Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 MAÐUR í FRÉTTUNUM: Michael Foot Frá Einari K. GuðfinnNMyni, fréttaritara Mbl. i Bretiandi. 10. nóvember. MICHAEL Foot verður ekki lýst i íáum orðum. Maðurinn er þversðjfn — stjórnmálahuK- myndir hans virðast olt vera þversagnakenndar og það virðist vera þversaunakennt. að þinu- menn Verkamannaflokksins velji hartnær sjotuuan mann til þess að leiða flokk sinn í þvi mikla ölduróti, sem hann hefur verið í. Innviðir Verkamannaflokksins virðast ekki sterkir um þessar mundir. Síðasta landsþing flokks- ins einkenndist af stöðugum erj- um og róstum. Til að sameina þá mislitu hjörð sem Verkamanna- flokkurinn er, virðist þurfa „himnasendingu" eða krafta- verkamann. Kosningar eiga samkvæmt öllu óbreyttu að verða í Bretlandi eigi síðar en árið 1984. Það gæti þýtt, að leiðtogi Verkamannaflokksins væri kominn á áttræðisaldurinn þegar hann leiddi flokk sinn í þá orrahríð, sem kosningar vitanlegu eru. En Michael Foot er alls ósmeykur. „Ég hef aldrei verið hressari,“ sagði hann í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu og það var enginn vandi að trúa honum. Spurningar buldu á honum. Fréttamaðurinn var harðjaxlinn Brian Walter, fyrrum þingmaður Verkamannaflokksins og hann dró svo sannarlega ekki af sér. En Michael Foot brá hvergi. Sjarm- inn sem um hann hefur einlægt leikið var auðsær. Sjónvarps- áhorfendur fengu að sjá snjallan ræðumann í ham og óneitanlega vakti hann aðdáun. Michael Foot er á marga lund goðsögn í lifanda lífi. Hann þykir með afbrigðum snjall ræðumaður. Þessa hæfileika hefur hann að sjálfsögðu nýtt til hins ítrasta. Samt sem áður eiga margir eriftt með að ímynda sér Foot sem ráðherra — hvað þá forsætis- ráðherra. Háttsettur opinber starfsmaður sagði eitt sinn, að hann nennti sjaldnast að kynna sér nein mál til hlítar. Sumir dæmdu því Foot þannig, að hann yrði ævilangt í stjórnarandstöðu og fyrir nokkrum árum virtist sú spá ætla að rætast. Michael Foot er í augum margra, maðurinn sem stjórnaði andstöðunni gegn hernaðarupp- byggingunni hér á árum áður. Hann var óþreytandi í mótmæla- göngum og var alltaf kjörinn ræðumaður á útifundum þar sem hann naut sín til hlítar. Síðar meir fyllti hann flokk þeirra, sem voru andsnúnir veru Bretlands í Efnahagsbandalagi Evrópu. Afstaða Foot til þessara mála bendir ótvírætt til þess, að hér sé vinstrimaður á ferð. Hann hefur líka krafist aukinna ríkisútgjalda og þjóðnýtingur og fyrir vikið notið lítilla vinsælda meðal þeirra, sem hægfara eru í Verka- mannaflokknum. Það sem gerir afstöðu Foot þversagnakennda er að í raun og veru eiga stjórnmálaskoðanir hans á marga lund sér rætur í frjálshyggju 19. aldarinnar. Hann er einstaklingshyggjumaður. Lífssýn hans mótast oft af íhaldssamri rómantík og engin efast um að hann mun ævinlega hafa þingræði í hávegum. Sumir stuðningsmanna hans aðhyllast kenningar 19. aldar heimspek- ingsins Karls Marxs. Michael Foot er klénn marxisti. Þó Michael Foot hafi setið lengi á þingi hefur hann ekki mikla reynslu af ríkisstjórnarsetu. Hann hefur alltaf verið uppreisn- armaður — rekist illa í flokki og slíkir menn verða ekki sessur ráðherrastólana. Árið 1974 gerði Harold Wilson hann að atvinnu- málaráðherra. Og ekki leikur vafi á, að ráðherradómurinn