Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 10

Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Omurlegt ástand öldrunarmála Ellilífeyrisþegum fjölgar jafnt og þétt hérlendis. Meðalævilengd kvenna hér er til dæmis lengst í heimi og verða þær fyrstar til að ná 80 ára meðalaldri. Karlar fylgja þeim svo fast á eftir. Veruleg fjölgun gamals fólks verður þó ekki fyrr en eftir árið 2010 þegar stóru eftirstríðsárgangarnir „koma í gagnið“, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir, er Mbl. ræddi við hann um öldrunarmálin. Ólafur Ólafsson landlæknir: Greiðslufyrirkomulagið hvetur til elliheimilisbygginga en ekki til eflingar heimilishjálpar Tafla 1. Vistunarrými á Norðurlöndum á 1000 íbúa. í D N S 19401 10 9,1 8,6 9,6 19792 24,3 20,0 21,5 23,8 1 Vilmundur Jónsson landlæknir. Skipan heilbrigöismála á íslandi 1946. Orsakir langlífis Islendingar eru þar fremstir, þ.e. meðal Norðurlandaþjóða. Á þessu ári hafa nokkrar erlendar fréttastofur haft samband við mig til að fá skýringar á þessu og spurt hvort við séum í ætt við fjallabúa í Kákasus. En það er engin einhlít skýring til á fyrir- bærinu. Trúlega hafa þó góð og jöfn lífskjör einna mesta þýð- ingu. Samkvæmt niðurstöðum hóprannsókna virðast lífskjör hér almennt betri og jafnari en víðast gengur og gerist, aðbún- aður og heilsufar sömuleiðis. Stéttaskipting er minni en víða erlendis og fáir lifa við örbirgð. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma er því lægri hér en í nágrannalöndum, en dánartíðni er mest í lægstu stéttum. Ung- barnadauði er einna lægstur hér. Menntun hefur einnig mikla þýðingu, henni fylgja betri lífsskilyrði. Almenn lestrar- kunnátta fyrr á öldum gerði okkur kleift að losa okkur við alvarlegar landlægar farsóttir, s.s. sullaveiki og holdsveiki á skemmri tíma en í nágranna- löndum, en fleira kom þar til sem ekki verður rakið hér. Skortur á hjúkrunarspítala I Reykjavík er mikíll skortur hjúkrunarrúma. Landlæknis- embættið hefur í mörg ár í samvinnu við Þór Halldórsson yfir- og borgarlækni gert ítrek- aðar tilraunir til þess að fá einhverja af „hálftómum" skól- um borganna til afnota fyrir ellisjúk gamalmenni sem hjúkr- unarstofnun. Málið var eyðilagt af skrifstofupólitíkusum. I fyrra létum við teikna 80 rúma hjúkr- unarspítala, staður var valinn og byggingartilboð fengið upp á tæpar 900 millj. Þáverandi heil- brigðismálaráðherra Magnús H. Magnússon fékk góð vilyrði fyrir fjárlagaheimild í ríkisstjórninni til þess að byggja húsið. Mér er ekki vel ljóst hvar innan borg- armarkanna tillögurnar hafa horfið. Ég tel, að B-álma Borg- arspítalans hafi tafist i 7 eða 8 ár vegna „skrifstofudeilna". Á undanförnum árum hafa verið haldnar 15 eða 20 meiri- háttar ráðstefnur um málið og nefndargreiðslur borgar og ríkis gefa til kynna að ekki hafi skort nefndarfundina. Nú er loks hafin bygging B-álmu og ber að fagna þeim áfanga, þó allt sé í óefni komið. Alls eru nú í byggingu yfir 200 rými. Um vistunarrými Það er athyglisvert, að allt frá því að fyrst lágu fyrir upplýs- ingar um vistunarrými á íslandi, borið saman við önnur Norður- lönd, hafa íslendingar búið einna best í þeim efnum og er svo ennþá. Sjá töflu 1. 2 Landlæknisembættiö 1979. Samanlagður vistunarrúmafj. fyrir aldraða hér á landi í samanburði við nágrannalöndin er því ríflegur og má lesa úr næstu mynd að samanlagður fjöldi elli- og hjúkrunarrúma er nokkuð meiri hér en í nágranna- löndum. t6.Hjúkrunarrými er of lítið, en nægur fjöldi er af elliheimilisrúmum. Landlæknis- embættið benti á þessa stað- reynd fyrir mörgum árum. Sum- ir trúa þessu ekki enn í dag og hafa mótmælt þessum niður- stöðum og talið þær rangar. Byggja þeir á heimagerðum stöðlum en niðurstöður embætt- isins eru fengnar samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, og því fremur marktækar í samanburði við önnur lönd. Annað mál er, að aðbúnaður margra hjúkrunar- sjúklinga á stofnun er bágur, enda eru