Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 47

Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 47 Jarðskjálftar í Kaliforníu Kureka. Kaliforníu. 10. nóv. — AP JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 7 stÍK á richter-kvarða, skók 500 milna svæði á Kyrrahafsstrond Kaliforniu snemma sl. lauKar daK. OIli skjálftinn talsveröum skemmdum og að minnsta kosti 5 manns urðu fyrir meiðslum, að sðgn yfirvalda. Skjálftinn, sem átti upptök sín 320 kílómetra norður af San Francisco, er sá mesti á þessu svæði síðan í janúar 1923 og sá mesti á meginlandi Bandaríkj- anna síðan jarðskjálftinn varð í E1 Centro á sl. ári. Jarðvísindamenn í Bandaríkj- unum segja að jarðskjálftinn á laugardaginn sé „hluti af því afli sem er að skipta Kaliforníu í tvennt". Hönecker í Austurríki Vinarborg. 10. nóvrmbfr. — AP. ERICH Hönecker, leiðtogi a-þýzka kommúnistaflokksins, kom í dag í 4 daga opinbera heimsókn til Austur- ríkis. Ferð hans þangað er fyrsta ferð hans til vestræns ríkis. Búist er við, að Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, muni kvarta yfir brottrekstri tveggja austurrískra blaðamanna frá A-Þýzkalandi en málgagn a-þýzku stjórnarinnar ásakaði þá um njósnir í þágu V-Þjóðverja. Lafði Lucan byrlað eitur? I.undúnum. 10. nóvember. — AP. LAFÐI Lucan, einglnkona Lucan lávarðar sem grunaður er um morð á barnfóstru er starfaði hjá þeim hjónum, hefur sagt aö til- raun hafi verið gerð til að byrla henni eitur. Lucan lávarður hvarf fyrir sex árum eftir að lik barn- fóstru þeirra hjóna, Söndru Rivett, fannst, illa lemstrað. Lögreglan hefur lýst eftir lávarðinum. Talið er, að hann hafi átt vingott við barnfóstruna. Ekki er vitað hvar hann er nú niðurkominn. „Ég vona, að takist að sanna að tilraun hafi verið gerð til að byrla mér eitur," sagði lafði Lucan en lögreglan hefur tekið sýnishorn af hári hennar, og nöglum til rann- sóknar. Lafði Lucan hefur áður kvartað undan því, að tilraun hafi verið gerð til að myrða hana. Hún sagði, að tilraun hefði verið gerð til að láta svo líta út, sem hún væri geðveik. Lafði Lucan er 42 ára ERLENT Mynd frá Voyager I. tekin 3. nóvember — reikistjarnan ásamt hring sinum og tvö tungl hennar sjást. Voyager hefur fundið 15. tungl Satúrnusar Pasadena. Kaliforniu. 10. október AP. BANDARÍSKA geimfarið Voya- ger 1. fann á föstudag 15. tungl Satúrnusar. Þetta tungl Satúrn- usar er litið og það fer hringinn umhverfis reikistjörnuna á lið- lega 14 klukkustundum. Hið ný- fundna tungl er hið þriðja i röðinni, sem Voyager 1. finnur. í október siðastliðnum var skýrt frá fundi tveggja tungla á braut umhverfis Satúrnus. Hið ómannaða geimfar, Voya- ger 1., hefur nú farið 1,6 milljarða kílómetra út í geiminn. Á mið- vikudag verður geimfarið næst Satúrnus, — í 128 þúsund kíló- metra fjarlægð frá reikistjörn- unni. Geimfarið fer með 56 þús- und kílómetra hraða á klukku- stund. Myndir berast stöðugt frá Voyager 1. Þær eru ákaflega litríkar og eru vísindamenn í sjöunda himni með gæði þeirra. Vísindamenn segja, að margt sé svipað í andrúmslofti Satúrnusar og Júpiters, er Voyager 1. fór einnig framhjá. Egglaga skýjamyndanir hafa komið í ljós á Satúrnus. Vísinda- menn telja að þarna sé á ferðinni gasuppstreymi — líkast öflugum hvirfilbyljum og hafi þetta upp- streymi varað í nokkra mánuði. Þá eru skýrari og nákvæmari myndir farnar að berast af hringnum umhverfis reikistjörn- una. Þá rannsaka vísindamenn af ákafa æ betri myndir af „rauða blettinum" sem geimfarið fann. Þessum rauða bletti svipar um margt hinum fræga rauða bletti á Júpiter nema hvað hann er mun minni. Satúrnus er 800 sinnum stærri en jörðin. Islendingar á fund Nixons MIKII) hóf var haldið í sovézka sendiráðinu í