breytti viðhorfum bardagamannsins Michaels Foots. Atvinnumála- ráðherra þarf að vera maður málamiðlunar. Það var nýtt hlut- verk fyrir Foot er hann lék vel. Hann keppti við James Callag- han um leiðtogastöðuna árið 1976 en tapaði. Hann gekk þó strax til liðs við hinn nýkjörna leiðtoga og studdi hann með ráðum og dáð. Verkamannaflokkurinn hafði fengið meirihluta í brezka þing- inu. Hann misstu þeir þegar íeið á kjö'rtímabilið. Þá tók við timabil málamiðlunar og samkomulags við Frjálslynda flokkinn, sem varði stjórnina vantrausti. í þeim erfiða leik tók Foot þátt af einlægni og alvöru. Hann trúði því, að Verkamannaflokkurinn einn gæti unnið brezku þjóðinni gagn. Því væri um að gera, að halda honum við völd. Hinn gam- alreyndi vinstrimaður hafði það hlutverk með höndum, að róa og sætta órólega vinstriarminn í Verkamannaflokknum. Þetta var nýstárlegt hlutverk fyrir höfuð- paur vinstrimennskunnar en hon- um tókst það vel. Það er enginn vafi á, að það hve honum tókst vel við sáttasemjara- hlutverkið færði honum sigur nú í leiðtogakosningunum. Vinstri- mennirnir stóðu einhuga að baki honum vegna pólitískrar fortíðar hans. Sumir hinna hægfara freistuðust til að kjósa hann vegna þess hve honum gekk vel að sætta og sameina hin ólíku öfl. Foot nýtur líka stuðnings í kjördæmisráðum Verkamanna- flokksins. Verkalýðsleiðtogar flykktust um hann. Þessir tveir hópar þrýstu á þingmenn um að kjósa Foot og hafa haft árangur sem erfiði. Þó Michael Foot hafi löngum verið eftirlæti vinstrimanna fer því fjarri, að allir unni honum sigrinum. Anthony Wedgewood Benn, vellauðugur róttæklingur af aðalsættum ætlaði sér stóran hlut. Foot verður þröskuldur á framaferli hans. Hægrimenn í Verkamanna- flokknum eru allt annað en ánægðir. Robert McKenzie, stjórnmálaprófessor við London Scholl og Economics sagði í sjón- varpsviðtali í kvöld, að sigur Foots gerði það líklegt að margir þekktir hægrimenn neituðu að bjóða sig fram undir merki Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti ef einhliða afvopn- un og úrsögn Breta úr EBE verður í stefnuskrá flokksins. Það er því alls ekki útséð um að Michael Foot takist vel upp i sáttasemjarahlutverkinu að þessu sinni. Til þess var hann þó kosinn og það verður prófsteinn hins nýkjörna leiðtoga. Reagan hvílir sig frá skarkala umheimsins Santa Barbara. Kaliforníu. 10. nóvrmber. — AP. RONALD Reagan, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. hefur tekið sér 5 daga hvíld og hyggst alveg draga sig út úr skarkala umheims- ins þann tíma. Ilann fór til hú- garðs síns. skammt frá Santa Barhara í gær og ekki einu sinni „nanir samstarfsmenn" hans fá að ónáða hann. Hann hyggst ekki koma út úr einangrun sinni fyrr en á föstudag. Þessa fimm daga hyggst Ronald Reagan riða út og njóta hvíldar. „Eftirlætistóm- stundaiðja hans er að ríða út. höggva við og girða." sagði Lyn Nofziger, blaðafulltrúi Reagans, við fréttamenn. „Ég á von á, að einmitt þetta muni Reagan gera." bætti hann við. Ronald Reagan mætti þó til guðsþjónustu í Los Angeles í gær. Hann ræddi þá stuttlega við fréttamenn. „Meginmarkmið mitt nú er myndun stjórnar, sem getur tekið umyrðalaust við,“ sagði hann m.a. en formlega tekur hann við embætti þann 20. janúar. Hann var spurður hvort hann ætti