Morgunblaðið - 11.11.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 11.11.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 3 Afríkuhjálpin 1980: Rúm 151 milljón króna hefur saf nast Meginþætti söfnunarinnar lokið, giró- reikningur- inn enn opinn MEGINÞÆTTI fjársöfnunar KauOa Kross íslands vegna Afríkuhjálparinnar 1980 lauk á laugardaginn, 8. nóv. Var þá liðinn nákvæmlega mánuður frá því söfnunin hófst í Norræna Ilúsinu. Á þessum tima hafa safnast samtals 151.128.363 kr. og er það mjög góður árangur, skv. því sem Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri söfnunarinn- ar sagði á blaðamannafundi i gær. Giróreikningur Afríku- hjálparinnar verður opinn til laugardagsins 15. nóvember og endurskoðað lokauppgjör verður lagt fram á formannafundi R.K.Í. 21.—23. þ. m. Söfnun þessi er samnorræn og er Ísland annað i röðinni hvað árangur varðar, en miðað við fyrrnefnda heildartölu hafa safnast hér u. þ. b. 600 kr. á hvert mannsbarn. Norðmenn eru efstir með um 1.000 kr. á hvern íhúa. Jón Ásgeirsson sagði í gær, að þrátt fyrir þennan góða árangur væru ekki öll kurl komin til grafar, og væri vitað um framlög sem væru á leiðinni til aðalskrifstofunnar. Þá hafa ungir hljómlistarmenn boðið fram aðstoð sína og munu fjórar hljómsveitir með Pálma Gunnars- son og Magnús Kjartansson í farar- broddi ætla að standa fyrir fjáröfl- unarhljómleikum í Klúbbnum nk. miðvikudagskvöld. Eru það hljóm- sveitirnar Geimsteinn, Friðryk, Fimm og Vísnavinir. Þá sagði Jón, að þó söfnuninni væri formlega lokið mætti ekki eingöngu einblína á peningaupp- hæðina, því með söfnuninni hefði einnig náðst mjög gott samband við grunnskólabörn í landinu, skóla- stjóra og kennara, og börnin, sem lagt hafa hvað stærstan skerf af mörkum til að söfnunin gengi eins vel fyrir sig og raun varð á, hefðu einnig fræðst mikið um þennan hluta Afríku og hungur í heiminum almennt. Þá þakkaði Jón þeim fjölmörgu aðilum sem aðstoðað hafa við söfn- unina og nefndi þar sérstaklega fyrirtækin Reykjalund, Múlalund, Flugleiðir, Formprent og Vöru- merkingar. Einnig sagði hann mörg starfsmannafélög og félagasamtök hafa lagt mikið af mörkum og þá þakkaði hann einnig þátt fjölmiðla við kynningu málefnisins. Nú þegar hefur 45 millj. kr. verið varið til kaupa á matvælum og lyfjum. Ákveðið hefur verið að verja 37,9 millj. kr. til greiðslu fyrir starf hjúkrunarfólks, einnig er ákveðið að senda annan sendiboða frá íslandi til Uganda og Kenya um áramótin og verður hluta þeirrar fjárhæðar varið til þess. Þá verður Fjögur skip seldu ytra FJÖGUR islenzk skip seldu afla sinn erlendis í gærdag. Ýmir seldi 91,5 tonn í Grimsby og fékk fyrir það 58,3 milljónir króna. eða 637 krónur fyrir hvert kíló að meðaltali. Ársæll Sigurðsson seldi í Hull 121,1 tonn og fékk fyrir það 87,6 milljónir króna, eða um 701 krónu fyrir hvert kíló að meðaltali. Þá seldi Hegranesið 124,4 tonn í Bremerhaven og fékk fyrir það 71,2 milljónir króna, eða 572 krónur fyrir hvert kíló að meðal- tali. 25 millj. kr. varið til þróunarhjálp- ar, þ.e. varanlegrar aðstoðar. 20 millj. kr. fara í sérstakan neyðar- hjálparsjóð sem notaður verður í sérstökum neyðartilvikum á svæð- inu öllu. 25 millj. kr. er enn óráðstafað og verður tekin ákvörð- un um nýtingu þeirra síðar. Frá blaðamannafundinum i gær. ólafur Mixa formaður R.K.Í. lengst til vinstri, þá Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri söfnunarinnar og ólafur B. Thors einn af þeim er sat i framkvæmdanefnd sofnunarinn- ar lengst til hægri. Ljósm. Mbi.: F.miií*. Þetta er ade bíllinn, sem allir keppi- nautarnir taka til fyrirmyndar við hönnun En hversvegna eltast allir keppinautarnir viö Daihatsu Charade? Jú, Daihatsu Charade var hannaöur til aö mæta þeim erfiöleikum sem þjóöir heims eiga viö aö etja í dag í orkumálum, umferöarmálum í þéttbýli og dreifbýli og nauö- syn þess aö eiga lítinn, hag- nýtan bíl, sem þjónar aö fullu hlutverki stærri bíla. Viö erum stoltir af því aö vera fyrirmynd annarra bílafram- leiöenda, en bendum fólki vinsamlegast á aö gæta þess viö val á nýjum bíl, aö kaupa ekki eftirlíkingu, þegar frum- myndina er hægt aö fá til afgreiðslu strax á hagstæö- asta veröi markaöarins. nyrra árgerða. Lítiö samt viö hjá öörum umboðum, áöur en þér komið og kaupiö Daihatsu Charade. — Daihatsu Charade hagnýtnasti, sparneytnasti og mest seldi bíUinn á fslandi Ve«ö \Mffi w a etö iðteB DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 85870 og 39179.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.