Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
Fólk og fréttir í máli og myndum
yt %
s * %
t-H* f
9 <4 ,
• Þúsundasti stjórnarfundur Frjálsiþróttasambands íslands var
haldinn fyrir skömmu, en þar sem sambandið er 33 ára hafa verið
haldnir að jafnaði yfir 30 fundir á ári. Á fundinum mættu m.a.
nokkrir þeir, er gegnt hafa formennsku i sambandinu, og smellti
Kristján Magnússon ljósmyndari þá þessari mynd af. Á myndinni eru
(fv.): Björn Vilmundarson, Bragi Kristjánsson, Konráð Gíslason er
var fyrsti formaður sambandsins, Brynjólfur Ingólfsson og örn
Eiðsson, núverandi formaður FRÍ.
Þúsund stjórnarfundir
á þremur áratugum
• Lyftingamenn brydduðu upp á skemmtilegri nýbreytni á NM unglinga i Laugardalshöllinni á dögunum.
beir fengu þessar bráðfallegu konur til þess að afhenda verðlaunapeninga og setti það mikinn svip,
bókstaflega. á keppnina. Stúlkurnar skörtuðu peysufötum og þjóðbúningi. Ljósm. Guöjón B.
EITTbÚSUNDASTI stjórnar
fundur Frjálsiþróttasambands
íslands (FRÍ) var haldinn nýlega,
en við það tækifæri komu núver-
andi formaður sambandsins, Örn
Eiðsson, og nokkrir fyrrverandi
formenn saman, en alls hafa tiu
menn gegnt formennsku i Frjáls-
iþróttasamhandinu frá stofnun
þess 16. ágúst 1947.
Fyrsti formaður FRÍ var Kon-
ráð Gíslason, sem lengi rak sport-
vöruverzlunina Hellas. Lárus
Halldórsson tók við af honum, og
síðan komu, í réttri röð, Garðar S.
Gíslason, Jóhann Bernharð, Bragi
Kristjánsson, Brynjólfur Ingólfs-
son, Jóhannes Sölvason, Ingi Þor-
steinsson, Björn Vilmundarson, en
við af honum tók Örn Eiðsson,
sem verið hefur formaður frá því
haustiö 1968, eða 12 ár. Örn hefur
gegnt formennsku lengur en nokk-
ur annar, Brynjólfur gegndi for-
mennsku í sex ár.
Á þúsundasta fundinum voru
gerðar tvær samþykktir. Annars
vegar beindi fundurinn þeim til-
mælum til fjárveitinganefndar
Alþingis, að hún leggi til við hið
háa Alþingi, að árlega verði veitt
framlag í Afreksmannasjóð ÍSÍ,
sem yrði algjörlega óháð styrk
þeim, sem veittur er ÍSÍ á fjárlög-
um hverju sinni. Lagt var til að
fyrsta fjárveiting í sjóðinn yrði
krónur 20 milljónir á árinu 1981.
Einnig samþykkti fundurinn, að
kosinn yrði þriggja manna sam-
starfsnefnd, sem skipuð yrði
stjórnarmanni FRÍ, þjálfara og
íþróttamanni. Starfssvið þessarar
nefndar er að auka samvinnu og
skilning milli leiðtoga, þjálfara og
íþróttamanna í framtíðinni.
Heimsmeti fagnað
• Meðfylgjandi mynd segir sína sögu um hvers vegna hnefaleikar eru
bannaðir á íslandi og fjölmargir aðilar erlendis fordæma einnig
iþróttina, þótt þar sé hún leyfð. Myndin er frá viðureign Bandarikja-
mannsins Sean O’Gradys og Skotans Jim Watt. bað er O'Grady, sem
hefur orðið fyrir alvarlegu skakkafalli og skömmu eftir að mynd
þessari var smellt af, var keppnin stöðvuð. bað virðist verða æ
algengara, að hnefaleikarar biði bana, a.m.k. hefur mikið á þvi borið
að undanförnu.
T reystu sér ekki
á íþróttaþing
vegna kostnaóar
„VIÐ hreinlega treystum okkur
ekki á þing Evrópusambands
frjálsiþróttamanna, því þótt
Flugleiðir hafi sýnt okkur sér-
stakan velvilja við tækifæri af
þessu tagi, hefði kostnaður sam-
bandsins orðið yfir einni milljón
króna. Og þótt þátttaka í fundum
af þessu tagi sé nauðsynleg, er i
mörg horn að lita, einkum vegna
hinnar slæmu fjárhagsstöðu sam-
bandsins, og urðum við að hætta
við þátttöku að þessu sinni,“
sagði Örn Eiðsson, formaður
Frjálsiþróttasmbandsins, i
spjalli við Morgunblaðið, en
stjórn sambandsins ákvað á sin-
um tima að taka ekki þátt i
ársþingi Frjálsiþróttasambands
Evrópu vegna kostnaðar sem því
hefði verið samfara. Örn sagði að
FRÍ hefði farið þes á leit við
framkvæmdastjóra norska frjáls-
íþróttasambandsins, K&re Bakk-
en, að hann yrði eins konar
fulltrúi íslands á þinginu, þar
sem hann yrði þar hvort eð er
fyrir hönd Norðmanna.
Þorvaldur golfkennari
að hefja sitt 14 starfsár
• bessi myndasyrpa er af hinu frækilega afreki Skúla óskarssonar, er hann setti hið glæsilega heimsmet
i réttstöðulyftu á NM á dögunum. Á fyrstu myndinni hefur Skúli lagt lóðin niður og gengið úr skugga um
að lyftan sé gild. Síðan öskrar hann af gleði. bá ráðast velunnarar kappans að honum og tollera hann og
eins og sjá má, er Skúla mikið niðri fyrir. Ljósm. gb
IIINN góðkunni og snjalli golf-
kennari borvaldur Ásgeirsson er
nú að hefja sitt 14. starfsár með
kennslu innanhúss í vetur.
'Áformað er að kennslan verði
mjög svipuö og undanfarin
starfsár. Kennt cr í irþóttahús-
inu í Garðabæ. Kcnnslan hjá
borvaldi er bæði fyrir byrjendur
og þá sem eru lcngra komnir í
iþróttinni. Gott er að nota vetr-
artimann til þess að lagfæra
ýmislegt sem betur má fara í
högglciknum. þannig að allt
verði í sem bestu lagi þegar
kylfingar taka til við að keppa á
næsta vori. borvaldur veitir öll-
um þeim, sem áhuga hafa á,
upplýsingar í sima 14310 og þar
fer fram skráning. bess má að
lokum geta að borvaldur Ás-
geirsson er atvinnumaður í golfí-
þróttinni.