Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
11
Hanna Maria Karlsdóttir og Kjartan Ragnarsson i hlutverkum sínum. en Kjartan leikur aðalpersónuna
Gretti og Hanna Maria systur hans. Ljd«m. Mbi.: Kristján.
Leikfélag Reykjavíkur:
Grettir - nýr ísl. söngleikur
frumsýndur í Austurbæjarbiói
LEIKFÉLAG Reykjavikur frumsýnir nk. föstudagskvöld 14. nóv.
nýjan islenzkan söngleik, Gretti, eftir Egil ólafsson, Ólaf Hauk
Simonarson og Þórarin Eldjárn. Söngleikurinn verður sýndur i
Austurbæjarbiói og er þetta ein viðamesta sýning, sem Leikfélagið
hefur ráðizt i.
Verkið fjallar í gamansömum
tón um Gretti, ungan pilt í
Breiðholtinu, sem gerður er að
sjónvarpsstjörnu. Yfir 20 söng- og
dansatriði eru í sýningunni og
tónlist er flutt af Þursaflokknum.
Sextán leikarar, söngvarar og
hljóðfæraleikarar koma fram í
Gretti. Titilhlutverkið leikur
Kjartan Ragnarsson, foreldra
hans leika Jón Sigurbjörnsson og
Sigurveig Jónsdóttir, Atli bróðir
hans er leikinn af Harald G.
Haralds og Hanna María Karls-
dóttir leikur Gullauga, systur
Grettis. Ragnheiður Steindórs-
dóttir leikur Siggu, kærustu
Grettis og Egill Ólafsson bregður
sér í hlutverk Gláms. Sex leikarar
fara með öll önnur hlutverk:
Aðalsteinn Bergdal, Andri Örn
Clausen, Eggert Þorleifss^n, Guð-
rún Gísladóttir, Margrét Ákadótt-
ir og Soffía Jakobsdóttir. Fara
þau með hlutverk táninga, pönk-
ara, nemenda, kennara, sjónvarps-
fólks, fangavarða o.fl. Hlutur
þeirra í dans- og söngatriðum er
hvað mestur, en það er Þórhildur
Þorleifsdóttir, sem hefur samið og
æft alla dansa í sýningunni.
Leikmynd gerir Steinþór Sig-
urðsson, búningar eru eftr Guð-
rúnu Sigríði Haraldsdóttur og
Daníel Williamsson annast lýs-
ingu. Leikstjóri er Stefán Baldurs-
son.
Frumsýningin á Gretti verður
eins og áður segir föstudagskvöld-
ið 14. nóv. kl. 21 í Austurbæjar-
bíói, önnur sýning verður sunnu-
dagskvöldið og sú þriðja á mið-
vikudagskvöld. Síðar verður
verkið sýnt á miðnætursýningum.
Forsala aðgöngumiða hefst Foreldra Grettis leika þau Sigurveig Jónsdóttir og Jón Sigurbjörns-
þriðjudaginn 11. nóvember. son.
Landsnefnd bamahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna
stof nuð hérlendis?
IIÉR Á landi er nú staddur dr.
Reinhard Y. Freiberg, fulltrúi
frá barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna — IINICEF. Sameinuðu
þjóðirnar hafa um nokkurt skeið
haft áhuga fyrir að hér á landi
yrði stofnuð landsnefnd UNICEF
og var dr. Freiberg sendur
hingað þeirra erinda að vera
ráðgefandi við athugun þessa
máls og fulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna við stofnun nefndarinnar,
ef af stofnun verður.
Á blaðamannafundi sem dr.
Freiberg efndi til kom fram að
ísland er eitt fárra ríkja í Evrópu
þar sem landsnefnd barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna er ekki starf-
andi. Kvenstúdentafélag íslands
hefur hins vegar séð um sölu
jólakorta til styrktar barnahjálp-
inni um árabil. Dr. Freiburg áleit
það mjög æskilegt að hér á landi
yrði stofnuð landsnefnd UNICEF.
Tilgangur slíkrar nefndar sagði
hann að væri fyrst og fremst
þríþættur: í fyrsta lagi að upplýsa
þjóðirnar sem þær störfuðu í um
vandamál og hagsmuni barna
bæði hjá viðkomandi þjóð og
annars staðar, í öðru lagi að stuðla
að aukinni menntun barna eða
koma upp menntakerfi fyrir börn
þar sem það er ekki fyrir hendi, og
í þriðja lagi að vinna að fjáröflun
til hjálparstarfs við börn víða um
heim.
Það ber þó ekki að líta á
barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
sem góðgerðastofnun — tilgangur
hennar er fremur að veita þróun-
araðstoð. Stofnunin einbeitir sér
að því að hafa jákvæð áhrif á þá
fjölmörgu þætti, félagslega og
efnahagslega, sem hafa bein eða
óbein áhrif á kjör barna. Þannig
hefur bamahjálpin t.d. reynt að
stuðla að bættum hag mæðra I
Dr. Reinhard Y. Freiberg
þróunarlöndunum, aukinni
menntun þeirra og fleiru sem að
þeim snýr.
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna er fjármögnuð með frjálsum
framlögum aðildarríkja Samein-
uðu þjóðanna en þó byggist starf-
semi stofnunarinnar að verulegu
leyti á framlögum félaga og ein-
staklinga. Þá selur stofnunin
kveðjukort o.fl. og annast
Kvenstúdentafélag íslands þessa
sölu hérlendis.
Ymis félagasamtök hafa sýnt
áhuga á aðild að landsnefnd UNI-
CEF hér á landi — Rauði kross
Islands, ýmis félög innan þjóð-
kirkjunnar, Kiwanisklúbbar,
Lionsklúbbar, stjórnmálasamtök
o.fl. Hefur verið haldinn fundur
um þetta efni en ekki er ákvörðun-
ar að vænta fyrr en eftir áramót.
Þau félagasamtök sem áhuga hafa
á þessu málefni geta fengið nánari
upplýsingar um UNICEF-lands-
nefndina á skrifstofu Kvenstúd-
entafélagsins, Túngtu 14, Reykja-
vík.
ÚTSÝN - KLÚBBUR 25
Uts
ynar
kvöld
miðvikudagskvöld
12. nóv.
í Súlnasal Hótel Sögu.
Húsið opnar kl. 19.00.
Kvöldveröur Super Burger
Club 25 Style. Verö aöeins
kr. 6000.-
★ ★ ★
Diskódans
★ ★ ★
Hljómsveitin The Platters
leikur frá kl. 20.00.
★ ★ ★
The Platters
Eitt albezta söngatriöi
sem komið hefur til ís-
lands skemmta ásamt 6
manna hljómsveit.
PETTA ER SÍÐASTA TÆKIFÆRID TIL AD SJÁ ÞESSA FRÁBÆRU LISTAMENN
Bingó
Vinningar: Ferö til Costa del Sol og vöruúttekt frá Versluninni Moons.
Ragnar Bjarnason og félagar leika fyrír dansi til kl. 1.
Borðapantanir á Hótel Sögu í
sima 20221 fri kl. 15.00.
Klúbbur 25 býður ykkur öll vel-
komin á góða akemmtun með
góðu fólki og frábaarum
listamönnum.
kluhhur