Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 61 kannske enn. Geimsteinn hf. gefur plötuna út, en tveggja laga plata með lögunum „Suðurnesjamenn" og „Jarðarfarardagur" kemur út um leið. Platan frá Mezzoforte heitir „í hakanum" og er önnur plata þeirra félaga, en hljómsveitina skipa nú Friðrik Karlsson (gítar), Jóhann Asmundsson (bassagít- ar), Gunnlaugur Briem (tromm- ur), Björn Thoroddsen (hljómborð) og Eyþór Gunnarsson (hljóm- borð). Auk þeirra koma fram á plötunni þeir Ron Asprey (saxó- fón), Louis Jardin (slagverk) og Kristinn Svavarsson (saxófón), tveir hinir fyrri eru þekktir jazzspilarar í London og Kidda ættu allir að þekkja orðið. Shady Owens og Ellen Krist- jánsdóttir radda í tveim lögum á plötunni, en alls eru átta lög á plðtunni. Þrjú þeirra eru eftir Friðrik, eitt eftir Friðrik og Eyþór, tvö eftir Eyþór og Jóhann, eitt eftir Eyþór einan, og eitt eftir alla hljómsveitina. Geoff Calver sáu um upptöku bæði í Hljóðrita og í London. Steinar hf. gefa plötuna út. „í hátíðarskapi" heitir platan frá Gunnari Þórðarsyni og vinum sem kom út nú fyrir helgina. Er hér um að ræða jólaplötu með ýmsum listamönnum. Á plöt- unni eru 4 ný lög eftir Gunnar, „Líða fer að jólurn", með texta eftir Ómar Ragnarsson og sung- ið af Ragnari Bjarnasyni, „Óður til jólanna" sem er „instrumental", „Ákallið" og „Aðfangadagskvöld" með textum Þorsteins Eggerts- sonar, og sungin af „Þú og ég“. „Þú og ég“ syngja líka titillag plötunnar „Hátíðarskap". Ragnar Bjarnason syngur „Oss barn er fætt“, erlent jólalag við texta Ágústs Böðvars- sonar. Ómar Ragnarsson er aðaljóla- sveinninn að vanda, og hann syngur tvö ítölsk lög við eigin texta, „Segðu okkur sögu“ og „Sýndu okkurí pokann“. Ellen Kristjánsdóttir syngur eitt lag á plötunni, spænskt lag sem heitir „Minn eini jólasveinn„ á íslensku, en Jón Sigurðsson samdi þann texta. Að lokum er svo pólska lagið sem „Þú og ég“ fluttu í sjónvarp- inu sem hefur fengið íslenskan texta og heitir „Mín jól eru ætluð þér“ og samdi Þorsteinn Eggertsson þann texta. GTH útgáfan gefur þá plötu út. Allar þessar plötur verða teknar fyrir um næstu helgi. .. hia. ^imn iwwwmwwwwwww)wiw»»wwwwmwwiwwwwww - plötur — plötur — plötur — plötur — plötur— plötur — plötur — plötur „Þagað í hel“ — Þeyr (SG 139) 1980 Flytjendur: Hilmar Örn Agnarsson: Bassa- gítar og hljómborð/ Magnús Guðmundsson: Söngur, gítar og hljómborð/ Elín Reyn- isdóttir: Söngur/ Jó- hannes Helgason: Gít- ar/ Sigtryggur Bald- ursson: Trommur og slagverk/ Þorsteinn Magnússon: Gítar/ Ei- ríkur Ilauksson: Gít- ar/ Vilborg Reynis- dóttir: Raddir/ Sigurð- ur Long: Saxófónn/ Daði Einarsson: Blást- urshljóðfæri/ Eiríkur Örn Pálsson: Blásturs- hljóðfæri. Stjórn upptöku: Hilm- ar örn Agnarsson. Upptökumaður: Sig- urður Árnason. Stúdió: Tóntækni. Hljómsveitin Þeyr er skemmtileg viðbót í tónlistarlífið þetta árið. Ár, sem hefur öðru fremur einkennst af því að endurnýjun er fyrst að líta dagsins ljós í þessum bransa. Hljómsveitin Þeyr byrjaði að taka upp snemma á árinu, en þau lög sem enduðu á plöt- unni voru öll tekin upp síðustu mánuðina. Tónlistin byrjaði sem saklaus og ljúf söngva- lög, en endaði sem framsækin „new wave" tónlist þar sem alls kyns tilraunir fá að blómstra, líkt og hjá David Bowie, sem virð- ist vera fyrirmynd margra nýrri hljóm- sveita bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeyr er skipuð ungum og efnilegum hljóðfæra- leikurum og hugmyndir þeirra virðast ferskar, en samstarfið við Sig- urð Árnason hefur haft það í för með sér að þær hafa blómstrað. Líklega hefði engan grunað að svona þétt tónlist gæti komið út úr jafn litlu stúdíói og Tóntækni. Magnús Guðmunds- son, sem er aðalsöngv- ari hljómsveitarinnar, varð það ekki fyrri á síðustu mánuðum, þeg- ar félagar hans „upp- götvuðu hæfileika hans“. Á plötunni syng- ur hann fimm af átta lögunum, „En ...