von á erfiðleikum við að sameina þjóðina eftir hina löngu og ströngu kosningabaráttu undanfar- inna mánuða. „Þjóðin stendur þeg- ar einhuga að baki mér,“ svaraði Reagan. Enn er alveg á huldu hverjir verða helstu ráðgjafar hans og hverjir skipa ráðherraembætti. Einn helsti aðstoðarmaður hans sagði að hann myndi líklega ekki hitta neina erlenda þjóðarleiðtoga að máli þar til' hann tæki við embætti og að hann myndi láta stjórn Jimmy Carters alfarið um að leysa aðsteðjandi vandamál erlend- is — gíslamálið fyrst og fremst og einnig deiluna fyrir botni Miðjarð- arhafs. Þá var haft eftir aðstoðar- manni hans, Edwin Meese, að staða öryggismálaráðgjafa yrði ekki eins valdamikið embætti og verið hefði í stjórn Carters og Nixons. Meese vildi ekkert tjá sig um helstu ráðherraembætti. Hann var sér- staklega spurður hvort Henry Kiss- inger yrði í stjórn Reagans. Hann vildi ekkert tjá sig en sagði, að líklega myndi Reagan útnefna „einn eða tvo“ demókrata í stjórn sína. Orðrómur hefur verið uppi um, að Henry Jackson, demókrati, verði í stjórn Reagans og hefur hann einkum verið orðaður við embætti landvarnaráðherra og utanríkisráðherra. Meese sagði, að Brent Scowcroft, hershöfðingi og náinn ráðgjafi í utanríkismálum, myndi fara í dag (mánudag) til Moskvu til að ræða við sovéska embættismenn. Hann sagði, að ferð þessi hefði verið ákveðin löngu áður en Scowcroft hefði hafið samvinnu við Reagan. Haft var eftir Scowcroft í banda- rísku blaði: „Ég get gefið þeim nokkuð raunsanna mynd af skoðun- um Reagans.“ Búist er við, að Reagan muni auka verulega útgjöld til varnar- mála, jafnvel um allt að 20 millj- örðum dollara. Ekki er búist við mikiili andstöðu í þinginu, því þingið samþykkti 5 milljarða aukn- ingu til varnarmála umfram beiðni frá Jimmy Carter. } kosninga- slagnum boðaði Reagan launa- hækkun til hermanna auk margvís- legra aðgerða til að styrkja varn- armátt Bandaríkjanna. Nikolai Lunkov, fráfarandi sendi- herra Sovétríkjanna í Bretlandi, sagði í dag við fréttamenn, að án staðfestingar Bandaríkjanna á SALT 2 samkomulaginu, verði ekki hægt að halda áfram samningum um afvopnun. Charles Kirbo, einn helsti ráð- gjafi Jimmy Carters og náinn vinur hans, sagði í dag við fréttamenn að að hans mati hefði baráttan við Edward Kennedy um útnefningu Demókrataflokksins, verið ein helsta orsök falls forsetans. Kosningarnar í Færeyjum: Mestar líkur á samsteypustjórn borgaraflokkanna Frá Jógvani Arge, fréttaritara Mbl. í Færeyjum 10. nóv. í KOSNINGUNUM til lögþings Færeyja sl. laugardag bættu Fólkaflokkurinn, Sjálvstýris- flokkurinn og Framfara- og fiskvinnsluflokkurinn við sig at- kvæðum en Sambandsflokkurinn. Javnaðarflokkurinn og Tjóðveld- isflokkurinn misstu atkvæði. Að- eins Sjálvstýrisílokkurinn bætti við sig þingmanni en Javnaðar- flokkurinn tapaði þingmanni. Þingmenn á hinu nýja lögþingi verða 32 og skiptast þannig: Sam- bandsflokkurinn fær 8 þingmenn og hafði 8 áður, Javnaðarflokkur- inn fær 7 en hafði 8 áður, Tjóðveld- isflokkurinn fær 6 og hafði 6, Fólkaflokkurinn fær 6 og hafði 6, Sjálvstýrisflokkurinn fær 3 en hafði 2 og Framfara- og fisk- vinnsluflokkurinn fær 2 og hafði 2. Kosningaþátttakan var 85,9% og hefur hún aldrei verið meiri. 