Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 24
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Erlendar bækur
Lebenstraum
Hans Sande er liðlega þrítugur
norskur höfundur. Hann sendi frá
sér ljóðabók fyrir tíu árum og fékk
fyrir hana Vesaas-verðlaunin. Síð-
an hefur hann skrifað nokkrar
bækur, ljóð og skáldsögur, en ég
hef enga þeirra lesið og þegar ég
leit á undirtitil bókarinnar
„læknasaga" leizt mér ekki meira
en svo á blikuna: að lesa lækna-
sögur á nýnorsku var ekki mjög
girnileg tilhugsun. En vegna þess
að sögusviðið er Israel lét ég mig
hafa það og niðurstaðan er sú, að
þetta er bók sem fljótlega grípur
áhuga lesandans og heldur honum
negldum niður. Sögusviðið er
'stærsta sjúkrahúsið í Jerúsalem
Handessah, þar vinnur Zadik
læknir, vandaður maður og sam-
vizkusamur. Hann fer einnig í
vitjanir í fangelsi í Hebron, þar
sem arabiskir fangar eru hafðir í
haldi. Zadik læknir virðist vilja
vinna sitt verk vel og hann reynir
að halda í skefjum fordómum
sínum í garð araba, en þegar líða
tekur á söguna dregst hann inn í
ógnir og hrylling. Honum er Ijóst
að pyndingar á arabiskum föngum
og hryðjuverkamönnum viðgang-
ast í fangelsinu í Hebron sem víða
annars staðar, en hann vill finna
upp pyndingar sem hrífa betur og
skilja ekki eftir sig jafn mikil
spor, Amnesty Int. er stöðugt að
gefa frá sér yfirlýsingar. Til Isr-
aels flytur svo frændi Zadiks,
sovézkur gyðingur, Lev. Hann er
einnig læknir og hugsar gott til að
búa í frjálsu landi eftir að hafa
upplifað Sovétríkin. En ísrael
reynist honum ekki það sem hann
hafði búizt við: hann gagnrýnir
óspart, hann sér lífið þar í öðru
ljósi en þeir sem fyrir eru, hann
telur að Israelar beiti araba harð-
ræði, taki af þeim land, misþyrmi
þeim sem þjóð. í brýnu slær á
milli þeirra frænda, þegar Lev
telur að ófrelsi í Israel sé ekkert
síðra en í Sovét, þótt nokkuð á
annan hátt sé. Ung arabakona
kemur við sögu, hún reynist vera
með lungnakrabba og reynt er að
bjarga lífi hennar en hún deyr á
skurðarborðinu. Síðan tekur við
óhugnaðarsýn Zadiks — en mál
stúlkunnar hefur fengið meira en
lítið á hann, vegna þess að hann
tengir hana liðnum ófagnaðarat-
burði — og hann fær ekki betur
séð en lungaö úr stúlkunni haldi
áfram að lifa og anda, eftir að það
hefur verið numið úr henni. Hon-
um dettur í hug að nota lungað
sem sálarlegt pyndingartæki, en
þá ber svo við að það rotnar
skyndilega í höndum hans. Eigin-
maður stúlkunnar rænir honum
og Lev og síðan er lýst flótta hans
með þá og það dramatiska uppgjör
sem bókin endar á er í samræmi
við annað: magnað og áhrifaríkt.
Ég er ekki viss um að ísraelar
væru öldungis dús við þessa bók,
ég er heldur ekki viss um að allt
fái staðizt sem í henni er. Sem
sjálfstætt skáldverk stendur bókin
glæsilega fyrir sínu.
Jóhanna Kristjónsdóttir
• SKYRTUR
• BINDI
• SOKKAR
• HANZKAR
• PEYSUR
• NÁTTFÖT
• SLOPPAR
• SKÓR
• SNYRTIVÖRUR
• INNISKÓR
• FÖT
• FRAKKAR
• HATTAR
m HÚFUR
VANDAÐAR
TREFLAR
GOÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ:
H ERRADEIL
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Vörubílarnir eru notaðir á margan hátt — auk
þess að vera „venjulegir“ vörubilar eru þeir
smiðaðir sem slökkvibilar, öskubilar, tankbílar
og svo mætti lengi telja.