“ sem hann samdi sjálfur, „Svið“ sem er eftir alla hljómsveitina, „555“ sem líka er eftir hljómsveitina, „... nema Jói“ og „Heilarokk", bæði eftir Hilmar Örn Agnarsson. Magnús er þó nokkuð „öðruvísi" söngvari en við höfum kynnst hingað til á íslenskum plötum. Tilfinningin er látin ráða ferðinni í lögum sem eru mjög taktföst og sveiflandi. Elín, á hinn bóginn, syngur mjög venjulega, rödd hennar er falleg þó enn sé ekki komið í ljós hvað mikið hún getur gert með hana. Lögin sem hún syngur eru bæði falleg þó textarnir séu ekki beint í sam- ræmi. Eiríkur Hauksson, söngvari og hljóm- borðsleikari Start, syngur í einu lagi, „Vít- isdans" sem er eftir Sverri Agnarsson, bróð- ur Hilmars. Lagið er fært til móts við text- ann og pumpað af diskótakti og er einna óeðlilegast á plötunni, þó það falli að í sjálfu sér. Hljómsveitarmeðlim- ir hafa samið öll lag- anna utan tvö sem eru eftir bróðir Hilmars, Sverri. Textana samdi Hilmar Örn Hilmars- son flesta, eða fimm af átta, en Guðni Rúnar Agnarsson, Áfanga- kynnir og bróðir Hilm- ars, samdi einn texta, (en þess má geta að Guðni hefur stutt þá af mikilli dyggð og holl- ustu og bókstaflega komið þeim á fram- færi), og tveir textanna eru síðan eftir Skugga. „En ...“, „Svið“ og „Eft- ir vígið" þykir mér skera úr og vera með því frambærilegasta sem fram hefur komið hér á árinu. En hljóm- sveitin er enn svo ung og meðlimir sísemjandi, þannig að það væri ekki réttlátt að vera of hátt stemmdur, til að geta fjallað um næstu plötu þeirra með góðri sam- visku. En platan er ein af fáum merkilegum ís- lenskum plötum árið 1980. hia Bretland Litlar plötur 1 2 SUPER TROUPER Abba I 2 1 THE TIDE IS HIGH 3 4 ICOULD BE SO GOOD FOR YOU . D.Waterman 4 6 NEVER KNEW LOVE LIKE THIS BEFORE Stephanie Mills 5 5 FASHION 6 3 WOMAN IN LOVE .... Barbra Streisand f 7 - CELEBRATION .... Kool&TheGang I 8 - STARTING OVER John Lennon 9 - BANANA REPUBLIC 10 - EARTH DIES SCREAMING/DREAM A LIE UB40 Stórar plötur 1 1 SUPER TROUPER Abba 2 2 GUILTY 3 - AUTOAMERICAN Blondie 4 7 FOOLISH BEHAVIOUR ... Rod Stewart 1 5 5 NOT THE 9 O’CLOCK NEWS Ymsir 6 4 ZENYATTA MONDATTA 7 - CHART EXPLOSION Ýmsir 8 3 KINGS OF THE WILD FRONTIER Adam & the Ants 9 10 COUNTRYLEGENDS Ýmsir 10 8 MANILOW MAGIC Bandaríkin Litlar plötur 1 1 7LADY 2 6 MORE THAN I CAN SAY Leo Sayer 3 4 ANOTHER ONE BITES THE DUST Queen 4 2 WOMAN IN LOVE Barbra Steisand 5 7 MASTERBLASTER StevieWonder | 6 8 STARTING OVER 7 9 LOVE ON THE ROCKS ... Neil Diamond 8 - HUNGRY HEART ... Bruce Springsteen « 9 5 l’M COMING OUT 10 10 DREAMING Stórar plötur | 1 2 GUILTY 2 3 GREATEST HITS Kenny Rogers ( 3 4 HOTTER THAN JULY StevieWonder j 4 1 THE RIVER ... Bruce Springsteen 5 6 BACK IN BLACK ACDC 6 5 THEGAME 7 7 CRIMES OF PASSION Pat Benatar 8 - EAGLES LIVE 9 - ZENYATTA MONDATTA Police 10 - FACES .... Earth Wind & Fire Noregur : Stórar plötur 1 1 SUPER TROUPER Abba 2 2 MAKING MOVIES Dire Straits | 3 3 THE RIVER ... Bruce Springsteen 4 5 GUILTY Barbra Streisand 5 4 24 TIMERS SER.VICE . Vazelina Bilopphoeggers 6 7 HOTTER THAN JULY StevieWonder 7 8 RAMP Aage Aleksandersen 8 6 NORSKEJENTER Kids 9 — CHANCE Manfred Man’s Earth Band 10 - BORDERLINE RyCooder

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.