Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Kynning á köflum úr bókinni — I
í byrjun þessa mánaðar var
umræðuþáttur i sjónvarpinu um
fjölskyldupólitik, hvort stefnu-
mótunar væri þorf varðandi mál-
efni fjölskyldunnar og vernd
hennar eða hvort um tízkufyrir-
brigði væri að ræða i umræðu um
stjórnmál. Allir þeir sem þátt
tóku í þeim umræðum voru sam-
mála um að þörfin væri rikulega
fyrir hendi. Ailir stjórnmála-
flokkarnir hafa sýnt þessu mál-
efni áhuga i mismunandi miklum
mæli þó. Langstærsta framlagið
til þessarar umræðu hefur Hvöt,
félag sjálfstæðiskvenna i Reykja-
vik, og Landssamband sjálfstæð-
iskvenna átt með útgáfu bókar-
innar „Fjölskyldan i frjálsu sam-
félagi“.
I bókinni er greinasafn um ýmis
mál er varða fjölskylduna í nútíð
og framtíð. Á útsíðu bókarinnar
segir að höfundar greinanna vilji
stuðla að eftirsóknarverðri fram-
tíð á Islandi — þjóðfélagi, sem er
reist á frelsi einstaklingsins til
orðs og athafna, án óþarfa af-
skipta ríkisins, mannvinsamlegu
þjóðfélagi jafnréttis, þar sem fólk
hefur tíma hvert fyrir annað tii að
lifa lífinu eins og það sjálft kýs
helst. Höfundar greinanna eru 24
karlar og konur úr ýmsum starfs-
greinum og eiga það sammerkt að
vera sjálfstæðismenn.
Efni greina og höfundar:
Fjölskyldan og jafnréttismálin í
ljósi sjálfstæðisstefnunnar: Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Uppruni og ætlunarverk —
framtíðarsýn: Björg Einarsdóttir,
skrifstofumaður.
Jöfn foreldraábyrgð — barn-
anna vegna — foreldranna vegna:
Ásdís J. Rafnar lögfræðingur.
Margar þversagnirnar: Jóhanna
Kristjónsdóttir, blaðamaður.
Gildi heimilisstarfa fyrir mann-
eskjuna og þjóðfélagið: Jóna Gróa
Sigurðardóttir, ritari.
Friðhelgi fjölskyldunnar: Ragn-
hildur Helgadóttir, varaalþing-
ism.
Félagsmálapakkhúsin eru ekki
framtíðin: Davíð Oddsson, borg-
arfulltrúi.
Skipulagt umhverfi: Gestur
Ólafsson, arkitekt.
Fjölskyldan í strjálbýli: Sigur-
laug Bjarnadóttir, menntaskóla-
kennari.
Umhverfi fjölskyldunnar: Erna
Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt.
Fjölskyldan og kristin trú:
Björn Björnsson, guðfræðingur.
Fjölskyldan og menningin:
Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður.
Breytt húsnæðisstefna í þágu
aldraðra: Markús Örn Antonsson,
borgarfulltrúi.
Dagvistunarmál: Bessí Jóhanns-
dóttir, cand. mag.
Grunnskólastigið — „Lengi býr
að fyrstu gerð“: Elín Ólafsdóttir,
kennari.
Fjölskyldan og framhaldsskól-
inn: Arndís Björnsdóttir, kennari.
Fullorðinsfræðsla lagi sig að
þörfum einstaklinganna: Elín
Pálmadóttir, blaðamaður.
Valfrelsi er nauðsynlegt: Inga
Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræð-
ingur.
Sveigjanlegur vinnutími er tæki
í jafnréttisbaráttunni: Friðrik
Sophusson, alþingismaður.
Jöfn réttindi karla og kvenna á
vinnumarkaðnum: Hólmfríður
Árnadóttir, viðskiptafræðingur.
Frumkvæðis- og fordæmis-
skylda löggjafans: Guðrún Er-
lendsdóttir, dósent.
Lagareglurnar taki mið af
þróuninni: Ingibjörg Rafnar, hér-
aðsdómslögmaður.
Stöðvum ofsköttunina: Sveinn
Jónsson, viðskiptafræðingur.
Þátttaka kvenna í íslenskum
stjórnmálum: Auður Auðuns,
fyrrv. ráðherra.
Af þessu efnisyfirliti má sjá að í
bókinni er komið við á öllum þeim
sviðum sem skipta einstaklingana
og fjölskyldumar máli, unga sem
aldna, konur sem karla. Þegar
jafnréttisbarátta kvenna er tengd
hagsmunum fjölskyldunnar verð-
ur henni ekki vísað á bug. Bókin er
177 síður og áskriftarverð er 7.500
krónur. Hún er til sölu í bóka-
verslunum um allt land. Að sögn
þeirra sem staðið hafa að sölu
hennar hefur henni verið mjög vel
tekið og sala gengið vel. Bókasöfn
munu einnig hafa hana á boðstól-
um. Það er von útgefenda bókar-
innar að með henni hefjist um-
„Óskað er eftir
hálfödagsstörfum“
Fjöldi hæfra starfskrafta kýs hálfsr
dagsvinnu, en framboðið er lítið
Það er ekki langt síöan að
sveigjanlegur vinnutimi var
tekinn til umíjöllunar i þessum
þætti — m.a. þingsályktunar-
tillaga alþingismannanna
Friðriks Sóphussonar og Sal-
óme Þorkelsdóttur sem nú
liggur fyrir Alþingi briðj»
árið í röð í 'úmræðum innan
stjórnmálaflokkanna um
stefnumótun i fjolskyldumál-
um hefur sveigjanlegur vinnu-
tími, sem vinstri menn nefna
reyndar hreyfanlegan vinnu-
tima, verið talinn mjög æski-
legur og verður tillaga sjálf-
stæðismanna vonandi afgreidd
á Alþingi i vetur.
