Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
37
Askur hf.:
Um siðast liðin áramót
tóku nýjir eigendur við Veit-
ingahúsinu Aski hf., en fyrir-
tækið hefur undanfarin ár
rekið tvo matsölustaði í
Reykjavík að Suðurlands-
braut 14 og Laugavegi 28. í
fyrstu voru engar breytingar
gerðar á rekstrinum, heldur
var gerð umfangsmikil úttekt
á fyrirtækinu í samvinnu við
erlenda ráðgjafa og að þvi
loknu ákveðið að ráðast i
talsverðar breytingar í tveim-
ur áföngum. Fyrri áfanginn
hófst í april á þessu ári og
lauk nú fyrsta október. Síðari
áfanginn mun svo hefjast
snemma á næsta ári.
í fyrri áfanga hafa eftirfarandi
breytingar verið framkvæmdar:
Askur Laugavegi 28 hefur að
Stærsti askur landsins hlaðinn krásum. Á myndinni eru frá vinstri, Pétur Sveinbjarnarson og Ilaukur
Hjaltason. eigendur Asks hf., Konráð Arnmundarson þjónn og Guðmundur Valtýsson rekstrarstjóri.
Afgreiðum að meðaltali
35 þús. manns á mánuði
öllu leyti verið endurbyggður og
stækkaður um 24 sæti. Rekstrar-
fyrirkomulagi breytt, þannig að
segja má að á Laugavegi 28 séu
reknir tveir veitingastaðir undir
sama þaki daglega. Frá kl. 09
árdegis til kl 18 síðdegis er
reksturinn með svipuðum hætti og
undanfarin ár þ.e. kaffiteríu af-
greiðsluform, nema um miðja
daga verður kaffihlaðborð frá kl.
15.00-17.00. Kl. 18.00-23.30 og
um helgar er gestum boðið að
velja rétti af fjölbreyttum sér-
réttamatseðli, vínveitingar á boð-
stólum og þjónusta á borð gesta
án sérstaks gjalds. Á miðju gólfi
veitingastaðarins hefur verið sett:
ur upp stærsti ASKUR landsins. í
hádeginu rúmar askurinn fimm
gesti í sæti. í vetur verður askur-
inn a.m.k. einu sinni í viku hlaðinn
kræsingum, sem gestir geta sjálfir
farið ótaldar ferðir að og valið sér
rétti. Markmiðið með rekstri
ASKS að Laugavegi 28 er að tveir
geti neitt góðs kvöldverðar fyrir
álíka verð og einn greiðir fyrir
mat á svonefndu dýrari veitinga-
stöðum.
Askur Suðurlandsbraut 14 er
fyrsti staður sinnar tegundar hér
á landi og má fullyrða að rekstur
hans hafi markað tímamót í
veitingasölu fyrir rúmum 14 ár-
um. Staðurinn var endurbyggur á
sl. ári eftir bruna. Tekinn hefur
verið upp nýr matseðill, en helsta
breytingin á rekstri staðarins er
sú að kjötvinnsla fyrirtækisins
sem var þar fyrir báða staðina,
svo og ASK-borgarann hefur nú
verið flutt í annað húsnæði. Er
það m.a. gert til þess að starfsliðið
geti eingöngu sinnt gestum stað-
arins og til þess að flýta fyrir
þjónustu við gesti.
Nýr staður ASK-borgarinn var
opnaður í verziunarmiðstöðinni
við Völvufell í Breiðholti. Staður-
inn er nýmæli hér á landi þar sem
hann er svonefndur „take away“
veitingastaður. á sama tíma hóf
Askur sölu á nýjum hamborgurum
eða ASK-borgurum, sem eru sam-
settir hamborgarar úr 100%
nautakjöti. Hér er um nokkuð
annað rekstrarfyrirkomulag að
ræða en tíðkast hefur og hefur
þjónusta ekki verið sem skildi. Úr
þessu hefur verið bætt að undan-
förnu og er það von fyrirtækisins
að byrjunarörðugleikar séu af-
staðnir.
Næturþjónusta hefur verið tek-
in upp á föstudögum og laugar-
dögum og er matur sendur út til
kl. 6 að morgni þessa daga.
Pantanir eru teknar í síma 71355
og maturinn síðan sendur.
Veitingamaðurinn er nýtt
fyrirtæki sem tekur formlega til
starfa 1. október. Veitingamaður-
inn er alhliða þjónustufyrirtæki í
matvælaiðnaði og annast m.a.
kjötvinnslu og selur tilbúinn mat
til fyrirtækja, starfshópa og verk-
taka.
Þá rekur Veitingamaðurinn
veislueldhús og brauðstofu.
