Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Að gera vísindin
að trúarbrögðum
Vettvangur
raunvísindanna
I þeim skylmingum sem átt
hafa sér stað í lesendadálkum
Mbl. á undanförnum vikum hef-
ur hjá mörgum komið fram
óvísipdaleg túlkun á niðurstöð-
um vísindanna. Til þeirra hefur
verið leitað eftir svörum við
spurningum, sem þau geta
aldrei gefið svör við. Vettvangur
raunvísindanna er raunheimur-
inn, það sem hægt er að skoða
með þeirri tækni sem tiltæk er
hverju sinni. Þau fyrirbæri sem
þannig er hægt að skoða gefa
vísindamönnum tækifæri til að
setja fram tilgátur sem síðan
eru prófaðar með tiltækum ráð-
um. Tilgáturnar er síðan leitast
við að prófa í þeim tilgangi að
færa á þær sönnur. Þannig
standast sumar, aðrar ekki og
enn aðrar lifa sem tilgátur þótt
hvorki takist að færa á þær
óyggjandi sönnur né hrekja þær.
Þeir einir sem lítið þekkja til
möguleika og takmarkana vís-
indanna draga af þeim ályktanir
sem snerta svið utan þeirra.
Skýrt dæmi um slíka óvísinda-
lega hugsun er það þegar menn
fullyrða á grundvelli einhverra
vísindalegra athugana að eng-
inn guð sé til. Hugtakið Guð og
tilvist hans er utan þess sviðs
sem vinnuaðferðir vísindanna
ná til. Séu vísindin túlkuð með
þessum hætti eru þau ekki
lengur vísindi heldur trúar-
brögð. Þeir sem neita tilvist
Guðs hafa ekkert til vísindanna
að sækja þeirri trúarjátningu
sinni til staðfestingar. Að hafna
tilvist Guðs er trúarjátning
engu síður en það að játa trú á
Guð. Menn geta skipst á trúar-
játningum en ekki sannað þær
fyrir öðrum. Um vísindalegar
niðurstöður er hægt að deild. Sú
deila verður að fara fram á
vettvangi vísindanna og með
þeim rökum sem þar eru gild.
Að grauta þessu tvennu saman
vitnar fyrst og fremst um
óskýra hugsun en hvorki um
vísindalega hugsun né rétta trú.
Ljúkum þessu með litlu dæmi:
Tveir vísindamenn vinna hlið
við hlið. Annar er trúir á Guð
skapara alls sem er, hinn er
guðleysingi. Þeir komast að
sameiginlegri niðurstöðu um
viðfangsefni sitt. Guðleysinginn
furðar sig á til hvers tilviljan-
irnar geta leitt en trúmaðurinn
sér sköpunarmátt Guðs í or-
sakasamhenginu. Niðurstaða
þeirra er hin saman, vísinda-
lega, en túlkun niðurstöðunnar
ólík, vegna þess að þeir hafa
ekki sömu lífsskoðun.
Hver er
maöurinn?
Viðhorf manna til þessarar
spurningar, eða öllu heldur svar
þeirra, fer ekki eftir vísinda-
legum niðurstöðum, heldur trú-
arafstöðu. Sumir líta á manninn
sem háþróað dýr, sem vissulega
greinir sig frá öðrum dýrum á
margan hátt, en eftir sem áður
fyrst og fremst dýr. Þessari trú
afneitar hin kristna sköpun-
artrú. Samkvæmt henni er mað-
urinn lokamark og hápunktur
alls sköpunarverksins. „Með
manninum kom eitthvað nýtt,
sem tók fram öllu því sem Guð
hafði áður skapað. Hann var
nefnilega skapaður í Guðs mynd
til þess að líkjast honum og
ríkja yfir allri jörðinni. Það
skiptir ekki heldur máli hér,
hvort um er að ræða ytra
samband milli mannsins og
annarra fyrri tegunda lífs. Ef
svo hefur verið, hlýtur einhvers
staðar að hafa gerst sú ákvarð-
andi breyting, sem gjörði hinum
fyrsta manni kleift að þekkja
Guð og lauk upp augum hans
fyrir þeirri ábyrgð, sem á hon-
um hvílir. En slíkt eru hreinar
getgátur. í öllu falli hefur Guð
með sköpunarsögunni birt okk-
ur, að í manninum kom fram í
heiminum vera, sem á ákvarð-
andi hátt var ólík öllu öðru sem
(Úr bókinni „Upphaf“ útg. örn og örlygur)
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
Séra Kurl Siynrbjörnsson
Siyurdvr Pdlsson
AUDROTTINSDEGI
Biblíu-
lestur
Vikuna 7.—13. des.
Sunnudagur 7. des. Lúk. 21:25—33.
Mánudagur 8. des. Jes. 26:1—12.
Þriðjudagur 9. des. II Pét. 1:3—11.
Miðvikudagur lO.des. Sak. 2 10—13.
Fimmtudagur ll.des. Haggaí 21—9.
Föstudagur 12. des. Opinb. 1:4—8.
Laugardagur 13. des. Jes. 35:1—7.
Guð hafði skapað. Það er fólgið
í orðunum að maðurinn sé
skapaður í Guðs mynd og líkist
Guði. Á einfaldan hátt getum
við sagt að maðurinn geti vitað
að Guð sé til. Hann getur
eignast samfélag við Guð. Tak-
mark mannsins er að „þakka
honum, vegsama hann og þjóna
honum og hlýða" eins og Lúther
orðar það í skýringum sínum við
fyrstu grein trúarjátningarinn-
ar, er hann dregur saman hina
kristnu sköpunartrú. Maðurinn
getur trúað og hann getur beðið.
