Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
39
þar næst þessa fjölskyldu, þegar
María flutti úr föðurhúsum til
Bandaríkjanna, ásamt eiginmanni
sinum, Timothy David Creighton.
Það var falleg brúður, sem ég
fylgdi í skrúðhús Háteigskirkju
árið 1972, áður en hún gekk á vit
framtíðar þeirra beggja, full trúar
og vonar á lífið sjálft.
Árið 1973 lést Guðmundur faðir
Maríu af slysförum. Mun það lýsa
best mannkostum hans og gæðum,
hve öll börn hændust að honum.
Árið 1975 lést faðir Helgu, aldinn
öðlingur.
Þegar til Bandarikjanna kom,
eignaðist hún trygga vinkonu,
Judy að nafni, sem svo eignaðist
litla stúlku, sem ber nafn Maríu.
Judy er nú komin alla þessa leið
til að fylgja Maríu síðasta spölinn.
Nú eru þær aðeins orðnar eftir
tvær á Starhaga, mæðgurnar,
ásamt unnusta Ingibjargar, þar
sem Jón móðurbróðir Maríu hefur
fundið sér lífsförunaut, og hafi
þau bæði þökk fyrir alla þá hjálp,
sem ég veit að þau hafa veitt
Helgu, konu sem á fáa sina líka að
mannkostum.
Ég bið algóðan Guð um að
María fái góða heimkomu fyrir
handan móðuna miklu, þar sem ég
veit að þjáningum hennar er lokið.
Ég bið einnig fyrir styrk eigin-
manni, fjölskyldu og vinum henn-
ar til handa.
Blessuð sé minning Maríu og
hafi hún þökk fyrir allt.
-Nú letot ég augun aftur,
ú, Guð þinn náðar kraftur
min veri vðrn i nútt.
/E virst mig að þér taka.
mér yfir littu vaka,
þinn enKÍl, avo ég sofi rótt.“
Matthias Jochumson.
Málfríður Haraldsdóttir.
„Öllu er afmörkuð stund og
sérhver hlutur undir himninum
hefur sinn tíma. Að fæðast hefur
sinn tíma, og að deyja hefur sinn
tíma; að gróðursetja hefur sinn
tíma og að rífa það upp sem
gróðursett hefir verið hefur sinn
tíma.“ Svo mælti predikarinn. Orð
hans eiga vel við á þessari óvæntu
og ótímabæru skilnaðarstund, því
hér hefur verið upp rifinn sá
gróður, sem að var hlúð af dæma-
fárri alúð.
Á seinni árum, þegar heimilið,
fjölskyldan, og þó fyrst og fremst
börnin, eiga í vök að verjast í hinu
miskunnarlausa kapphlaupi, sem
oftar en ekki reynist eftirsókn
eftir hégóma og vindi, hefur hug-
urinn oft leitað að Starhaga 14, á
heimili þar sem þrjár kynslóðir
bjuggu saman í fullkominni ein-
drægni og aldrei heyrist orði
hallað. Þangað þótt börnum og
unglingum gott að koma og höfðu
af sálarbót. Þannig var andrúms-
loftið sem ríkti í föðurhúsum
Maju, á heimili þeirra Helgu
Eiríksdóttur og Guðmundar
Jónssonar. En þar voru líka þau
amma María og Eiríkur afi, og
Inga litla-systir, ásamt Nonna
frænda, sem var í miklu afhaldi
hjá systurdætrum sínum fyrir
grín og glens. Þar með eru þeir
upptaldir, sem heimilisfastir voru,
en í endurminningunni bregður þó
fyrir sæg af litlum andlitum, rétt
eins og í bænum á 17. júní, og
börnin gengu þarna inn og út eins
og væru þau heima hjá sér. I slíkri
fjölskyldu eru orð eins og „firring"
og „kynslóðabil" einungis fjarlæg
hugtök, enda var hið nána sam-
band innan fjölskyldunnar eins-
dæmi.
