Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 3

Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi44 SteinKrimur Steinþórsson forsæt- isráðherra: Sjálfsævisaga. Annað bindi. Andrés Kristjánsson og Örlygur Hálfdánarson bjuggu til Srentunar. Bókaútgáfan örn og rlygur Rvík 1980. Ætlunin var, að þessi sjálfs- ævisaga kæmi út í aðeins tveimur bindum, en þeir Andrés Krist- jánsson og Örlygur Hálfdánarson, sem bjuggu hana undir prentun, komust við nána athugun að þeirri niðurstöðu, að bindin yrðu að verða þrjú — og því aðeins ekki enn fleiri, að þeir styttu sums staðar frásögnina og endursegðu sumt. Gerðu þeir þetta í samráði við ekkju höfundar og leituðust við að fylgja sem nánast frásagn- arhætti hans. Það hefur tekist vel, því að hvergi hef ég séð hatta fyrir breytingum, enda mál og frásagn- arstíll Steingríms hvort tveggja blátt áfram og alþýðlegt. Þá segja þeir Andrés og Örlygur, að flestar hinna mörgu fyrirsagna séu þeirra verk. Bókinni er með stórletruðum fyrirsögnum skipt í 13 aðalþætti, en undirfyrirsagnir munu vera um 500, og er ljóst af því, að víða muni vera farið fljótt yfir sögu eða ef til vill minnzt á óþarflega margt í of stuttu máli. Sagan fjallar fyrst og fremst um tvennt, störf Steingríms sem búnaðarmálastjóra og nokkur af- skipti hans af stjórnmálum, en ekki nær þetta bindi til ráðherra- dóms hans, enda segir svo í formála þeirra Andrésar og ör- lyg?: „I síðasta bindi ævisögunnar, Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN sem væntanlega kemur út á næsta ári, er meginefnið stjórnmálasaga, þingmannsferill, ráðherradómur og flokkssaga — og loks siðustu æviárin." Það er auðsætt af þessu bindi, að Steingrímur hefur verið mjög virkur og dugandi búnaðarmála- stjóri. Hann hefur haft mikinn áhuga á stofnun nýbýla, á sand- græðslu og yfirleitt á aukinni ræktun, og hann hefur látið sér annt um bættan tækja- og húsa- kost bænda. Virðist mér ljóst, að hann hafi tekið heils hugar undir hin fleygu orð: Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Hann ferðaðist mikið um landið, hafði tal af mörgum og kynnti sér aðstæður í hverju héraði af mikilli kostgæfni og samvizkusemi. Hefur þetta orðið honum ómetanlegur styrkur í margbreytilegu starfi hans. Mætti segja, að frá sumum ferðalögunum hefði mátt greina í færri orðum en höfundur notar, og þá einkum þeim, þar sem hann Steingrimur Steinþórsson nefnir margt manna, sem hann lýsir ekkert. Yfirleitt hefði sagan unnið við það, að sögumaðurinn hefði látið suma, sem við sögu koma, lýsa sér í orðaskiptum í stað umsagna. Annars lýsir hann fjölmörgum með eigin orðum, og ferst honum það yfirleitt vel. Þó munu sumir segja, að nokkurrar pólitískrar hlutdrægni gæti í sum- um mannlýsingum hans, en þó verður minna úr þeirri skoðun lesandans, þegar hann athugar, hve berorður sögumaðurinn er um suma samherja sína, stundum jafnvel óþarflega. Ein er sú mannlýsing, sem mun verða mörg- um minnisstæðari en flestar aðr- ar. Hún er svo sérstæð, að ég birti hana hér í heild: „Um kvöldið bar Einar bónda Eiríksson í Hvalnesi í Lóni þarna að garði (þ.e. á Djúpavogi. G.G.H.), og gisti að sjálfsögðu, tyjá Jóni kaupfélagsstjóra. Ég hafði ekki séð Éinar í Hvalnesi fyrr, en heyrt sitthvað af honum, því að hann var orðinn allfrægur vegna viðskipta sinna og illinda við Jón ívarsson. En Ólafi bróður hans, sem var búsettur í Skagafirði, hafði ég kynnzt. Ólafur var mikill framsóknarmaður, stór vexti, út- limamikill með hendur geysistór- ar og sópaði að karli. Allt voru það þó smámunir hjá Einari bróður hans. Við Einar vorum herbergis- nautar þessa nótt á Djúpavogi. Hann