Sérstaða mannsins er þannig
fremur fólgin í því, sem hann er
kallaður til, en hinu sem býr í
honum. Biblían segir okkur
mjög skýrt, að líkamlega sé
maðurinn samtengdur náttúr-
unni. „Því að mold ertu og til
moldar skalt þú aftur hverfa."
Maðurinn er skapaður af leir
jarðar. í dauðanum lætur Guð
okkur aftur hverfa til duftsins.
Á okkar dögum getum við miklu
nákvæmar lýst því hvernig lík-
ami okkar er byggður upp úr
sömu frumefnum og hin dauða
náttúra. Er við deyjum, geta
sömu frumeindir og sameindir
myndað ný sambönd í allt öðru
samhengi.
Þegar nútímavísindin setja
manninn þannig inn í hið mikla
samhengi sem hluta af náttúr-
unni, er ekki um að ræða neitt
sem er framandi fyrir Biblíunni.
En Biblían veit dálítið fleira um
manninn. Guð hefur skapað
hann þannig, að hann hefur sál,
eða réttara sagt: hann er sál.“
(Bo Giertz: Ágrip af kristinni
trúfr.).
Hinn kristni mannsskilningur
felur þannig í sér að maðurinn
sé sérstök sköpun Guðs, skapað-
ur í hans mynd, til samfélags
við hann, til þjónustu við hann
og til hlýðni við vilja hans.
Maðurinn er þannig ábyrgur
gagnvart Guði, hann er eðlis-
ólíkur allri annarri sköpun. „Og
hinn kristni maður veit, að
hjálpræði Guðs í Kristi kom
einmitt inn í heim mannsins og
er þannig sannfærður um, að í
augum Guðs er hyldýpi milli
mannsins og allra dýra. Og þá
er þetta hyldýpi þarna.“ (N.H.
Söe: Fra renæssancen til vore
dage.)
2. sunnu-
dagur
íaðventu
Hefjum upp augu og hjörtu með,
hjálpræðisstund vor er nærri.
Jesú vér fáum sjálfan séð,
sorg öll og kvíði' er þá f jarri.
Senn kemur eilif sumartið,
sólunni fegri; er ljómar blið
Drottins í dýrðinni skærri.
SB 66.
Fyrstu bænir „Faðir vor“ bein-
ast að Guði og vilja hans. Þannig
erum við minnt á, að það er
heiiagur almáttugur Guð á himn-
um, sem er Faðirinn, sem við
áköllum, Jesús kennir okkur að
nálgast hann í lotningu og til-
beiðslu, einlægni og auðmýkt.
Þannig ættum við ávallt að biðja.
En heilagur, almáttugur Guð er
ekki of upphafinn til að geta heyrt
þegar barnshjarta á jörðu biður,
ekki of önnum kafinn til að láta
þörf þeirra fyrir svo sem fæðu,
fyrirgefningu og frelsun frá illu
sig varða, hversdagslegar þarfir
manna.
„Gef oss í dag vort daglegt
brauð." Þessi bæn þarf svo sem
ekki mikilla skýringa við. Hvaða
þörf liggur okkur nær en einmitt
fæðuþörfin? Og brauðstritið er
mörgum þungt. En þessi bæn
minnir okkur á að við erum
sköpun Guðs. Lífið er gjöf hans.
Og hann gefur það, sem lífið þarf
til viðhalds og næringar. Hann
lætur kornið vaxa á jörð og stýrir
göngum fiskanna og gefur mann-
inum vit og krafta til að nýta
auðlindir jarðarinnar. En gefum
því gaum, að þessi bæn er í
fleirtölu — eins og bæn Drottins í
heild. „Gef oss ...“ Það er um-
hugsunarvert. Við lifum í heimi
þar sem misskipting gæðanna er
ægiieg og þeir ríku auðgast sífellt
og böl hinna fátæku þyngist.
Heilar þjóðir svelta, ekki af því að
ekki sé til næg fæða í heiminum
eða nóg fjármagn, heldur af því að
viljann vantar til að miðla af sínu.
Gef oss
ídag
vort dag-
legt brauð
Þegar við áköllum föðurinn í
bæn, þá getum við ekki gert það,
nema í samstöðu með systkinum
okkar um víða veröld. Við getum
ekki beðið um eigin nauðþurftir án
þess að minnast þeirra, sem verr
eru settir og jafnvel lifa á barmi
hungurdauða. Sá sem hugsar að-
eins um eigin þörf hefur ekki
skilið eðli þessarar bænar né
kristins lífs og kristinnar trúar
yfirleitt.
í bæn sinni nefnir Jesús alls
ekki orðið „kærleikur“. En honum
er umhugaö um frumþörf mann-
legrar tilveru, að menn hafi eitt-
hvað að eta. Við tölum mikið um
kærieika, en látum hróplegt mis-
rétti viðgangast í skiptingu gæð-
anna. Hafa mættum við hugfast,
að mörg systkin okkar biðja þess-
arar bænar án þess að sjá fram á
að fá svo mikið sem mjölhnefa til
að seðja hungur dagsins. Þegar þú
biður, þá verður þú að vera
viðbúinn því, að Guð ætlist til að
eitthvað af nægtum þínum verði
sú bænheyrsla, sem hann vill veita
þeim. Jesús sagði um sjálfan sig,
að hann væri „brauð lífsins".
Hann sagði líka, að maður lifi
“ekki á brauði einu saman, heldur
á sérhverju orði, sem framgengur
af Guðs munni". Á sama hátt og
maðurinn þarf næringu fyrir lík-
ama sinn hefur hann sál, sem
hungrar eftir næringu, og hjarta,
sem hungrar eftir kærleika. Þá
saðning gefur Guð líka í Jesú
Kristi, hinum krossfesta og upp-
risna frelsara.