Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVISI 'MJ^Úi „HAMN VAe AÖ 5T0FNA bPPSUFtt-Aá-' ^4sí er... ... að hafa fötin í röð og reglu svo hún hafi minna að gera. TM Reg US Pat Ofl—all rights reserved e1977 Los Angeles Times í i 1>? í fjandanum hefurðu verið. hundur? Ya-ri ckki roynandi að hora annao gat sem sjórinn stroymdi þá út um? Mig langar að segja þér læknir tilfinningu, sem hvílir á mér óllum stundum. — Allir halda að ég só hostur. Flatjörðungar Ragnar Þorsteinsson skrifar: „Fyrir nokkrum árum var ég um tíma í Englandi og komst þá aö því, að til var atlfjölmennur fé- lagsskapur, sem kallaði sig The Flatearthers. Ég hef kallað þá Flatjörðunga. Þetta fólk heldur því fram að jörðin sé flöt og standi kyrr, en sól, máni og stjörnur gangi kringum hana eins og hver maður geti séð. Þeir gefa út áróðursbæklinga til að útbreiða þessa heimsskoðun og færa alls- konar flóknar röksemdir fyrir sínu máli. Þeir vitna og gjarnan í Biblíuna, t.d. Jósúabók 10. kap., 13.-14. v. „Og sólin stóð kyrr og tunglið staðnaði uns lýðurinn hafði hefnt sín á óvinum sínum. Svo er skrifað í Bók hinna réttlátu. Þá staðnaði sólin á miðjum himni og hraðaði sér eigi að ganga undir nær því heilan dag." Flatjörðungar segja að þarna standi í Guðs heilaga orði að það hafi verið sólin, sem Drottinn lét hema staðar, ekki jörðin. Hvað þurfum við frekar vitnanna við? Maður lítur bjartari aug- um til framtíðarinnar Undanfarið hafa orðið nokkrar umræður um ágætan sjónvarps- þátt um þróun lífs á jörðunni og einkum vegna skrifa tveggja ungra manna, Finns Lárussonr og Haralds Ólafssonar. í Velvakanda hafa komið fram raddir, sem fordæma þessa þætti og vitna í fornar þjóðsögur úr Austurlönd- um, svo sem sköpunarsöguna í fyrstu Mósebók. Ég get ekki að því gert, að þegar ég heyri slíkar raddir detta mér í hug Flatjörð- ungar og ég undrast að svona skoðanir skuli finnast á síðari hluta tuttugustu aldar. Aftur á móti gleður það mín gömlu augu að sjá svo opinská og skynsamleg skrif, er hinir tveir ungu menn létu frá sér fara. Maður lítur bjartari augum til framtíðarinnar eftir en áður. Þeir eiga heiðríkju hugans. Þeir verða aldrei Flatjörðungar. Ragnar Þorsteinsson Lesið Biblíuna Ég vil benda þeim og öðrum, sem hafa áhuga á þessum málum, að kynna sér þessar fornu þjóð- sögur, sem geta verið ágætur skáldskapur en ekki vísindalegar staðreyndir. Lesið t.d. fyrstu Mósebók 1. kap., 25.-27. v. „Þá gjörði Guð villidýrin, hvert eftir sinni tegund, fénaðinn eftir sinni tegund og allskonar skrið- kvikindi jarðarinnar eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott. Og Guð sagði: Vér viljum gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss, og þeir skulu drottna yfir villidýrun- um, og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni. Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu." Þarna segir að Guð hafi skapað dýrin á undan manninum. Lesið svo fyrstu Mósebók 2. kap., 18.— 19. v. „Og Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott að maðurinn sé einsam- all, ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. Þá myndaði Drott- inn Guð af jörðinni öll dýr merk- urinnar og alla fugla loftsins, og lét þau koma fyrir manninn, til þess að sjá hvað hann nefndi þau ..." Þarna segir að Guð hafi skapað manninn á undan dýrunum. Lesið ennfremur fyrstu Mósebók 7. kap., 2.