Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 26
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
LOFTIN BLA
VER#LD
POLITIK |
Þeir hraðlygnu
þutu hraðast upp
metorðastigann
Kinversk stjúrnvöld hafa nú
skorið upp herör gegn lygum.
Eftir því sem kínverskt dagblað
skýrði frá nú fyrir skömmu voru
Jygar mjög i tizku á timabili** og
þessi löstur hefur valdið kín-
versku þjóðinni ómælanlegu
tjóni.
Enginn vafi leikur á sannleiks-
gildi talanlegra staðreynda um
framleiðslu í Kína. Einnig eru
opinberar tölur um slysfarir
sannleikanum samkvæmar, svo og
frásagnir af endurhæfingu póli-
tískra andstæðinga stjórnvalda.
En síðastliðið sumar var fullyrt
í skýrslu um starfsemi Kommún-
istaflokksins, að félagar í honum
væru beinlínis knúðir til að bregða
fyrir sig ósannsögli af ótta við að
þeim yrði refsað.
í kínverskum fjöimiðlum úir nú
og grúir af tölfræðiskýrslum sem
sýna og sanna, að ósannindi og
lygar hafa nánast verið trygging
fyrir glæstum frama í Kommún-
istaflokknum. Hefur þetta við-
gengist löngu eftir valdatíð fjór-
menningaklíkunnar, en til
skamms tíma var sem kunnugt er
nánast allri skuld skellt á hana.
I sögu flokksins er óneitanlega
mikið um staðlausa stafi. Til að
Lygarar skulu ekki „teknir nein-
um vettlingatökum“
mynda á Mao að hafa átt drjúgan
þátt í atburðunum, sem nú þykir
sannað, að hann hafi aldrei komið
Blöð og fréttastofur í Kína hafa
beðið landsmenn afsökunar á lyg-
unum, sem þau hafa látið flæða
yfir þá undanfarna áratugi. Jafn-
framt hafa þau hvatt lygara, sem
enn séu í stórhópum í öðrum
flokksdeildum og raunar hvar sem
er á framabrautinni, að bæta ráð
sitt eða að öðrum kosti að víkja
fyrir heiðarlegu og sannsöglu
fólki.
Dagblað Alþýðunnar í Peking
hvetur Flokkinn til að gera ferns
konar ráðstafanir í því skyni að
uppræta lygar í opinberu lífi.
í fyrsta lagi skuli lygarar ekki
verða teknir neinum vettlingatök-
um, en sannleikurinn skuli í há-
vegum hafður.
Breyta þurfi viðhorfi lands-
manna á þann veg að ekki þyki
lengur aðhlátursefni eða þaðanaf
verra að halda sig við sannleik-
ann.
Lygarar skuli ekki hreppa opin-
berar stöður. Og loks skuli rann-
sökuð mál þeirra lygara, sem
gegna opinberum stöðum og þeim
gert að taka út refsingu sam-
kvæmt broti.
Prófsteinninn á þessa sann-
leiksást kínverskra yfirvalda verð-
ur án efa sá, hvort unnt verður að
bera fram ákærur á æðstu núver-
andi yfirmenn Kommúnista-
flokksins. Hingað til hafa slíkar
ákærur aldrei komið fram fyrr en
viðkomandi hefur opinberlega ver-
ið fallinn í ónáð.
- JONATHAN MIRSKY
Nú í haust vann Were Mertens
frá Frankfurt það afrek að
fljúga í svifdreka niður af hæsta
fjalli Afríku, Kilimanjaro. Var
hún fyrst kvenna i hciminum til
að fara svo langa leið á svifdreka.
en fjallið er 6.000 metrar á hæð.
Wera Mertens er 35 ára gömul
grafíklistakona. Ekki hyggst
hún segja skilið við svifdrekann
að sinni. heldur hefur hún iýst
yfir því, að ferðin niður af
MERTENS „Næsta
ennþá hærra.“
fjali verður
í flugdreka fram
af Kilimanjaro
ARNAÐ HEILLAl
Hann hefur senn
glatt börnin í
hundrað ár
GOSA litla, tréhrúðunni með
langa nefið, hefur nú tekist það,
sem svo mörgum hefur mistekist,
en það er að sætta erfðafjend-
urna I ítalskri pólitík. Gosi á
nefnilega 100 ára afmæli á næsta
ári og kommúnistar og kristi-
legir demókratar ætla að taka
höndum saman um afmælisveisl-
una. I>ar verður efnt til sýningar
á öllu, sem Gosa viðkemur, til
kvikmynda- og leiklistarhátíðar,
alþjóðlegrar ráðstefnu um duld-
ar meiningar í bókinni og loks til
mikillar skemmtunar. þar sem
menn geta skemmt sér eins og í
„asnalandinu" hans Gosa.
