Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
13
Fréttaskýring:
Potemkin-tjöld og
Madrid-ráðstefnan
þeim hrundið í framkvæmd. ís-
lendingar vilja lifa í friði við
allar þjóðir, þeir vilja að sam-
vinna ríki og hagsmunaárekstr-
ar séu leystir með sanngirni og
góðum samkomulagsvilja. Þjóðir
okkar vænta þess af okkur, að
góðum áformum sé hrundið í
framkvæmd. Hér erum við ekki
að reisa nein Potemkin-tjöld.
Við ætlum hvorki að blekkja
sjálfa okkur né aðra. Við gerum
okkur þvert á móti grein fyrir,
að á öllu veltur, að við efnum í
raun samþykktir okkar og þær
beri ávöxt í daglegu lífi þjóða
okkar. Við eigum að heita því
hér í Helsingfors á þessari
stundu að svo skuli verða."
Segja má, að í þessum orðum komi
fram þau sjónarmið, sem settu
helst svip sinn á ræður vest-
rænna leiðtoga í Helsinki í
ágústbyrjun 1975. Um leið og
menn strengdu þess heit að
standa við skuldbindingarnar í
lokasamþykktinni, létu þeir í
ljós, með eins „diplómatískum"
hætti og viðeigandi þótti, efa um
trúnað kommúnistaríkjanna við
þær siðferðilegu hömlur, sem í
samþykktinni felast, því að hún
hefur hvorki lagagildi né gildi
alþjóðasamnings í þess orðs
fyllstu merkingu. Ég minnist
þess frá ieiðtogafundinum, að
haft var á orði við mig, að
brýning íslenska forsætisráð-
herrans með vísan til Potemk-
in-tjaldanna væri ef til vill
nokkuð hörð miðað við „Hel-
sinki-andann". En segja má, að
þessir dagar í Helsinki hafi verið
hámark slökunartímabilsins.
Þróunin síðan hefur leitt í ljós,
að með vísan til Potemkin-tjalda
var síður en svo kveðið of sterkt
að orði. Sovétmenn hafa nefni-
lega leitast við að nota Hel-
sinki-samþykktina í sama til-
gangi og Potemkin kammer-
herra greip til margvíslegra
blekkingaraðgerða undir lok 18.
aldar til að villa um fyrir
Katarínu II keisaraynju í Rúss-
landi.
Franska orðið „détente" er ekki
lengur lykilorðið í samskiptum
austurs og vesturs. í stað þeirra
slökunar, sem orðið lýsir, gætir
nú vaxandi tortryggni á Vestur-
löndum í garð Sovétríkjanna og
menn vilja gæta meiri varúðar í
samskiptum sínum við þau. Sov-
étmenn hafa komið þannig fram,
að engu er líkara en þeim sé það
sérstakt kappsmál að gera allt,
sem í þeirra valdi er, til að ögra
lýðræðisríkjunum. Þeir töldu
mestan ávinning með öryggis-
ráðstefnunni fram að Helsinki-
fundinum, að viðurkenning feng-
ist á þeim landamærum, sem
dregin voru í Evrópu að lokinni
síðari heimsstyrjöldinni. Svo
virðist sem þeir telji sig hafa
náð þessu markmiði sínu og
evrópsk landamæri heimsveldis
þeirra hafi verið viðurkennd og
þeim sé sama um allt annað.
Vestrænir stjórnmálamenn segj-
ast enga slíka viðurkenningu
liggja fyrir.'um leið og þeir hafa
lagt á það áherslu, að ekki sé
unnt að skipta „slökuninni" hún
verði að ná til allra þátta
alþjóðamála en ekki aðeins
þeirra, sem Kremlverjar ákveða.
Þess vegna vilja fulltrúar Vest-
urlanda ræða um innrásina í
Afganistan á Madrid-fundinum
og annað hernaðarbrölt Sovét-
manna eða undirsáta þeirra víða
um heim.
