Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
ERESCHKOVA
Konur munu taka þátt í geim-
ferðum framtíðarinnar, rétt eins
og þær eru flugfreyjur í dag.
Rannsóknir hafa sýnt fram á það,
að líkamsbygging konunnar þolir
geimferðir alveg jafn vel og líkami
karlmanna. •
Þetta segir Valentina Nikolay-
ev-Tereschkova, fyrsta konan sem
gerðist geimfari. Á kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna var
hún einn fulltrúi Sovétríkjanna og
í þessu einkaviðtali segir hún frá
því, hvernig hún gerðist fallhlífar-
stökkvari og geimfari og um líf
sitt í Sovétríkjunum í dag sem
móðir og eiginkona.
Ég hafði búist við karlmann;
legri og sterkbyggðri konu. I
staðinn mætti ég dökkhærðri,
glæsilegri konu í smekklegum
klæðnaði.
Magurt andlit, sterkur nefsvip-
ur og vel þjálfaður likami skapa
áhrifaríkt andrúmsloft kringuni
hana. Það er viss harka og form-
legheit í framkomu hennar og
minnir mann á að hún gegnir
opinberri stöðu. En stundum bros-
ir hún mjög aðlaðandi og er þá
eins og sólargeislar stingi sér
niður milli skýja. Maður tekur
líka eftir því, að varir hennar eru
mjög fínlegar, kvenlegar, og í
augum hennar er viss hlýleiki sem
sýnir móðurina. Og röddin er hlý,
hljómandi, viðkunnanleg.
En viðmót hennar breytist stöð-
ugt. Skapgerð hennar er mjög
margbrotin eins og margra ann-
arra Rússa, svo maður fær það á
tilfinninguna, að hún sé ekki ein
heldur margar persónur. Þegar
hún talar um kvenréttindi eða
hættuna á annarri heimsstyrjöld,
verður rödd hennar alvarleg,
áminnandi og eins og margir aðrir
sovéskir embættismenn vitnar
hún í Lenín eins og vestrænir
prestar í Biblíuna. Þegar umræðu-
efnið eru geimferðir eða fallhlífar-
stökk verður hún á ný ung stúlka
með ævintýraþrá, hugrökk og
stolt yfir því sem hún hefur gert
fyrir þjóð sína. En þegar ég spyr
hana um heimili hennar og fjöl-
skyldulíf, er eins og hún gleymi
öllu og verði aðeins manneskja.
Nú eru sautján ár liðin frá því
hún gerðist fyrsti kvengeimfarinn.
Valentina Tereschkova er nú 43
ára og segir mér að hana dreymi
ennþá, að hún sé á ferð kringum
hnöttinn í geimfarinu Vostok 6.
En hún er í góðu formi og myndi
með ánægju fara út í geiminn á
ný.
tJr fallhlifar-
stökki í geim-
ferðaþjálfun
Tereschkova fullyrðir, að konur
hafi sýnt það í gegnum sögu
mannkynsins, að þær eru eins vel
byggðar líkamlega og karlmenn og
hafi jafnmikið þol. Sannarlega er
hún lifandi dæmi um það sjálf.
Hún fæddist 1937 á samyrkju-
búi nærri hinni gömlu borg Yaro-
slav, um 250 kílómetrum norður af
Moskvu. Faðir hennar, sem lést í
stríðinu, keyrði dráttarvél, en
móðir hennar vann á mjólkurstöð
búsins. Árið 1945 fluttist hún með
móður sinni, eldri systur og yngri
bróður til Yaroslav.
Hún hætti í skóla 16 ára og fékk
sér fyrst vinnu í hjólbarðaverk-
smiðju en síðan í efnaverksmiðju
ásamt móður sinni. Hún tók virk-
an þátt í starfi Komsomol-hreyf-
ingarinnar, sem er eins konar
sovésk útgáfa af skátahreyfingu
okkar. En þar sem hún var stúlka,
sem þyrsti í ævintýri, tók hún að
æfa fallhlífarstökk. Á árunum
1959—1961 stökk hún 125 sinnum
og var þá talin sérfræðingur í
fallhlífarstökki. Hún talar um
þessa grein íþrótta sem eina hina
yndislegustu. „Það er ekki hægt að
lýsa ánægjunni sem felst í fallhlíf-
arstökki. Það er aðeins hægt að
reyna hana.“
Árið 1961 lét hún skrá sig í
geimferðaþjálfun. „Ég gerði það af
ýmsum ástæðum, en það sem
hafði mest að segja var afrek Juri
Gagarins. Á þessum árum vildu
allir í Rússlandi verða lfkir hon-
um. Alla stráka og stelpur
dreymdi um að verða geimfarar."
Landar hennar litlu það ekki
hornauga, að stúlka ákyldi sækj-
ast eftir því að gerast geimfari og
hún og aðrar stúlkur fengu ná-
kvæmlega sömu þjálfun og karl-
mennirnir. „Því miður hegðar
geimurinn sér ekki göfugmann-
lega gagnvart konum."