En þessi heimilisgæfa var ekki
undanþegin lögmáli breytinganna,
fremur en annað það, sem jarðn-
eskt er. Þó er eins og forlögin hafi
gerzt hér full umsvifamikil á
tæpum tíu árum. Það er lögmál
lífsins að öldungar kveðji að
loknum löngum vinnudegi, eins og
þau María og Eiríkur, en um lát
Guðmundar af slysförum 1973
gegndi öðru máli, og var mægðun-
um þungbær raun.
En nú er reitt hærra til höggs;
fyrirvaralaust, eftir örskamma
sjúkrahúsvist fjarri heimahögum,
er þrjátíu og sjö ára gömul kona
öll. Hver minningin rekur aðra,
stundum sár og stundum
skemmtileg. Upplag og uppeldi
mótuðu þann vin, sem ég hef
þekkt tryggastan og falslausastan.
Mér er jafnan minnisstætt lítið
atvik frá Melaskóladögunum; við
vorum nokkrar vinkonur að dunda
okkur við að draga málshætti;
líkast til fengna úr páskaeggjum. I
minn hlut kom hin þarfa ábend-
ing: „Svo má góðu venjast að
gæðalaust þyki.“ Ég varð þegar
gripin sterku samviskubiti, sem
beindist að Maju. Það var þó með
öllu ástæðulaust, þvi vinátta
okkar var gagnkvæm og innileg.
Samt fannst mér ég eiga þarna
eitthvað dýrmætt, sem ég mæti
ekki að verðleikum og mætti ekki
taka sem sjálfsögðun hlut. Ég held
að þessi litla saga lýsi 'betur en
hástemmt lof tilfinningum mínum
til Maju, en þó öllu fremur henni
sjálfri.
Öll framkoma Maju einkenndist
af því, hve lítið henni var um það
gefið að fara sér að nokkru
óðslega. Olli það oft miklu upp-
námi okkar kunningjanna á ungl-
ingsárunum, þegar allt skyldi ger-
ast með forgangshraði, ekki sízt
skemmtanalífið. Það brást þó
ekki, að vel æfðar og mergjaðar
umvöndunarræður duttu mark-
lausar niður, þegar Maja birtist á
athafnasvæðinu, alsæl og haggað-
ist hvergi í ró sinni. En þrátt fyrir
ljúfa og hæga framgöngu var
Maja föst fyrir þegar hún hafði
gert upp hug sinn og órög við að
segja meiningu sína á mönnum og
málefnum. Þá er ótalinn sá þáttur
í fari hennar, sem gerði hana svo
skemmtilegan félaga, en það var
næmt auga fyrir því skoplega og
leikandi létt kímnigáfa, stundum
neyðarleg, sem beindist jafnt að
henni sjálfri sem öðrum.
Undanfarin 14 ár hafa samveru-
stundir okkar verið fáar og strjál-
ar, enda vík á milli vina þar sem
Atlantshafið skilur að. Alltaf var
þó jafngaman að hittast og skipt-
ast á skoðunum og frásögnum, og
það kitlaði í mér þjóðræknispúk-
ann, að eftir átta ára dvöl vestra,
á stöðum þar sem engan landa var
að finna, var ekki að heyra á mæli
vinkonu minnar, að hún hefði
nokkurn tíma haft veður af ann-
arri tungu en móðurmálinu. En
það hefur oft verið mér raun að
heyra landa mína vera búna að
hálftapa málinu eftir eins eða
tveggja ára veru erlendis, á slóð-
um þar sem ekki varð þverfótað
fyrir íslendingum og uppákomum
þeirra.
