Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 37

Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 37 sársauki og þjáning hverfur. En hvernig stendur þá á því að læknavísindin halda engu að síður áfram að kenna að dauðinn sé endir allrar tilveru mannsins? Ef til vill má finna skýringu í orðum hins fræga enska læknis dr. med. Alexander Cannons. Hann segir meðal annars í for- mála einnar bókar sinnar þetta: „Margir gera þá kröfu til sér- fræðinga í geðsjúkdómum, að þeir haldi fast við það sem er orðið hefðbundið; séu með öðrum orðum kreddufastir, annað sé ófyrirgef- anlegt af þeim. En ég fullvissa alla slíka gagnrýnendur um það, að ég óttast enga dóma, enda er óttinn sönnun fyrir úrkynjuðu sálarlífi. Þeim sem svara orðum mínum með því að þau séu fjarstæðufull, svara ég aftur með orðum Napo- leons: Lýsingarorðið fjarstæðu- fullur er lýsingarorð. Litilsigldur hugur er alltaf fullur þverúðar. Opinn hugur er bæði ieiðitamur fyrir nýjum sannindum og líka fær um að leiða aðra. Þess vegna er ráðlegging mín þessi: Áfellist aldrei nokkurn mann, málefni eða kenningu að órannsökuðu máli!“ í ölium merkum skáldskap er að finna athyglisverðan sannleik. Svo er og um þessa skáldsögu Gunnars Dal, GÚRÚ GÓVINDA, að segja. Þessi saga er öll látin gerast eftir dauða söguhetjunnar og er að því leyti einstök meðal ísienskra1 skáldsagna. í þjóðfélagi þar sem dauðinn virðist vera eitthvert feimnismál þarf hugrekki til þess að skrifa skáldsögu sem öll er látin gerast að þessu lífi loknu. Þessi bók er ekki reist á sandi, því hún virðist afrakstur alls sem höfundur hefur lært og reynt í áratuga langri leit að svörum við ýmsum áieitnustu spurningum hvers manns. Margt af því sem sagt er frá í þessari íslensku bók er ekki að finna í neinum öðrum bókum, þótt leitað sé um öll lönd. Á það einkum við um lýsinguna á því sem gerist, þegar maðurinn fer frá Kamaloka og fæðist (eða deyr) til jarðarinnar. Gunnar Dal segir á öðrum stað, eða í bók sinni LÍF OG DAUÐI frá því hvernig hann fékk þessa vitn- eskju. Lokakafli bókarinnar sem um þetta fjailar gerir hana sérstæða, jafnvel í heimsbókmenntum, því mér vitanlega hefur hringnum aldrei fyrr verið lokað. Engin bók hefur áður reynt að gefa endanleg svör um ferð mannanna um heim- ana þrjá (eða fimm) og lýst því, jafnvel í einstökum atriðum, hvernig endurkoman gerist. Skáldið Gunnar Dal stundaði nám við háskólann í Calcutta á Indlandi 1951—53 og hafði jafn- framt samband við lærða menn víðsvegar um Norður- og Suður- Indland. Þýski heimspekingurinn Heid- egger segir, að gild hugsun skapist á útjöðrum vitundarinnar í þögulli íhugun. Víða erlendis, einkum í hinum enskumælandi heimi, eru nú skrifaðar fjölmargar bækur, sem segja má að gerist á útjöðrum mannlegrar skynjunar. Og er ekki sennilegt að einmitt þar fari nú á tímum fram sú sköpun, sem verða almennur skilningur og þekking í framtíðinni? Allt þetta færöu fyrir aöeins kr. 42.140. 1. Vélarþvottur. 2. Skipt um kerti og platínur. 3. Skipt um loftsíu. 4. Stilltur blöndungur. 5. Stillt kveikja. 6. Vél þjöppumæld. 7. Rafgeymasambönd athuguö. 8. Mældur rafgeymir. 9. Mæld hleðsla. 10. Viftureim athuguö. 11. Stillt kúpling. 12. Athugaöur vökvi á höfuödælu. 12. Bremsur athugaðar. 14. Kælikerfi þrýstiprófaö. 15. Mældur frostlögur. 16. Mælt loft í hjólböröum. 17. Smuröar huröalæsingar lamir. 18. Athuguð öll Ijós. 19. Aöalljós stillt. 20. Rúöuþurrkur athugaöar. 21. Frostvari settur á rúöu- sprautu. 