23,8% kjósenda greiddu Sambandsflokkn- um atkvæði sitt (+2,4%), 21,7% Javnaðarflokknum (+0,7%), 19% Tjóðveldisflokknum (+1,3%), 18,9% Fólkaflokknum (+1,0%) 8,4% Sjálvstýrisflokknum (+1,2%) og einnig 8,4% Framfara og fisk- vinnsluflokknum (+2,1%). Boðað var til kosninganna vegna óeiningar stjórnarflokkanna þriggja, Tjóðveldisflokksins, Fólka- flokksins og Javnaðarflokksins. Ekki eru líkur til þess að þessir þrír flokkar myndi stjórn að nýju. Pauli Elleífsen Búist er við að Sambandsflokk- urinn hafi forgöngu um stjórnar- myndunarviðræður en ekki liggur ljóst fyrir hvaða flokka Sambands- flokkurinn mun ræða við. Fprmaður Javnaðarflokksins, Atli Dam, segir að sinn flokkur muni ekki taka þátt í stjórnar- myndunarviðræðum, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Segir hann að flokkurinn hafi misst fylgi vegna þess að hann hafi setið í landsstjórnum í 12 ár í röð. Mestir möguleikar eru taldir á að borgaraflokkarnir, Sambands- flokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sjálvstýrisflokkurinn, myndi stjórn en samtals eiga þeir 17 menn á þingi af 32. 9. lestarslysið í Svíþjóð í ár LinköpinK. 10. nóvember. — AP. Járnbrautarslys varð skammt írá járnbrautar- stöðinni í Linköping í Sví- þjóð í morgun. Lestin írá Rainbow Warrior á leið til Amsterdam Lundúnum. 10. nóvember. — AP. SKIP Greenpeace-samtak- anna, Rainhow Warrior, stefndi til Amsterdam i dag. Rainbow Warrior komst und- an um helgina. en skipið hafði legið við festar í hafnarborg- inni E1 Ferrol á Spáni í meira en fjóra mánuði. Spænsk yfir- völd tóku skipið þegar skip- vcrjar reyndu að koma í veg fyrir hvalveiðar spænskra skipa. Peter Wilkinson, einn af stjórnarmönnum Greenpeace- samtakanna sagði við frétta- menn, að Rainbow Warrior hefði komist undan þrátt fyrir að spænsk herskip hafi veitt skipinu eftirför. Yfirvöld á Spáni höfðu fjarlægt ýmsa mik- ilvæga vélarhluta úr vél skips- ins til að koma í veg fyrir að skipið kæmist undan. Þrátt fyrir þetta tókst skipverjum að gangsetja vélina og „læðast" út úr höfninni í EI Ferrol. Sjö skipverjar eru um borð. Þrátt fyrir eltingarleik spænskra herskipa tókst Rainbow Warr- ior að komast út úr spænskri landhelgi og þannig undan. „Það var skylda okkar að frelsa skipið, því mörg ár geta liðið þar til spænskir dómstólar komast að niðurstöðu," sagði talsmaður Greenpeace-samtak- anna í einkaskeyti til Morgun- blaðsins. Stokkhólmi til Málmeyjar fór þá útaf sporinu á 120 kílómetra hraða. Einn beið bana og að minnsta kosti 20 manns slösuðust. Orsök slyssins liggur ljós fyrir: Lestarstjórinn sofnaði undir stýri. Slysið við Linköping er hið níunda í röðinni í Svíþjóð í ár. Um borð í lestinni voru 120 farþegar. „Ég vaknaði og áttaði mig þá þegar, að lestin var á 120 kíló- metra hraða en hámarkshraði var 60 kílómetrar. Ég sá að járnbraut- arlínan sveigði og áttaði mig þá þegar á því að slys var óumflýjan- legt,“ sagði lestarstjórinn. Lestin fór af teinunum og tveir vagnanna féllu niður á hraðbraut fyrir neðan. Lestarstjórinn hafði í sam- fellt 32 ár stjórnað lestum og aldrei orðið á í messunni. Niunda járnbrautarslysið í Sví- þjóð á þessu ári. Loftmynd af slysstaðnum. Lestarstjórinn. sem vinnur einn, sofnaði og ók um miðborg Linköping á 120 km hraða i stað 00 km á klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.