margar stofnanir ekki í stakk búnar til þess að sinna veikum gamalménnum. ElliheimilisbygK- inuar sveitaríélaKa Ýmsir hafa reynt að leysa vandamál eldra fóiksins með því að fjölga vel búnum elliheimil- um. Ber að þakka einlægan vilja og dugnað þeirra. Annað mál er að þetta átak leysir ekki brýn- asta vandann. Á sama tíma og aðrar þjóðir leggja niður elli- heimili, fjölgum við þeim! Við verðum að snúa frá þessari stefnu og sinna vandamálunum í réttri röð. Greiðslufyrirkomulagið hvet- ur til elliheimilisbygginga en ekki til eflingar heimilishjáip- ar. Vegna veru sjúklings á stofnun. greiðir sveitarfélagið óverulega upphæð — en heima- hjálp er að mestu greidd af sveitarfélögum. Þetta er aðalástæðan að heimaþjónustu hefur ekki verið sinnt sem skyldi hérlendis sbr. töflu 2. ellinni, verður að hafa eftirfar- andi í huga: Fátt fólk yfirgefur heimili og sveit af fúsum vilja í ellinni til þess að búa á elliheimili. Stofn- anavistun er í flestum tilvikum neyðarúrræði. I viðjum stofnun- ar dvínar frumkvæði og lífsvilji. Athafnafrelsi minnkar og sjálfs- virðing þverr. Aðgerðarleysi og depurð fylgja í kjölfarið. Félags- leg tengsl rofna og andlegt heilsufar versnar. Neysla svefn- lyfja og róandi lyfja er veruleg á stofnunum. Fyrsta boðorðið er því að fólk hafi valfrelsi til þess að kjósa sér samastað. Til þess að svo megi verða verður gamalt fólk að búa við sæmilegt fjárhagslegt öryggi. Lágmarkstekjur ellilífeyris- þega, þ.e. lífeyrir og tekjutrygg- ing sem hlutfall af árslaunum verkamanna, hafa aukist á sl. 8—10 árum. Einstaklingur hefur húsnæði, hefur skipulag hús- næðismála leitt til þess, að flestir eru að stækka við sig húsnæði fram á miðjan aldur. Þegar svo börnin eru farin að heiman, heilsunni hrakar og minna húsnæði væri heppilegra, eru annað hvort ekki möguleikar á slíku eða þá að fólk veigrar sér við að selja eigur sínar, sem eru afrakstur og tákn langs lífs- starfs. Margir aldraðir dvelja því í híbýlum sínum án þess að geta með góðu móti búið þar án aðstoðar. Skipulag húsnæðis- mála og skortur á þjónustu stuðlar því samtímis bæði beint og óbeint að því að stofnanavist- un verður nær eini valkosturinn. Þriðja boðorðið er góð heima- þjónusta. Hcimaþjónusta er mun mikilvægari nú en áður vegna þess að yfirleitt eru heimilin mun verr úr garði gerð til þess að sinna samhjálp. Nú þarf 2 til að vinna fyrir fjölskyldu og lítill tími og þol er afgangs til þess að sinna börnum og gamalmennum. Meginástæð- an er hinn óhóflega langi vinnu- tími. Það er athyglisvert, að samtímis því að íslendingar fjölga ellihéimilum, fjölgar dag- heimilisplássum einna mest miðað við nágrannalönd. — Við höfum ekki mikinn tíma til að sinna þeim sem eru hjálparþurfi. Langtímalausn á vandamálum eldra fólks er ekki eingöngu fólgin i því að hella steypu í mót. Hér er víðtækra aðgerða þörf á sviði félags- og atvinnu- mála, fjármla, þjónustu og ekki síst fjölskyldumála. Lokaorð Nú höfum við samið drög að frumvarpi um samvinnu heil- brigðis- og félagsmálageirans varðandi umsjá aldraðra. I drög- unum er lögð áhersla á mikla eflingu heimaþjónustu. Sjálfsagt þarf þá að auka við tekjustofna sveitarfélaga. Öðrum kosti verð- ur ríkið að greiða hluta af heimahjálpinni eftir kvótakerfi. Leysa þarf bráðan vanda sem nú er með því að flytja inn eða byggja 60—80 rúma hjúkrunar- byggingu, sem taka mætti í notkun á næsta ári. Hraða þarf byggingu B-álmu eftir mætti. Huga ber betur að atvinnu- málum aldraðra. Gefa skal eldra fólki kost á endurhæfingarnám- skeiði, er hilla tekur undir eftir- launaaldur. í þjóðfélagi voru fyrirfinnast ýmsar atvinnu- greinar, sem henta fólki, er styrkur þess fer að dvína. Eins og nú er, hefst endurhæfing yfirleitt ekki fyrr en fólk hefur lagst inn á stofnanir. Fjöldi 65 ára og eldri sem (á heimaþjónustu 1979. Heimahjálp Heimahjúkrun Þessu ákvæði verður að breyta hið bráðasta. Eíla ber heima- hjálp til hins ýtrasta og þá má trúlega draga úr dýrum stofn- anabyggingum. Ekki er ætlunin að með þessum orðum sé gert lítið úr góðu starfi sumra sveit- arfélaga á þessu sviði. Að hella steypu í mót er skamm- tímalausn Þegar búa skal fólki skjól í Önnur ísland Norðurl. 