Eftir stúdentspróf frá Verzlun-
arskólanum 1964 vann Maja við
skrifstofustörf og kom sér hvar-
vetna vel sökum vandvirkni sinn-
ar. Árið 1972 giftist hún Banda-
ríkjamanninum David Creighton,
og fluttist með honum vestur um
haf. Af frásögnum hennar mátti
glöggt ráða hve gott hjónaband
þeirra var, og þá einnig innilegt
samband hennar við tengdafólk
sitt. Er það mikill styrkur ætt-
ingjum hennar að vita að hún átti
góða að þar ytra, svo fjarri sínum.
Vinkona hennar bandarísk skírði
jafnvel dóttur sína eftir henni, og
væri það gæfa þeirrar litlu ef hún
líktist nöfnu sinni í sem flestu.
Undanfarin tvö ár hafa þó
reynst þeim hjónum þung í skauti.
Tvisvar hefur David .orðið fyrir
alvarlegum slysum, og átti raunar
að fara í meiriháttar aðgerð þegar
reiðarslagið dundi yfir. Og víst er,
að sjúkdómur sá, sem svo skyndi-
lega brauzt út, hefur verið lengi að
búa um sig, þótt ekki væri kvart-
að. Undanfarin sumur voru þau
hjón einmitt að búa sér nýtt
heimili. En skapanornirnar láta
ekki að sér hæða, og við fáum engu
ráðið. Þó hefur Maja nú efnt það
heit, sem hún gaf frænda sínum
nýlega er hann ámálgaði við hana
að koma sem fyrst í heimsókn,
enda ætti hún farmiða sem væri
að verða ógildur. Hún neitaði því
ákveðið að koma að svo stöddu, en
lofaði hins vegar að vera komin
heim fyrir jól. Nú er hún alkomin
heim, þó sú heimkoma yrði með
öðrum hætti en nokkurn gat órað
fyrir. Hún fær hér sína hinztu
hvíld í íslenzkri mold, að eigin ósk.
Þá ósk lét hún í ljós löngu áður en
veikindanna varð vart, en ef til
vill hefur hana sjálfa grunað
meira en hún lét uppi.
Ég sendi að lokum mína dýpstu
samúðarkveðjur til ykkar allra, til
eiginmannsins og til Helgu, sem
bæði eiga við heilsuleysi að stríða
í þessari þungu raun, til Ingi-
bjargar, sem vakti yfir systur
sinni í banalegu hennar erlendis
og létti þannig þjáningar hennar,
og til Jóns móðurbróður hennar.
Ég sendi þær líka fyrir hönd
foreldra minna sem þekktu Maju
sem barn og ungling og mátu
jafnan mikils.
Ég veit hve missir ykkar er
mikill. Ég veit líka, að þið eigið
minningar svo góðar, að fágætt
mun vera. Megi það veita ykkur
styrk á sorgarstundu.
Fari mín elskulega vinkona í
friði.
Helga Þórarinsdóttir
Fyrir þremur vikum barst
okkur sú frétt að Maja, okkar
kæra skólasystir, lægi alvarlega
veik vestur í Bandaríkjunum.
Fáum dögum síðar var hún látin.
Hún var fædd hér í Reykjavík 9.
marz 1943, dóttir hjónanna Helgu
Eiríksdóttur og Guðmundar Jóns-
sonar, sem lést fyrir aldur fram í
marz 1973. Hún ólst upp ásamt
Ingibjörgu systur sinni í skjóli
foreldra sinna og móðurforeldra,
lengst á Starhaga 14. Haustið 1958
hóf hún nám i Verzlunarskóla
íslands og lauk stúdentsprófi það-
an vorið 1964.
Á sex vetrum fór ekki hjá því að
bekkjarsystkin kynntust vel og
átti það ekki síst við um tvo
síðustu veturna þegar 25 nemend-
ur héldu áfram í framhaldsdeild.
Við komumst ekki hjá að taka
eftir af hvilíkri alúð og nákvæmni
Maja vann öll sín verk, hvort sem
það voru athugasemdir í rissbók
eða úrlausnir, sem átti að skila til
kennara. Aðrir góðir kostir
prýddu hana, prúðmennskan og
umhyggjan fyrir öllu, sem lifði,
báru hæst.
