðurhorni garðsins höfum við hlyn og hegg, en það er eins með hegginn í sumar, hann hefur lítið blómstrað og sama er að segja um tvö sírenu-tré, sem ævinlega hafa borið falleg blóm þar til í sumar. Svo erum við með eikartré, sem er held- ur smávaxið ennþá, þess að miðla af reynslu sinni og sendi okkur línu. Og svo að lokum fáein orð frá félaginu: GÍ er nú flutt í eigið húsnæði að Amtmannsstíg 6, að vísu hvorki stórt né ríkmann- lega búið, en þó sæmilega notalegt þeim sem líta vilja inn og kíkja í þau garðyrkjurit og blóma- bækur sem félagið á. Skrifstofan er opin sem fyrr á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 2—6. Auk þess hvert fimmtu- dagskvöld frá kl. 8—10. Félagar sem ekki hafa fengið ritið og greitt ár- gjaldið eru beðnir um að gera það hið allra fyrsta, svo þeir ekki falli út af félagatali og missi þar með af ritinu sem óðum gengur á vegna gífurlegrar fjölgunar félagsmanna á þessu ári. Sími á skrifstofu er 27721. Ums.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.