22. Undirvagn skoöaður. Pantiö tíma hjá ^ verkstjóra í síma 77756. Einnig innifaiiö í þessu veröi er loftsía, platínur, kerti, rúöuvökvi. Ifiat-umboðiðI / Smiójuvegi 4 - Simi 77200/ Samstarf í Gallerí Langbrók ÞEIR félagar, Sigurður Örlygsson og Ómar Skúlason, hafa slegið í púkk saman og sýna nú sem stendur 12 myndir í Gallerí Lang- brók á Torfunni. Þetta er ekki stórt húsnæði og getur ekki tekið nema hæfilega stærð af myndum. Þeir félagar hafa auðsjáanlega kunnað sér hóf og haldið s'ærð þessara verka innan vissra tak- marka, en hér áður voru þeir, ef ég Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON man rétt, nokkuð fyrir stærri myndverk, og Sigurður átti stórar myndir á FÍM-sýningunni að Kjarvalsstöðum í haust er leið. Það hefur verið stundum, sein- ustu ár, hræring í þá átt, að myndlistarmenn legðu í samvinnu um myndgerð. Ég hef enn sem komið er ekki komið auga á kosti við slíkt samstarf, enda er mynd- list afar persónuleg í eðli sínu. Ég veit heldur ekki til, að slík sam- vinna hafi skapað nokkuð nýtt né sannað tilverurétt sinn á annan hátt. Þeir myndlistarmenn, sem farið hafa út í þessa sálma, hafa einnig verið fljótir að sjá, að þessi aðferð var eingöngu tilraun, en ekkert til að byggja á í framtíð- inni. Það hefur örlað fyrir þessari starfsemi hér heima að undan- förnu, og er það vel. Sú sýning, sem nú stendur í Gallerí Lang- brók, er önnur í röðinni af þessu tagi. Sú fyrsta var í Djúpinu, og aðrir listamenn áttu þar í hlut. Sýning þeirra félaga, Sigurðar og Ömars, er mjög skemmtileg og hressileg í alla staði. Litír eru hvellir og gegna sínu hlutverki til hins betra, formið er svolítið gamalkunnugt og virðist vera orð- ið til sem þróun í klippmyndum. Nú veit ég ekki, hver á hvað á þessari sýningu, en segja mætti mér, að formið væri Sigurðar og litir Ómars. Hvað um það, þetta er þeim báðunt til sóma og okkur hinum til ununar. Báðir lista- mennirnir voru búnir að vekja athygli með verkum sínum áður, og við báða hafa verið bundnar vonir. Þessi sýning dregur ekki úr þeim vonum, en að mínum dómi hefði verið skemmtilegra að sjá verk þeirra hvors um sig. Þannig hefði afrakstur orðið meiri fyrir báða parta, og ég er ekkert viss um, að þeir félagar vinni nokkuð við þetta samstarf. En auðvitað er hér um einkamál þeirra féiaga að ræða og kemur hvorki þér né mér við. Því verður heldur ekki breytt, að mín persónulega skoðun er sú, að slík samvinna sé ekki æskileg, til þess sé iistsköpun of persónu- leg. Sem sagt, listsmiðjur eru ekki til hins betra, að mati þess, er þetta ritar. Ég óska þeim til hamingju, Sigurði og Ómari, með þessa iitlu, en snotru sýningu. Galleríið er einnig mjög aðlaðandi, og mér finnst miðbærinn hafa fengið betri svip við tilkomu þess á hinni margumtöluðu Torfu. 0-v m OMIC REIKNIVÉUN ED HELMINGI FVRHtFERMRMINNl OG TÖLUVEBT ÓDÍRAftl Nú hefur ný reiknivél bæst í Omic fjöl- skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja Omic vél er lítil og lipur. Hún gengur fyrir rafhlöðum jafnt sem rafmagni. Omic 410 PD skilar útkomu bæði á strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt og vel. Viö byggjum upp framtíö fyrirtækis þíns. Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst á markaðinn voru þær sérhannaðar samkvæmt óskum viðskiptavina Skrif- stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu Omic 312 PD, Omic 210 PD og Omic 210 P, sannkallaðar metsöluvélar. Komið og kynnist kostum Omic. Verðið og gæðin tala sínu máli. % SRRIFSTOFUVÉLAR H.F. Tj£ ~x ~ .á? Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.