Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Blíkksmiðjan Vogur tvöfaldar vinnupláss sitt Eigendur Blikksmiðjunnar Vogs hf. Frá vinstri: Magnús Magnússon, Finnbogi Júliusson, Helgi Pálmason, Ingimar Sigurtryggvason, Tryggvi Sveinbjörnsson, Sveinn A. Sæmundsson og Einar Finnbogason. 1 SÍÐUSTU viku tók Blikk smiójan Vogur hf. í Kópavogi í notkun nýjan og glæsilegan vinnusal og í tilefni þess var fjöldi gesta viöstaddur. Sveinn A. Sæmundsson, einn eigenda Vogs, ávarpaði gesti og í ræðu hans kom eftirfarandi meðal annars fram: Blikksmiðjan Vogur tók til starfa í október 1949 og átti því 20 ára afmæli á síðasta ári. Af ýmsum ástæðum var af- mælishófi frestað þar til nú að þessi nýi vinnusalur er tekinn í notkun. Stofnendur voru upphaflega 3, Sveinn A. Sæmundsson, Finn- bogi Júlíusson og Tryggvi Svein- björnsson, allir blikksmiðir. Fyrirtækið var þá sameignarfé- lag. Við Tryggvi byrjuðum að vinna tveir í 45 m2 kjallara í Vallargerði 2. 1952 tókum við fyrsta nemann, en síðan hafa yfir 40 nemar verið teknir á námssamning og 36 iokið prófi. Fyrstu 12 árin var smiðjan til húsa að Vallargerði 2, 1960 var smiðjunni breytt í hlutafélag og komu þá 4 blikksmiðir í félagið til viðbótar þeim 3 er fyrir voru, þeir Magnús Magnússon, Ingi- mar Sigurtryggsson, Helgi Pálmason og Einar Finnboga- son. Allir þessir menn eru við störf hjá fyrirtækinu í dag. Um ára- mót ’61----’62 var flutt í fyrsta áfanga þessarar byggingar, SdOm2 auk kaffistofu og þá voru viðbrigðin svo mikil að við héld- um að það myndi duga næstu 20 ár en 3 árum seinna var næsti áfangi hafinn og flutt í hann 1966—’67. Sú bygging er á 2 hæðum, samtals um 700 mz. Það var líka löngu of lítið, en þessi salur, sem við erum í er um 970 m* svo þessi viðbót er næstum tvöföldun á vinnuplássi. Það var byrjað á grunni þessarar bygg- ingar í febrúar 1979 og má heita að verkstæðishluta hennar sé lokið, þó er lítið eitt eftir við hitalögn i vesturenda. Kostnað- aráætlun þá var um 160 milljón- ir en kostnaður er í dag kominn í um 214 milljónir, eða um 36% hærri en áætlunin var. Á 30 ára starfsferli hefur margt breyst, t.d. var ársveltan 240 þúsund fyrsta starfsárið en um 570 milljónir ’79, að vísu verðbólgukrónur. Tæknin hefur tekið miklum framförum og verkefnin verða sífellt fjöl- breytilegri. Starfsmenn hafa á síðustu árum verið milli 40 og 59, í dag eru þeir um 50. Stór hlut af blikksmíðinni er tengdur byggingariðnaði og verkefni því mismikil eftir því hve mikið er byggt. I svona rekstur þarf mikið fjármagn. Við þurfum a.m.k. 40 m2 gólfflöt á hvern starfsmann, sem þýðir á núvirði ca. 11 milljónir, véla- og tækjakostur ca. 3 milljónir á starfsmann eða 14 milljónir á hvern starfsmann í fastafjár- munum. Ég ætla ekki að fara að reikna út hvað hver klst. í vinnu kostar í fastafjármunum, því ég býst ekki við að verðlagsyfirvöld vilji taka þann kostnað inn í útsölutaxta. Sveinn A. Sæmundsson býður gesti velkomna og rekur sögu fyrirtækisins. Séð yfir nýja verksmiðjusalinn. Reykjavíkurprófastdæmi 40 ára MEÐ LÖGUM nr. 76 frá 7. maí 1940 var Reykjavíkurprófastsdæmi stofnað, en fram að þeim tíma hafði Reykjavik verið hluti Kjal- arnessprófastsdæmis. Var hið nýja profastsda mi látið ná yfir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog og hefur sú skipan haidizt síðan. Og um mánaðamótin september — október var boðað til fyrstu fund- anna i söfnuðunum. sem stofnaðir voru með prófastsdæminu. en það eru Hallgrims-. Laugarnes- og Nessöfnuðir. Þó hafði áður