6% 15-27% 2% 2-3% rúm 60% af árslaunum verka- manns en hjón rúm 110%. Félagsmálaráðherrum ber að þakka það sem vel hefur verið gert. Betur þarf þó að sinna fjárhagsmálum þeirra sem eru í óverðtryggðum lífeyrissjóðum, því að verðbólgan gleypir alla viðbót. Annað boðorðið er að fólk verður að eiga kost á húsnæði við hæfi. Hér á landi, þar sem 80% allra íbúa búá í eigin Fjöldi rýma á elli- og hjúkrunarstofnunum á 1.000 íbúa 65 ára og eldri. í D N S EJli- og hjúkrunardeildir 73,9 25,8 68,4 Iljúkrunarspítalar 19,7 47,7 27,6 Samtals 93,7 70,6 60,0 76,0 Hyggjast efla starf JÆ»S.-félags Islands M.S.-FÉLAG íslands var stofnað árið 1968, en félagar þess eru þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum Multiple Sclerosis og styrktarmeðlimir. Félagið hyggst nú efla starf sitt og ráðgerir að koma á framfæri stóraukinni fræðslu til félags- manna og annarra. M.S.-félagið hóf á siðasta ári samstarf við hliðstæð félög á Norðurlöndum og var í sumar stofnað norrænt samband M.S.-félaganna til að efla gagnkvæma fræðslu og sam- vinnu m.a. með sameiginlegum námskeiðum. í frétt frá M.S.-félagi íslands segir að sjúkdómur þessi hafi meðal almennings oft verið nefnd- ur hægfara lömun. „M.S. er skammstöfun fyrir Multiple Scler- osis. Multiple mætti þýða með margvísleg eða dreifð, sclerosis þýðir herðing eða örmyndun. Við sjúkdóminn M.S. verður nokkurs konar bólgumyndun á víð og dreif í miðtaugakerfinu, heila og mænu. Bólgan gengur til baka, en eftir verður örmyndun eða herðing. Það sem skemmist eru mergslíður, sem eru utan um taugaþræðina. Við það verður truflun á leiðni tauganna. Einkenni fara eftir því hvaða taugar verða fyrir truflun, en þau geta verið lömun, skyn- truflanir, sjóntruflanir o.fl. Sjúk- dómurinn getur lýst sér á mjög mismunandi vegu og farið mjög mismunandi illa með fólk, en hann herjar á fólk á unga aldri, flest 20—40 ára,“ segir m.a. í frétt félagsins um sjúkdóminn. í sumar var haldinn í Stokk- hólmi fundur alþjóðasambands M.S.-félaga og sat hann María Þorsteinsdóttir fyrir hönd M.S.-félags íslands, sem þó er ekki aðili að alþjóðasambandinu. Markmið þess er að efla og örva rannsóknir og dreifa upplýsingum um sjúkdóminn og láta í té ráðgjöf og aðstoð við hin ýmsu M.S.-félög. Lagði sambandið á síðasta ári um 70 milljónir dala í rannsóknir. Á félagsfundi M.S.-félags íslands nýlega var flutt skýrsla um fund- inn í Stokkhólmi og kom þar fram áhugi fyrir að íslenska félagið gerðist aðili að alþjóðasamband- inu. Vænta félagsmenn mikils af sambandinu við norrænu félögin og alþjóðasambandið og leggja áherslu á að aflað sé sem gleggstr- ar vitneskju um sjúkdóminn og rannsóknir. M.S.-félag Islands vinnur nú að því að finna fjáröflunarleiðir og hafa t.d. verið gefin út minn- ingarspjöld og reyna á að auka fjölda styrktarmeðlima. Félagið hefur enn ekki bolmagn til að reka skrifstofu, en stjórn þess veitir nánari upplýsingar og skipa hana: Margrét Guðnadóttir formaður, Gretha Morthens varaformaður, María H. Þorsteinsdóttir ritari, Karólína Eyþórsdóttir gjaldkeri, Margrét Kristinsdóttir og Mar- grét Ólafsdóttir meðstjórnendur. Ráðgefandi læknir félagsins er Sverrir Bergmann. Hafnarfjörður: Ökumaður dráttar- bíls hafi sam- band við lögreglu LÖGREGLAN i Hafnarfirði hefur beðið Mbl. að koma eftirfarandi á framfæri: ÞriðjudaKÍnn 28. október hakkaði rauður dráttarbill, sem flutti Kám, á Ijósastaur á mótum SævanKs ok Skjólvangs og skemmdi talsvert, en bílstjórinn hvarf á braut án þess að Kera viðvart. Kona nokkur sá til ferða bílsins og lét Rafveitu Ilafnarfjarðar vita. Biður löKreglan ökumann drátt- arbilsins að gefa sig fram, svo ok konuna eða aðra er kynnu að hafa séð umrætt atvik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.