Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 35 Kaupfélag Árnesinga 50 ára: Veltan úr 547 þúsundum kr. í 9,5 milljarða á þessu ári Sl. laugardag, 1. nóvember, átti Kaupfélag Árnesinga 50 ára af- mæli. Stjórn kaupfélagsins ákvað á stjórnarfundi, sem haldinn var á afmælisdaginn, að minnast af- mælisins á ýmsan hátt, m.a. verður veittur 10% afsláttur á vöruúttekt í aðalbúð og vörumark- aði á Selfossi og í útibúunum í nóvembermánuði. Þá verður veitt- ur 20.000 króna afsláttur af hverju tonni af fóðurbæti í nóvember og desember. Ákveðið var einnig að gefa Sjúkrahúsi Suðurlands 10 milljón- ir króna, en unnið er að loka- áfanga nýja sjúkrahússins á Sel- fossi. Þetta var tilkynnt á hátíð- arfundi, sem haldinn var á laugar- dagskvöldið. Þar var Páli Hall- grímssyni, formanni stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands, afhent peningagjöfin. Þar rakti Oddur Sigurbergsson, kaupfélagsstjóri, sögu og þróun kaupfélagsins frá stofnun til dagsins í dag. Fyrstu stjórn Kaupfélags Ár- nesinga skipuðu Ágúst Helgason í Birtingaholti, sem var formaður, Gísli Jónsson á Stóru-Reykjum og Þorvaldur Ólafsson í Arnarbæli. Stofnfundinn sóttu 27 menn, en í árslok 1930 voru félagsmenn 80. Nú eru þeir 1674. Félagið keypti verslunarað- stöðu, hús og vörulager Eglis Thorarensen, sem hafði rekið verslun á Selfossi í nokkur ár. Þá var Egill ráðinn kaupfélagsstjóri og gegndi hann því starfi í 31 ár. Fyrstu 10 árin var verslunarrekst- ur helsta starfsemi félagsins. En árið 1940 var sett á laggirnar bifreiðaverkstæði, og síðan jókst starfsemi félagsins jafnt og þétt. Nú rekur Kaupfélag Árnesinga bifreiðasmiðju og vélaverkstæði í mörgum deildum, trésmiðju, kjöt- vinnslu, brauðgerð, lyfjabúð. þvottahús og vöruflutninga í stór- um stíl. Verslanir eru 14, þar af eru útibú á Eyrarbakka, Stokks- eyri, Hveragerði, Þorlákshöfn og á Laugarvatni. Þá annast kaupfé- lagið umboð fyrir Samvinnutrygg- ingar og Andvöku. Árið 1946 var starfsemin flutt í nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhús á Selfossi. Nú rúmar það ekki starfsemina lengur, og er verið að reisa nýtt hús, sem áætlað er að verði tekið í notkun í árslok 1981. Grunnflötur nýja hússins er 5000 fermetrar, en rúmmál 38000 rúmmetrar. Er það um það bil fimm sinnum stærra en gamla húsið. Trésmiðja var byggð 1956 en bifreiða- og véla- verkstæði 1971. Fastráðið starfsfólk síðustu áramót var 230, og launagreiðslur 976 milijónir króna. Fyrsta árið voru starfsmenn 9 og launa- greiðslur 26 þúsund krónur. Fyrsta árið var heildarveltan 547 þúsund krónur, en áætlað er að á þessu ári verði veltan a.m.k. 9,5 milljarðar. Árið 1934 keypti Kaupfélag Árnesinga jörðina Þorlákshöfn og hóf þar útgerð. Þar með var lagður grunnur að þeirri byggð, sem þar er í dag. Félagið átti einnig aðild að stofnun útgerðar- félagsins Meitils, sem enn í dag er stærsta fyrirtæki í Þorlákshöfn. Árið 1937 keypti kaupfélagið jörðina Laugardæli, og lét á árinu 1945 bora þar eftir heitu vatni og lagði heitaveitu í hús á Selfossi. Það seldi síðan Selfosshreppi hita- veituna árið 1968. 1972 var jörðin leigð Búnaðarsambandi Suður- lands, sem rekur þar tilraunabú. Stjórn Kaupfélags Árnesinga skipa nú Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum, formaður, Gísli Hjörleifsson í Unnarholtsköti, Gunnar Kristmundsson, verslun- armaður á Selfossi, Helgi Jó- hannsson á Núpum og Björn Erlendsson í Skálholti. Núverandi kaupfélagsstjóri er Oddur Sigur- bergsson. Tómas | Nationai | Panasonic 'lNDl , ,»«a aö ^'n' 4 á«. nnl’ VarnöSpÓ'ar ' A AuK PesS ,e9ö ^yndínn' um *máKXw myndetn' a ' þv/í tra e'rnbaö eöa W' P yst Þao’ . T meö OOLey-kerhA • fl 1 tæki aörar truflanir m'nnkar stórlega suö ÖRV GG» tuUa g[eln tyrir Þeir hiá Panason,c^9®a ulbandi er miká AÐ LOKUM Hér höfum viö vakiö athygli þína á þeim kostum sem PANASONIC-tækiö býöur þér umfram aöra framleiöendur, aöra kosti þarf vart aö minnast á, því þeir þykja sjálfsagðir í fullkomin myndsegulbönd. PANASONIC notast viö hið útbreidda og viðurkennda VHS-kerfi, og eru kassettur í því kerfi fáanlegar fyrir 60-90-120 og 240 mínútna dagskrár. SÉRTU í VAFA, snúöu þér þá til fagmannsins, og hann mun trúlega vera okkur sammála um þaö, aö þeir hjá PANASONIC eru þekktir fyrir allt annað en óvönduö og fljótfærnisleg vinnubrögð. ir zs, Brautarh°m 2 .iTTA-. JL JL Símar 27192-27133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.