-3. v. (Um Nóa). „Tak þú til þín af öllum hrein- um dýrum sjö og sjö, karldýr og kvendýr, en af þeim dýrum, sem ekki eru hrein, tvö og tvö, karldýr og kvendýr." Lesið síðan fyrstu Mósebók 7. kap., 8.-9 v. „Af hreinum dýrum og af þeim dýrum, sem ekki voru hrein, og af fuglum og af öllu, sem skríður á jörðunni, kom tvennt og tvennt til Nóa í örkina, karlkyns og kven- kyns, eins og Guð hafði boðið Nóa." Þannig mætti lengi halda áfram og sýna framá að eitt rekur sig á annars horn, en ég nenni ekki að tína fleira til í bili, af nógu er að taka. En umfram allt, lesið Biblí- una með opnum huga, en ekki bundnir kreddum Flatjörðunga." Þróunarkenningin: Styðst við ýmis bein og óbein rök Reynir Harðarson, skrifar 11. nóv.: „Kæri Velvakandi. Undanfarna daga hef ég, mér til mikillar skapraunar, fylgst með skrifum þeim sem spunnist hafa út af þróunarkenningunni. I fyrstu brosti ég góðlátlega yfir einfeldni greinarhöfundanna en eftir það sem birtist í Velvakanda hinn 11.11. get ég ekki orða bundist. Ég sé ekkert athugavert við það þó að Sóley Jónsdóttir eða hver annar gagnrýni þróunarkenning- una, hins vegar er þekking hennar á nútíma vísindum og þeim stað- reyndum, sem þau hafa leitt í ljós, greinilega svo takmörkuð að öll skrif hennar hljóta að flokkast frekar undir vangaveltur en rök- færslu. Fyndist örlítil vísbending Það væri gaman að spyrja Sóleyju, hvers vegna ekki eru til jafngamlir steingervingar af „þróuðum" dýrum og af „óþróuð- um" dýrum? Ég sendi hér í leyfisleysi mynd úr bókaflokknum „Frá sameind til manns" sem sýnir glöggt þróun hestsins síð- ustu 60 m illjón ár. En þessa bók lesa vel flestir unglingar í efri bekkjum grunnskóians. Þar er raunar sagt að ef fyndist örlítil víshending um að Equus hefði verið uppi á sama tíma og Hyra- cotherium þá kæmist þróunar- kenningin í alvarlegan vanda. Hefur Sóley kannski fundið þessa vísbendingu? Best að líkja þessu við tré Hún spyr: „Ef þróun er eðlislög- mál, hvers vegna eru þá hinar svokölluðu lægri tegundir enn við lýði?" Til að gera flókinn hlut einfaldan tel ég best að líkja þessu við tré. Hvað er því til fyrirstöðu að gömlu greinarnar halcli sér, þó að nýjar bætist við? Best kemur þó fáfræði Sóleyjar í ljós þegar hún spyr: „Hvernig slíkar lífverur eiga að geta fjölgað sér," þ.e. hinar ófullkomnu lífver- ur. Vil ég því benda Sóleyju á áðurnefndan bókaflokk eða bókina „Animals without backbones" eft- ir Ralph Buchsbaum en í henni er farið ítarlega í lifnaðarhætti hinna ýmsu frumstæðu dýra sem Reynír Harðarson til eru enn í dag. Og ef grannt er skoðað sést greinilega þróunarfer- ill hinna ýmsu líffæra eftir því sem dýrin „fullkomnast" eins og Sóley kallar það. Útsendarar djöfulsins Ef „umdeildar beinaleifar" telj- ast ekki til staðreynda hvað eru þær þá og hvernig má útskýra þær? Hvaðan berst Sóleyju sú vitneskja að mannsfóstrið líkist ml ff'rftrf Myn<i S-5. «r ii Hippunon ' Itrr-. hipput \1r,ohippiát H\rai .¦¦••'.uin Afangar á þróunatbraut hestslns. ÞÓtt forfaðirlnn, Hyracothsrius, hjfi haft f jórar t*r á hvarjum f«ti hefur nútlnaitVoiTiandi hans, hesturinn (Equus) , aAeins eina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.