Mannréttindabrot kommúnista-
stjórnanna síðan 1975 eru svo
mörg, að vart verður tölu á
komið. Sovétstjórnin vinnur
skipulega að útrýmingu þeirra,
sem berjast fyrir mannréttind-
um og hefur sérstaklega lagt sig
fram um að níðast á þeim, sem
beitt hafa Helsinki-samþykkt-
inni fyrir sig í baráttunni. Talið
er, að nú sitji um 10 þúsund
pólitískir fangar í sovéskum
geðveikrahælum eða fangabúð-
um. Hlutfallslega er talan miklu
hærri annars staðar í Austur-
Evrópu, því að til dæmis er talið,
að í Austur-Þýskalandi séu póli-
tískir fangar milli 5 og 6 þúsund.
Austur-þýsk stjórnvöld hafa
hundsað ákvæði Helsinki-sam-
þykktarinnar i mörgum grein-
Sendinefnd Islands á Helsinki-ráðstefnunni i ágúst 1975.
um. Til dæmis virða þau að
vettugi ákvæðin um samskipti
manna úr sömu fjölskyldu, sem
búa sitt hvorum megin við
járntjaldið. Nýlega voru hækkuð
landamæragjöldin í Austur-
Þýskalandi, það er að segja þær
fjárhæðir, sem Vestur-Þjóðverj-
ar verða að greiða í hvert sinn,
sem þeir fara austur yfir. Aust-
ur-þýski ríkiskassinn hefur þar
að auki drjúgar tekjur af því að
selja fólk vestur yfir járntjaldið.
Kommúnistastjórnirnar hika
ekki við að hafa að engu ákvæði
Helsinki-samþykktarinnar um
frjálsa upplýsingamiðlun, þær
trufla útvarpssendingar og
banna innflutning á blöðum og
tímaritum. Atburðirnir í Pól-
landi vekja ótta um yfirvofandi
valdbeitingu og þar með brot á
yfirlýsingum um friðhelgi landa-
mæra, sem reynst hafa eins
marklausar og annað, þegar
hagsmunir sovéska heimsveldis-
ins eru annars vegar.
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar á
undirbúningsfundinum í Madrid
sagðist fyrir helgi efast um, að
Sovétmenn hefðu nokkurn áhuga
á, að Madrid-ráðstefnan færi
fram. Ekki er ólíklegt, að hann
hafi rétt fyrir sér. Kremlverjar
þola ekki, að athyglinni sé beint
að harðræðinu og kúguninni,
sem þeir beita. En Helsinki-
samþykktin hefur það sér helst
til gildis fyrir Vesturlönd, að
hún gefur færi á að benda á
þann grundvallarmun, sem felst
í ólíkuni stjórnarháttum ríkja-
hópanna tveggja. Spennan vex í
Póllandi og þar með líkur á
sovéskri hernaðaríhlutun.
Kremlverjum finnst líklega
óþægilegt að tala um frið í
Madrid, um leið og þeir telja
hagsmunum sínum ef til vill best
borgið með því að senda skrið-
dréka inn í Varsjá.
Björn Bjarnason
5. Stjórn Félagsstofnunar stúd-
enta og Húsfélag Hjónagarða eru
sammála um það að leiguverð
lítillar íbúðar á Hjónagörðunum
verði kr. 65 þús. á mánuði á
komandi rekstrarári. Þessi leiga
mun ekki breytast fyrr en í fyrsta
lagi 1. sept. 1981.
Stjórn Félagsstofnunar stúd-
enta telur, að við ríkjandi aðstæð-
ur í húsnæðismálum á höfuðborg-
arsvæðinu sé vissulega ekki van-
þörf á gagngerri umræðu um
húsnæðisvanda stúdenta sem og
annarra leigutaka. Á hinn bóginn
harmar stjórn Félagsstofnunar
stúdenta að til þeirrar umræðu
skuli hafa verið stofnað með þeim
ómálefnalega hætti sem að hefur
verið vikið.
Úr fróttatilkynniniíu.
EF ÞAÐ ER
FRETTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ I
MORGUNBLAÐINU
LAUGAVEGI47
iiP m ' ■
vr—^