Þegar henni hafði verið til-
kynnt, að hún hefði verið valin
fyrsti kvengeimfarinn, hélt hún
því vandlega leyndu fyrir móður
sinni þar til hún átti að fara af
stað. „Þá fékk hún auðvitað mikið
áfall. Hún grét þegar hún hugsaði
um mig þarna uppi — en hvað
getur móðir gert í svona tilfell-
um?“
16.—19. júní þaut Tereschkova
kringum jörðina, 48 sinnum á 71
klukkustund á stórkostlegum
hraða. Meðalfjarlægð hennar frá
jörðu var 200 kílómetrar. Á sama
tíma, en í öðru geimfari, var
karlmaður, Valory Bykovsky,
einnig á braut um jörðu og gat
hún haft samband við hann gegn-
um talkerfi, þar til þau geystust
til jarðar á ný. Þegar hún lenti,
nærri Karaganda í Ásíuhluta Sov-
étríkjanna, hafði hún ferðast um 2
milljónir kílómetra.
Tilgangur þessa tvenndarflugs
var að bera saman áhrif geim-
ferða á konur og karla. Prófanir,
sem voru gerðar á meðan á fluginu
stóð og eftir ferðina, hafa sýnt, að
hún hafði engin slæm áhrif á
hvorugt þeirra.
Tereschkova getur sagt, að hún
hafi sýnt fram á það á sérstaklega
sannfærandi hátt. Fimm mánuð-
um eftir ferðina giftist hún öðrum
geimfara, Andrian Nikolayev, sem
hún kynntist í geimferðaþjálfun-
inni. Og í júní 1964, aðeins 12
mánuðum eftir geimferðina,
fæddist þeim hjónum velsköpuð
stúlka sem vó rúm 3 kíló. Stúlkan,
sem var nefnd eftir ömmu sinni,
Yelena, er nú 16 ára skólastúlka.
Þegar Tereschkova giftist, tvö-
faldaði hún ættarnafn sitt með því
að bæta Nikolayev við ættarnafn
sitt. Flestir nota þó aðeins hennar
upprunalega ættarnafn.
Hetja Sovétríkjanna
í Sovétríkjunum er hún metin
til jafns við kvikmyndastjörnur í
hinum vestræna heimi. Hún ber
hinn eftirsóknarverða titil „Hetja
Sovétríkjanna". Hún situr í
Æðstaráðinu og í miðnefnd
Kommúnistaflokksins. Hún er
kennari í geimferðaþjálfuninni og
formaður Kvenfélags Sovétríkj-
anna, en það er þess vegna sem
hún heimsótti Kaupmannahöfn.
Hún hefur meðal annars verið
heiðruð með því að nefna gýg
nokkurn á bakhlið tunglsins í
höfuð hennar.
Tereschkova býr með dóttur
sinni og eiginmanni, einnig móður
sinni, í litlum bæ nærri Moskvu,
þar sem hún vinnur. Þau eiga líka
sumarbústað þar sem hún eyðir
stundum helgunum. Hún heldur
sér í góðri líkamlegri þjálfun með
því að stunda leikfimi, spila blak
og synda.
Hver eru aðaláhugamál hennar,
spyr ég?
„Skyldur mínar gefa mér sjald-
an frístundir, en þegar ég á
einhverja frístund finnst mér
ánægjulegast að fara með dóttur
minni í leikhús eða á tónleika í
Moskvu. Ég hef líka mikla ánægju
af sveitalífinu og fer oft í göngu-
ferðir í skógum með henni.“
Hverjir eru uppáhaldsrithöf-
undar þínir?
„Meðal nútíma rithöfunda er
það Mikhail Sholokhov. Meðal
klassískra rússneskra rithöfunda,
Puskin, Lermontov og okkar góða
„borgaralega" ljóðskáld Nekras-
sov, sem skrifaði um ána Volgu
(en við hana stendur Yaroslav) og
sem orti fræg ljóð til heiðurs
rússneskum konum.”
„í Sovétríkj-
unum eru konum
tryggð réttindi*
Tereschkova segist njóta þess að
aka bíl og segir, að það sé ekki
„skref aftur á bak“ eftir að hafa
stjórnað geimflaug. Við sumarbú-
staðinn stundar hún garðyrkju og
er stolt af blómabeðum sínum, en
hún ræktar ekki grænmeti. „En
bróðir minn er snjall í því og færir
mér stundum grænmeti."
Hún segir, að hún hafi ánægju
af heimilisstörfunum og að öll
fjölskyldan hjálpi sér við þau.
öll? Telur þú manninn þinn
með?
„Auðvitað."
Manni hefur verið sagt, að
rússneskir eiginmenn hjálpi kon-
um sínum aldrei við heimilisstörf-
in?
„Hver sá, sem það sagði, hefur
ekki vitað mikið um land okkar.
En, Bog s nim (Guð blessi hann), í
raun og veru hjálpa margir eigin-
menn konum sínum við heimilis-
störfin, sérstaklega þeir yngri.“
Hefur dóttir þín sömu áhuga-
mál og þú?
„Þessa stundina langar hana til
að verða læknir. En hún er í skóla
ennþá."
Vilt þú að hún verði geimfari?
„Ungt fólk á kost á alls konar
störfum í landi mínu. Ef hún vill
feta í mín fótspor, mun ég hjálpa
henni eins og ég get. En ósk mín
henni til handa, er að hún verði
verðugur meðlimur þjóðfélagsins
og starfi í þágu þjóðarinnar.
Starfið sjálft skiptir ekki máli.“
Margt ungt fólk í dag lærir
erlend tungumál. Væri það ekki
auðveldara fyrir okkur öll og
undirstaða skilnings milli þjóða