Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 19 Einar Gunnar Ein- arsson ráðinn fram- kvæmdastjóri SUS Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni hafnað SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna samþykkti á stjórnar- fundi sl. laugardag að ráða Einar Gunnar Einarsson laganema sem framkvæmdastjóra sambandsins. Ilannes Hólmsteinn Gissurarson sótti einnig um stöðu þessa og var á stjórnarfundinum lagt fram bréf frá honum þar sem hann átelur fulltrúa sérstakrar viðræðunefndar stjórnar SUS fyrir að greina ekki nákvæmlega frá viðræðum við sig vegna ráðn- ingar þessarar. Einar Gunnar mun taka við starfi framkvæmda- stjóra næstu daga og lætur Stef- án Stefánsson þá af starfi en hann hefur gegnt þvi i u.þ.b. þrjú ár. Jón Magnússon formaður SUS sagði í viðtali við Mbl. í gær, að í viðræðum við áðurnefnda nefnd, sem skipuð hefði verið þeim Jóni Ormi Halldórssyni, Birni Her- mannssyni og Ólafi Helga Kjart- anssyni, hefði Hannes Hólmsteinn lýst því yfir, að hann treysti sér ekki til að gæta hlutleysis í starfi, ef hann yrði ráðinn framkvæmda- stjóri. í bréfi til stjórnar SUS hefði hann síðan sagt, að Jón Ormur hefði ekki skýrt rétt frá að þessu leyti. Þá sagði Jón Magnús- son, að hann hefði ekki verið mótfallinn ráðningu Hannesar og að hann teldi hann hæfan mann að mörgu leyti. „Þess verður að geta, að í haust verður haldið þing SUS og væntanlega verða þar fleiri en eitt framboð til formanns og mér finnst mjög mikilvægt að starfsmaður sambandsins sé hlut- laus aðili. Mér finnst ekki tækt að ráða til starfans aðila, sem er fyrirfram upp á kant við liðið." Þá sagði Jón að Einar Gunnar væri vanur félagsmálamaður, ætti sæti í stjórn Heimdallar og teldist til yngri manna í röðum ungra sjálfstæðismanna og full ástæða væri til að yngja upp i forystulið- inu. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hafði eftirfarandi að segja: „Því er ekki að leyna, að nokkur ágreiningur hefur verið með ung- um sjálfstæðismönnum síðustu þrjú árin. Margir hafa verið óánægðir með vinnubrögð SUS- stjórnar, en þó talið rétt að láta kyrrt liggja. Menn úr SUS- stjórninni hafa þó hvað eftir annað ákveðið að bera ágreinings- efnin á torg. Nefna má þegar Jón Magnússon formaður SUS lýsti yfir óánægju í fimm dálka forsíðu- frétt í Dagblaðinu með ráðningu Kjartans Gunnarssonar sem framkvæmdastjóra flokksins, en Kjartan er í röðum ungra sjálf- stæðismanna. Hafði hann það helst á móti Kjartani, að hann styddi formann flokksins og kost- ur hefði verið á öðrum manni reyndari. Einnig má nefna þegar Gústaf Níelsson stjórnarmaður í SUS skrifaði grein í Mbl. til að ófrægja mig eftir síðasta sam- bandsráðsfund SUS Þá má nefna, að menn úr SUS-stjórninni reyndu að fella Ingu Jónu Þórðar- dóttur og Skafta Harðarson úr stjórn Varðbergs á síðasta aðal- fundi þess félags, þó að vit væri haft fyrir þeim á fundinum sjálf- um. Allt þetta sýnir að takmarkið er ekki að vinna að sáttum heldur að sundra ungum sjálfstæðis- mönnum, þó að verkefnin í stjórn- málunum séu næg. Ég og margir aðrir höfum þó talið rétt, þrátt fyrir allar þessar ögranir, að vinna eins og kostur er með þessu fólki. Ég bauðst þess vegna til að taka að mér fram- kvæmdastjórn SUS og hugðist vinna þar til sátta, en því var hafnað. Skýtur mjög skökku við frá því að Jón Magnússon deildi á ráðningu framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, því að hann notar nákvæmlega sömu rökin gegn mér og hann taldi formann flokksins hafa notað. Að sjálf- sögðu hefði ég unnið að beztu samvisku fyrir SUS ef ég hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri. Ég