er risi að vexti, digur og beinastór, og hendur geysilegir hrammar. Þeim skellti hann á hnjákollana svo að glumdi í til áherzlu orða sinna. Rómurinn var mikill og sterkur og lá hátt. Að öllu er Einar í Hvalnesi líkari hálftrölli en einhömum hanni. Einar fór að segja mér frá við- skiptum þeirra Jóns Ivarssonar og beillibrögðum hans við sig og dró ekki af, er fram kom i frásögnina. Þá færðist Einar allur í aukana, settist á rúmstokkinn, skellti hrömmunum með hvelli á hnjá- kollana og hló tröllslega. Þannig gekk þetta mestalla nóttina. Ég þurfti ekki annað en andæfa svolítið Jóni Ivarssyni til máls- bóta, þá æstist Einar um allan helming, hækkaði röddina og hóf nýja atrennu. Það var ekki mikið eftir af mannorði Jóns ívarssonar þegar nóttinni lauk. Þessum fyrsta fundi okkar Einars í Hval- nesi gleymi ég aldrei." Ég hygg, að margur hefði orðið smeykur með Einar sitjandi á rúmstokki sínum, en Steingrímur hefur sjálfsagt verið maður fíl- efldur, þegar hann var upp á sitt bezta. Frekar lítið þykir mér getið í bókinni þeirra stórviðburða í lífi 35 þjóðarinnar og umheimsins, sem gerðust á þeim tíma, sem frá er sagt, og ekki er ég viss um, að þorri manna, sem eru á unga aldri, lesi þessa bók með álíka athygli og við, sem aldnir erum. Ekki hef ég reþjð migá.m^rgpr villur. En tvae’r get ég' nefnt. Sigurður Bjarnason, nú ambassador, kom ekki á þing 1937 heldur 1942, og Sigurjón, vinur minn og bekkjar- féiagi, síðar bóndi í Snæhvammi í Breiðdal, fékkst ekki við skálds- agnaritun, heldur orti hann mjög hugþekk ljóð. Hann varð og far- sæll bóndi, þó að Steingrími virt- ist hann ekki líklegur sem slíkur, og var Sigurjón valinn i trúnaðar- stöður í sveit sinni. Oft minnist sögumaðurinn á vín og fagrar konur, og get ég ekki láð honum það, því að oft mun slíkur maður hafa orðið að neita sér um þann munað, sem þetta tvennt er mörgum skapheitum og tilfinn- ingaríkum myndar- og gerða- manni. Fróðlegt verður að sjá lokabindi þessarar miklu ævisögu. Ennþá gerast kraftaverk - ný bók eftir Kathryn Kuhlman KOMIN er á bókamarkaðinn frá Víkurútgáfunni „Ennþá gerast kraftaverk“ eftir sama höfund og „Ég trúi á kraftaverk“ þ.e. Kath- ryn Kuhlman. Kathryn Kuhlman er þekkt í Bandaríkjunum fyrir trúboð og fyrirbænir. Bókin er vitnisburður fólks, sem orðið hefur fyrir eigin reynslu af starfi hennar. Alls eru sögurnar nítján talsins. Ólafur H. Einarsson islenzkaði, en bókin heitir á frummálinu „God can do it again“. Setning og prentun annaðist Prentsmiðja Árna Valdemarsson- ar hf. en bókband Bókbandsstofan örkin hf. Bókin er 296 bls. OLDIN SEXTANDA öldin Minnisveið tíðindi 1501-1550 Ot er komið nýtt bindi í hinum geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar“. Það er Öldin sextánda, fyrri hluti, sem Jón Helgason hefur tekið saman. Hér eru raktir á lifandi og aðgengilegan hátt atburðir áranna 1501 — 1550. siðskiptatímans, sem er eitt mesta átakaskeið í sögu þjóðarinnar. í bókinni er fjöldi mynda, margar fáséðar. „Aldirnar" eru lifandi saga liöinna atluirða í niáli og mvndum. Þau níu bindi sem áður eru komin gera skil sögu þjóðarinnar frá 1601 — 1970, í formi samtímafréttablaðs. En þau eru: Öldin sautjánda 1601 — 1700 Öldin átjánda 1701 — 1760 Öldin átjánda 1761— 1800 Öldin sem leið 1801 — 1860 Öldin sem leið 1861 — 1900 Öldin okkar 1901-1930 Öldin okkar 1931-1950 Öldin okkar 1951 — 1960 Öldin okkar 1961 — 1970 Þeir mörgu sem lesið hafa þessar bækur sér til mikillar ánægju og fróðleiks munu fagna því að geta nú bætt Öldinni sextándu í safnið. *• W BræðraborgarMig 16 Simi 12923 - 19156

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.