„Að undanskilinni Biblíunni,
eru líklega fáar bækur jafn víð-
lesnar og Gosi,“ segir Rolando
Anzillotti, prófessor í bandarísk-
um bókmenntum, en hann var
kosinn bæjarstjóri Pescia, lítils
bæjar í Tuscia-héraði fyrir tutt-
ugu árum, en þá hafði hann það
helst á stefnuskrá sinni að reisa
myndastyttur af Gosa. Rolando er
líka forseti „Carlo Collodi-sjóðs-
ins“, sem kenndur er við höfund
bókarinnar, og vinnur nú að því
hörðum höndum að vekja athygli
manna á þessum syfjulega bæ í
mestu ólífuræktarhéruðunum á
Mið-Ítalíu.
Árið 1951 sneri Rolando aftur
heim til Pescia frá Bandaríkjun-
um ásamt bandarískri eiginkonu
sinni, en þar vestra hafði hann
kennt við ýmsa háskóla. Þegar
hann hafði verið kosinn bæjar-
stjóri, lét hann koma upp tveimur
minnismerkjum um spýtustrákinn
og auk þess skemmtigarði fyrir
það fé, sem aflaðist í alþjóðlegri
inn höfðu hengt hann upp í tré.
Collodi varð tvisvar sinnum að
taka til aftur við söguna — fyrir
tvöföld fyrri ritlaun að vísu —
eftir að lesendur kröfðust þess að
fá meira að heyra og það endaði
með því, að á árinu 1883 var Gosi
orðinn að aivörustrák.
Gosi hefur verið þýddur á 87
tungumál; gerðar hafa verið um
hann sex kvikmyndir, þ.á m. ein af
Walt Disney; 400 sjónvarpsþættir,
111 útgáfur á ensku auk annarra
mála.
- BENNIS REDMONT
Kilimanjaro sé aðeins undanfari
annarra afreka og meiri.
„Það er til svo mikið af dásam-
legum fjöllum í hciminum," sagði
hún fyrir skömmu. „Að vísu hef ég
ekki afráðið, hvaðan ég ætla næst
að fljúga svifdrekanum mínum, en
víst er um það, að það fjall verður
enn hærra en Kilimanjaro."
Og á meðan hún bræðir það með
sér, hvar hún ætlar næst að ráðast
til uppgöngu, stundar hún líkams-
æfingar af krafti, skokkar, fer í
skíðaferðir og fjallgöngur.
Kilimanjaro er gamalt eldfjall í
Kenya. Það var fyrst klifið árið
1889. Hæsti tindur þess er snævi
þakinn allan ársins hring.
Wera Mertens fór í leiðangur
sinn ásamt landa sínum og svif-
drekaflugmanninum Horst Scháf-
er og fjórum fjallgöngumönnum.
Þau höfðu farið reynsluferð upp á
fjallið Meru skammt frá, en það er
„aðeins" 4.565 km. á hæð. Það tók
ferðalangana þrjá daga að komast
upp á tind Kilimanjaro, er heitir
Kibo. Wera og Horst Scháfer báru
svifdreka sína sjálf, en hvor um
sig var 30 kg á þyngd. Samfylgd-
armenn þeirra báru annan far-
angur, um 100 kg samtals.
Ferðin upp á fjallið var ógleym-
anleg reynsla. Leiðin lá um hita-
beltisskóga, hálendisskóga og jök-
ulbreiður. Scháfer bjóst fyrr til
flugferðarinnar, en flugtakið mis-
tókst. Hann slapp ómeiddur, en
svifdrekinn skemmdist.
Wera ákvað þá að fljúga ein síns
liðs, Sökum þess, hve loftið var
þunnt í 6.000 metra hæð, varð
flugtakið að vera miklu sneggra
en venjulega, og henni var örðugt
um vik vegna þess að hún var
kappdúðuð, sem og nauðsynlegt
var. Eigi að síður tókst flugtakið
vel og ferðin einnig. Eftir klukku-
stundar flug lenti hún skammt frá
Mushi í Tansaníu. Meðan á ferð-
inni stóð var hún í stöðugu
sambandi við félaga sína uppi á
fjallstindinum í gegnum dálitla
talstöð.