Það er ekki síður æskilegt að
foreldrar ungra barna eigi al-
mennari kost á störfum hluta úr
degi á vinnumarkaðnum. Jafnvel
ekki aðeins foreldrar, heldur einn-
ig menn með skert vinnuþol sök-
um aldurs, veikinda eða örorku.
Flestir eru þeirrar skoðunar að
það geti haft óheppilegar afleið-
ingar fyrir börn að þau séu mikið
lengur en 4—6 klst. í fjarvistum
frá báðum foreldrum sínum á degi
hverjum. Sveigjanlegur vinnutími
og hlutastörf eru lausnir sem
vinnuveitendur verða að gefa
starfsmönnum sínum kost á í
frekari mæli en verið hefur —
hagsmunir upprénnandi kynslóða
eiga að vera í fyrirrúmi fyrir
gömlum hefðum.
Oftast eru það mæður ungra
barna fremur en feðurnir sem
kjósa að verða sér úti um hálfs-
dagsstörf — ekki aðeins af fjár-
hagslegum ástæðum heldur e.t.v.
ekki síður til að komast út úr
einangrun heimilisins eða í leit að
tilbreytingu í hinu daglega lífi. En
mörgum hefur reynst þessi leið
vandfundin. í sívaxandi mæli hafa
vinnuveitendur þó opnað mönnum
þessa leið. Vinnulaunin eru greidd
í samræmi við unnar vinnustundir
og nýting starfskraftanna getur
jafnvel verið meiri á stuttum
vinnudegi en löngum.
Nokkur fjöldi kvenna hefur átt
kost á því tvær og tvær saman að
ráða sig til starfa þannig að báðar
vinna hálfan daginn, eða skipting-
in er t.d. % á móti 'A úr degi. Þá
hafa vinnuveitendur boðið tveim-
ur umsækjendum um störf upp á
að skipta starfinu með sér eftir
samkomulagi. Slík samvinna
vinnuveitenda og starfsmanna er
til fyrirmyndar. Starfsmenn
gamlir í hettunni eiga líka oft kost
á hlutastarfi tímabundið eða til
frambúðar. Ef nægfj ár fela í sér
enn frekari aðsókn að atvinnu-
rekstrinum í landinu verða hluta-
störf án efa almennari en nú er en
ekki er ástæða til þess að óska
þess að sú spá verði að alvöru.
Ef hagsmunir barnanna eru
hafðir í fyrirrúmi er sveigjanlegur
vinnutími leið fyrir báða foreldra
til frekari samskipta við börn sín
og störf hluta úr degi eru leið fyrir
það foreldri ungra barna sem kýs
að vera aðeins skamma stund í
fjarvistum frá þeim. Þessar leiðir
ættu að vera starfsmönnum á
vinnumarkaðnum mun almennari
en nú er, — eiga ekki upprennandi
kynslóðir kröfu til þess? Er líka
ástæða til þess að fjöldi kvenna
sem gjarnan vilja vinna utan
heimilis frá ungum börnum hluta
úr degi og búa yfir verðmætri
þekkingu og/eða starfsreynslu
eigi þess ekki kost vegna lítils
framboðs á slíkum störfum?
Einstaklings-
frelsi er jafn-
rétti í reynd
Einkunnarorð sjálfstæð-
ismanna í umræðum um jafn-
réttismál er „Einstaklings-
frelsi er jafnrétti í reynd“. í
tilefni af því að fimm ár voru
24. október sl. liðin frá
kvennafrideginum 1975 gaf
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna
i Reykjavik út bókarmerki
með þessum einkunnarorð-
um.
í bókinni „Fjölskyldan í frjálsu
samfélagi", segir Björg Einars-
dóttir, formaður Hvatar um upp-
sprettu einstaklingsfrelsisins:
„Vettvangur fjölskyldu er einka-
vettvangur og verndaður í stjórn-
arskránni. Makar uppfylla gagn-
kvæm réttindi og skyldur innbyrð-
is og við börn sín og þeir geta veitt
þeim jöfn tækifæri. Þetta stuðlar
að sjálfstæði fólks og veitir því
frelsi — í raun er þarna upp-
spretta einstaklingsfrelsisins."
Konur verða að hafa sama frelsi
og karlar til að takast á við þau
hugðarefni og störf sem þær
kjósa. Það má ekki gera mun á
uppeldi og fræðslu drengja og
stúlkna, foreldraábyrgðin verður
að vera jöfn, fordómum um mis-
munandi hæfileika kynjanna
verður að eyða, því kynið segir
ekki til um hæfni einstaklinganna.
Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í
reynd.