Veislueldhúsið mun hafa á boð-
stólum allan algengan veislumat,
en leggja sérstaka áherzlu á pott-
rétti. Meðal þeirra rétta sem
veislueldhusið býður er kalt borð,
cabarett borð, síldarborð, sérstakt
fiskréttarborð, smurt brauð, snitt-
ur, ídýfur og ostapinnar og osta-
borð. Maturinn er ýmist afgreidd-
ur beint frá veislueldhúsinu, send-
ur heim til viðskiptavina eða í
gegnum útsölustaði ASKS, allt
eftir nánara samkomulagi við
viðskiptavini. Um miðjan október
verður hafin sala á tilbúnum
réttum á pönnuna frá kjötvinnslu-
stöðinni og verða réttirnir í fyrstu
seldir í ASK-borgaranum við
Völvufell. Með rekstri kjötvinnslu
og kjötbirgðastöðvar verður tekið
upp nýtt eftirlitskerfi með gæð-
um. Maturinn er sendur daglega á
veitingastaðina, hver steik er vigt-
uð og pökkuð í vakumpakkningu
og aldrei geymd lengur á útsölu-
stað, en hámark 48 klukkustundir.
í flestum tilvikum innan við 12
klukkustundir. Allt það lambakjöt
sem selt verður á næsta ári mun
með tilkomu kjötvinnslu fyrirtæk-
isins fá betri meðferð en almennt
tíðkast hér á landi. Kjötið er tekið
ný slátrað ófryst og látið hanga í
5—6 daga, síðan skorið og fryst í
stað þess að frysta kjötið strax
eftir slátrun.
Rekstur veitingabifreiða hófst
í tilraunaskyni um mitt sumar.
Fyrirtækið hefur fengið bráða-
birgðaleyfi borgaryfirvalda.
Rekstur veitingabifreiða er nýj-
ung hér á landi, þótt slíkar
bifreiðir hafi verið reknar um
áraraðir í öllum löndum V-Evrópu
og Bandaríkjunum. Bifreiðir þess-
ari hafa daglega viðkomu á 6—8
stöðum þar af 6 stöðum, þar sem
engin eða mjög takmörkuð veit-
ingaþjónusta er fyrir.
Breytt rekstrarfyrirkomulag
var tekið upp frá og með 1.
október. Hver veitingastaður
verður rekinn sjálfstætt undir
stjórn rekstrarstjóra sem hefur
með höndum allan daglegan rekst-
ur. Rekstrarstjóri að Laugavegi 28
er Guðmundur Valtýsson, að Suð-
urlandsbraut 14 Hermann Ást-
valdsson og rekstrarstjóri ASK-
borgarans og Veitingamannsins
(þar með talið veizlueldhús) er
Lárus Loftsson. Á launaskrá
ASKS um sl. áramót voru um 45
starfsmenn, en eru í dag 72.
Matreiðslumenn eru 11 talsins og
nemar 10. Sala ASKS, ASK-
borgarans og Veitingamannsins á
yfirstandandi ári er áætluð um 1,1
milljarður.
Miðað við hráefnisnotkun fyrstu
6 mánuði ársins var gerð áætlun
um hráefniskaup næstu 12 mánuði
þ.e. frá 1. júlí 1980. Á ári nota
fyrirtækin m.a. 180—190 naut-
gripi, um 3500 kindaskrokka, 12—
13 lestir af kjúklingum, 5—6
smálestir af fiski, 4 smálestir af
osti, 7 smálestir af smjöri, 10
smálestir af innlendu grænmeti, 6
smálestir af eggjum og 8—9 smá-
lestir af kartöflum. Hér eru aðeins
nokkur dæmi tilgreind, en miðað
við að mestu óbreytta sölu má
gera ráð fyrir að fyrirtækið noti
um 150 smálestir af íslenskum
landbúnaðarafurðum á ári.
Að sögn þeirra Péturs Svein-
bjarnarsonar og Hauks Hjalta-
sonar, hefur reksturinn gengið vel
og eru þeir bjartsýnir á framtíð-
ina. Hvað stærð staðarins varðar,
bentu þeir á að um 35 þúsund
manns væru afgreiddir í hverjum
mánuði og í ágúst, þegar Heimil-
issýningin stóð yfir, voru 103
þúsund manns afgreiddir og verð-
ur það að teljast nokkuð gott
dæmi um umfang fyrirtækisins og
þær vinsældir sem það nýtur.
Það kom ennfremur fram hjá
þeim Pétri og Hauki að fyrirtækið
Veitingamaðurinn, sem þeir eiga,
hefur fest kaup á jörðinni Austur-
koti í Sandvíkurhreppi og er þar
ætlunin að rækta nautgripi og að
vinna kjötið i eigin kjötvinnslu í
Reykjavík eins og bezt hentar.