Þessi vörubill er útbúinn með sérstakri grind að
framan til að verjast kengúrum, en billinn er
notaður i Ástraliu.
Vörubílar sem lúxusvagnar
VÖRUBÍLAR eru i öllu hærri
verðflokki en fólksbílar svo
sem öllum ætti að vera kunn-
ugt, en við smíði þeirra er
lögð áherzla á að sem bezt sé
búið að bílstjóranum, að bíll-
inn komi honum að sem bezt-
um notum og sé þægilegur á
allan hátt.
Vel er þekkt, að á langleið-
um þurfa bílstjórar að geta
fleygt sér og er það sjálfsagt
algengara í útlandinu en hér-
lendis, en eigi að síður birtum
við í dag nokkrar myndir af
Volvo-vörubílum — með öllum
þægindum. F 12-bíllinn, sem
er sá stærsti, er útbúinn með
svenfplássi og hægt er að fá
eldunaraðstöðu ef menn vilja.
Má því segja að með slíkum
útbúnaði sé bíllinn sem annað
Innréttingar geta verið eins og
i sumarbústað.
Bílar
Umsjón: JÓHANNES
TÓMASSON OG SIG-
HVATUR BLÖNDAHL
heimili. Er bíllinn nefndur
Globetrotter og er stolt vöru-
bílaverksmiðjanna eða
flaggskip þeirra ef svo má að
orði komast um bíla.
Þá er F 12-bíllinn útbúinn
með nokkuð sérstæðri gír-
skiptingu og er hann nánast
hálfsjálfskiptur. Sparar skipt-
ingin í raun mikla „vinnu“,
minnkar slit- og einn af kostun-
um er talinn minni eldsneytis-
eyðsla. Nokkrar gerðir eru af
F 12-bílnum, en auk þeirra
samanstendur vörubílafloti
Volvo af minni gerðum og
verksmiðjurnar framleiða og
sendibíla. Verð bílanna teygir
sig frá um 19 milljónum á
sendibílunum upp í um 58
milljónir á stærstu vörubílun-
um.
Suzuki-fólksbillinn er fjögurra sæta, en sendibillinn tveggja sæta og eru þeir báðir svipaðir að lengd,
um 3,20 m. (Ljósm. Rax)
Suzuki-bílar á Islandi
FYRIRTÆKIÐ Sveinn Egils-
son, sem hefur flutt Ford-bila
til Islands i 25 ár frá Banda-
ríkjunum, Englandi og
Þýzkalandi. er um þessar
mundir að hefja innflutning á
bil frá Japan, Suzuki. Suzuki-
verksmiðjurnar hafa íram til
þessa verið þekktastar fyrir
framleiðslu sína á vélhjólum,
en eigi að síður hafa verk-
smiðjurnar framleitt bíla i
meira en tvo áratugi.
Suzuki framleiðir nú fólks-
bíl, sendibíl og jeppa og er
hann sennilega þekktastur.
Hefur hann m.a. verið seldur
til Evrópulanda og Afríku, en
fólksbíllinn hefur aðallega
verið á heimamarkaði, þar til
fí
Suzuki-jeppinn er byggður á
grind, vegur 760 kg, með 41
hestafls vél og er vélin 4
strokka vatnskæld, en fólksbil-
arnir eru með 3 strokka vélar.
nú að hann er kynntur víða um
lönd samtímis. Forráðamenn
Sveins Egilssonar kynntu Suz-
uki bílana fyrir fréttamönnum
nýverið og kom þá fram að
fyrirtækið telur sig nú hafa
mætt óskum viðskiptavina
með ódýra og sparneytna bíla,
en þessi tvö atriði leggja kaup-
endur mikla áherzlu á um
þessar mundir að sögn þeirra.
i Suzuki-fólksbíllinn er fáan-
legur 2 og 4 dyra og kostar frá
rúmum 4,8 m.kr. upp í tæpar 5
milljónir króna. Sendibíllinn
kostar frá 3,9 til 4,1 eftir
útbúnaði og jeppinn kostar
í með stálhúsi tæpar 5,9 millj-
ónir og með blæju nokkuð yfir
5,9 m.kr.