Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Höfum til afgreiðslu strax SUZUKI TS50 og GT50E
létt vélhjól.
Hagstætt verð. — Hagstæöir greiðsluskilmálar.
Suzuki-umboöiö
Ólafur Kr. Slgurösson.
Tranavogi 1. sími83499.
GOLFDUKA-OG
TEPPALÍM
Laybond 1371
VI6 tilraunir okkar til framleiöslu á alhliða
gólfdúka- og teppalimi höfum viö haft sam-
vlnnu viö framleiöendur gólfdúka- og teppa.
Árangurinn er Laybond 1371, sem hefur þegar
getiö sér gott orö og staöist þær kröfur sem
geröar eru i dag.
Olíufélagið Skeljungur hf
Verslunin Suöurlandsbraut 4, Simi 38100 og 38125.
Birgöastöð viö Skerjafjörö, Simi 11425.
i VAMPYR 4004 ryksugunni sameinast allir þeir kostir sem góð ryksuga þarf aö vera
gædd, og meira til. Þessi nýja gerð er hljóölátari, auk þess sem sogkraftur hefur
verið stóraukinn.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
verkstæðum litunarmeist-
arans, var eftir þetta kall-
aður gobelin. Jean Gobelin
lést árið 1476, en synir hans
héldu starfinu áfram.
Um tvö hundruð árum
síðar, í tíð Lúðvíks 14., varð
mikil þörf fyrir gobelin til
skreytinga í höllinni, og
varð það til þess, að Col-
bert, ráðherra konungs,
keypti verksmiðju þá fyrir
ríkið, sem Jean Gobelin
hafði lagt grundvöllinn að.
Þannig hefur hún svo verið
rekin allar götur síðan.
Aðrar verksmiðjur, sem
einnig voru í opinberri eign,
í Róm, Flórens, Munchen,
Madrid og Brússel voru
allar aflagðar. Það er ekki
mikið vitað um líf litun-
armeistarans Gobelins, en
engu að síður hefur nafn
hans svo sannarlega fengið
fastan sess í sögunni.
Þegar
,gobelin“
fékk nafn
Kartöflugratin meö osti
750 gr af hráum kartöflum
skornar í sneiðar.
125 gr bragðmikill ostur rifinn á
járni.
Þetta er síðan sett í lög í vel
smurða ofnfasta skál, salti og
pipar stráð yfir hvert lag.
Síðan er hellt yfir einum dl af
rjóma og tveimur af mjólk,
álpappír settur yfir og bakað í
ofni í ca. 20 mín. Þá er álpappír-
inn tekinn af, osti stráð yfir og
bakað áfram í 20 mín. eða þar til
kartöflurnar eru orðnar meyrar.
Rifnar kart-
öflur í gratini
8 stórar kartöflur, hýðislausar,
hráar, rifnar á járni. Saman við
er blandað: einum smátt brytjuð-
um lauk, einu smátt brytjuðu
hvítlauksrifi, salti, pipar, tveim
matsk. jurtaolíu, V4 tsk. rósmarín,
2V4 dl af rifnum osti. Sett í smurt
ofnfast fat, brauðmylsnu stráð
yfir ásamt smjörbitum, bakað í
ofni við meðalhita í 30—40 mín.
Sérréttur með hrásalati eða með-
læti með kjöti eða fiski.
Flestir þeir, sem til vits
og ára eru komnir, þekkja
vefnað, sem gengur undir
nafninu „gobelin".
Teppi með gobelin-vefn-
aði eru þekkt frá fyrri
öldum, í Egyptalandi,
Grikklandi og Rússlandi
hafa fundist ævagömul
veggteppi handofin á þenn-
an hátt. Á 13. og 14. öld
voru miðstöðvar slíks vefn-
aðar í borginni Arras í
Frakklandi og síðar í Brúss-
el. En þessi vefnaður varð
eiginlega fyrst þekktur eftir
að hann fékk nafnið „gobel-
in“ um miðja 15. öld.
Árið 1450, eða þar um bil,
stofnaði litunarmeistarinn
Jean Gobelin verkstæði í
París, og þar var í fyrsta
skipti ofið með lituðu ullar-
garni, myndir eftir for-
skrift Gobelins. Þessi
fyrstu veggteppi þóttu svo
óvenjulega falleg, að sá
vefnaður, sem unninn var á
Jean Gobelin
wm -
Borgljót Ingólfadóttir
Kartöflur
í matinn
Ekki veit sú, er þetta ritar, hvort almennt er hafður léttari matur
á heimilum, þegar líða fer á jólamánuðinn. Það er áreiðanlega gott
að gera ráð fyrir slíku, svona til mótvægis við mikinn og þungan mat,
sem yfirleitt tíðkast hérlendis á stórhátíðum.
Menn geta orðið vel mettir af kartöfluréttum og öðrum
jarðávöxtum og grænmeti og tilvalið að notfæra sér slíkan mat
meðan fáanlegur er, jafn góður og raun ber vitni.
Rifnar gulrætur og kartöflur
V4 kg gulrætur, V4 kg kartöflur,
2 matsk. smjörlíki, ein eggja-
rauða, 2 dl rifinn ostur, rjómi
eða rjómabland.
Gulrætur og kartöflur rifnar
gróft á rifjárni og soðnar í litlu
vatni þar til meyrar. Settar í
smurt ofnfast fat. Hrært er
saman mjúku smjörlíki, eggja-
rauðu og osti, þynnt með græn-
metissoði og rjóma, og hellt yfir
grænmetið. Patið sett í ofninn í
10—15 mín.