verið hafið starf i Laugarne.sinu í tengslum við Dóm- kirkjusöfnuðinn og fyrstu messuna þar í hverfinu flutti séra Garðar Svavarsson 13. desember 1936. Eftir kosningar í hinum nýju prestaköll- um 15. desember, voru skipaðir sóknarprestar í Hallgrímssöfnuði, séra Sigurbjörn Einarsson og séra Jakob Jónsson, í Laugarnesi séra Garðar Svavarsson og í Nessöfnuði séra Jón Thorarensen. Tóku hinir nýju prestar við embættum sínum í ársbyrjun 1941, og fyrsti héraðs- fundur hins nýja prófastsdæmis var haldinn 25. marz 1941. Dómprófastur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi var skipaður 4. marz 1941 séra Friðrik Hallgrímsson, en hann hafði verið prófastur í Kjalarnes- prófastsdæmi frá 27. marz 1938 og gegndi hann prófastsstörfum til 1 desember 1945, og tók þá við af honum séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup. 1. júlí 1951 var séra Jón Auðuns skipaður dómprófastur og 18. apríl 1973 tók séra Óskar J. Þorláksson við af honum, en núverandi dóm- prófastur, séra Ólafur Skúlason, var skipaður frá 1. nóvember 1976. Um leið og prófastsdæmið var stofnað var fitjað upp á því nýmæli að gera ráð fyrir svonefndu Safnað- arráði, sem í skyldu vera prestarnir, formenn sóknarnefnda og safnað- arfulltrúar. Skyldi ráðið koma sam- an eins oft og þurfa þætti og fjalla um kirkjuleg nýmæli og skipu- lagsmál innan prófastsdæmisins. Hefur Safnaðarráð haidið fundi samhliða héraðsfundum, sem eru einu sinni á ári og fjalla m.a. um Frá hátíðarsamkomu sem haldin var i Bústaðakirkju sl. sunnudag í tilefni 10 ára afmadis Revkjavík- urprófastsdæmis. Sr. Oskar J. Þorláksson. fyrrverandi dóm- prófastur er í ræðustóli. I.jósm. Mbl. Guójón reikninga safnaðanna og annað þess háttar. Hefur reyndar komið til tals að fella héraðsfund undir aðalfund Safnaráðs og mundi að því nokkur hagræðing. Á vegum Safnaráðs starfa nokkrar nefndir, fjalla þær m.a. um æskulýðsmál og er formað- ur hennar séra Karl Sigurbjörnsson, fjármál safnaða og er Hermann Þorsteinsson formaður hennar, og nýskipaðar eru tvær nefndir, er önnur þeirra, undir forsæti dr. Björns Björnssonar, að athuga með fjölskylduráðgjöf, á vegum safnaða og prófastsdæmis, en hin var skip- uð, eftir höfðinglega gjöf Gísla Sigurbjörnssonar og konu hans, til að vinna að málefnum aldraðra í prófastsdæminu, en formaður þeirr- ar nefndar er Árni Gunnarsson, alþingismaður. Fjárskortur hefur háð mjög starfi safnaðanna sem prófastsdæmisins og komið í veg fyrir það, að reynt sé að beina safnaðarstarfinu inn á ennþá fjölbreyttara svið. Þó er ailtaf verið að reyna ýmislegt, og mikil bót var að því, þegar fjárveit- ing fékkst til þess að ráða skrif- stofustúlku í hálft starf á vegum prófastsdæmisins og hefur reynslan sannað, að þetta var ekki aðeins mikill léttir, heldur nauðsynlegt til samræmingar og auðveldunar á starfi presta og safnaða. Og mundi að vísu ekki þykja mikið í borið, enda þótt prófastur og hinir 18 aðrir prestar, auk safnaðanna, hefðu að- gang að slíkri skrifstofuaðstoð fimm morgna í viku. (Frá dómprófasti) Fundur í Ár- nesi um land- búnaðarmál (irldinKaholti. 10. nóv. Búnaðarsamband Suðurlands boðar til almenns fundar um landbúnaðarmál í Ámesi nk. mið- vikudagskvöld. 12. nóv. kl. 21.00. Fundurinn er haldinn að tilhlut- an fulltrúa Árnesinga á Stéttar- sambandsfundum. Framsögumenn verða Hákon Sigurgrímsson full- trúi hjá Stéttarsambandinu og Böðvar Pálsson bóndi að Búrfelli. Síðan verða almennar umræður. Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.