harma framkomu SUS-stjórn- ar í öllum þessum málum en óska hinum nýráðna framkvæmda- stjóra, sem er dugandi maður, allra heilla í starfi." Annar hluti keppninnar um Islandsmeistaratitilinn i einstaklingsdansi fór fram i Klúbbnum sl. sunnudag. Þátttakendur voru fimm en þrir komust áfram i úrslitakeppnina. Þau eru: Harpa Karlsdóttir, Haukur Harðarson og Sigmar Vilhelmsson. Meðfylgjandi mynd sýnir þau á dansgólfinu eftir að úrslit voru kunn (Haukur er í hvitum fötum). Úrslitakeppnin fer fram 30. nóvember en tvo næstu sunnudaga verður keppt i undanrásum. Ljósm. as Kjólar — Kjólar Dagkjólar — Kvöldkjólar — Samkvæmiskjólar — Tækifæriskjólar í glæsilegu úrvali. Allar stæröir — Hagstætt verö. Opiö föstudag til kl. 7. Laugard. kl. 10—12. Kjólasalan, Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. 25 ára afmœlisferð Utsýnar FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn er 25 ára um þessar mundir. Sl. laugardag hélt 150 manna hópur af stað í sérstaka afmælisferð félagsins. Var förinni heitið til Mexico þar sem dvalist verður 1 þrjá daga en þaðan verður haldið til Acapulco og dvalið þar i 14 daga. Á myndinni hér að ofan er hópurinn á leið um borð i Arnarflugsvélina, sem var leigð sérstaklega til þessarar farar. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsýnar er fararstjóri i ferðinni. Reykjavikurdeild Norræna félagsins: Þróttmikið starf á árinu 1980 AÐALFUNDUR Reykjavikurdeild- ar Norræna félagsins var nýlega haldinn i Norræna húsinu. For- maður deildarinnar, Gylfi Þ. Gisla- son prófessor, setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Sigurður Þórarinsson prófessor. I skýrslu formanns kom fram að starf deildarinnar á árinu 1980 hefði verið þróttmikið. í sambandi við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík efndi deildin til hátíðardagskrár í Norræa húsinu þar sem rithöfund- urinn Sara Lidman var heiðursgest- ur. Ræddi hún um verk sín og las upp úr þeim. Þá söng Sigríður Ella Magnúsdóttir norræn lög og við þetta tækifæri var úthlutað fyrstu verðlaunum fyrir merki málaársins. Samband Norrænu félaganna efndi til samkeppni um gerð merkisins og fyrstu verðlaun hlaut Mickel Öst- lund frá Svíþjóð. Formaður sam- bandsins, Reidar Carlsen frá Nor- egi, afhenti verðlaunin. í maí efndi Reykjavíkurdeildin til kynningarfundar fyrir ungt fólk um náms-, styrkja- og ódýra ferða- möguleika á Norðurlöndum. Kynn- inguna önnuðust fulltrúar frá Menntamálaráðuneytinu og Nor- ræna félaginu. í júní stóð deildin fyrir höfuðborgaráðstefnu í Reykja- vík. Hingað komu rúml. 70 þátttak- endur frá höfðuborgum hinna Norð- urlandanna og dvöldu hér frá 13. til 20. júní. Höfuðmál ráðstefnunnar var „Listin í borginni" og var hún kynnt ítarlega. Auk þess var kynnt atvinnu- og menningarlíf í borgum. Borgarstjórn og þau borgarfyrir- tæki, sem leitað var til, veittu ómetanlega aðstoð við framkvæmd ráðstefnunnar. Gylfi Þ. Gíslason var endurkjör- inn formaður Reykjavíkurdeildar- innar til næstu tveggja ára. Til sama tíma voru kosin í stjórn: Jóna Hansen kennari, Sigurður Þórar- insson prófessor og Svava Storr frú. Fyrir voru í stjórninni: Arnheiður Jónsdóttir fv. námsstjóri, Gils Guð- mundsson fv. alþingismaður og Vil- hjálmur Þ. Gislason fv. útvarps- stjóri. (Fréttatilkynning) Italskt andrúmsloft f eldhúsinu m ítalir eru sérfræöingar í matargerö og þaö eru þeir einnig í eldhúsum og eldhúsinnréttingum. Höfum tekiö upp mikið úrval af elohúsinnréttingum. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST Opiö kl. 9—6. USGAGNA- MIÐSTÖÐIN SKAFTAHLÍÐ 24, SÍMI 31633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.