Ekki er að efa að hún hefur lagt
alla alúð sína fram við störf sín,
en hún vann skrifstofustörf þang-
að til hún flutti með manni sínum
til hans heimalands. Þau María og
Timothy David Creighton gengu í
hjónaband hér heima vorið 1972,
en fluttu fljótlega til Bandarikj-
anna.
Maja hafði mikla ánægju af
heimilisstörfunum og naut þess að
hafa tíma til að sinna manni
sínum og heimilinu. Þannig fengu
þau að njóta hamingju í nokkur
ár.
Fyrir u.þ.b. 2 árum varð David
fyrir alvarlegu slysi, sem markaði
þáttaskil í þeirra lífi. Hann gat
ekki tekið upp fyrra starf og hóf
iðnnám. Þegar þau höfðu nýlega
komið sér fyrir í nýjum húsakynn-
um, slasaðist hann aftur alvar-
lega. Síðan hefur hann i sex
mánuði að mestu verið rúmliggj-
andi og átti að gera á honum
aðgerð um miðjan október, en þá
var farið að bera á veikindum
Maju, sem eins og áður segir
heltók hana á stuttum tíma.
Þegar fréttin barst um veikindi
hennar gátum við vart trúað að
hún ætti ekki afturkvæmt heim,
en hún hafði ráðgert heimkomu
fyrir jól til að vinna hér. Heim gat
hún ekki komið fyrr en David væri
kominn yfir mestu erfiðleikana.
Heimkoman varð önnur en móðir
hennar og systir áttu von á, en
þær hafa sýnt ótrúlegan styrk og
trú á þessum sorgarstundum,
Helga hér heima, en Ingibjörg við
banabeðið í Louisiana. Helga hef-
ur miðlað okkur af trú sinni um að
lífið og dauðinn séu ekki tilviljanir
og hjálpar það í sorginni. Og eitt
er víst að Maja hefur ekki átt
óloknu verki, hún var vön að ljúka
öllu og skila því með alúð.
Guð blessi minninguna um
hana.
Elísabet, Freyja Kristíh,
ólöf, Sigurbjörg og Sissú.
Leiðrétting
I minningargrein um Önnu Ei-
ríksdóttur frá Fagurgerði á Sel-
fossi urðu dálitil mistök. Það féll
niður nafn eins af börnum Önnu,
nafn Baldurs mjólkurfræðings,
sem er kvæntur Gunndísi Sigurð-
ardóttur og búa þau á Selfossi.Þá
féll niður lína í málsgrein, en hún
á að vera svona:
Eins og vænta mátti þráði Anna
að afla sér meiri menntunar og
lagði hún þá í það þrekvirki, að
fara til Reykjavíkur, í einkatíma
til tónsnillingsins Róberts Abra-
hams ...“
list
listiðnaóur
Gjafavörurnar frá Rosenthal hafa
hlotið óblandna aðdáun allra
þeirra sem bera skyn á listfenga
hönnun, glæsileik og fágun.
,,Bögglaði bréfpokinn“ eftir lista-
manninn Wirkkala er skemmtilegt
dæmi um hugkvæmni og frum-
leika Rosenthal gjafavaranna.
Hinir fágætu plattar Björns Wiin-
blad hafa geysilegt söfnunargildi.
Þeir eru gullfallegir.
Þeir eru gulltryggðir.
Suomi postulinsstellið er eitt
glæsilegasta stellið frá Rosenthal.
Það er gljáð í handavinnu og hluti
framleiðslunnar er valinn til skreyt-
ingar með gulli og hvítagulli af
heimsfrægum listamönnum.
Suomi er hannað af Timo Sar-
paneva.
I
studio-line
A EINARSSON & FUNK
Laii£ave£i <S5