Þannig mun nást betri nýting
kjöts og meðferð þess verður eins
og þeir telja að bezt sé, til að
tryggja gæðin.
Lárus Loftssqn, rekstrarstjóri Ask-borgarans og Veitingamannsins,
og Hermann Ástvaldsson, rekstrarstjóri Asks við Suðurlandsbraut.
Úr eldhúsi Veitingamannsins.
Ljosmyndir Mbl. Emilia BjórK.
E lt ’l
?
Árni Reynisson:
Hellna-
málið
I Morgunblaðinu 16. október
rekur Jónas Haraldsson,
skrifstofustjóri LIÚ, eins ítarlega
og honum er unnt, málaþvarg það,
sem spunnist hefur út af fyrirhug-
aðri sumarbyggð Landssambands-
ins að Hellnum. í jæim þætti, sem
snýr að Náttúruverndarráði, gætir
ónákvæmni, sem nauðsynlegt er
að leiðrétta.
Fyrst skal þó nefna það sem
betur tekst til í frásögninni. Það
er rétt, að Náttúruverndarráð
lagðist gegn sumarbústaðabyggð í
hraunbrekku við Arnarstapa af
landslagsástæðum, og skiptir litlu
þó munnleg umsögn mín birtist
hér í heldur ókunnuglegri útgáfu.
Þá er rétt frá því sagt, í fyrri
grein, að engin átök urðu um
friðlýsingu tveggja svæða, sem að
hluta eru innan Skjaldartraðar,
þ.e. strandarinnar milli Stapa og
Hellna og Bárðarlaugar. Hvort
tveggja samþykkti LÍÚ án nokk-
urra undanbragða.
Enn er það rétt, að Náttúru-
verndarráð skal gefa umsögn um
fyrirhugað sumarbústaðahverfi. í
þessu tilfelli fór það ekki leynt, að
ráðið teldi það ekki snerta mikil-
væga náttúruverndarhagsmuni
hvort húsin risu á efra eða neðra
svæðinu. Hins vegar þarf þarna,
sem annarsstaðar, að leggja á
ráðin um smærri atriði, svo sem
útlit húsa og legu í landi.
Það ætti að segja sig sjálft, að á
meðan allt er í óvissu um það,
hvort rétt yfirvöld leyfa yfirleitt
nokkrar byggingar á tilteknu
svæði, er ótímabært að leggja
vinnu í umsögn um fyrirkomulag
mannvirkja í smáatriðum. Slíkt
væri hrein verkleysa og er furðu-
legt að löglærðum ráðunaut LÍÚ
skuli sjást yfir svo augljósa stað-
reynd. Hann ætti að þekkja þá
einföldu stjórnsýslureglu að taka
verður einstaka þætti máls fyrir í
réttri röð í þessu máli og er röðin
alls ekki komin að Náttúruvernd-
arráði.
Jónasi til leiðbeiningar nefndi
ég í persónulegu viðtali okkar
augljós atriði, sem taka þyrfti
tillit til við fyrirkomulag sumar-
húsanna, ef leyfi fengist. Nokkur
slík samtöl áttum við Jónas, enda
á LIÚ ekki síður greiðan aðgang
að Náttúruverndarráði en and-
stæðingarnir, sem hann nefnir
svo. Og mikil dæmalaus smekk-
leysa er það hjá manninum að
nota persónulegar upplýsingar
mínar á þennan hátt til að gera
lítið úr þeirri stofnun, sem ég
starfa fyrir, með því að tína út
fremur lítilfjörlegt atriði og hár-
toga að vild.
Þessi klunnalega framkoma
sýnir kannski öðru betur, hvernig
þeim LÍÚ-mönnum hefur tekist að
koma sér út úr húsi hjá tilvonandi
nágrönnum sínum þar vestur und-
ir Jökli.
Kirkju-
dagur
á Bessa-
stöðum
NÆSTKOMANDI sunnudag v.
ur hinn árlegi kirkjudagur Hi-
staðasóknar. Guðsþjónustan i
fram í kirkjunni klukkan 2 . i.
Þar flytur Andrés Björnssu:
varpsstjóri, ræðu um tru g
viðhorf í skáldskap Gríms T
sen. Nemendur úr Álftanr
munu lesa úr kvæðum skál.
Garðakórinn syngur við ath.i; ,i
undir stjórn organistans, Þor . .i
ar Björnssonar. Að lokinni kirkju-
athöfn efnir kvenfélag Bessa-
staðahrepps til kaffisölu í skóla-
húsinu.