Washington 6. nóv. i tilefni af afmadi rússnesku byltingarinnar 7. nóvember. Richard Nixon var meðal gesta og beindist mest athygli að hon- um allt kvöldið. Fólk stóð i biðröð til að heilsa forsetanum fyrrver- andi og scgja við hann nokkur orð. í frásögn Washington Post af hófinu og orðaskiptum Nixons við fólk segir meðal annars: „Og við Spike Hanssen ritstjóra, sem er af íslenzku bergi brotinn, sagði Nixon: „Sjö ungir menn úr íslenzka Sjálfstæðisflokknum heimsóttu mig einmitt í morgun. Þeir skafa sko ekkert utan af sinni pólitík."" Þettageröist 11. nóv. 1500 — Granada-sáttmáli Frakka og Spánverja um skipt- ingu Ítalíu. 1606 — Friðarsamningur Tyrkja og Austurrikismanna undirritað- ur í Zeitva-Torok. 1647 — Karl I af Englandi flýr frá hernum, sem hafði hann í haldí. 1673 — Jóhann Sobieski konung- ur Póllands sigrar Tyrki við Korzim, Póllandi. 1778 — Bretar taka St. Lucia, Vestur-Indíum, af Frökkum. 1793 — Klúbbi Jakobíta lokað í París. 1836 — Chile segir ríkjasam- bandi Perú-Bólivíu stríð á hend- ur. 1895 — Brezka Bechuanaland innlimað í Höfðanýlenduna, S-Afríku. 1918 — Bandamenn og Þjóðverj-j ar undirrita vopnahlé (Vopna- hlésdagurinn). 1938 — Ismet Inönú kosinn forseti Tyrkja við lát Atatúrks. 1942 — Eisenhower hershöfðingi viðurkennir Darlang flotafor- ingja, þjóðhöfðingja Frakka í Norður-Áfríku. 1965 — Ian Smith lýsir einhliða yfir sjálfstæði Rhódesíu. 1971 — Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfestir sam- ning um að skila Japönum Okin- awa. 1972 — Bandaríkjamenn af- henda Suður-Víetnömum her- stöðina í Long Binh. 1973 — Egyptar og ísraelsmenn undirrita vopnahlé. Afmæli. L.A. de Bougainville, franskur sæfari (1729—1811) — Fydor Dostoyevsky, rússneskur skáldsagnahöfundur (1821—1881) — Sören Kirkegaard, danskur heimspekingur (1813—1856) — Gústaf VI Adolf Svíakonungur (1882—1973) — Mamie Eisen- hower, bandarísk forsetafrú (1896-1979). Andlát. 1945 Jerome Kern, tónskáld. Innlcnt. 1090 d. Hallur Þórar- insson í Haukadal — 1273 Erfða- bálkur Járnsíðu samþykktur — 1812 d. Ólafur Stefánsson stift- amtmaður — 1831 f. Wiliard Fiske — 1835 f. Matthías Joch- umson — 1922 Eldgos í Öskju — 1932 Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra fær lausn — 1949 d. Sigurður Guðmundsson skólameistari — 1952 Ásgrímur Jónsson listmálari arfleiðir rtkið að eignum sínum — 1%2 „Hart í bak“ frumsýnt — 1%8 Gengis- felling (35,2%). Orð dagsins. Miklir atburðir þurfa ekki endilega að eiga sér miklar orsakir — A.J.P.Taylor, brezkur sagnfræðingur (1906— ). „Fjórmenningaklíkan“ ákærð formlega Peking. 10. nóv. — AP „Fjórmenningaklíkan" svokall- aða i Kína fékk í dag í hendur formlegt áka'ruskjal. að sögn kín- versku fréttastofunnar. Xinhua. Samkvæmt kinverskum logum mega réttarhöld hef jast sjö dögum eftir að ákærðir hafa fengið i hendur ákæruskjal. „Fjórmenningaklíkan" og sex aðrir eru ákærð fyrir samsæri um að myrða Mao Tse-tung, formann kínverska kommúnistaflokksins, árið 1971. í „fjórmenningaklíkunni" eru fyrrum háttsettir stjórnmálamenn í Kína. Hafa þeir verið sakaðir um allt mögulegt, allt frá því að leggja efnahag landsins í rúst til þess að spilla æsku þess. Búist er við að allt að 800 manns verði við réttarhöldin en þau verða lokuð erlendum fréttamönnum. Líklegt þykir að rétturinn muni lýsa yfir sekt hinna ákærðu og ákveða refsingu. Framkvæmda- stjóri allsherjarnefndar Alþýðu- þingsins, Zeng Tao, hefur sagt að krafist verði dauðadóms yfir fjór- menningunum en formaður komm- únistaflokksins, Hua Guo-feng, hef- ur sagt að þau verði ekki líflátin. □ Mikiö efnaúrval □ Klæöskeraþjónusta □ Hönnun Colin Porter Sími frá skiptiborði 85055 Austur.NL’ t?ti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.