Það varð uppi fótur og fit í
Mishi, þegar þetta sérkennilega
farartæki sást svífa til jarðar.
Þorpsbúar þustu á vettvang, en
þorðu ekki alla leið. Það var ekki
fyrr en Wera Mertens veifaði til
þeirra, að þeir hættu sér til
hennar, og snertu drekann var-
færnislega.
- ALBERT BECHTOLD
söfnunarherferð, „Gjafir
Gosa“, eins og hún nefndist.
frá
Meira en níu milljónir barna og
fullorðinna sendu gjafir tiL„Hr.
Gosa“, „Pabba hans Gosa“ eða til
„Collodi-klúbbsins", en Collodi var
það skáldanafn, sem rithöfundur-
inn Carlo Lorenzini notaði þegar
hann birti „Ævintýrin hans Gosa“
í ítölsku barnablaði á síðustu öld.
Faðir Gosa og skapari í bókinni,
trésmiðurinn Gepetto, er Lorenz-
ini sjálfur lifandi kominn, en hann
var blaðamaður í Flórens og átti
oft í mesta basli enda oftast
atvinnulaus. Hann skrifaði eink-
um í rit, sem helguðu sig alls
konar þjóðfélagsádeilu, en varð
svo leiður á því og fór að þýða
ævintýra- og álfasögur úr frönsku.
Gosi kom fyrst á prent sem
framhaldssaga þann 7. júlí 1881 og
í lok 15. kafla skildi Collodi við
Gosa þar sem refurinn og köttur-
DÆGRASTYTTING I
„Aðeins dá-
lítið kitl“
Ungir og ókvæntir Bandaríkja-
menn. sem lifa fyrir líðandi
stund og lífsins lystisemdir, hafa
nú fundið sér nýtt áhugamál. í
stað þess að stunda diskódansinn,
skemmta þeir sér við að horfa á
fagrar konur fljúgast á í drullu-
baði.
Gott dæmi um þetta er Steven
Skromeda. Á daginn vinnur hann
við gull- og silfurviðskipti en á
hverju fimmtudagskvöldi er hann
fastagestur á Oskos-veitinga-
staðnum þar sem hann nýtur þess
að sjá konurnar engjast um í
eðjunni. „Ég nýt þess svo sannar-
lega,“ segir hann. „Ég á við að sjá
fallegar stúlkur útataðar auri. Ég
sleppi alveg fram af mér beislinu,
öskra og læt öllum illum látum.
Og þetta er ekkert niðurlægjandi
fyrir stelpurnar, það skemmta sér
bara allir konunglega."
Diskóstaðirnir í Suður-Kali-
forníu voru heldur ekki seinir að
taka við sér og Steve Banerjee,
sem rekur Chippendale-diskótek-
ið, varð einn af þeim fyrstu til að
ganga á lagið. Fyrst var hann með
tvö kvöld í viku, eingöngu fyrir
konur, þar sem kynæsandi karl-
menn dönsuðu og fækkuðu fötum
þar til þeir voru svo gott sem
naktir. þetta atriði dró að kven-
fólkið, en snemma á þessu ári fóru
konurnar að fljúgast á í forinni og
þá flykktust karlarnir að.
Stúlkurnar, sem glímast á, hafa
það flestar fyrir aukavinnu, einka-
ritarar, kennslukonur og leikkon-
ur, sem ekki hefur tekist að koma
sér á framfæri á annan hátt. Steve
borgar þeim 40 dali fyrir þrjár 90
sekúndna tarnir. Áður en þær
reyna með sér í leðjunni dansa
þær fyrir gestina í alls konar
búningi, í nunnuklæðum, flug-
freyjubúningi, kúrekaklæðnaði og
geimfarafötum og reyna með því
að höfða til kynóra karlpenings-
ins. Á meðan á dansinum stendur
fækka þær fötunum og kyssa
gestina gegn gjaldi.
„Betra en að fara í óperuna“.
Þessi uppákoma endar undan-
tekningarlaust með því að menn-
irnir bjóða í að fá að glíma við
stúlkurnar, og stundum getur
hæsta boð numið nokkrum hundr-
uðum dollara. Fyrir skömmu átti
kona hæsta boð, 350 dollara, en
það var raunar fyrir manninn
hennar, sem var að halda upp á
fertugsafmaelið.